Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 11
4- IGÍSKA klukkan. Málaður skúlptúr eftir Bat Yosef. SÓLGUÐINIM, málaður skúlptúr eftir Bat Yosef. laði sig Ferró, hér með súrrealíska sjálfsmynd. í sef til Ferrós í Via Panicale í Flórens. pólí. Það var svo yndislegt að sitja við hlið Ferrós í þessum glaum og gleði. Þegar vel viðraði fórum við um Flórens og nágrenni á vespu sem Ferró hafði keypt sér. Ég málaði á hveijum degi af nýjum sköpunar- krafti sem fylgir því að vera ástfangin. Ég málaði portrett af hrífandi andlitinu hans. Þegar ég kom úr almenningsböðunum með nýþvegið hárið tók ég eftir að það var orðið svo sítt að ég gat vafið löngum fléttunum um höfuðið í existensíalískum anda Simone de Beauvoir. Ég notaði engar snyrtivörur en þeg- ar ég horfði í spegilinn fannst mér ég falleg vegna þess að ég elskaði og var elskuð. Við áttum allt saman, tónlistina, veislurnar, lista- verkin og náttúrufegurðina. Ég keypti hvítar krísantemur og fékk lánaðan dýrindis vasa hjá annarri sambýliskonu minni til að setja þær í. Það var orðið iangt síðan ég hafði málað blóm. Ég var í þvílíkri sæluvímu að ég gáði ekki að mér og braut vasann með þeim afleiðingum að sambýliskonan húðskammaði mig og skipaði mér að útvega samskonar vasa undir eins annars myndi systir hennar sálga henni. Ferró kom með mér til að hjálpa mér að finna vasann. Annars málaði hann án þess að taka sér hvíld. Hann hafði meira vinnuþrek en nokkur annar maður sem ég hef kynnst. Þegar hann var önnum kafinn við eitthvert máiverkið gleymdi hann oft að borða eða skipta um föt. Verk hans voru flest í anda gamalla, norrænna víkingasagna en hann var líka mjög hrifmn af mexíkóskri málaralist; byltingarsinnuðu málurunum Signeiros, Orozo, Taurayo og Diego Rivera sem máluðu feiknar stórar freskur á opinberar byggingar í Mexíkó. Ég vissi ekki hvað samband okkar stæði lengi en ég var þess fullviss að líf okk- ar saman yrði fullkomlega helgað listinni. Á afmælisdegi sínum bauð Gideon okkur Ferró að borða með sér og Marie, vinkonu sinni. Ég útbjó listræna og ljúffenga smárétti eins og mamma hafði kennt mér. Þegar Ferró kom inn í eldhúsið og sá alla dýrðina, glennti hann upp augun af undrun og faðmaði mig fast að sér. Nágrannar Gideon vildu endilega halda upp á afmælið hans svo þau Marie fóru en við Ferró sátum tvö eftir við arineldinn. Við vorum svo hamingjusöm að augu okkar beggja voru tárvot. Ég fann að ég hafði ekki verið jafn ástfangin af nokkrum manni síðan ég var trúlofuð Dúdú. Ferró söng fyrir mig íslenskar vísur. Hann þagnaði skyndilega og sagði ekkert langa stund. Þegar ég spurði hvað hann væri að hugsa svaraði hann: „Um málverkin mín.“ Ég túlkaði það á þann veg að hann fyndi til sömu ástar á mér og til verka sinna þessa kvöldstund við arineldinn. Nýr sköpunarkraftur braust fram í mér. Ég gaf nú alveg upp á bátinn þau raunsæju og expressjónísku áhrif sem höfðu einkennt list rhína í París og málaði undir áhrifum frá gotneskri dulúð og trúarlegu myndunum sem Ferró þréyttist ekki á að sýna mér. Hann var minn besti kennari og þegar hann skoðaði myndir mínar gerðist hann miskunnarlaus dómari: „Þetta gengur alls ekki; þetta er ómögulegt; þetta er betra; þetta er mjög gott!