Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 12
GOÐAR HUGMYNDIR SKAPA MESTU VERÐMÆTIN Aóalfundur Bandalags íslenskrg listamanna var síðastliðinn laugardag. ÞRÖSTUR HELGASON gluggaói í forvitnilega ólyktun fundarins og ræddi við Hjálmar H. Ragnarsson, forseta Bandalagsins. Meginniðurstaða Aðalfundar Banda- lags íslenskra lista- manna, sem haldinn var í Viðey síðastlið- inn laugardag, 16. nóvember, var að hér á iandi þyrfti að móta framsækna menningarstefnu. í ályktun fund- arins segir orðrétt: „Aðalfundur Bandalags ís- lenskra listamanna átelur það stefnuleysi sem ríkir í menningarmálum þjóðarinnar og birtist með skýrustum hætti í ráðleysi stjómvalda gagnvart því flóði erlends afþreyingarefnis sem í síauknum mæli fyllir skilningarvit fólksins í landinu. Þetta stefnuleysi er þeim mun alvar- legra sem öllum ætti að vera ljóst að menning okkar á undir högg að sækja og getur glatast ef við sitjum aðgerðarlaus hjá. Bandalagið tel- ur að nú þegar verði að snúa vöm í sókn og skorar á ráðamenn og annað ábyrgðarfólk í samféiaginu að fylkja liði og marka framsækna menningarstefnu sem eflt geti trú fólks á fram- tíð þjóðmenningarinnar og búsetu fólks í land- inu.“ „Eina menningarstefnan sem ríkir á ís- landi,“ segir Hjálmar H. Ragnarsson, forseti Bandalagsins, „er að hér skuli áfram vera ís- lensk þjóðmenning og töluð íslensk tunga. Að öðru leyti er íslensk menningarstefna ekki til. Bandalagið telur að á sama hátt og við erum að reyna að móta einhveija stefnu eða framtíð- arsýn á öðrum sviðum þjóðlífsins þurfi að móta stefnu á sviði menningar líka. Hún er jafnvel enn mikilvægari á þessu sviði en mörg- um öðmm vegna þess að mikil óvissa ríkir um framtíð menningarinnar sökum breyttra sam- skiptahátta á milli þjóða jafnt sem einstakl- inga. Við leggjum þess vegna til að undir for- ystu stjórnvalda verði byijað að móta útlínur að slíkri stefnu. Við emm að sjálfsögðu ekki að tala um neins konar stýringu á listsköpun- inni sjálfri, á því hvers konar list verði sköpuð í landinu heldur að hugað verði að umhverfi menningarinnar og markmiðin skýrð.“ Slórátak Hvað þarf menningarstefna að fela í sér? „Við tölum um að hún þurfí að fela í sér stórátak sem styrkir þær stoðir sem menning- arlífið hvílir á. Það sem blasir við núna og þarf skjótra aðgerða við em þættir eins og dagskrárgerð í sjónvarpi, uppbygging kvik- myndagerðar, þjáifun í skapandi hugsun, ný upplýsingatækni og jarðbundin mál eins og bygging tónlistarhúss og stofnun listaháskóla. Þegar hins vegar mótuð er stefna til lengri tíma kemur auðvitað margt fleira til álita og reynir þá á hvort menn hafi til þess áræði að velja eitt umfram annað. Fleira fólk af hinum ólíku sviðum menningarlífsins þarf að koma að þeirri stefnumótun, menn þurfa að takast á um hugmyndir og úrlausnir og reyna síðan að komast að einhveijum niðurstöðum um hvemig best verði haldið á málum.