Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 14
MIÐAUSTURLÖND2 Morgunblaðið/Jóhanna Kristjónsdóttir í KÓRANiNUM verður hvergi séð að guð líti á konur óæðri körlum þó svo að þær skuli sýna mönnum sinum undirgefni, eru þeir ekki síður brýndir til að sýna konum fulla virðingu og sóma. RANGTÚLKAÐAR KENNINGAR EFTIR JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Verst hgfg konur farió út úr mistúlkunum ó islam, hvort sem er varðandi almenna stöóu þeirra, ---------------7--------- klæóaburó eóa hvaóeina. I Kóraninum er til dæmis hvergi vikió aó því aó konur eigi aó hyljg andlit sitt, en lögó óhersla á aó þær klæói sig siðsamlega og forðist léttúð í framkomu. EINS og getið var um í fyrstu greininni hafa þrjú eingyðistrú- arbrögð heimsins átt uppruna sinn í Miðausturlöndum, gyð- ingatrú, kristni og islam. Áhangendur þeirra trúa allir á sama guðinn og tilbiðja hann. Margt eiga þau sameiginlegt og það sem skilur og þyngst vegur er túlkun þeirra á hvenær boðanir guðs hættu að streyma til jarðarinnar. Hvort sem miðað er við þá landfræðilegu skilgreiningu að Miðausturlönd nái til jaðars Norður-Afríku í vestri annars vegar og aust- ur til Afganistan eða hún er bundin við Arab- íuskagann upp til landamæra Tyrklands er óhætt að staðhæfa að um 95% íbúa, eða meira eru áhgangendur islams. Gabriel erkiengill birtist Múhameó fyrst árió 610 Fæðingarstaður spámannsins Múhameð s, fæddur Abdullah, var Quarish sem taldist til Mekka árið 570 eftir Krist. Hann var af ætt Hisham sem taldist til yfirættbálksins Abu Manaf. Múhameð var um fertugt þegar Gabríel erkiengill birtist honum í fyrsta skipti og hélt svo fram næstu tuttugu ár eða til andláts Múhameðs 632. Múhameð lét skrá nákvæmlega niður boð- un Gabríels og í Kóraninum, hinni helgu bók múslima, verður til ritmálið arabíska. Til þessa dags hefur ekki svo mikið sem púnkti verið breytt í Kóraninum frá upphaflegu gerð- inni. Því hefur verið haldið fram að Kóraninn sé í raun óþýðanlegur á aðrar tungur og víst er að þýðingin þykir sérlega vandmeðfarin. Á íslensku kom Kóraninn út í þýðingu Helga Hálfdanarsonar fyrir fáeinum árum. Kenningar Múhameðs, eða réttara sagt, orð erkiengilsins öðluðust ekki hljómgrunn í einu vetfangi. Þótt hann fengi sína fyrstu opinberun árið 610 er það ekki fyrr en þrem- ur árum síðar að hann byijaði að prédika. Múhameó réósl gegn hjágwóodýrkwn og spilltw liferni samlióarmanna sinna I fyrstu söfnuðust aðeins að honum fáir fylgismenn en þeir reyndust honum dyggir. Hann réðst á hjáguðadýrkun íbúa Mekka og hversu Mammon væri í hávegum hafður og bakaði sér því fjandskap valda- og auð- manna. Árið 632 var hinn frægi flótti hans til Medina, sem er um 360 km frá Mekka. Það er sá atburður, á arabísku hijra — sem markar upphaf tímatals múslima. í Medina varð Múhameð fljótlega áhrifa- mikill leiðtogi bæði í trúarlegu og pólitísku tilliti. Honum tókst síðan að safna að sér tíu þúsund manna liði og sigraði Mekka og voru þá eyðilagðar allar styttur af skurðgoðum og trúin á Allah, einn guð, staðfest. Frwm-islam var byllingarkennd ekki sisl meó tilliti til stöów kvenna Óhætt er að segja að á þeim tíma sem Múhammeð tók að boða islam er margt bylt- ingarkennt