Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 2
HAPUNKTURINN A SONGFERLINUM KRISTJÁN JÓHANNSSON SYNGUR ÓTELLÓ í BOLOGNA Rologna. Morgtinblaðið. FRUMSÝNINGIN leggst ágætlega í mig,“ sagði Kristján Jóhannsson, óperusöngvari í samtali við Morgun- blaðið, en í kvöld, laugardagskvöld, verður frumsýnd í Teatro Comunale í Bo- logna á Ítalíu óperan Ótelló eftir Giuseppe Yerdi þar sem Kristján fer með hlutverk Ótellós. Kristján sagði, að æfingar hefðu gengið vonum framar.„Þær hafa staðið yfir síðan síðastliðinn mánudag, en ég kom hingað strax eftir að sýningum lauk á Tabarro í Chicago og hófst handa við æfíngar. Hlut- verk márans Ótellós er gífurlega kröfuhart hvað varðar rödd, líkamlegt og andlegt út- hald. Ég tel hlutverkið vera hápunkt á söng- ferli mínum og reyndar hvers söngvara sem tekst á við þetta magnaða hlutverk, og ef vel tekst til verður þetta áreiðanlega ekki í seinasta skipti sem ég tekst á við márann.“ Mikið tilstand hefur verið hér í fjölmiðlum vegna þessarar sýningar þar sem það er ekki á hveijum degi sem þessi ópera er flutt. Blöðin, sjónvarpið og útvarpið hafa fjallað um þetta á menningarsíðum sínum og þá sérstaklega um það hvernig hlutverki Ötell- ós reiði af í flutningi Kristjáns, því að á síðustu ellefu til tólf árum hefur óperan ekki verið sungin í stærri óperuhúsum ítal- íu. Síðasta uppfærsla _var 1975 þegar Placido Domingo söng Ótelló í Róm og í Scala óperunni í Milano. „Ég hef verið gífurlega heppinn með samstarfsfólk," segir Kristján. „Það er hinn víðfrægi ítalski barítónsöngvari Renato Bruson sem syngur illmennið Jago og mjög góð bandarísk sópransöngkona, Kallen Esperion, sem er í hlutverki Desdemónu. Síðast en ekki síst vil ég nefna frábæran ungan hljómsveitarstjóra, Christian Thiele- man, sem er rétt rúmlega þrítugur, sannar- lega ungur snillingur á ferð, verð ég að segja - þannig að með þessa áhöfn kvíði ég engu,“ sagði Kristján að lokum. Morgunbloðið/Sólrún Guðjónsdóttir/símamynd KRISTJÁN Jóhannsson kominn í gerfi Otel- lós á æfingu i'Teatro Comunale i Bologna. 41 1 bækurí Bókatíðindum BÓKATÍÐINDI 1996 eru komin út og verð- ur dreift til allra heimila landsins nú um helgina og í byrjun næstu viku. Fjögur hundruð og ellefu bækur eru kynntar. í Bókatíðindunum er skýrt frá heiti bóka, höfundum og útgefendum, stærð og verði og efnið kynnt. Fjöldi bóka, sem kynntar eru í Bókatíð- indum: Tölurnar í svigunum eru frá 1995. íslenzkar barna- og unglingabækur 47 (38), þýddar barna- og unglingabækur. 53 (46), íslenzk skáldverk 45 (31), þýdd skáldverk 39 (55), ljóð 34 (30), bækur almenns efnis 115 (74), ævisögur og endurminningar. 35 (28), handbækur 43 (33). Alls: 411 (335). Ókeypis happdrættismiði er á baksíðu j þeirra eintaka Bókatíðinda, sem send eru i til heimilanna. Morgunbloðið/ Kristinn FRÁ sýningunni í Bókasafni Kópavogs. i HÁVAMÁL Á ÍTÖLSKU ÞORPIÐ HÁVAMÁL hafa verið gefín út í ít- 1 alskri þýðingu Paolo Maria Turchi en þetta er í fyrsta skipti sem þau i eru þýdd á. ítölsku. Matthías Viðar ; Sæmundsson ritar formála. í samtali við Morgunblaðið sagði Paolo Maria i að kvæðið hafi heillað sig allt frá því hann kom hingað til lands fyrir níu árum. „Hávamál hafa allar götur síð- | an verið mitt uppáhald, þetta eru j heimsþókmenntir. Það er einstakt að j láta Óðin tala til manna á jafnein- j földu máli og gert er í kvæðinu. Oftast tala guðir á myrku máli sem erfitt er að skilja, Zaraþústra talar til