Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 15
BERNARDO BERTOLUCCI OG HIN SAK- LAUSA FEGURÐ EFTIR JÓNAS KNÚTSSON BERNARDO Bertolucci og Liv Tyler við gerð Saklausrar fegurðar. SAKLAUS fegurð (Stealing Be- auty), sem sýningar eru hafn- ar á hér á landi, er besta kvikmynd sem Bernardo Ber- tolucci hefur gert í áraraðir. Þar segir frá bandarískri stúlku sem ferðast til Tosc- ana-héraðs á Ítalíu með tvennt í huga. Annars vegar ætlar hún að komast að því hver í vinahópi fjölskyldunnar er faðir hennar. Hins vegar vill hún láta svipta sig meydómnum. Saklaus fegurð er því nokkurs konar spennumynd. I stað hinn- ar hefðbundnu leitar að morðingjanum fjallar myndin um tvær ráðgátur. Hver verður fyr- ir valinu sem fyrsti elskhugi stúlkunnar? Hver er faðir hennar í raun og veru? Saklaus fegurð er hlý og mannleg mynd. Allar persónur verksins eru trúverðugar. Leikhópurinn stendur sig með mikilli prýði. Aðrir leikarar gefa breska stórleikaranum Jeremy Irons ekkert eftir þótt hann fari með eitt bitastæðasta hlutverk myndarinnar. Myndin er að vísu ekki ýkja erótísk. Það er engu líkara en Bertolucci haldi um of að sér höndum fyrir smekkvísi sakir. Annar galli er sá að sögupersónur ryðja stundum út úr sér fimmauraspeki af þeim toga sem ró- manskar þjóðir virðast afar ginnkeyptar fyr- ir. Höfuðkostur myndarinnar er kímnin sem er eðlileg og óþvinguð og ætíð í fullu sam- ræmi við söguþráðinn. Ameríski farsímamað- urinn, sem gerir hosur sínar grænar fyrir stúlkunni, hlýtur að vera einn fyndnasti og vonlausasti Don Juan sem sögur fara af. Liv Tyler, sem er laundóttir hins stórfurðu- lega söngvara rokksveitarinnar Aerosmith, Stevens Tylers, leikur vel í stærsta hlutverki sínu til þessa. Hér er um að ræða eitt af þessum sjaldgæfu hlutverkum sem geta gert leikara heimsfrægan í einni svipan. Það virð- ist ekki hafa gerst í þessu tilviki. Skáldiö sem hætti að yrkja Bertolucci er sonur ítalska skáldsins og fræðimannsins Attilio Bertolucci. Hann þótti efnilegt ungskáld en lagði skáldskapinn á hilluna um leið og hann fékk smjörþef af kvikmyndagerð. Leikstjórinn hóf feril sinn sem aðstoðarmaður Pier Paolo Pasolini. Verk Bertolucci hafa allar götur síðan dregið dám af þessum læriföður hans. Pasolini var sann- kallaður skurðgoðabrjótur og átti í hat- rammri baráttu við stjórnvöld og Páfagarð sem vildu banna og ritskoða verk hans. Annar áhrifavaldur í lífi Bertoluccis var kvik- myndaleikstjórinn Jean-Luc Godard. Sá vildi breyta kvikmyndinni í pólitískt ritgerðar- form. Bertolucci hreifst af kvikmyndum God- ard. Segja má að hann hafi aldrei beðið þess bætur. Godard olli á sínum tíma straumhvörf- um í kvikmyndasögunni en lét sífellt minna að sér kveða og gerðist loks svissneskur ríkis- borgari. Herkænska Köngulóarinnar (La strategia del ragno) var fyrsta mynd Bertolucci sem athygli vakti um heim allan. Segir þar frá eftirgrennslan ungs manns um afdrif föður síns í valdatíð fasista á ítaliu. Myndin er tilbrigði við smásögu argentíska rithöfundar- ins Jorge Luis Borges. Tökumaður var Vitt- orio Storaro, sem átti fyrir höndum að verða einn besti kvikmyndatökumaður sem þekkst hefur og jafnframt helsti samstarfsmaður Bertolucci. Þeir félagar hafa í sameiningu gert myndir þar sem er að finna einhverja fallegustu myndramma í sögu kvikmynd- anna. í Herkænsku köngulóarinnar sóttu þeir Bertolucci og Storaro margt í smiðju listmálara á borð við de Chirico og Mag- ritte. Þessi áhrif áttu eftir að koma enn skýr- ar í ljós í næstu mynd þeirra. Löghlýðni borgarinn (II Comformista) er án efa meistaraverk Bertoluccis og ein magn- aðasta mynd kvikmyndasögunnar. Segja má að í Löghlýðna borgaranum komi Bertolucci og Storaro fram í öllu veldi sínu. Aðalsögu- persónan, Marcello, gengur til liðs við fasista laust fyrir seinni heimstyijöld og verður smám saman samdauna myrkraverkum þeirra uns