Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 7
get lifað ágætis lífi. Maður þarf ekki að kom- ast í landsliðið, listin snýst ekki um það. En það er alltaf verið að flokka list og listamenn niður og reynt að rugla fólk í ríminu. í Banda- ríkjunum heyrist stundum sagt: Það er enginn slæmur listamaður, bara gífurlega mikið af slæmri list! Maður gengur út frá því að allir séu einlægir í því sem þeir gera, en hver seg- ir annars að listamaður þurfi að vera einlægur til að vera góður? Þar sem ég hafði þekkt Andy Warhol var ég eitt sinn beðinn um að skrifa grein um hann í sýningarskrá. í lok greinarinnar sagði ég að það væri ekki nauð- synlegt fyrir listamann að vera vingjarnlegur en það gæti hjálpað. Menn geta endalaust velt fyrir sér siðferðislegum gildum Warhols en að lokum getur maður bara horft á það sem hann skapaði - og það var býsna gott. Það er allt og sumt. Þú getur sagt: Ég hata helvít- ið! en engu að síður bjó hann til góða hluti. List er praktískur efniskenndur veruleiki. List er augnablikið þegar einstaklingur skapar eitthvað, kynnir það fyrir samfélaginu og það á sér engan samastað. Það hefur það eina notagildi að reyna að segja einhverjum eitthvað. A meðan samfélagið veltir fyrir sér hvern fjárann það eigi að gera við þetta, þá er það list. Þegar samfélagið finnur út hvað eigi að gera við hlutinn, þá er það orðið lista- saga. En listin er þessi óvissi tími áður en hluturinn kemur sér traustlega fyrir, þegar enginn veit hvern íjárann á að gera við hann, og mér finnst það spennandi fyrirbæri." - Þú hefur óvenjulegan bakgrunn af mynd- listarmanni að vera, kemur úr Suður-Bronx sem er eitt alræmdasta hverfi New York borg- ar - frægt fyrir glæpi og eiturlyf. „Já, ég ólst þar upp og það var einkar óánægjulegur staður. Ég bjó þar til 15 ára aldurs en þá fór ég að heiman - og flutti til Harlem! Móðir mín hafði alist þar upp og það var öruggara hverfi. Fólkið var vingjarnlegt. Harlem var ágætur staður fyrir ungan mann. Mig dauðlangaði til að verða listamað- ur, ég var að reyna að komast inn í háskóla og vann við höfnina til að spara fyrir náminu. Jú, það var hættulegt hverfi en ekki ef þú bjóst þar. Ég var ungur farinn að hanga á börum þar sem sátu kunnir myndlistarmenn, skáld og fallegustu stúlkurnar. Eins og milljónir ann- arra barna hafði ég lesið mikið. Foreldrar mín- ir vissu ekki hætishót um list en vildu að ég fengi menntun. Ég las allt. í New York hafa allir einhvern hreim, menn koma allsstaðar að og mér fannst sá fjölbreytileiki áhugaverður og menn eins og Spinoza, þýsku skáldin og Kirkegaard höfðuðu til mín. Og síðan uppgötv- aði ég myndlistina. Sá verk eftir Pollock, Mondrian, og nýr himingeimur opnaðist. Ég var í örvæntingu að leita einhvers; ég þurfti að finna mig eða koma mér í burtu, valið stóð bara milli þess og eiturlyfja. En ég fann list og með hennar hjálp byijaði ég að skilja hver ég var.“ Veil ekki hvaó konseptúalismi þýóir - Þú fórst aldrei í listaskóla. „Ég kaus að gera það ekki. Kennarar listaskólanna voru á þessum tíma af annarri eða þriðju kynslóð abstrakt expressjónista, vingjarnlegasta fólk, en fylgismenn í eðli sínu. Ég vissi að þeir myndu stiila mér upp og segja mér að byrja að tjá mig! En ég vissi að ég hafði ekki mikið að tjá á þessum aldri þannig að ég fór í háskóla New York borgar og lagði stund á heimspeki og vísindi, bókmenntir og allt hitt sem þeir vildu kenna mér. Svo var ég orðinn sautján og hálfs, farinn að gera list, en var orðinn of tengdur fólki sem var búinn að finna sína leið, John Chamberla- in, Franz Klein og fleirum. Ég fór því til Kali- forníu, bjó um hríð í anddyrum húsa, vann hér og þar og hélt mína fyrstu sýningu þegar ég var 18 ára. Það var árið 1960.