Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 5
SEX LJÓÐ EFTIR GRÍM THOMSEN Ólag Eigi er ein báran stök; yfir Landeyjasand dynja brimgarða blök, búa sjómönnum grand, búa sjómönnum grand; magnast ólaga afl, einn fer kuggur í land; rís úr gráðinu gafl, þegar gegnir sem verst, níu, skafl eftir skafl, skálma boðar í lest, eigi er ein báran stök ein er síðust og mest, búka flytur og flök, búka flytur og flök. Ölteiti Þið, sem státnir staupum hringið og stærsta metið gleði þá, er þið kátir og kenndir syngið, kossa ei þekkið mungát á. Þið hafíð í lund ei setið svölum svanna hjá um aftanstund, og við nið af næturgölum náttlangt hjalað frítt við sprund. Mig þú hefur, menglöð, armi mjúkum stutt, er var eg tæpt, og einatt þér á björtum barmi böl og raunir mínar svæft. Á vara þinna bergði eg brunni, buit hef eg margar sorgir kysst, eg lífsins dögg þér drakk af munni, en drakk þó aldrei mína lyst. Þegar kraftar líkams linna, lífs er úti brýnan stinn, vörum dreypa í vara þinna vil eg bikar enn eitt sinn. Andlátsbæn Þorkels Mána Svo geti minn á geislum andi um gullna héðan farið braut, þegar jarðarlífs af landi legg eg heim í föðurskaut, í sólskini eg sofna vil, seinast þegar við eg skil. í fögru veðri flestir reyna ferð að byija á landi og mari, til Ijóssins er og leiðin beina að líða buit á sólar ari, og dauða á stundu dýrmætt er, að drottins auga hlær við mér. Á sólskinsbjörtum sumardegi sæktu mig héðan, Dauði! - Þá kuldans af þér kenni eg eigi og kvíði ei þinni dökkri brá, í geislunum hennar gætir ei, glaður inn í Ijós eg dey. Á Glæsivöllum Hjá Goðmundi á GlæsivöIIum gleði er í höll, glymja hlátra sköll, og trúðar og leikarar leika þar um völl, en lítt er af setningi slegið. Áfengt er mungátið og mjöðurinn er forn, mögnuð drykkjarhorn, en óminnishegri og illra hóta norn undir niðri í stiklunum þruma. Á Grími enum góða af gulli höfuð skín, gamalt ber hann vín; en horns yfir öldu eiturormur gín, og enginn þolir drykkinn nema jötnar. Goðmundur kóngur er kurteis og hýr, yfir köldu býr; fránar eru sjónir, en fölur er hans hlýr, og feiknstafir svigna í brosi. Á Glæisvöllum aldrei með ýtum er fátt, allt er kátt og dátt; en bróðernið er flátt mjög og gaman- ið er grátt, í góðsemi vegur þar hver annan Horn skella á nösum, og hnútur fljúga um borð, hógvær fylgja orð; en þegar brotna hausar og blóðið lit- ar storð, brosir þá Goðmundur kóngur. Náköld er Hemra, því Niflheimi frá nöpur sprettur á; En kaldara und rifjum er konungs- mönnum hjá, kalinn á hjarta þaðan slapp eg. Kveldriður (Frá galdraöldinni) Ríðum, er rökkvar, í roki og byl, strokkbullur stökkva og stafir um gil. Margskonar hesta úr moldu eg gróf; ríð nú þeim bezta: rifi úr þjóf. Dönsum um dysin við drauginn sinn hvor; lær eru visin; en - létt eru spor. í gálga tveir strjúka úr gígjunum klið hálsliðamjúkir að hofmanna sið. Söngur er enginn, þótt algleymi sé, hæsi þeir fengu af að hanga á tré. Dansa þess betur, dingla svo létt, að drós varla getur fylgt þeim á sprett. Ó, hvílíkt gaman að ganga í dans hjá gálganum saman við ástvini manns. Tryllir mig alla það tilhugalíf; þið trúið því valla hvað liðugt eg