dæmis í spádómum sem maður skilur varla nokkuð í, hann er handan mannsins. Óðinn talar hins vegar til mannsins sem jafningja um eitthvað algilt en einfalt og það er svo heillandi." Paolo Maria segir að eitthvað hafí verið þýtt áður úr Eddukvæðum á ítölsku en Hávamál hafi alltaf orð- ið útundan. Nokkrar ísiendinga sög- ur hafa einnig verið þýddar á ítölsku. Verið er að vinna að því að setja bókina á markað á Ítalíu en það er forlagið Gudrun sem gefur hana út. Þetta forlag, sem hefur bækistöðvar í Ósló, Gautaborg og Reykjavík, hefur það að markmiði að gefa Hávamál út á gem flestum heimsmálum. Nú þegar hafa þau til dæmis verið gefin út á kínversku og japönsku, spænsku og frönsku. Allt eru þetta nýjar þýðingar. FIMMTIU ARA NÝLEGA var opnuð í anddyri Lesstofu Bókasafns Kópavogs sýning á myndum Kjartans Guðjónssonar við Þorpið eftir Jón úr Vör, en á þessu hausti eru liðin 50 ár frá fyrstu útgáfu þess, árið 1946. Helga- fell gaf út myndskreytta útgáfu Þorpsins árið 1979 (Vaka-Helgafell gaf hana út aftur 1988) og eru nú báðar þessar útgáfur upp- seldar. Við opnunina flutti bæjarstjórinn í Kópavogi, Sigurður Geirdal, ávarp þar sem hann rakti helstu útgáfur Ijóða Jóns úr Vör og fjallaði um skáldskap hans og áhrif á önnur skáld. Þá las Jón nokkur ljóða sinna og sagði frá samskiptum sínum við sam- timaskáld og rithöfunda. Ljóð Jóns hafa verið þýdd og gefin út i mörgum löndum. Auk þess að vera eitt af helstu skáldum þessarar aldar var Jón úr Vör einn aðal- hvatamaðurinn að stofnun Bókasafns Kópa- vogs (og stofnaði reyndar einnig lestrarfé- lagið á Patreksfirði á sínum tíma) og veitti því forstöðu í hartnær aldarfjórðung. Jón úr Vör er nú heiðurslistamaður Kópavogs. Hann verður áttræður í janúar næstkomandi. Bókmenntaklúbbur Hana-nú heldur áfram að hittast reglulega í Bókasafninu en hann hefur nú starfað í 12 ár. Um þess- ar mundir er verið að lesa ljóð og önnur verk Matthíasar Johannessen og sem fyrr er von á skáldinu i heimsókn. Sýningin í anddyrinu, sem er á jarðhæð Bókasafnsins, verður opin á sama tíma og Lesstofan: mánudaga til fimmtudaga kl. 13.00 til 19.00, föstudaga og laugardaga kl. 13.00 til 17.00. ELIN OSK SYNGUR í ÓPERU í NOREGI ELÍN Ósk Óskarsdóttir óperusöng- kona hefur verið ráðin til þess að syngja eitt af aðalhlutverkunum í norskri óperu, Fredkulla, eftir M.A. Udbye. Þetta er frumflutningur á óperunni í heild sinni á sviði og er hún sett upp núna í tilefni þúsund ára afmælis Þrándheims árið 1997. Iæikhúsið þar sem óperan verður flutt er nýlega byggt og þykir full- komnasta leikhúsið í Noregi. í samtali við Morgunblaðið sagði Elín Osk Óskarsdóttir Elín að flutningur óperunnar væri samstarfsverkefni Norsku óperunnar og umrædds leikhúss í Þrándheimi. „Þetta er ópera þar sem talað er inn á milli söngsins, svokallað „syngspil". Þetta er falleg ópera og gerist á dög- um Magnúsar konungs berfætta í kringum árið 1100.“ Elín er um þess- ar mundir stödd í Ósló við æfíngar á óperunni Fredkulle en aðalæfíngar hefjast í byijun næsta árs. Óperan verður frumsýnd 1. febrúar 1997. Paolo Maria Turchi MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Sýn. á aðföngum safnsins sl. 5 ár. Sýn. á verkum Kjarvals til 22, desember. Listasafn íslands „Ljósbrigði". Úr safni Ásgn'ms Jónss. til 8. des., „Á vængjum vinnunnar" til 19. jan. Gerðuberg - Gerðubergi 3-5 Sjónþ. Guðrúnar Kristjánsd. til 15. des. Sjónarhóll - Hverfisgötu Sýn. á verkum Guðrúnar Kristj.d. til 15. des. Gallerí List - Skipholti 50b Guðrún Indriðad. sýnir út mán. Listgallerí - Listhúsinu Laugardal Guðrún Lára Halldórsd. sýnir til 28. nóv. