Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 3
LESBÖK MORCOVBLAÐSINS - MI WIM./l lSTIIt 46. tölublað - 71. árgangur EFNI Málarinn Bandalag íslenskra listamanna segir vanta fram- sækna menntastefnu. Bandalagið hélt að- alfund sinn nýlega í Viðey og Þröstur Helgason ræddi við Hjálmar H. Ragnars- son, forseta bandalagsins, sem segir: „Eina menningarstefnan sem ríkir á Is- landi „er að hér skuli áfram vera íslensk þjóðmenning og töluð íslensk tunga. Að öðru leyti er íslensk menningarstefna ekki til“. Taíland er eitt af sex ævintýralöndum austursins þar sem hagvöxturinn blómstrar hvað mest. Þorvaldur Gylfason prófessor var þar á ferðinni fyrir 18 árum og aftur nú á þessu ári og lýsir hann þeirri ótrúlegu breytingu eða byltingu sem þar hefur átt sér stað og ber þá þróun saman við efna- hagsþróun og stefnu okkar Islendinga. Thomsen „fyllti sannarlega flokk íhugunarverðustu stórskálda þjóðar- innar“, segir Hannes Pétursson skáld í grein sem hann nefnir „Lítið eitt um Grím“ og er birt í tilefni 100. ártíðar Gríms. Jafnframt hefur Lesbók val- ið til birtingar sjö ljóð eftir Grím. Ungverjar fagna um þessar mundir 1100 ára byggð í landi sínu. Gunr.steinn Ólafsson fjallar um tónlist ungversku tónskáldanna Béla Bartok og Franz Liszt og tengslin milli þeirra. Þeir eru þó sjaldan nefndir í sama vetfangi nema sökum sameiginlegs þjóð- ernis. Þeir voru báðir ungverskir að upp- runa en lifðu hvor á sinni öldinni: Liszt var síðrómantískt tónskáld en Bartók var eitt áhrifamesta tónskáld þessarar aldar heitir kvikmynd, sem Erlendur Sveinsson og Sigurður Sverrir Pálsson vinna nú að. Sveinn Björnsson fer með hlutverk málar- ans í myndinni sem segir af litum, sköpun- arvinnu, stílbreytingu, dauða og upprisu. I vikunni voru þeir Krísuvík og þá voru mei upp atriði, þar sem málarinn fylgdi upp- risu sinni eftir með altaristöflu í Krísuvík- urkirkju. Og Krísuvíkurmadonnan var ekki langt undan. Grímur Forsíðumyndina tók Árni Sæberg af Sveini Björnssyni í hlutverki mólarans í kvikmyndinni Mólarinn. GRÍMUR THOMSEN ENDURMINNINGIN Endurminningin merlar æ í mána silfri hvað, sem var, yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar, gieðina jafnar, sefar sorg; svipþyi'ping sækir þing í sinnis hijóðri borg. Lágt þó þeir hafi, heyri eg allt, sem hvísla þeir í eyra mér; segja þeir: „Verða svipur skalt þú sjálfur líkt og vér; kvöidroði lífsins kenni þér, að kemur skjótt en svala nótt og svefn í skauti ber. “ í æsku fram á lífsins leið vér lítum, en ei annað neitt, vonandi að breiða gatan greið grænum sé blómum skreytt; En — aftur horfir ellin grá. Sólar lag liðinn dag laugar í gulli þá. Grimur Thomsen fæddist ó Bessastöðum 1820 og dó ó sama stað 1896. 100. órtiðar skóldsins er minnst með Ijóðinu hér, en einnig ó bls 5, svo og grein Hannesar Péturssonar. Grimur dvaldist lengi i Danmörku og viðar í Evrópu, bæði við nóm og störf í utanríkisþjónustu Dana. Fyrrum þótti hann strembið skóld, en ó síðari tímum hefur mönnum orðið betur Ijóst hversu gott skóld hann var. ÞEGAR ALÞJÓÐ EINUM SPÁIR RABB FLESTIR munu líkast til kannast við kvæðið Jón hrak eftir snill- inginn Stephan G. Stephans- son, um manninn sém fæddist í allra óþökk og naut aðbúðar í samræmi við það og lifði síð- an ævi sína í allra óþökk. Þar segir á einum stað: Þegar alþjóð einum spáir óláns, rætist það. - Ei tjáir snilli mikil manns né sómi móti fólksins hleypidómi. Og þetta eru orð að sönnu; sé nógu lengi litið niður á fólk og það srnáð á alla vegu, er hætt við að hleypidómarnir rætist, fólk taki að trúa viðmótinu sem það mætir og hagi sér í samræmi við það. í Hamskiptun- um eftir Albert Camus lesum við um Greg- or Samsa sem varð fyrir því óláni að breyt- ast í bjöllu, fjölskyldu sinni til ærinnar hrell- ingar. Höfundur lætur að því liggja að hefðu hans nánustu reynt að snúa honum til manns að nýju með hlýju viðmóti hefði það tekist - en viti menn; allir taka að umgang- ast Gregor Samsa sem dýr en ekki mann. Hann getur því aldrei snúið til manna að nýju heldur festist í gervi dýrsins, verður sídýrslegri og deyr að lokum. Saga Gregors er andhverfan við ævintýr- in um froskinn sem prinsessan kyssti svo að hann breyttist í fagran prins. Og þannig er það í lífinu. Sá sem nýtur stuðnings og styrks umhverfisins