Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Page 14
Frumteikningar gf íslandsbankahúsinu eru dag settar í febrúar 1905 og sýna húsió eins og það var byggt. PALL V. BJARNASON arkitekt hefur hins vegar fundið aðrar teikningar, dag- settar í janúar sama ár og skrifar hér um húsið eins og upphaflega stóð til aó það yrði byggt. RIÐ 1903 var íslandsbanki Astofnaður og hóf hann starfsemi sína í Ingófs- hvoli við Hafnarstræti árið 1904. Sama ár var danski arkitektinn Christian Thuren fenginn til að gera teikningar af stórhýsi fyrir bankann við Austurstræti á suðurhluta Melstedshússlóðar (Hafnarstræti 18). Hann hafði þá þegar hannað Landsbankahúsið (byggt 1899) á horni Austurstrætis og Póst- hússtrætis og Laugarnesspítala (byggt 1898). íslandsbankahúsið var byggt á árun- um 1905-06 og flutti bankinn í það árið 1906. Það var mjög vandað að allri gerð og byggt með tvöföldum útveggjum, ytra lagið úr grágrýti en hið innra úr verksmiðjufram- leiddum hleðslusteini. Sérstaklega var vandað til gluggaumbúnaðar úr tilhöggnum steini og dyraumbúnaðar með dórískum súlum og gaflhlaði sem sneri að Austurstræti. Það var síðar flutt til og snýr nú að Lækjartorgi. Ágrip af sögu bankans Bankinn, sem var hlutafélag og var að mestu í eigu Dana og Norðmanna, fékk fljót- lega einkarétt á útgáfu peningaseðla til 30 ára. Hann veitti miklu fjármagni inn í ís- lenskt atvinnulíf og lánaði einkum til íslensks UPPHAFLEG teikning af íslandsbanka frá janúar 1905. Samhverf framhlið í klassísku jafnvægi og gullinsniði. ISLANDSBANKAHUSIÐ VIÐ LÆKJARTORG sjávarútvegs. Má segja að hann hafí átt stór- an þátt í að hleypa af stokkunum togaraút- gerð íslendinga og þar með vélvæðingu sjáv- arútvegsins. Eftir stofnun bankans hófst togaraútgerð landsmanna fyrir alvöru, en bankinn lánaði mikinn hluta þess fjár sem útgerðarfélagið Alliance greiddi fyrir fyrsta úthafstogarann sem smíðaður var fyrir Is- lendinga, Jón forseta, sem kom til landsins árið 1907. Eflaust var það ekki tilviljun að Alliance var stofnað sama ár og bankinn tók til starfa, árið 1906. Bankinn var eina lánastofnunin hér á landi sem lánaði fé til starfsemi sem einhver áhætta fylgdi, en til þess taldist m.a. tog- araútgerðin. Af þessu leiddi að afkoma bank- ans var jafnan mjög sveiflukennd. í byijun kreppunnar fór hagur hans mjög versnandi og árið 1930 var honum lokað. Hann var þó talinn svo mikilvægur fyrir íslenskt atvinnu- líf að hann var endurreistur sama ár sem Útvegsbanki íslands. Útvegsbanki íslands var sameinaður Iðn- aðarbankanum, Alþýðubankanum og Versl- unarbankanum árið 1989 og hætti hann þá starfsemi sinni í húsinu. Þar er nú til húsa Héraðsdómur Reykjavíkur og húsið nefnt Dómhúsið við Lækjartorg. Ýmsir þekktir íslendingar tengjast sögu þessara banka og er vert að nefna fyrstan Hannes Hafstein sem var bankastjóri íslands- banka 1909-1912 og aftur 1914-1918. Ás- geir Ásgeirsson, síðar forseti, var banka- stjóri Útvegsbankans frá 1938 og þar til hann tók við embætti forseta íslands 1952. Nokkrir starfsmenn íslandsbanka voru virkir í leiklistarlífi Reykjavíkur og má þar nefna Brynjólf Jóhannesson og Indriða Waage. Frumteikningar finnast i Kaupmannahöfn Teikningar af íslandsbankahúsinu, sem varðveittar eru hjá byggingarfulltrúa Reykja- víkur, eru dagsettar í febrúar árið Í905 og undirritaðar af Thiiren. Þær sýna húsið í þeirri mynd sem það var endanlega byggt, ENDANLEG útgáfa af teikningum Thúrens dagsettar í febrúar 1905. Byggingin hefur misst hluta af jafnvægi sínu með sparnaðarráðstöfunum stjórnar bankans. GÖMUL mynd sem sýnír húsið í sinni upprunalegu mynd. þ.e. ein hæð með valmaþaki og einum inn- gangi á austurenda suðurhliðar (að Austur- stræti) með dórískum súlum og gaflhlaði. Húsið virðist eilítið sligað af svo miklu þaki, sem bendir til þess að ekki sé allt sem sýnist. Þegar undirritaður var við rannsóknir og skráningu á íslenskri byggingarlist í Kaup- mannahöfn í janúar síðastliðnum fundust áður óþekktar teikningar af íslandsbanka- húsinu í teikningasafni Listaháskólans í Kaupmannahöfn. Þessar teikningar, sem voru ranglega flokkaðar og höfðu því ekki fundist fyrr, sýna húsið í annarri mynd. Þær eru dagsettar í janúar 1905 og eru því eldri en þær endanlegu. Á þessum teikningum er húsið með sama sniði, en tvær hæðir í stað einnar. Einnig eru á því inngangar á báðum endum suðurhliðar með hinum virðulegu dór- ísku súlum og gaflhlöðum. Þessi er augljós- lega hin upphaflega hugmynd arkitektsins og má segja að þá fyrst gangi byggingin upp í hlutföllum og útliti. Miðhluti hússins, á milli útbygginganna, er í gullinsniði og húsið verður samhverft með hinum klassísku inn- göngum til beggja enda. Þetta er nýklassík samkvæmt ströngustu reglum og í sínum fínasta búningi. Efri hæðin átti að hluta að vera íbúð bankastjóra og áð hluta skrifstofur bankans. Reikna má með að forráðamenn bankans hefi hætt við byggingu hennar í sparnaðar- skyni og arkitektinum verið send skipun um að breyta teikninguin í þá veru. Hann hefur augljóslega valið þann kost að að fjarlægja efri hæðina án annarra og meiri breytinga svo og vestari innganginn sem fylgdi efri hæðinni. Engu er líkara en að klippt hafi verið úr teikningunni. Við þetta setur húsið verulega niður og verður sligað af þakinu eins og gamlar ljósmyndir sýna glöggt. Einn- ig missir húsið við þetta sína upphaflegu klassísku samhverfu. Leiða má að því líkur að þetta sé upphaf þeirrar eyðileggingar sem síðar átti sér stað á húsinu. Vegna þess hve það var lítið voru árið 1962 byggðar fjórar hæðir ofan á það eftir teikningipn Eiríks 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.