í guðsorði, enda réðst hann einnig harkalega gegn ríkjandi ójöfnuði og rangind- um í samfélaginu og hann hélt því fram að konur og karlar væru jafningjar og ættu sömu- leiðis að vera jafnundirgefin orðum guðs. Þar erum við líka komin að einu kjarnaatr- iði í islam: konur og karlar voru jafnrétthá fyrir guði og hvergi í Kóraninum verður séð að guð líti á konur óæðri körlum þó svo að þær skuli sýna mönnum sínum undirgefni, eru þeir ekki síður brýndir að sýna konum fulla virðingu og sóma. Sjálfur var Múhameð einnig á undan sinni samtíð, ungur kvæntist hann konu sér tölu- vert eldri og hefði sú kona verið kölluð „kona á framabraut" nú, hún fékkst við kaupsýslu og stjórnunarstörf og virðist hafa lagt sig eftir því að vera sjálfstæð í orði og athöfnum og Múhameð virt það til fulls. Meðan hún lifði átti Múhameð ekki aðra konu. Sú kenning Kóranins að karlar megi eiga allt að fjórar konur hefur oft verið tekin sem barbarískt dæmi um að islam væru frumstæð trúarbrögð sem gengu gegn réttindum kvenna. Það er ekki rétt, því upphaflega virð- ist guð hugsa þetta á þann hátt að aukakon- urnar þijár væru í flestum tilvikum ekkjur sem hefðu misst menn sína, oft í stíðsátökum og þyrftu því að standa einar í lífsbaráttunni eftir fráfall mannsins. Þar sem ekkjur höfðu lítillar virðingar notið og áttu ekki margra kosta völ hvað snerti framfærslu má því í reynd líta á þetta sem hið athyglisverðasta framfaramál fyrir konur. Enda hafa múslimskir karlar verið brýndir til að mismuna ekki konum sínum þótt það sem fleira hafi verið mistúlkað og afbakað í tímans rás. Islam fer aó breióast hratt út eftir andlát Múhameós í Kóraninum kemur skýrt fram að islam viðurkennir marga atburði Gamla testament- isins og islam viðurkennir spámenn þess. Jesús er talinn einn spámanna og ekki eru boðunarhæfileikar hans dregnir í efa þótt islam kveði skýrt upp úr með það að hann hafi ekki verið sonur guðs heldur einn margra merkra spámanna. Hin nýja trú breiðist hratt út að Múhameð látnum 632 og um allt það svæði sem nú telst til arabalanda. Tíu árum eftir lát hans hafa þjóðir landa þar sem nú eru Egypta- land, Sýrland, írak og vesturhluti írans svo og Afganistan tekið trúna. Gyðingar og kristnir menn voru ijölmennir á þessum slóðum og sums staðar voru þeir mjög fjarri því að vera sáttir við leiðtoga sína og tóku því nýju trúarbrögðunum fagnandi. En islam átti ekki alls staðar upp á pallborð- ið án blóðsúthellinga, m.a. er talið að mörg hundruð þúsund kristnir menn hafi verið lífl- átnir í Egyptalandi vegna þess að þeir tregð- uðust við að snúast til islam. Annars staðar hermir sagan að múslimar hafi sýnt þeim trúarbrögðum sem voru fyrir, og þó sérstaklega kristinni trú og gyðinga- trú, umburðarlyndi og látið gott heita svo fremi menn berðust ekki gegn islam. Islant skiptist i swnni og shita árió 656 Öll helstu trúarbrögð heims greinast í mis- munandi kvíslar. Islam er þar engin und- antekning. Deilur risu um það þegar Múha- með féll frá hver væri réttur arftaki hans þar eð hann átti enga syni. Um völdin slógust Abu Bakr, faðir annarrar eiginkonu Múha- meðs, Aisha, og hins vegar Ali, frændi hans og eiginmaður Fatimu, dóttur Múhameðs. Ali