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Pekka Niskanen sýnir til 1. des. Hafnarborg - Strandg. 34, Hf. Jón Óskar og Eggert Magnússon sýna. Norræna húsið — Hringbraut Gunnar Örn og Roger Westerholm til 1. des. Listasafn Kóp. - Hamraborg 4 Afmælissýn. Ljósmyndaraf. Isl./Guðbjörg Pálsd./Alistair Maclntyre/til 1. des. Gallerí Fold - Laugavegi 118 Samsýning 48 listamanna ti! 8. des. Gallerí Hornið - Hafnarstræti 15 Elínrós Eyjólfsd. sýnir til 11. des. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Finnur Amar, Ingileif Thoriacius og Guðiún Halldóra Siguiðaid. sýna til 8. des. Sólon íslandus - við Bankastræti Guðmunda Andrésd. sýnir til 8. des. Gallerí Sævars Karls - Bankastræti 9 Harpa Kristjánsd. sýnir til 12. des. Önnur hæð - Laugavegi 37 Lawrence Weiner sýnir til áramóta. Gallerí Stöðlakot - Bókhlöðustíg 6 Verk eftir Gunnlaug Scheving til 1. des. Listhús 39 - Strandgötu 39, Hf. Jean Posocco sýnir til 2. des. Gluggasýn. á ljósm. Lárusar Karls til 24. nóv. Gallerí Úmbra - Amtmannsstíg 1 Sari Teivaniemi sýnir. Gallerí Listakot - Laugavegi 70 Hugrún Reynisd. - Þórdís Sveinsd. til 5. des. Listasafn Siguijóns 7 Laugarnest. 70 Valin verk Sigurjóns Ólafssonar. Galleríkeðjan - Sýnirými Sýn. í nóv.: I sýniboxi: Victor G. Cilia. I banni: Haraldur Jónss. Berandi: Valgeiður Matthíasd. Hlust: 5514348: Maigiét Lóa Jónsd. Ljósmyndast. Myndás - Laugarásv. 1 Sigríður Kristin sýnir til 29. nóv. Laugardagur 23. nóvember Frumflutningur: Óður til Skálholts eftir Vict- or Urbaneic. Langholtskirkja kl. 16. Stórsveit Reykjav. í Ráðhúsinu kl. 17.17. Miklós Dalmay í Norræna húsinu kl. 17. Sunnudagur 24. nóvember Lúðrasveit verkalýðsins í Langholtskirkju kl. 17. Örn Magnússon með tónl. í Lista- safni ísl. kl. 20.30. Kammersveitin verður í Bústaðakirkju kl. 20.30. Þriðjudagur 26. nóvember Caput og Sveinn Lúðvík Björnsson í Lista- safni íslands kl. 20.30. Þjóðleikhúsið Kennarar óskast mi. 27. nóv. Nanna systir lau. 23. nóv., fös. í livítu myrkri sun. 24. nóv., fim. Kardimommubærinn sun. 24. nóv. Þrek og tár sun. 24. nóv., lau. Leitt hún skyldi vera skækja lau. 23. nóv., mið., fös. Borgarleikhúsið Ef ég væri gullfiskur lau. 23. nóv., fös. Largo desolato sun. 24. nóv., fös. BarPar á Leynibarnum lau. 23. nóv., fös. Stone Free fim. 28. nóv., lau. Svanurinn lau. 23. nóv., sun. Trúðaskólinn lau. 23. nóv., sun., lau. Leikfélag Akureyrar Dýrin í Hálsaskógi lau. 23. nóv., sun., lau. Loftkastalinn Áfram Latibær frams. lau. 23. nóv., sun., lau. Á sama tíma að ári sun. 24. nóv., fim., lau. Sirkus Skara Skrípó lau. 23. nóv. Hermóður og Háðvör Birtingur lau. 23. nóv., fös., lau. Kaffileikhúsið Spænsk kvöld lau. 23. nóv., fim., fös., lau. Hinar kýrnar fös. 22. nóv. Hafnarborg Grísk veisla, lau. 23. nóv. íslenska óperan Styrktarfélagstónleikar; Kristinn H, Árnason gítarleikari þri. 26. nóv. kl. 20.30. Master Class lau. 23. nóv., fös. Skemmtihúsið Ormstunga sun. 24. nóv., fim. Hátún 12 Hala-leikh. Gullna hliðið lau. 23. nóv., sun. Höfðaborgin Safnarinn þri. 26. nóv., mið. Barnal. Rúi og Stúi lau. 23. nóv., sun., lau. Kópavogsleikhúsið Gullna hliðið lau. 23. nóv., sun., fim. Leikbrúðuland Hvað er á seyði? sun. 24. nóv., sun. kl. 15. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.