“ Þið talið um að það þurfi að ráðast gegn þeirri mennigarlegu stéttaskiptingu sem vaxið hefur með þjóðinni á síðustu árum. „Listamenn em í miklu návígi við fólk; við hittum fólk bæði í skólum, í tómstundastarfi og hvar sem við flytjum okkar list. Þar sjáum við hvemig er að skapast skipting á meðal þjóðarinnar; annars vegar í fólk sem er þátttak- endur í menningarlífinu, ræktar með sér tung- una og hlustar á fjölmiðla og fylgist almennt vel með og svo hins vegar í fólk sem er sinnu- laust nema gagnvart sínum nánustu þörfum og stendur fyrir utan í menningarlegu tilliti. Þetta á einkum við um yngri hópa, skólabörn og unglinga sem hlusta til dæmis aldrei á frétt- ir og lesa aldrei blöðin hvað þá heldur bækur. Þetta er bara afleiðing af því framboði sem er á afþreyingarefni hérn'a. Áður var bara ein útvarpsrás og ein sjónvarpsrás sem allir fylgd- ust með og komust því ekki hjá að fylgjast með því sem var að gerast í þjóðfélaginu. Það er tvennt sem strax þarf að gera til að forða því að þessi skipting verði að óbrúan- legri gjá. Það þarf að efla innlenda dagskrár- og kvikmyndagerð, bæði fyrir sjónvarp og kvikmyndahús og leggja sérstaka áherslu á unglinga- og bamaefni. Svo þarf að opna skóla- kerfið meira fyrir utanaðkomandi fólki, þar á meðal listamönnum, vísindamönnum og heim- spekingum, sem gætu vakið krakkana og kenn- arana til umhugsunar um málefni sem ekki eru á hinni formlegu námskrá. Skólinn er um of lokaður heimur, miðstýrt kerfi þar sem lítið ráðrúm gefst til að þroska með krökkum gagn- rýna og skapandi hugsun. Sem dæmi má nefna að krakkar eru aldrei vaktir til umhugsunar um það myndmál sem þau horfa mest á í sjón- varpinu, þau horfa flest á það algerlega gagn- rýnislaust, auglýsingar, teiknimyndir og annað. Samt er þetta sennilega einn stærsti hlutinn af því menningarefni sem þau neyta." Efling Rikisútvaps og -sjónvarps Þið viljið styrkja frekar Ríkisútvarp og -sjón- varp. „Já, við teljum að einkastöðvarnar séu eng- an veginn í stakk búnar til að sinna því menn- ingarlega hlutverki sem ríkisreknu miðlarnir eiga að gera. Sumir segja að það hafi ekki þurft ríkisrekið dagblað og því þurfi ekki ríkis- rekna ljósvakamiðla. En þetta er tvennt ólíkt. Dagblöð flytja ekki listrænt efni. Þau segja frá því og vekja á því athygli en þau eru ekki miðill sem getur milliliðalaust flutt menninguna inn á heimili fólks nema að litlu leyti. Þetta gera hins vegar ljósvakamiðlarnir, þar heyrum við tónlistina og sjáum kvikmyndirnar milliliða- laust svo dæmi séu nefnd. Við teljum því að hér þurfi að vera öflugir ríkisfjölmiðlar þar sem íslenskt efni sé í aðal- hlutverki, efni sem er gert af Islendingum og sprottið úr lífinu í landinu. En slík framleiðsla er það dýr að íslenskur einkamarkaður gæti aldrei borið hana. Stærri þjóðirnar í Evrópu eiga jafnvel í erfiðleikum með þetta og halda því í ríkisfjölmiðlana til þess að reyna að þroska sína menningu áfram. Það er ennfremur ljóst að fyrir löngu er kominn tími til að endurskoða útvarpslögin. Við teljum að almenningsstöðvamar eigi að einbeita sér fyrst og fremst að íslensku efni og láta hinum stöðvunum eftir að selja aðgang að efni sem fæst fyrir lítinn pening og er er- lent. Okkur þykir ástæðulaust fyrir Ríkisút- varpið að keppa við einkastöðvamar, til dæmis um að sýna erlent íþróttaefni sem fólk getur keypt sér aðgang að með einföldum hætti.