féllst með tregðu á að Abu Bakr yrði leiðtogi islam en fylgismenn hans sem nefnd- ir voru shítar fengu síðan annað tækifæri nokkru árum síðar og hrósuðu þá sigri um stund. Ali flutti miðstöð islam til bæjarins Najef í því sem nú er Irak. En sunnítar — þ.e. fylgismenn Abu Bakr, undu ekki ósigrinum og í frægum bardaga í Kerbala, sem er borg ekki langt frá Najef, sigruðu súnnítar áhangendur Husseins Alison sem hafði tekið við að föðru sínum. Upp frá þeim degi hafa sunnítar verið allsráðandi og teljast nú 90% múslima. Kerbala og Najef hafa frá þessum atburðum verið helgustu staðir shíta. Þó þær séu megingreinar islams eru ýmsar smærri, má þar nefna Ibadia sem er nú trú flestra Ómana og margra araba í Sameinuðu furstadæmunum. Flestar aðrar eru eins kon- ar undirgreinar annaðhvort frá sunnítum eða shítum. Menn verða að hafa í huga að trúarbrögð verða aldrei merkilegri en mennirnir sem aðhyllast þau og túlka. Ef litið er til islam er það ekki aðeins háþróuð trúarbrögð heldur ná þau til allra þátta í mannlegu samfélagi, hvort sem er í heimspekilegu menningarlegu og félagslegu tilliti og ekki síst til almennra þátta sem menn verða að huga að hversdags. Því er islam meira en trú — hún er lífsvið- horf, lífsstíll mörg hundruð milljóna múslima. Kcnningar islams hafa einatt verió rangtúlkaóar af múslimwm sjálfwm Þótt islam hafi á fyrstu öldunum verið framfarasinnuð trúarbrögð er augljóst að á síðustu öld hefur islam glatað mörgu af því sem Allah vildi boða mönnunum. Kenningarn- ar hafa verið rangtúlkaðar, kannski umfram allt það sem laut að stöðu kvenna í islömsku samfélagi, enda er það á þeim grundvelli sem hvað mest hefur verið gagnrýnt. Þeir islömsku bókstafstrúarmenn sem hafa riðið húsum í ýmsum löndum múslima hafa heldur ekki orðið til að bæta ímynd islams þar sem þeir hafa í litlum mæli sinnt um að túlka kenningar Kóransins eins og Allah bauð þeim, heldur eftir sínum geðþótta og oftar en ekki á afar öfgakenndan og lítt vits- munalegan hátt. Verst hafa konur farið út úr mistúlkunum á islam, hvort sem er varðandi almenna stöðu þeirra, klæðaburð eða hvaðeina. í Kóraninum er til dæmis hvergi vikið að því að konur eigi að hylja andlit sitt, en lögð áhersla á að þær klæði sig siðsamlega og forðist léttúð í framkomu. En hiklaust skulu þær njóta réttinda og eins og áður hefur verið minnst á eiga karlar að sýna þeim umhyggju og láta sig velferð þeirra skipta á allan hátt. Hafa skal í huga að menntunarmál á tím- um Múhameðs voru ekki í þeim fai'vegi sem orðið hefur á seinni öldum og árum. En mið- að við það viðhorf sem fram kemur í Kóranin- um gagnvart konum er lítill vafi á að þær væru taldar jafnréttháar til menntunar og karlar. íhugi maður hve islam var jafnréttis- sinnuð trúarbrögð í upphafi má nokkurn veg- inn slá því föstu. En margir múslimar hafa tregðast við að færa islam nær nútímanum og laga að viðhorfum hans. í þriðju grein verður vikið að nútímasamfé- lagi arabískra þjóða, ekki aðeins stöðu kon- unnar og mikilvægi fjölsKyldunnar heldur og rætt um stjórnskipun í löndunum, en víða eru þar harðstjórnir við lýði eða í besta falli misvel/illa heppnað einræði. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.