honum er gert að framselja gaml- an kennara sinn í hendur þeim. Sá er galli á gjöf Njarðar að Marcello, sem er nýkvænt- ur, er ástfanginn af eiginkonu kennarans. Marcello er tragísk og eftirminnileg persóna. Jean-Louis Trintignant var óborganlegur í þessu hlutverki. Franska leikkonan Dom- inique Sanda varð einnig heimsfræg fyrir leik sinn í myndinni. Samnefnd skáldsaga Alberto Moravia var í senn spennusaga og pólitísk dæmisaga. Löghlýðni borgarinn hef- ur þann kost umfram aðrar myndir Ber- tolucci að hafa sterka dramatíska uppbygg- ingu og magnþrungið yrkisefni. Auk þess er myndin hál.ft í hvoru satýra en Bertolucci átti síðar eftir að fatast flugið er hann sneri sér að grafalvarlegum frásagnarstíl. Síðasti tangóinn í París var tímamótaverk. Goðsögnin Marlon Brando reis þar úr ösk- ustó sinni í hlutverki manns sem missir eigin- konu sína og ratar í ástarsamband við unga stúlku. Var þetta í fyrsta skipti sem heims- fræg Hollywoodstjarna lék i erótískum atrið- um. Allar götur síðan hafa framleiðendur átt í vandræðum að fá Hollywoodleikara til að hætta að striplast. Aðalleikkonan, Maria Schneider, hlaut heimsfrægð í einni andrá, og gleymdist jafn- harðan. Bertolucci sýndi og sannaði að hann hafði meira vald á miðlinum en flestir starfs- bræður hans og réð við viðfangsefni, til að mynda ýmsa þætti mannlegrar tilveru, sem Hollywoodmyndir hafa aldrei fjallað um af nokkru viti. Áróóurinn spillir 1900 (Novecento) er útblásið, epískt verk sem skartar efnilegustu leikurum síns tíma, Robert de Niro og Gérard Depardieu, auk Sterling Hayden, Dominique Sanda og Don- ald Sutherland. Myndin var 320 mínútur að lengd í frumútgáfu sinni en hefur blessunar- lega verið stytt síðan. Storaro vann stórsigur sem endranær en Bertolucci virtist ekki hafa nægilega skýr markmið í huga. Sum atriði myndarinnar minna óneitanlega á þær glæsi- legu áróðursmyndir sem Leni Riefenstahl gerði fyrir ríkisstjórn nasista fyrir seinni heimsstyijöld. Bertolucci er yfirlýstur marx- isti. Það er allt gott og blessað en áróðurs- tónninn í 1900 spillir fyrir myndinni auk þess sem skrúðgöngur hinnar stritandi fjöld- ar eru hálfkjánalegar og á skjön við aðra þætti myndarinnar. Bertolucci veitti nýlega viðtal þar sem hann þuldi marxiskar tuggur en blaðamanninum varð starsýnt á rándýran Armani-jakka hans meðan leikstjórinn lét dæluna ganga. Bertolucci er því eins konar Armanimarxisti. Heildsalasynir allra landa sameinist. Kvikmyndamógúlar í Bandaríkjunum tóku nú að stiga í vænginn við alþýðuvininn og höfðingjasoninn Bertolucci. Leiðin lá til Hollywood þar sem hann gat lesið verk Marx og Engels í heiðríkjunni. Er Bertolucci var kominn vestur vandaðist málið. Framleið- endur þar vissu ekki hvað þeir áttu að gera við hann. Þeir hafa í raun ekki fundið lausn á þeim vanda síðastliðin tuttugu ár. Segja má að þeir félagar Marx og Engels LOKAATRIÐI Löghlýðna borgarans, þar sem Qucdri prófessor er myrtur í skógi utan við París. MARIA Schneider og Marlon Brando í Síð- asti tangóinn í París. hafí spillt fyrir 1900. í næstu mynd Bet- rolucci var það Sigmund Freud sem reið húsum. Því minna sem sagt er um Tunglið (La luna) því betra. Þar greinir Bertolucci frá óperusöngkonu og ástarsambandi hennar við son sinn. Reyndar gerði franski öndvegis- leikstjórinn Lous Malle sama söguefni góð skil í myndinni Hjartans brestum (Le So- uffle au coeur) nokkrum árum áður. Malle hafði hins vegar vit á því að gera myndina ekki í Hollywood. Alexander Woollcott sagði eitt sinn að menn ættu að prófa allt einu sinni, nema þjóðdansa og sifjaspell. Þad kvað vera fallegt i Kina Síðasti Keisarinn var annað tímamótaverk. Vestrænir kvikmyndagerðarmenn fengu í fyrsta skipti leyfi að gera leikna mynd í Kínaveldi. Meira að segja var Bertolucci leyft að taka hluta myndarinnar innan veggja hinnar forboðnu borgar. Síðasta keisara Kínveija, Pu