launar það með því að verða það sem bjartastar vonir eru bundnar við. Þeir, sem unnið hafa með ungu fólki um langt skeið, vita gerst að það er merki- legt fólk, raunar stórmerkilegt fólk. Dæmin sanna hins vegar að það er síður en svo á allra vitorði. Hitt er allt of algengt að það viðhorf komi fram að ungt fólki sé vart í húsum hæft vegna þeirra annmarka sem eru á hegðun þess og framkomu. Flestir muna stóryrðin sem ýmsir létu falla um unga fólkið vegna óheillaatburða sem urðu á Akureyri um verslunarmanna- helgina síðastliðið sumar. Ég bið það sama fólk, sem hæst lét þá, að ímynda sér að í stað unga fólksins hefðu safnast saman þúsundir manna, t.d. á fimmtugsaldri. Skyldi ástandið hafa orðið skárra? Nei, áreiðanlega ekki. Stór hluti þeirra væri væntanlega enn á tjaldstæðinu að skemmta sér og öðrum. Meginvandi ungs fóks er ekki það sjálft heldur sú mynd unga fólksins sem situr blýföst í ótrúlega mörgum fullorðnum og ákaflega erfitt reynist að breyta. Sannleik- urinn er sá að vanþekking stórs hóps full- orðins fólks er slík að það lítur á unglinga og ungt fólk sem eins konar gallaða vöru - og sýnir því landins erfingjum viðmót í samræmi við það. Hví skyldi það því ekki uppskera sém til var sáð? Dæmin eru mýmörg. Ég minni á það viðhorf til ungs fólks sem birtist gjarna í auglýsingum þeirra sem hyggjast gera vör- ur sínar eftirsóknarverðar í hugum unga fólksins. Ekki er annað að sjá en talsverður fjöldi þess fólks telji ungliðana stórkostlega gallað fólk nema að því leyti að það geti hugsanlega fest kaup á ákveðnum vörum. Fæstir hafa víst komist hjá því að sjá íburðarmiklar auglýsingar frá a.m.k. tveimur bifreiðaumboðum sem undanfarnar vikur hafa gyllt vöru sína fyrir ungu fólki. í þeim auglýsingum er bifreiðin ekki lengur bifreið heldur sérstakur vinur og elskhugi. Á það er lögð rík áhersla að bifreiðin hafi það fram yfír vináttu og ástarsamband að henni megi treysta. Þessar auglýsingar kunna að hitta í mark en mér þykja þær sérdeilis óviðfelldn- ar og raunar andstyggilegar. Ljóst er af öllu yfirbragði auglýsinganna að þær eru ætlaðar mjög ungu ökufólki, líkast til því sem nú festir fyrsta sinni kaup á bifreið. Þessar auglýsingar eru til marks um það viðhorf að ungt fólk dýrki hluti umfram fólk; miðað við að bifreið sé vinur, unnusti eða unnusta og maki lítils virði. En bíll verður aldrei meira en bíll. Hann getur aldr- ei komið í stað neins annars, allra síst þeirra verðmæta sem vinátta og ást eru. (Ég vil þó ekki draga úr gildi því sem aftursæti bifreiða hafa lengi haft fyrir alla elskendur - en það er hins vegar allt önnur saga.) Ég bendi líka á alveg stórfurðulega aug- lýsingu frá Happdrætti Háskóla íslands, stofnunar sem menn hafa lengi tekið ofan fyrir og kallað æðstu menntastofnun þjóð- arinnar. Sú auglýsing er satt að segja í litlu samræmi við það háleita markmið sem háskóli hlýtur að setja sér. Annað ömurlegt viðhorf, sem tengist ungu fólki, er að fyrir því sé gott íslenskt mál heldur lítils virði og óspennandi með öllu miðað við enska tungu. Þetta sannar orðfæri margra auglýs- enda og orðræður fólks sem starfar á ýms- um ónefndum fjölmiðlum sem eru vjst hugs- aðir til afþreyingar fyrir ungt fólk. Omerki- legt blaður á herfilega óvönduðu og ensku- skotnu niáli leiðir ótvírætt í ljós það við- horf að unga fólkið eigi ekkert betra skilið. Þegar allt kemur til alls er ljóst að allt of oft er talað niður til ungs fólks og í því er fólgin geysileg óvirðing. Þegar svo geng- ur lengi er náttúrlega stórhætta á að unga fólkið fari að trúa því seni fyrir því er haft, „taki sönsum" og verði það sem til er ætl- ast af því. Að undanförnu hefurverið mjög áberandi að ungt fólk hefur skrifað í dag- blöðin og þótt hlutur sinn mjög fyrir borð borinn. Það hefur bent á ýmislegt sem bet- ur mætti fara í aðbúnaði ungs fólks, t.d. í menntmálum. Því hefur enn lítt verið sinnt. Skyldi skýringarinnar vera að leita í því dæmalausa viðhorfi að lítt sé mark takandi á ungu fólki; það hugsi hvoit sem er ekki um annað en skemmtanir og dauða hluti - og kunni m.a.s. ekki neitt í íslensku? Nógu lengi hefur slíku a.m.k. verið haldið fram. ÞÓRÐUR HELGASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. NÓVEMBER 1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.