“ Hann vildi að ég væri fijáls og óhamin í list- inni og minna bundin akademíunni. Verk mín minntu hann á Munch og Soutine. Stundum var peningaleysið slíkt að við átt- um varla fyrir mat, hvað þá litum. Þá greip ég til míns gamla ráðs og hnuplaði þeim. Ferró kiæddist alltaf stórri hermannakápu og ég fékk þá „snilldarhugmynd" að sauma vasa innan á hana. Ég lét síðan greipar sópa í list- málaraverslunum þegar fjárskorturinn var allra verstur og kom litunum fyrir í vösunum. Ferró dáðist að hugkvæmni minni og við eitt slíkt tækifæri krækti hann sér í listaverkabók. Við hlógum móðursýkislega saman þegar við vorum búin að ná okkur eftir taugaæsinginn sem fylgdi þeirri heimsókn í listmálaraverslun- ina. Mér fannst stuldurinn binda okkur nánari böndum og leið eins og við værum útlagar í rómantískri skáldsögu. Ég gerði nokkrar myndir á þessu tímabili sem eru mér afar kærar: Sjálfsmyndina „Ég og skáldgyðjan mín“, „Fingur Guðs“, sem ég máiaði undir áhrifum flórentískrar málaralist- ar frá 13. öld, „Yfirgefin“ sem sýnir auða veggi í miðaldastíl og minnir á sviðsmynd í leikhúsi, „Notre Dame“, mynd af kirkjunni án fjarvíddar og bakgrunnurinn er málaður í heitum litum svo hann lítur út eins og drama- tískur ólgusjór; „Sorg“ þar sem þijár mannver- ur þrýsta sér upp að húsi með hvolfþaki und- ir grátandi himni. Rétt fyrir jólin þurfti ég að skreppa til Rómar og þegar ég kom til baka með lestinni sá ég fallega manninn minn geislandi af gleði með fjóluvönd á brautarpallinum. Augu hans voru tái'vot; hann hafði saknað mín svo mik- ið. Þegar ég steig út úr lestinni fannst mér ég vera hamingjusömust allra í heiminum. Dýróardagar ó Via Panicale Ég flutti til Ferrós á Via Panicale skömmu eftir áramótin 1956. Við máttum hvort eð er ekki af hvort öðru sjá og með því að búa sam- an spöruðum við fimmtán þúsund lírur. Ég fékk sterklega á tilfinninguna að ekki myndi líða á löngu þangað til við giftum okkur á borgaralega vísu. Við ræddum giftingu en Ferró taldi farsælla að finna list okkar farveg og þróa hana til hlítar áður en við gengjum í hjónaband. Hann sagðist vera tilbúinn eftir þijú ár. Mér fannst sambúð án hjónabands ekki nógu góð hugmynd. Ég leit alls ekki á hjónabandið sem þunga eilífðarbyrði. Gifting var einungis opinbert skjal í mínum augum sem gæddi samt sambúðina meiri alvöru- þunga. Tilhugsunin um að missa hann var mér óbærileg. Kvöldið áður en ég flutti til hans var í mínum huga eins og kvöldið fyrir brúðkaups- daginn minn. Ég hlakkaði til þessarar nýju reynslu sem beið okkar því sambúðin myndi reynast prófraun á styrk okkar beggja og að hve miklu leyti við myndum sækja áhrif hvort frá öðru. Ég hallaði mér fram yfir svala- handriðið á herberginu mínu og lét mig dreyma um að ég væri á báti við strendur Haifa; hafið var blágrænt og báturinn nálgað- ist land. Ég var með gleðitár í augum yfir að sjá landið mitt og með mér var Ferró, norræni prinsinn minn sem öriögin höfðu fært mér. Draumar barnæsku minnar höfðu ræst; ævintýrin sem ég hlustaði á þegar ég sat í litla herberginu okkar mömmu á LeBrun götu í París um ljóshærðu