svíf. Skammdegið hrumri það skemmtan mér lér, á þingi að sumri og þá fer nú ver. Upp eru bál kveikt í Almannagjá, og allt nema sál steikt og þá er eg frá. Forneskjukraftur fer upp í reyk; fáum við aftur ei gengið úr - steik. Lögmenn eg hata og látínuprest; gæti eg þeim glatað eg gæfi eigi frest. Ásareiðin - brot I Jóreyk sé eg víða vega velta fram um himinskaut, norðuríjósa skærast skraut. Óðinn ríður ákaflega endilanga vetrarbraut. Sópar himin síðum feldi Sigfaðir með reiddan geir, hrafnar elta og úlfar tveir, vígabrandar vígja eldi veginn þann, sem fara þeir. Sleipnir tungla treður krapa, teygir hann sig af meginþrótt, fætur ber hann átta ótt, stjörnur undan hófum hrapa hart og títt um kalda nótt. Hlórriði mun eftir aka í Ásamóði bratta leið, hamrammt grípa hafrar skeið, undir taka björg og braka, er bokkar skaka ísarnreið. Freyja því næst ekur ettir eins og fuglinn létt og snart, snertir bláa vegu vart, mjallahvítir mása kettir, mala sízt, en blása hart. Af lokkum Freyju og Ijósum hvarmi leggur bjarma á himininn, gullnum roða af róðri kinn; hefur hún í hvítum armi haglega gerða rokkinn sinn. Enginn dyninn hófa heyrir, hart þó knúin goða dýr yfir kristalls bruni brýr, Heimdallur með horni keyrir, höndina einu brúkar Týr. Valkyijum í ferðaflaumi fylgja snúðugt Einheijar, jór blæs móðugt margur þar, Hölkvir ásamt Gota og Glaumi og Grani stærstur Sigurðar. Hildur ríður hinzt og Þrúður, hópinn prýðir mannval bezt, Starkaður þar stikar mest, Hákon jarl og Hörgabrúður heiðna reka norðan lest. Öllum fjarri förunautum fara einar systur þijár, svipmiklar með silfurhár, á himin varpa hálsa skautum, hrökkva af augum frosin tár. Jóreykur um vegu víða veltur fram á himinskaut, leiftrar göfugt geisla skraut. Einheijar og Æsir ríða endilanga vetrarbraut. ÞJÓÐMÁLA- ÞANKAR JAFNINGJAR OG FRÆÐSLAN NÚ ER vímuefnaógnin álitin ein mesta váin sem íslenskt samfélag á við að etja. En í þessu máli, eins og fleirum, virðist það ekki aðeins eiga við að orð séu til alls fyrst. Orðin eru nánast það eina. Það þótti því keyra um þverbak þegar skóla- meistari MA lagði til að áfengisaldur yrði lækkaður til samræmis við kosningaaldur. Hugmyndin er þó ekki eins fráleit og við fyrstu sýn virðist enda er það líklega mesta vanda- málið í umræðunni að menn fela sig bakvið lagatexta sem enginn tekur mark á fremur en horfast í augu við mikilvægar staðreyndir. Lögin um áfengisneyslu eru líklega einhver svívirtustu lög landsins, ásamt reglum um hundahald og útivistartíma. Nú skal ég ekki halda því fram að auka eigi aðgang að áfengi og vímuefnum en mig langar til þess að benda á nokkrar staðreyndir og þar með á það hvers vegna breytingar á lagatextum eru engan veginn það sem mest er þörf fyrir. Svo vill til að íslenskt samfélag er mjög vímufíkið. Við sjáum það t.d. á happdrættis- og spilafíkn okkar. Þá þarf ekki annað en fara í veislur og á skemmtistaði til að sjá það hversu útúrdrukkið fólk sem þá stundar verður, án tillits til aldurs. Og þar sem við trúum ekki á máltækið — betra er heilt en vel gróið — þá bregðumst við oftast við of seint. Of stór hópur fullorðinna umgengst áfengi sem efni