Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Side 8
NAMIBÍA - LAND MISKUNNARLAUSRA LÍFSSKILYRÐA - SÍÐARI HLUTI EFTIR INGU FANNEYJU EGILSDÓTTUR Búskmenn hafa háþróuð skilningavit og eitthvert yfirskilvitlegt innsæi til þess aó finna vatnsæðar djúpt undir yfirborði í skrælnaðri eyðimörkinni og geta sogið jaróraka upp úr uppþornuðum brunnum meó löngu bambusrðri.----------------------------- UMFERÐIN í Swakopmund. Pelikanar voma eftir slorinu hjá sportfiskimönnum, sem gera að fiskinum við vaska sem „Hafró“ setti upp í Swakopmund. Á KRÓKÓDÍLABÚGARÐI OG MEÐAL BÚSKMANNA VIÐ FÓRUM meðfram endi- langri strönd Namibíu í þess- um leiðöngrum, jafnvel suður í landhelgi Suður-Afríku og norður með syðstu ströndum Angóla. Víðast á þessari 1.200 km löngu strandlengju var lítið að sjá nema sand- auðnir, brimgarð fyrir utan, uppþornaða árfar- vegi en á stöku stað vottaði fyrir tijágróðri þar sem rætur tijánna ná niður í jarðvatn sem víða, þótt undarlegt sé, sitrar fram undir yfir- borði eyðimerkurinnar. Þrátt fyrir auðnina er mikið dýralíf á þessum eyðiströndum og veld- ur því auðvitað lífríki sjávarins. Selir eru þarna sums staðar í tugþúsundavís og mikið um sjó- fugl, enda er á sumum eyjunum allmikið gú- anónám (fugladrit) sem er nýtt sem áburður. Þarna eru reyndar fleiri verðmæti í sjó en fisk- ur og sjávardýr. Syðst í Namibíu fundust á sínum tíma, sem fyrr segir, mjög dýrmætar demantanámur og mátti jafnvel í upphafi tína demanta á yfir- borði jarðar, en á liðnum ármilljónum hafa fljótin í vatnavöxtum borið mikið af demöntum í sjó fram og nú er þeirra leitað á hafsbotni á stórum svæðum syðst og sáum við stundum litla báta með einskonar plóga eða dragvörpur sem voru að „fiska“ gimsteina. Skammt norð- an við Swakopmund, sem er talsverður ferða- mannabær á namibíska vísu, er Cape Cross, eða Krosshöfði en þar er líklega stærsta sela- látur í allri Afríku. Portúgalar komu þangað fyrstir Evrópumanna 1486, er þeir voru að kanna vesturströnd Afríku í leit að sjóleið til Austurlanda, reistu kross og gáfu höfðanum nafn. Við fórum í rannsóknarleiðangur þangað til að kanna lífsskilyrði selanna, möguleika þeirra til nægrar fæðuöflunar og önnur afkomuskilyrði þeirra í sjó. Við rannsökuðum reyndar einnig allmarga seli í hjáverkum er þeir slæddust með og drápust í veiðarfærum við fiskirannsóknir. Þarna voru einnig selir á sveimi sem vísindamenn höfðu fest senditæki við. Þessi selalátur eru að mestu friðuð, en þó kvóti á hvað þarf að fækka selum svo stofn- inn sé ekki í hættu vegna offjölgunar. Sum árin, t.a.m. 1994, hefur selum fækkað veru- lega þegar hafstraumar eða önnur sjávarskil- yrði svipta þá nægum fiskigöngum á veiðislóð- um sínum. Við fjölskylda mín skruppum svo þangað eitt sinn landveginn síðar. Látrin eru á klettóttri strönd og umhverfis þau hefur verið reistur snyrtilegur garður, sem fellur mjög eðlilega inn í umhverfið, til vernd- unar gegn nærgöngli ferðamanna. Reyndar er þefurinn í látrinu, ólæti og átök brimlanna svo yfirþyrmandi og hávaðinn slíkur um kæp- inguna að naumast er hætta á að ferðamenn hætti sér mikið innan um selina en allur er varinn góður.. Selategundin þarna er mest loð- selur og þeir rymja eða jarma ekki ólíkt sauðfé. Þessi selategund kæpir á vorin, þ.e. í sept.