og bláeygu prins- ana úr norðri. Við skiptum vinnustofunni á Via Panicale í tvö vinnusvæði sem ég aðskildi með tjöldum. Við fundum eldhúsáhöldin á flóamörkuðum og húsgögnin hjá antíksölum. Mig langaði til að standa mig vel í sambúð okkar en skildist fljótt að það var ekki auðveldasti hlutur í heimi að sinna eiginkonuskyldum og vera um leið sjálfstæð listakona. Það var gaman að elda bragðgóða rétti en það var líka mjög tíma- frekt. Við bjuggum fjarri markaðnum svo ég varð að fara þangað með lest. Ferró fór reynd- ar stundum þangað á vespunni. Þegar við bættust hreingerningar, þvottur og fatavið- gerðir fór næstum allur tíminn í heimilisstörf- in. Ferró hafði engan skilning á þeim hlutum. „Vertu ekki að eyða tímanum í þetta leiðind- astúss," var hann vanur að segja. „Hættu þessu og farðu að mála!“ Ég naut þess samt sem áður að elda ofan í hann ljúffenga rétti því hann kunni svo vel að meta þá. Hann hafði lengi verið vannærður vegna slæmrar fæðu, sem námsmönnum bauðst, og var orðinn mjög blóðlaus. Ég naut þess að annast hann og gefa honum heilsuna aftur. Hann kyssti mig alltaf þegar ég bar réttina á borð fyrir hann og sleikti út um. Iðulega tók Ferró mig í fangið eftir dags- verkið og kyssti mig en hann var oft í slæmu skapi ef vinnan hafði ekki gengið nógu vel. Stundum var hann ánægður og fullur sjálfsör- yggis en þegar honum fannst ekki ganga nógu vel varð hann áhyggjufuliur og fannst heimur- inn vera að hrynja. En þegar hann byijaði að deila áhyggjum sínum með mér og bragðaði á rauða salatinu mínu birti yfir honum. Hann bannaði mér að vaska upp því hann þurfti svo mikið að kyssa mig og svo brást ekki að við fórum upp á loft og elskuðumst. Kvöld nokkurt, þegar ég var að hátta mig, datt rautt hjarta út úr náttkjólnum mínum. Ferró hafði klippt það út úr silki. Daginn eft- ir keypti ág gjöf handa honum og stillti henni upp á rúminu og umkringdi hana með appels- ínum eins og skúlptúr. Þegar ég kom heim um kvöldið var Ferró búinn að raða appelsín- unum þannig að þær mynduðu V (sigur- merki) á koddann minn og sagði mér bros- andi að það táknaði að ég hefði sigrað hug hans og hjarta. Ég var hrædd við þessa miklu hamingju og trúði innst inni ekki að hún myndi endast. Stundum grét ég í örmum hans. Hann spurði mig þá hvað væri að. „Ég veit að einn daginn ferðu frá mér,“ snökti ég. „Af hveiju heidurðu það?“ spurði hann undr- andi. „Ég bara veit það. Aðrar konur eiga eftir að tæla þig.“ „En af hveiju skyldi ég fara frá þér? Þetta er fáránlegt!“ sagði Ferró og fékk sjálfur tár í augun. Ég vissi samt vel að konur hrifust af hon- um. Skömmu eftir að ég flutti inn fann ég ástarbréf frá stúlku sem hann hafði verið með en var ekki búinn að slíta sambandi við þegar við kynntumst. Ég reiddist svo óskaplega að ég reif bréfið í tætlur. Ferró gaf mér þá skýr- ingu að þegar við vorum búin að vera saman í nokkra daga hefði hann orðið ástfanginn af mér og slitið sambandinu við stúlkuna sem bjó ekki lengur í Flórens. Höfundur er kvikmyndafræðingur. NGIN I FLORENS 41 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. NÓVEMBER 1996 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.