Yi, var á sín- um tíma steypt af stóli. Skömmu fyrir dauða hans létu valdhafar í Peking gefa út falsaða sjálfsævisögu og lögðu nafn Pu Yi við verk- ið. Síðasti keisarinn er listilega vel gerð stór- mynd af þeim toga sem vart hefur sést síðan David Lean var og hét. Japanska tónskáldið Sakamoto, sem lék herforingjann í mynd Nagisa Oshima Gleðileg jól, herra Lawrence (Merry Christmas, Mr. Lawrence) samdi kynngimagnaða tónlist myndarinnar. Bún- ingar, leikmynd og kvikmyndataka Storaro voru framúrskarandi að vanda. Auk þess vann myndin til verðskuldaðra Óskarsverð- launa fyrir bestu klippingu. Þótt Síðasti keis- arinn hlyti einnig Óskarsverðlaun sem besta mynd ársins hefur engin kvikmynd, sem unnið hefur til þessara verðlauna, fengið jafndræma aðsókn í Bandaríkjunum. Síðasti keisarinn er prýdd mörgum sömu kostum og Löghlýðni borgarinn. Sömu gallar og ein- kenna 1900 setja einnig svip á myndina. Persóna keisarans er óræð. Bertolucci reynir að líta fram hjá ógnareðli ráðamanna í Kína- veldi eftir seinni heimsstyijöld. Hann er mik- ill listamaður en ekki heimspekingur og hef- ur ekki hundsvit á stjórnmálum. Hér lýsir hann heimi sem hann getur hvorki skilið né skýrt. Síðasti keisarinn gæti ekki verið betur gerð en handrit myndarinnar er einfaldlega ekki nógu sterkt og Akkilesarhæll Ber- tolucci, hið hvimleiða öfugsnobb, meinar honum að kanna ofan í kjöl allar þær mót- sagnir sem mótað hafa Pu Yi og ráðið lífi hans. Þegar keisarinn hefur misst allt sem honum er kært ætlast Bertolucci til þess að áhorfandinn trúi því að hann fagni „frelsun“ sinni og kyrji Nallann á kínversku. Hæslur himnasmiður í skjóli himins (The Sheltering Sky) tefldi Bertolucci fram úrvalsleikurunum John Malkovitch og Debra Winger. Sögusvið myndarinnar er Marokkó og sögumaður eng- inn annar en höfundur samnefndrar skáld- sögu Paul Bowles. Vittorio Storaro og Saka- moto hafa sjaldan verið betri. Hver mynd- rammi gleður augað og seiðandi tónlist Saka- moto er eins og kvikmyndatónlist getur best orðið. Samt sem áður eru dramatískir hnökr- ar á verkinu. Ekki er svo að skilja að sögu- persónur myndarinnar séu ekki heilsteyptar. Þær eru hins vegar fremur ólíklegar til að vekja áhuga eða samúð áhorfandans. í skjóli himins er þegar öllu er á botninn hvolft vel- heppnuð stílþraut sem ber vitni um vald Bertolucci, Storaro og Sakamoto á miðlinum. Römm er sú taug... Næsta mynd Bertolucci, Litli Búddi, er óþarfur eftirmáli við Síðasta keisarann. Þar reynir Bertolucci að beija saman ótrúlegum Hollywood-söguþræði og glefsum úr æfi Búdda. Litli Búddi féll fljótt í verðskuldaða gleymsku og Bertolucci er snúinn aftur úr Vesturheimi. „Kalinn á hjarta þaðan slapp ég.“ eins og Grímur Thomsen orti forðum daga. Bertolucci er nú á heimaslóðum í fyrsta skipti í fimmtán ár. Vittorio Storaro nýtur ekki lengur við í Saklausri fegurð þótt mynd- in sé fagmannlega tekin. Gaman hefði verið að sjá hvernig sveitir Toscana-héraðs hefðu litið út í höndum Storaro. Bertolucci hefur látið Marx og Engels lönd og leið að þessu sinni þótt Freud skjóti upp kolli í myndinni. Saklaus fegurð fjallar öðrum þræði um sam- band föður og dóttur og Electra er komin í stað Ödípusar sem setti svip sinn á Her- kænsku köngulóarinnar, Löghlýðna borgar- ann og Tunglið. í nýjustu mynd sinni, Sak- lausri fegurð, hefur Bertolucci leitað á ný mið og þó ekki. Flestar myndir Bertoluccis snúast öðrum þræði um sekt og sakleysi í einhveijum myndum en hann hefur aldrei fjallað um þessi minni á jafnmildan og ljúfan hátt. Senan þar sem stúlkan stendur loks andspænis föður sínum er skólabókardæmi hvernig skrifa á og leikstýra slíku atriði. Listamaðurinn, Marxistinn og Freudistinn Bernando Bertolucci hefur bersýnilega engu gleymt. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. NÓVEMBER 1996 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.