til að verða drukkinn af og börnin gera eins. Eitt það versta á hinn bóginn er það að þegar unglingur leitar eftir áfengi á svörtum markaði kemst hann um leið í snert- ingu við önnur vímuefni, sem eru jafnhættuleg eða verri þegar þeirra er neytt á röngum for- sendum. Þá fara af stað gróusögur um að þetta sé jafngott eða betra en annað og ungl- ingarnir trúa hver öðrum. Frægt dæmi um það er þegar e-pillan svokallaða skaut hér rótum og börnin töldu hvert öðru trú um að aðalmálið væri að drekka nóg vatn svo ekkert illt af hlytist. Þegar efni skýtur hér upp kollinum verða allir óskaplega sjokkeraðir en svo kemur nýtt sjokk og það gamla gleymist. Mér heyrist t.d. að nú sé mun minna hneyksanlegt að reykja hass en áður var og að landahættan sé að líða hjá. Hins vegar óttast menn e-pillur og sprautufól. Það ræða hins vegar færri um þann vítahring sem hér er augljós og felst í því að neyslan fer úr vægari efnum í harðari, glæpaheimurinn verður grimmari og „tilefnis- lausir“ glæpir verða tíðari (ég veit að vísu ekki um glæpi sem tilefni er til að fremja?). Við þessu vöruðu fíkniefnasérfræðingar fyrir mörgum árum og horfast nú í augu við þá staðreynd að þeir höfðu rétt fyrir sér. Astæð- an ekki síst sú að við byrgjum helst ekki brunn- inn fyrr en barnið er dottið í hann. Raunverulegt átak er ekki í sjónmáli vegna þess að viljinn til að taka á málinu er ekki fyrir hendi. Flestir þeirra sem fullorðnir eru í dag brutu áfengislöggjöfina á yngri árum. Smygláfengi var hér tískuvara fyrir daga bjórsins. Og bjórinn sem átti að vera staðgeng- ill sterkari drykkja reyndist viðbót, rétt eins og svokallaðir afturhaldsmenn bentu á. Það sem er einna þyngst við að eiga í þessu er sú öfuga jafningjafræðslan sem hefur farið fram um langt skeið, þar sem unglingarnir kenna hver öðrum að drekka og reykja og gera hitt og hvað eina. Dulda námskráin í skólum sem tengist m.a. skólaböllum er sú sem yfirtekur allar aðrar námskrár. Þetta finnst mér íhugunaratriði nú þegar hafinn er undir- búningur að námskrárgerð fyrir grunn-og framhaldsskóla. Sérfræðingar segja nefnilega að fræðslan þurfi að byija á barnsaldri, það sé of seint að byija í menntó. Þá er pestin þegar skollin á. Það ertil annars konar jafningjafræðsla sem er gríðarlega öflug og þarf að hlúa að. Hún fer fram í heilbrigðu félagsstarfi, s.s. íþróttum, félagsmiðstöðvum og víðar. Ef ríki og sveitar- félög hefðu áhuga á að gera eitthvað í málinu þá yrði slíkt starf öflugt og markvisst. Spurn- ingin, eins og íslenskt samfélag virðist hugsa, er nefnilega ekki að koma í veg fyrir neyslu, heldur að seinka henni og síðan að passa að ólögleg fíkniefni komist ekki inn á markaðinn. Þess vegna á foreldri ekki að kaupa áfengi handa unglingi til að koma í veg fyrir að hann kaupi landa eða annað. Það á að ræða við barnið um það hvers vegna það hafi ekki þörf fyrir áfengið eða skapa slíkt hugarfar með markvissu uppeldi að áfengis sé ekki þörf. Ef börnin eru framtíð okkar, hversu dmkkin viljum við þá hafa þau? MAGNUS ÞORKELSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. NÓVEMBER 1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.