“ - Þú fannst strax þína leið í listinni . „Það var heppni! Mikil heppni og margir reyndust mér mjög vel.“ - Þú hefur verið talinn meðal forvígismanna konseptlistarinnar en mig grunar að þú lítir ekki á þig sem meðlim í einhveijum slíkum hópi. „Konseptúalismi? Ég veit ekki hvað það þýðir. Það voru nokkrir listamenn sem gerðu mjög góða hluti á síðari hluta sjöunda áratug- arins en skildu síðan að þeir myndu ekki ná að gera neitt annað eftir það. Þeir reyndu því að búa til hugtak, skóla, þannig að þeir gætu fengið kennslustöður og kennt það sem flestir sem kalla sig konseptúalista hafa gert. Fyrir þetta fólk er mikilvægt að þetta lifi sem neðan- málsgrein í sögunni. En sem list, þá er ekkert vit í því að halda áfram með það sama og reyna sífellt að gera það akademískara. Lista- menn ættu að vinna á eigin forsendum. í hvert skipti sem einhver gengur inn á sýningu, þá á hann að geta fengið lítið spark. Og ef það gerist ekki, þá virkar sýningin ekki. Listamenn eiga bara að sinna sínu verki, vera heiðarleg- ir, sýna það sem þeir gera og gleyma því hvað annað fólk heldur. Því ef maður býr eitthvað til, þá lifir maður með því alla tíð.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg í VINNUSTOFU málarans: Erlendur Sveinsson, handritshöfundur, framleiðandi, leikstjóri og hljóðmaður með meiru, Sigurður Sverrir Pálsson kvikmyndatökumaður og Sveinn Björnsson. MÁLARINN I Krísuvík er verió aó takg kvikmynd um málara. Sveinn Björnsson leikur málarann, sonur hans Erlendur leik- stýrir og Siguróur Sverrir Pálsson kvik- myndar. FREYSTEINN JOHANNSSON fór og fylgdist með þeim félögum. KVIKMYNDATAKAN í Krísuvík var kulsöm. Þá var gott að hita sér við Ijós kvikmyndalampans í Krísuvíkurkirkju, þar sem altaris- taflan er komin á sinn stað. ANDARTAKIÐ hangir ’í loft- inu. Málarinn stendur kyrr. Hann herðist í öxl- urn, líkt og vígamaður sem á sér enga undankomu frá örlögunum. Hvítur strig- inn mænir á móti honum. Svo stígur hann fast fram í annan fótinn, hendir spaðann á lofti og ræðst gegn striganum, sem tekur árásinni fagnandi og lifnar í litum. Til að sjá er þetta hólmganga upp á líf og dauða. Túpur kreist- ar, litur á spaða , spaði á léreft svo hvín í. Þannig enn og aftur. Aðeins þessi hreyfing, þessir litir. Svo hendir málarinn spaðanum á borðið, kastar gúmmíhönskunum í gólfið og fleygir sjálfum sér í stól, fálmandi eftir píp- unni. „Þetta gengur svona,“ segir þá Erlendur Sveinsson og Sigurður Sverrir Pálsson kinkar kolli og leggur kvikmyndatökuvélina mjúkt frá sér. Satt að segja var ég búinn að gleyma þeim og því, að Sveinn Björnsson væri að leika í kvikmynd. Enda er hann ekki að leika. Hann er bara hann sjálfur. En það má vera spurning, hvort maður, sem málar bezt með sjálfum sér, Jóni Leifs, Grieg og Louis Arm- strong, getur verið hann sjálfur, þegar aðrir standa yfir honum. Það tekst. Sveinn kveikir í pípunni og nýt- ur þess að kasta mæðinni eftir átökin við strigann. Við erum staddir í Krísuvíkurbænum bláa, þar sem Sveinn hefur haft vinnustofu og aðsetur um mörg ár. Þeir Erlendur Sveinsson - Björnssonar, og Sigurður Sverrir eru að vinna að gerð kvikmyndar „um málara, liti, sköpunarvinnu, stílbreytingu, dauða og up- prisu.