- okt. á suðurhvelinu. Kjöt og skinn af þeim stofnkvóta, sem rétt er talið að veiða, er nýtan- legt og selakynfæri eru í feiknháu verð á Jap- ansmarkað til að fjörga uppá karlpening þar! Fróðlegt væri að leita álits kynsystra minna í Japan hvort körlum þar er svo brýn þörf á öllum þeim æsilyfjum sem Japanir kaupa hvað- anæva úr heiminum og unnin eru oft úr líffær- um dýra sem mörg hver eru í útrýmingar- hættu. Selurinn er örugglega ekki í útrýming- arhættu við sunnanverða Afríku og verður að verja varpstöðvar sjófugla fyrir þeim. Og þeir eru t.a.m. helsta orsökin fyrir því að línuveið- ar borga sig ekki þarna. Okkur fjölskyldu mína langaði til þess að nota þetta einstaka tækifæri sem gafst við dvölina syðra til þess að ferðast um og skoða sem flest af þeim mörgu náttúru- og menning- arfyrirbrigðum sem þetta sérkennilega land býður langt aðkomnum ferðalöngum að sjá og heyra. En langar vegalengdir og takmark- aðar frístundir settu þeirri löngun eðlilega takmörk, því varð að velja og hafna. Krókódilabúgardar í einu fríinu fórum við í ökuferð norður í landið frá Swakopmund til Usakos, Kalkfeld og Otjiwarongo, en þetta svæði er helsta land- búnaðarhérað Namibíu. Okkur lék hugur á að skoða m.a. krókadílabúskap, sem þar er rekinn, heimsóttum því mjög fallegan, snyrti- legan bæ og hittum eiganda krókodílabúgarðs nokkurs. Krókódílar sem þarna voru í haldi eru aðfluttir frá Níl. Eigandi búgarðsins sagði okkur að Nílarkródílar væru heimsins besti stofn til ræktunar að undanskildum Kyrrahaf- skrókódílum sem iifa undan ströndum Ástral- íu. Fullorðnir krókódílar þarna, um 80 talsins, 5-7 m á lengd, voru geymdir í vandlega vígg- irtum garði og í honum stór tjörn þar sem þeir gátu baðað sig og sleikt sólskinið. Þar var þeim gefið fóður einu sinni í viku - úr- gangskjöti og skrokkum af nautum eða hross- um var hent í þá í heilu lagi. Fullvaxinn króko- díll klippir auðveldlega stóran hestskrokk í sundur með kjaftinum að að sögn, en getur hinsvegar slórt af í sex mánuði án fæðu að sögn búgarðseiganda, - hentugt kæmi fóðurs- kortur! Krókódílar verpa fjölmörgum eggjum eins og flestir vita. Þau eru hnattlaga, á stærð við golfkúlur og klekjast út í sólheitum sandin- um. Talið er að um 1-2% af afkvæmum krókó- díla í villtu umhverfi náttúrunnar nái fullorð- insaldri en afföll á búgörðum eru lítil sem engin. Eftir að þeir hafa verpt í þar til gerðum básum, sem er hægt að loka frá aðalsvæðinu með rammgerðum plönkum, eru eggin grafin upp, sett í útungunarvélar þar sem klak er öruggara en í sólinni og þau betur varin fyrir ránfuglum og dýrum. Þótt krókódílar virðist ekki tilfinningarík dýr, kemur í ljós að þeir bera mismikla umhyggju fyrir afkvæmum sín- um - eggjunum. Þegar umsjónarmenn koma að hirða eggin virðast sum kvendýr láta sér standa algerlega á sama, en önnur reyna að veija þau með mikilli grimmd og verða