Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 9
UNGIR Taflendingar. Á öllum skólastigum er lögð mikil rækt við menntun í Taílandi. GJÖFULT land og fagurt. Þótt landbúnað- arframleiðsla í Taílandi hafi aukist, hefur iðnaður og þjónusta aukist miklu örar. DANSMÆR með höfuðbúnað sem tilheyrir klassískum dansi. ÞÚSUND ára menning þjóðarinnar birtist í byggingariist eins og hér, í Phimai-musterinu. (svo sem til að lækka útsvar, ef menn kjósa það helzt). Minni ferðatími til og frá vinnu eykur afköst að öðru jöfnu, auk hægðarauk- ans. Þannig er hægt að leysa borgir heimsins undan síauknu umferðarfargi og meðfylgjandi mengun. Þessi lausn, eða eitt afbrigði henn- ar, er nú þegar í notkun í Singapúr. III. Jöfnwóur Nú munu ýmsir ætla að óreyndu, að ávöxt- um hagvaxtarundursins í Taílandi hljóti að hafa verið misskipt. Svo er þó ekki. Tekjuskipting í Taílandi er svipuð og í Bandaríkjunum og á Bretlandi. Sá fímmtung- ur Taílendinga, sem hefur mestar tekjur, hef- ur u.þ.b. nífaldar tekjur til ráðstöfunar á við þann fímmtung landsmanna, sem minnstar hefur tekjur. Munurinn er einnig um nífaldur í Hong Kong og Singapúr skv. upplýsingum Alþjóðabankans (World Bank Atlas, 1996, tafla 5). Tekjuskiptingin er nokkru jafnari t.d. í Danmörku, Frakklandi og Kína, þar sem hlutfallið er um 7, og ennþá jafnari í Svíþjóð og á Indlandi, þar sem hlutfallið er nálægt 5. Skiptingin er á hinn bóginn miklu ójafnari í Rússlandi og Brasilíu, þar sem tekjuhlutföll ríkasta og fátækasta fimmtungs mannfjöldans eru 15 og 32. Tekjuhlutfallið er um 4 hér heima skv. upplýsingum Þjóðhagsstofnunar. Það er þjóðsaga, að mikill hagvöxtur út- heimti ójafna skiptingu auðs og tekna. Þvert á móti benda nýjar rannsóknir Alþjóðabanka- manna og ýmissa háskólamanna til þess, að hæfilegur jöfnuður í tekju- og eignaskipt- ingu, þ.m.t. eignarhald á landi og aðgangur að auðlindum, örvi hagvöxt og ójöfnuður slævi hagvöxt. Reynsla Taílands og annarra landa í Austur-Asíu er angi á þessum meiði. Brasilía er aftur á móti skýrt dæmi um land, þar sem ofboðslegur ójöfnuður hefur vakið úlfúð og átök á milli ólíkra þjóðfélagshópa og dregið þrótt úr efnahagslífinu með því móti meðal annars. Þetta er samt ekki allt. Myndarlegur hagvöxtur hneigist að öðru jöfnu til að jafna lífskjör fólks, þegar frá líð- ur, einmitt vegna þess að góð efni gera þjóð- um kleift að hjálpa þeim, sem höllum fæti standa. Hagvöxtur og jöfnuður hjálpast að. IV. Atvinnugncegó Friðsamlegt ástand á taílenzkum vinnu- markaði ber vitni um þokkalega sátt um tekjuskiptinguna í landinu. Atvinnuleysi er minna en víðast hvar annars staðar í veröld- inni, eða 2% af mannafla, svipað og í Hong Kong. í fyrra, 1995, töpuðust 80.000 vinnu- dagar vegna vinnudeilna í Taílandi. Það jafn- gildir u.