“ Kemur til greina að einkareknu stöðvarnar þurfi að borga fyrir afnot af sjónvarps- og útvarpsrásum? „Tvímælalaust. Sjónvarpsrásir eru takmark- aðar auðlindir ef svo mætti kalla og því sjálf- sagt að aðgangur að þeim kosti eitthvað. Það er furðulegt til þess að hugsa að fólk geti með einni samþykkt útvarpsréttamefndar eigiiast hundmð milljóna. Við teljum að ágóðinn af gjaldinu sem leggja ætti á aðgang að rásunum ætti að renna til innlendrar dagskrárgerðar og kvikmyndagerðar. Kvikmyndagerðina þarf raunar að styrkja sérstaklega. Framtíð hennar er óviss og em vísbendingar um að nú sé að hrynja undan þesari ungu listgrein. Sjálfstæði hennar er í hættu og forræðið yfir gerð kvikmyndanna að færast úr landi. Bandalagið varaði við þessu í ítarlegri yfirlýsingu sem það sendi frá sér síðastliðið vor en því miður hefur ekkert það gerst síðan sem breytir forsendum þeirrar yfir- lýsingar. Við leggjum til að Kvikmyndasjóður verði stórefldur, að Reykjavíkurborg verði fengin til þátttöku í uppbyggingu kvikmynda- gerðar, að komið verði fótum undir framleiðslu leikins sjónvarpsefnis og sköpuð verði starfs- skilyrði fyrir handritshöfunda." Bókmenntakynningarslola og kvikmyndamióstöó Þið hafíð lagt til að stofnuð verði bókmennta- kynningarstofa og sérstök kvikmyndamiðstöð sem myndu starfa á svipaðan hátt og íslensk tónverkamiðstöð og Upplýsingamiðstöð mynd- listar. „Við teljum skynsamlegast að þessar skrif- stofur verði til að tilstuðlan listamannanna sjálfra í hverri grein. Það má ná fram mikilli hagræðingu í rekstri með því að gera þessar stofur að sjálfseignarstofnunum, að þær séu með öðmm orðum aðeins styrktar af ríkinu en ekki reknar af því. Rekstur slíkra stofa er ekki mjög dýr enda fer kynningin að mestu leyti fram í gegnum tölvur og alnetið. Við leggjum til að kvikmyndasjóði verði breytt þannig að peningar sem renna til hans ANDRÉ MALRAUX FLUTTUR í PANTHÉON TRÚLEYSIOG TILGANGUR LÍFSINS EFTIR MARGRÉTI ELÍSABETU ÓLAFSDÓTTUR EF ANDRÉ hefði lifað myndi hann þá hafa stutt Bosníumenn í nýaf- stöðnum stríðshremmingum? Þar sem Malraux er búinn að liggja í kaldri gröf í tuttugu ár mun vitaskuld aldrei fást svar við þessari spurningu og breytir það engu þótt Francis nokkur Bueb frá Frakklandi hafi haldið því blákalt fram þegar hann opnaði menningarmiðstöð með nafni Malraux í höfuðborg Bosníu á dög- unum. Þar heiðra íbúar Sarajevo minningu rit- höfundarins um þessar mundir í trausti þess að Bueb hafi rétt fyrir sér. Frakkar minnast hans líka með ráðstefnuhaldi út um allt land, endurútgáfu verka hans og endursýningu kvik- myndarinnar Vonin. Á gangstéttum og í neðan- jarðarlest Parísar sem og annarra borga lands- ins mæta veggspjöld með setningum sóttum í ræður og rit Malraux augum vegfarenda. Fleyg orð eiga að minna á skoðanir hans og viðhorf til menningar, jafnréttis, virðingar og hugrekk- is. Ein þessara setninga, „Lífið er einskis virði, en ekkert jafnast á við lífíð," túlkar ágætlega tilvistarhyggju Malraux. Hún blasir við vegfar- endum á endurprentun á frægri ljósmynd eftir Gisele Freund af Malraux skömmu eftir að honum voru veitt bókmenntaverðlaun Goncourt fyrir skáldsöguna „Hlutskipti rnanns" (1933). Myndin er örlítið óskýr en fyrirsætan setur í brýnnar og horfír fast í linsuna. Hárið flaksast til í golunni svo hátt ennið kemur í ljós og í vinstra munnvikinu lafír sígaretta. Þessi mynd greypist betur í minnið en þær sem sýna mun eldri mann, virðulegan og fullan að vöngum, búinn að koma böndum á hárið sem ekki er lengur strítt heldur liggur þétt aftur á hnakk- ann í greiðslu sem hæfir ráðherra. Þannig ætti það ekki að fara framhjá neinum hvað um er að vera þegar hápunktinum verður náð með minningarathöfn á ártíð hans, 