Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 20
MYNDSKREYTINGAR í NORRÆNUM BARNABÓKUM LÍF OG FJÖR í LATABÆ Barnaleikritið Áfram Latibær eftir Magnús Scheving veróur frumsýnt í Loftkastalanum í dag kl. 14. ÞRÖSTUR HELGASON hitti höfund og leikstjóra verksins ó æfingu. EG SKRIFAÐI bókina sem leikrit- ið er byggt á upp úr fyrirlestr- um sem ég hélt fyrir krakka í skólum víða um land í nokkur ár,“ segir Magnús Scheving. „Á þessum fyrirlestrum vökn- uðu ýmsar spurningar hjá krökkunum um heilbrigði, svo sem um það hvernig maður gæti hætt að borða sælgæti og byijað að hreyfa sig. Leik: ritið reynir að svara þessum spurningum. í því koma fram ýmsar persónur sem krakkarn- ir kannast örugglega við, eins og Halla hrekkjusvín, Nenni níski og Maggi mjói. Þetta eru kannski krakkar eins og þau eiga helst ekki að vera en síðan fjallar leikritið um það hvernig hægt er að breyta til góðs.“ SnúiA til betri vegor Sagan Áfram Latibær fjallar í stuttu máli um bæ einn þar sem bæjarbúar eru óskap- lega latir, hugsa ekkert um heilsuna og eyða öllum stundum fyrir framan sjónvarpið. Börn- in í bænum háma í sig sælgæti alla daga, liggja í tölvuleikjum og hafa gleymt hvernig á að leika sér. Bæjarstjórinn í Latabæ, sem er fyrrum afreksmaður í íþróttum, er fallinn í sömu gryfju og aðrir bæjarbúar og liggur gamli íþróttabúningurinn hans rykfallinn í fataskápnum. Hann lendir því í miklum vand- ræðum þegar honum berst bréf frá forsetan- um þess efnis að halda eigi íþróttahátíð í öllum bæjum landsins. I hugarangri sínu hitt- ir hann íþróttaálfinn sem býður aðstoð sína til að hjálpa bæjarbúum við að ná tökum á lifanaðarháttum sínum. Boðskapur sögunnar er að heilbrigði, lífs- gleði og jákvæð samSkipti borgi sig. Þetta kemur fram í sögunni á jákvæðan og skemmtilegan hátt og vegur þar þyngst ímynd íþróttaálfsins sem er fullur af lífsgleði og atorku. Hann leiðbeinir bæjarbúum um hvernig þeir geti breytt lífsmáta sínum til hins betra og kennir þeim leiki og æfingar. Tekið er á ýmsu svo sem muninn á ofbeldi og leik, eigingirni, mataræði og fleira. Magnús segir að hann hafi alltaf séð þessa sögu fyrir sér á sviði. „Baltasar Kormákur, sem leikstýrir verkinu, hefur náð að færa hana á svið nánast nákvæmlega eins og ég hafði séð hana fyrir mér. Og það hefur reynd- ar komið fólk hérna á æfíngar sem þekkir bókina og fundist takast að sviðssetja á eink- ar skemmtilegan hátt svo, að sagan hreinlega lifni við á sviðinu." Baltasar segir að það sé mikið lagt í þessa sýningu enda borgi sig aldrei að spara þegar verið sé að setja upp sýningu fyrir börnin, þau finni það strax. „Að þessu leyti verður þetta eins og aðrir söngleikir sem ég hef gert, mikið sjónarspil og góð stemmning. Ég myndi vilja óska þess að krakkarnir skemmtu sér jafnvel á þessari sýningu og fullorðna fólkið gerði á söngleiknum Hárinu. Og það var kannski þess vegna sem Maggi bað mig um að taka leikstjórn verksins að mér; hann vill fá þessa sömu stemmningu fram fyrir krakkana og hefur verið á öðrum söngleikjum mínurn." „Já, það er mikilvægt að ekki sé talað niður til barnanna,“ heldur Magnús áfram. „Þau verða að skemmta sér eins og þau best geta. Ég held að það hafi tekist hérna. Það er mikið líf og fjör í sýningunni og hún er spennandi." Fjölmargir koma fram í sýningunni og í þeim hópi er margt kunnra leikara og skemmtikrafta. Með aðajhlutverk fara Magn- ús Scheving, Magnús Ólafsson, Steinn Ár- mann Magnússon, Siguijón Kjartansson, Selma Björnsdóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Pálína Jónsdóttir, Jón Stefán Kristjánsson, Morgunblaóið/Golli ÍÞRÓTTAÁLFURINN leiðbeinir bæjarbúum um hvernig þeir geti breytt lífsmáta sínum til hins betra og kennir þeim leiki og æfingar. Selma Björnsdóttir og Magnús Scheving í hlutverkum Sollu stirðu og íþróttaálfsins. Ingrid Jónsdóttir, Ari Matthíasson og Ólafur Guðmundsson. „Ég hef farið þá leið,“ segir Baltasar, „að velja mjög afgerandi fólk í hlut- verkin, það er að segja fólk sem hefur mjög skýr einkenni. Þetta er svo ýkt svolítið þann- ig að útlitið á sýningunni verður eins og í teiknimyndasögu. Búningar og leikmyndir undirstrika þetta líka. Persónurnar verða þannig mjög sterkar.