þ.b. eins dags vinnutapi á hverja 100.000 vinnudaga. Það er lágt hlutfall á alheimsvísu. Til samanburðar hafa tapazt yfir 80.000 vinnudagar á ári hér heima að jafnaði vegna vinnustöðvunar sl. 20 ár, þótt mannaflinn hér heima sé innan við ‘/z% af mannafla Taílands. Taílenzkar konur vinna flestar utan heimilis. Þær eru um 44% mann- aflans í Taílandi á móti 43% hér heima til samanburðar. Taílendingum hefur tekizt að fóstra mik- inn hagvöxt ásamt litlu sem engu atvinnu- leysi og lítilli verðbólgu. Frjálslegt og sveigj- anlegt fyrirkomulag á vinnumarkaði á mik- inn þátt í þessu. Taílenzkur vinnumarkaður er fijáls í aðalatriðum. Laun ráðast að mestu leyti af framboði og eftirspurn. Vel rekin, arðbær fyrirtæki geta greitt starfsfólki sínu góð laun án íhlutunar stjórnvalda eða verk- lýðsfélaga í gegnum miðstýrða kjarasamn- inga. Af þessu hlýzt meiri laurramunur en ella, en þó ekki meiri en í Bandaríkjunum og Bretlandi, svo sem samanburðartölurnar að ofan bera með sér. Flestar aðrar Austur-Asíuþjóðir búa einnig að vinnufrelsi. Þar líta menn svo á, að kostir markaðsbúskapar nýtist ekki síður á vinnu- markaði en á öðrum mörkuðum. Þegar mið- stýring launa og meðfýlgjandi atvinnuleysi í Evrópu eru borin saman við markaðsákvörð- un launa og meðfylgjandi atvinnugnægð í Austur-Asíu, er erfitt að veijast þeirri álykt- un, að þarna hafi Asíuþjóðirnar farið skyn- samlegri leið en flestar Evrópuþjóðir. V. Skuldir Taílendingar hafa fjármagnað hagvaxtar- undrið með innlendum sparnaði fyrst og fremst, en einnig með erlendri þátttöku í atvinnulífinu auk erlends lánsfjár. Þeir hafa safnað miklum skuldum erlendis. Erlendar skuldir þeirra nema nú tæpum helmingi af landsframleiðslu borið saman við um 55% hér heima. Taílendingar greiða nú um 11% af útflutningstekjum sínum í vexti og afborg- anir af erlendum skuldum, á meðan við greið- um næstum 30% af útflutningstekjum okkar í sama skyni. Greiðslubyrði Taílendinga er aðeins röskur þriðjungur af greiðslubyrði okkar íslendinga vegna þess, að þeir gættu þess vel að nýta erlent lánsfé til uppbygging- ar í iðnaði og þjónustu til útflutnings. Það höfum við vanrækt. Við höfum tekið lán á lán ofan, en útflutningur okkar hefur eigi að síður staðið í stað miðað við landsfram- leiðslu sl. hálfa öld. Þetta er að minni hyggju ein alvarlegasta veilan í efnahagsþróun Is- lands á lýðveldistímanum. Meiri viðskiptum við útlönd hefði fylgt meiri samkeppni, meira aðhald, meiri agi og meiri og betri fjárfesting - eins og í Taílandi. Við þetta bætist það, að erlendar skuldir Taílendinga eru einkaskuldir að mestu leyti, eða að þrem fjórðu. Erlendar skuldir okkar íslendinga eru á hinn bóginn opinberar skuld- ir að mestu leyti, eða að þrem ijórðu (og ríf- lega það, ef ríkisábyrgðir eru teknar með í reikninginn). Skuldabyrðin í Taílandi hvílir því fyrst og fremst á þeim, sem hafa safnað skuld- unum á eigin ábyrgð án þess að taka gísl, en skuldabyrði okkar íslendinga hvílir hins vegar að mestu leyti á skattgreiðendum - einnig á þeim, sem hafa varað við skuldasöfn- uninni árum saman og beðizt undan henni. VI. Atvinnuskipling Gagnger umskipti taílenzks þjóðfélags hafa haft miklar breytingar í för með sér, ekki aðeins lífskjarabyltingu, heldur einnig breytta atvinnuhætti. Fyrir fáeinum áratugum var landbúnaður, einkum hrísgijónarækt, helzta viðurværi nær allra Taílendinga. Nú er skerfur landbúnaðar til