23. nóvem- ber. Þá verður kista Malraux færð með við- höfn undir hvolfþak Panthéon þar sem hann mun framvegis hvíla við hlið annarra stór- menna frönsku þjóðarinnar. Það kom í hlut Malraux, þegar eitt þeirra, Jean Moulin, nafn- togaður meðlimur andspyrnuhreyfíngarinnar sem nasistar tóku af lífi, var flutt inn (1964), að halda ræðuna sem oft hefur verið minnst síðan fyrir það hve snjöll hún var. Það er einmitt þessi fræga ræða sem hefur fengið mæta menn í Frakklandi til að efast um að það sé góð hugmynd hjá Jacques Chirac að tala sjálfur yfir Malraux. Ekki það að Chirac gæti eflaust haldið þokkalega ræðu heldur eru líkur á að hún muni aðeins sýna eina hlið á Malraux. Þegar forseti franska lýðveldisins ákveður að flytja látinn mann í Panthéon hef- ur það alltaf táknræna pólitíska merkingu sem í þessu tilfelli má túlka á fleiri en einn veg. Chirac gæti viljað leggja áherslu á tengsl Malraux og tryggð við Charles de Gaulle sem er fyrirmynd hans sjálfs í stjórnmálum. Ef það er eina ástæðan þá lítur forsetinn framhjá mikilvægum þáttum í fari Malraux sem barð- ist fyrir stærri og meiri málstað en gaullisma þó svo hann hafi ávallt staðið við hlið hershöfð- ingjans. André Malraux vildi leggja sitt af mörkum til að bijóta niður múra fordóma, ekki aðeins þjóða heldur heilu siðmenning- anna. Hann taldi ástæðulaust að hræðast menningu annarra þjóða eða óttast vond áhrif og boðaði óhindruð samskipti á milli landa og menningarsvæða á grundvelli gagnkvæmrar virðingar, sem hann taldi að ekki myndu ógna sérkennum hverrar þjóðar fyrir sig. Þetta var ekki pólitísk stefnuyfírlýsing á hefðbundinn hátt, því André Malraux gekk aldrei í neinn stjórnmálaflokk og fór aldrei í framboð. Hann sýndi í rauninni vandamálum umheimsins meiri áhuga en síns eigin lands, enda var hann miklu meira en venjulegur stjórnmálamaður, hann var fyrst og fremst listamaður, skapandi rithöf- undur með metnaðarfulla hugsjón. Ritverk hans eru gerðir sem skipta máli ekki síður en þátttaka hans í spönsku borgarastyijöldinni. Það var skoðun hans sjálfs. Vitundarvakning Það er ekki alveg út í bláinn að minnast André Malraux í Sarajevo. Franskir rithöfund- ar og aðrir menntamenn nútímans reyndu að leggja sitt af mörkum til stuðnings Bosniu- mönnum í stríðinu, en sá stuðningur hafði lítil áþreifanleg áhrif og hefði ráðaleysi þeirra eflaust valdið Malraux sjálfum vonbrigðum ef það hefði ekki verið ólíkt honum að fetta fing- ur út í gerðir annarra. Honum var meira í mun að koma hlutunum í framkvæmd sjálfur. Hann er því fyrirmynd þeirra „menningarvita" sem ekki láta sér nægja að rýna í fræðin held- ur telja þátttöku í atburðum líðandi stundar skipta máli. Þeir sem í dag mætti kalla „skugga af Malraux", eru flestir af hinni illræmdu ’68- kynslóð, voru einhvern tíma maóistar og trúðu á byltingu þjóðfélagsins. Þeir litu upp til Jean- Paul Sartre á þeim árum, en hafa yfirleitt gleymt því. Það er auðveldara fyrir þá að benda á Malraux sem gamalt átrúnaðargoð. Ferill hans fellur betur að heimi sem híar á gamla kommúnista. Sartre og Malraux eru af sömu kynslóð, þeirri sem trúði á kommúnismann, byltinguna og jafnréttið, þeirri sem taldi það þess virði að beijast og barðist. Þeir voru í París á sama tíma, sóttu sömu staðina, umgengust oft sama 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.