“ Óvenju heilbrigður texfi BOÐSKAPUR sögunnar er að heilbrigði, Iffs- gleði og jákvæð samskipti borgi sig. Ólafur Guðmundsson og Steinn Ármann Magnús- son sem Nenni nfski og Siggi sæti. Magnús og Baltasar segja að æfingar hafi gengið vel og samstarfið einnig. Magnús seg- ist í fyrsta skipti á ævinni hafa upplifað það undir leikstjórn Baltasars að vera beðinn um að vera svolítið hressari. „Baltasar er fyrsti maðurinn sem hefur beðið mig um að leggja mig aðeins meira fram og gefa meira í leik- inn, hamast svolítið meira. Ég hélt að ég ætti nú aldrei eftir að upplifa að fá slíka athugasemd. Það er líka skemmtilegt að þetta leikrit inniheldur óvenju heilbrigðan texta sem leik- ararnir eru kannski ekki vanir. Stundum hafa þeir því átt í dulitlu basli með sumar línurnar En það hefur nú ræst úr því öllu saman.“ Frumsamin tónlist er í sýningunni eftir Mána Svavarsson við texta eftir Davíð Þór Jónsson. Búninga gerði María Ólafsdóttir. Miðasala fer fram í gegnum hraðbanka ís- landsbanka. SÝNING á myndskreytingum í norræn- um barnabókum verður opnuð í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi laugardaginn 23. nóvember. Á sýningunni gefur að líta nokkuð af því helsta sem á döfinni er í myndskreytingum barnabókmennta á Norðurlöndunum. Þátt- takendur eru myndlistarmenn frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Islandi, Færeyjum, Græn- landi, Noregi og samísku svæðunum. Tveir myndlistarmenn frá hveiju landi/svæði taka þátt í sýningunni með tíu myndskreytingar hver, þar að auki er fjöldi myndskreyttra bóka. Fulltrúar íslands—á- sýningunni eru myndlistarmennirnir Áslaug Jónsdóttir og Erla Sigurðardóttir. Fyrstu kynni margra barna af myndlist eru í gegnum myndabækur, hvort sem þau búa á Grænlandi eða í Svíþjóð. Það finnst vart sú barnabók nú á dögum sem ekki er mynd- skreytt. Myndirnar hafa áhrif á hugarheim barnsins og hafa því ekki minna gildi en text- inn sjálfur. Samspil orða og mynda skapar þau heildaráhrif sem bókin hefur. Góðar myndabækur kynna börnunum ólíkar mynd- rænar tjáningarleiðir og kenna þeim að bregð- ast við myndmáli með gagnrýnu hugarfari. Með sýningunni fylgja verkefni sem dreift hefur verið í grunnskóla Reykjavíkur og nýst geta til að efla áhuga nemenda á myndlist MYND eftir Áslaugu Jónsdóttur sem er annar íslensku þátttakendanna á sýningunni. og skapað umræðu um samspil texta og mynda, margbreytileika myndmálsins og um mismunandi brot bóka. Sýningin hefur farið víða um Norðurlönd en hún var fyrst opnuð í Hásselby Slott í Stokkhólmi í janúar 1995. Norðmenn áttu frumkvæði að sýningunni og hafa haft veg og vanda af ferð hennar um Norðurlöndin. Sýningin er hluti norræns samvinnuverkefn- is, Nordisk Billedkunst ’95/’96, sem á íslandi hefur verið nefnt Norrænt myndlistarár ’95/’96. Hér á landi bar hæst sýningina Brunna sem haldin var í og við Norræna húsið í Reykjavík. Þessi sýning á myndskreyt- ingum norrænna teiknara er önnur sýningin sem sett er upp í Gerðubergi undir nafni Norræns myndlistarárs; hin var sýning græn- lensku listakonunnar Jessie Kleemann. Nor- rænu myndlistarári verður slitið nú í nóvem- ber með sýningunni „Skrik“ í Arken listasafn- inu í Kaupmannahöfn. í tengslum við sýninguna mun Félag ís- lenskra teiknara gangast fyrir fyrirlestri um myndskreytingar í Gerðubergi laugardaginn 30. nóvember kl. 14. Fyrirlesari verður Sigur- borg Stefánsdóttir myndlistarmaður. Sýningin stendur frá 23. nóvember til 20. desember og er opin mánud. til fimmtud. 10-21 og föstud. til sunnud. kl. 12-17. Að- gangur ókeypis. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.