þjóðarbúsins kominn niður í 10%, þótt næstum tveir þriðju hlutar þjóðarinnar loði enn við landbúnað. Landbúnaðarframleiðsla hefur eigi að síður haldið áfram að aukast, en iðnaður og þjónusta hafa á hinn bóginn aukizt miklu örar, svo að nú nernur iðnvarn- ingur 40% af landsframleiðslu og þjónusta 50%. Framleiðni vinnuafls í iðnaði og þjón- ustu er margfalt meiri en í landbúnaði, eins og sjá má af því, að aðeins 14% landsmanna vinna við iðnað og 22% við þjónustu. Atvinnu- vegaskiptingin nálgast nú óðfluga þá skipt- ingu, sem tíðkast í Evrópu og Ameríku, en atvinnuskiptingin breytist hægar þrátt fyrir stríðan straum fólks úr sveitum landsins til Bangkok og annarra borga. Fyrir fáeinum áratugum fluttu Taílendingar lítið út annað en hrísgijón og aðrar búsafurðir. Nú er öldin önnur. Nú flytja þeir út vöm og þjónustu af nánast öllu tagi. Fjölbreytnin í útflutningi þeirra er nú svipuð og í mörgum Evrópulönd- um og mun meiri en t.d. í Noregi og Finn- landi, þar sem olía og timbur vega þungt í útflutningi, að ekki sé talað um Island, þar sem meira en helmingur útflutningsins er fiskifang. Þannig eru Taílendingar í rauninni þegar búnir að skipa sér í flokk iðnríkja. Reynsla Taílendinga sýnir, hvernig nýir at- vinnuvegir geta vaxið úr grasi við hlið eldri atvinnuhátta án þess að ryðja þeim úr vegi. Einmitt þannig hefur Taílendingum tekizt að byggja upp fjölskrúðugt atvinnulíf í skjóli hyggilegrar hagstjórnar. VII. Framtidin Það er óneitanlega undarleg tilfinning að hafa komið ungur maður til bláfátæks fólks, sem bjó við kröppustu kjör; koma svo aftur þangað á miðjum aldri og sjá með eigin aug- um þær feiknalegu framfarir, sem þarna hafa átt sér stað; og sjá þá í hendi sér, að þetta fólk mun að miklum líkindum búa við betri kjör en við íslendingar um það leyti sem kynslóð mín kemst á efri ár. Taíland er ekkert einsdæmi. Fólkið, sem byggir Hong Kong og Singapúr, er nú þegar búið að skjóta okkur íslendingum ref fyrir rass - og mörgum öðrum hátekjuþjóðum. Tökum eitt dæmi enn. Um miðja þessa öld var Suður-Kórea fátækari en Bangladess, sem hét þá Austur-Pakistan. Nú er tekjumun- urinn á þessum tveim löndum áttfaldur á kaupmáttarkvarða - þrátt fyrir sæmilegan hagvöxt í Bangladess. Ef hagvöxtur sl. ára- tugar helzt óbreyttur í Kóreu og hér á landi í nokkur ár enn, kemst Kórea upp fyrir ís- land á lífskjaralistanum eftir átta ár. Lönd og þjóðir eru á fleygiferð upp og niður listann. Taílendingar hafa á skömmum tíma náð aðdáunarverðum árangri af eigin rammleik pg heilbrigðu hyggjuviti. Sjálfír berum við Islendingar með sama hætti einir ábyrgð á því, hversu kjörum okkar hefur hrakað síð- ustu ár miðað við margar aðrar þjóðir fjær og nær. Þetta er þung ábyrgð, því almenn fátækt og afturför eru mannamein. Fátækt leggja menn oftast hveijir á aðra. Fijáls þjóð, sem teflir hag sínum í voða vitandi vits, hefur í raun og veru enga hald- bæra afsökun. Hún verður að taka sér tak. Höfundur er prófessor. LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. NÓVEMBER 1996 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.