starfs- menn að girða varpstaðinn rammlega með gildum tijám til þess að vera óhultir meðan á þessu stendur. Kynferði krókódíla-„kjúklings- ins“ ræðst, að sögn þessa bónda, af hitastigi sandsins. Fyrir okkur sem vöndumst í æsku á að umgangast gæf og elskuleg húsdýr á íslandi er fullvaxinn krókódíll ekki beint frýnilegur búsmali og að sögn eiganda þessa búgarðs geta þeir verið ótrúlegu hættulegir þótt þeir virðist ekki liprir til gangs. Þeir lifa eins og kunnugt er villtir í ám og vötnum og krókódíll á veiðum leggst í kaf, þar sem hann leynist býsna vel og miðar út áhlaup á bráð sína á landi úr kafi, kemur síðan þráðbeint upp úr vatninu á þeirri ofsaferð að fullorðinn maður getur t.a.m. alls ekki hlaupið þá af sér. Hinir öflugustu ná um 6 m vegalengd í einu stökki. Eina leiðin til að forða sér er að hlaupa þvert til hliðar. Krókódílar drepa bráð sína með því að læsa ferlegum skolti, alsettum hárbeittum tönnum, í limi fórnarlambsins og draga það í kaf og drekkja því. Fá villidýr við vatnsból eru óhult fyrir krókódíl í veiðihug, því jafnvel hrammar og vígtennur ljónsins vinna lítt á skeljaðri brynju ófreskjunnar. Það var ekki laust við að hrollur færi um okkur og við færðum okkur fjær hinum leti- legu „húsdýrum11 eftir þessa lýsingu, en leið- sögumaður okkar sagði að öllu væri óhætt fyrr en eitthvert þeirra færði sig í kaf. Að- skilja verður dýrin eftir aldri og stærð því fullvaxin dýr víla ekkert fyrir sér að drepa yngri dýr sér til matar. Þetta virðist hálfgerð þversögn því krókódílar eru jafnframt félags- verur, dvelja jafnan margir í hóp og veiða ein- att saman. Ung dýr, sem alin eru til frálags, eru höfð sér í gripahúsum með polli eða sund- laug og hitastig haft líkt og í gróðurhúsi á íslandi. Þar eru þau fóðruð daglega á betra fæði en undaneldisdýrin og slátrað þá tveggja til þriggja ára aldri er náð. Þá eru skinn og kjöt best til nýtingar. Einungis kjötið af halan- um er nýtt og þykir mikill lúxúsmatur, sæl- gæti setn færri fá en vilja, enda ásamt strúta- kjöti hið dýrasta sem í boði er á veitingastöð- um í Afríku. Það er mjög fíngert af ungviði og bragðið af því líkt og af kjúklingi en með sérkennilegum keim; minnir aðeins á fisk- bragð. Namibíumenn selja skinn krókódíla óverkuð, mest til Ítalíu og Suður-Afríku, því þá skortir enn tæknikunnáttu til að fullvinna úr þeim þá rándýru muni, töskur, skó, belti og annan skinnavarning, sem einungis er á færi efnaðs fólks að veita sér. Hvita sléttan - þjóógaréur Nyrst í Namibíu er Etosha saltsléttan eða stóra hvíta sléttan, nefnd eftir hvítum leir sem þekur um 25% hennar. Hún er nú þjóðgarður og eitt stærsta verndarsvæði villtra dýra í heiminum þar sem yfir 100 tegundir spendýra eiga sér griðland. Um regntímann á vorin - í sept-okt - getur sléttan breyst í gríðarmikið votlendisflæmi en er þurr á öðrum árstíma nema þar sem náttúrulegar uppspettur mynda vatnsból. Þangað hópast villidýr og fuglar til að svala þorstanum. Þar er því einstakt tæki- færi til ljósmyndunar. Sléttan er að mestu 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.