“ Þetta á að verða klukkutíma löng mynd, ekki portrettmynd af Sveini Björns- syni, heldur hreinræktuð kvikmynd, þar sem Sveinn Björnsson er í hlutverki málarans. Svona kvikmynd kostar þrettán milljónir. Menningarsjóður útvarpsstöðva veitti eina milljón til undirbúnings verkefnisins. Hafnar- fjarðarbær hefur veitt 300 þúsund króna stuðning og standa vonir til þess að bær- inn sjái sér fært að koma meira inn í myndina, en þau mál ráðast á næstu dög- um. Hans Petersen og Kodak í Frakk- landi leggja til mikinn hluta filmunnar, sem nota þarf og gerði það útslagið um að unnt var að hefja kvikmyndun af krafti nú í haust. En betur má ef duga skal og Erlendur segir nú lífsnauðsyn að fá meira fé til kvikmyndar- innar. Svo er farið upp í eldhús í kaffi og kleinur og reyndar hákarl og harðfisk og örlítinn' vískikeim leggur um loftið. Meðan Erlendur og Sigurður Sverrir und- irbúa næstu töku ræðum við Sveinn um það sem á dagana hefur drifið síðan við sátum hér síðast; hann þá á sjötugu að koma fram með nýtt ævintýri í málverkinu, hafði kastað fantasíunni í teikningar og klippimyndir og tekið litina í Krísuvík upp í olíumálverkið í staðinn. „Þetta var gífurleg barátta,“ segir hann. „Ég gat illa sofið, svo sterkt sótti þetta á mig. Og þetta er alltaf eilíft stríð.“ „I mínum huga er það mjög áhugavert verkefni að reyna að finna leiðir í kvikmynd til þess að rýna inn í innri baráttu lista- manns og leitast við að dramatísera og gera þessa baráttu sýnilega," segir Erlendur í greinargerð um kvik-myndina Málarann, sem hann hefur sent Kvikmyndasjóði íslands. „Þjappa saman Ijögurra ára innri umbrotum í einnar klukkustundar langa kvikmynd. Gera áhorfandann meðvitaðan um þessa baráttu, sem leiðir í því tilviki, sem hér um ræðir til þess að listamaður segir skilið við þann stíl, sem hann hefur ræktað með sjálfum sér og í verkum sínum í þrjátíu ár og tekur í stað- inn að feta sig óstuddur inn á nýjar brautir. Hvað er það sem knýr listamann til slíkra hluta? Menn segja að hann svíki kaupendur sína og aðra unnendur listar hans. Þessum listamanni er það hins vegar endanlegur dauðadómur að standa í stað, selja sál sína mammon í stað þess að endurnýjast og taka stöðugum framförum í listinni. Þetta er í rauninni dramað um dauða og upprisu sem hugmynd myndarinnar byggist að stórum hluta á. Það sem gerist í þessum stílumbrot- um samkvæmt þeirri túlkun er að listamaður- inn deyr sjálfum sér en rís síðan aftur upp frá dauðum í hinum nýja stíl eftir að hafa sannarlega bergt á kaleik örvæntingarinnar við hengiflugið... Kaleiknum verður ekki ýtt til hliðar og enginn er til leiðsagnar nema sálardjúp listamannsins sjálfs og sá Guð sem þar er að finna.“ Trúmál standa Sveini nærri, þótt hann hafi ekki hátt um það. Draumar og náttúran leggja honum lið. „Trúin kemur víða fram í verkum mínurn," sagði hann einu sinni við mig. „Ég er svo sem ekkert alltaf að hugsa um hana, hún bara er þama og laumar sér inn í málverkið án þess að ég viti af því.“ Og huldukonan. Hún hefur fylgt honum alla tíð. Hún er þarna bara. Þægileg návist. Laumar sér líka inn í málverkið. Þríhyrnd kona með geislabaug. Hér er hún auðvitað Krísuvíkurmadonnan. Þannig birtist hún okk- ur í kvikmyndinni. Og þegar málarinn hefur fylgt upprisu sinni eftir með altaristöflu í kirkju Krísuvíkur, þá er það madonnan ein, sem fær að sjá hana. Þannig lýkur þessari mynd. Og minn dagur í Krísvík hnígur til kvölds. Ég kveð þá feðga og Sigurð Sverri, sem horfir til mín gegnum auga kvikmyndavélar- innar. í beygjunni niður á vegi tekur myrkr- ið á sig mynd. Krísuvíkurmadonnan veifar í kveðjuskyni. Svo hverfur hún til hússins bláa. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. NÓVEMBER 1996 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.