Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1996, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1996, Síða 2
Búið að ráða í hlutverk í kátu ekkjunni ÍSLENSKA óperan hefur gengið frá ráðningum í hlutverk í stærsta viðfangsefni vetrarins, Kátu ekkjuna eftir Franz Lehár, sem frum- sýnd verður í febrúar. Hefur óperetta þessi um langt árabil verið eitt vinsælasta verk sinnar tegundar í heiminum en íslenska óperan tekur hana nú í fyrsta sinn upp á sína arma. Titilhlutverkið, káta ekkjan eða Anna Glawari, verður í höndum Signýjar Sæmundsdóttur. Sigurður Björnsson mun syngja Mirko Zeta, barón, Marta G. Halldórsdóttir Valencienne, konu hans, og Garðar Cortes verður Danilo, greifi. Hlutverk Camille de Rosillion kemur í hlut Þorgeirs J. Andréssonar, Jón Þorsteinsson syngur Cascada og Stefán H. Stefánsson St. Brioche. „Gömlu brýnin“ Guð- mundur Jónsson, Magnús Jónsson og Kristinn Hallsson fara jafn- framt með hlutverk í óperettunni, auk Árna Tryggvasonar og Sieg- linde Kahmann. Leikstjóri verður Andrés Sigurvinsson og hljómsveitarstjóri Páll P. Pálsson en leikmynd gerir Stígur Steinþórsson. Búningar verða sóttir í smiðju til Huldu Kristínar Magnúsdóttur, lýsingu annast Björn B. Guðnason og danshöfundurinn Ástrós Gunnarsdóttir leggur jafn- framt hönd á plóginn. Þorsteinn Gylfason þýðir söngva en Flosi Ólafs- son snýr tali yfir á íslensku. Sigurður Björnsson Guðmundur Jónsson Signý Sæmundsdóttir Garðar Cortes Kristinn Hallsson Magnús Jónsson Kuml og haugfé í nýrri útgáfu RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að verja 2,5 millj. kr. til að styrkja undirbúningsstarf og rannsóknir vegna endurútgáfu ritsins Kuml og haugfé doktorsritgerðar Kristjáns Eld- járns fyrrverandi forseta Islands í tilefni af því að áttatíu ár voru í gær liðin frá fæðingu hans. Vonir standa til að ný útgáfa ritsins líti dagsins ljós árið 1999. í tilkynningu ríkisstjórnarinnar segir, að fyrri út- gáfa ritsins hafi komið út árið 1956. Meginþáttur verksins er kumla- tal, heildarskrá allra heiðinna greftrunarstaða (246) sem þekktir voru það ár, með lýsingum á legu þeirra, gerð og greiningu á forngripum sem í þeim hafa fundist. Auk haugfjár er í ritinu fjallað um silfursjóði og lausafundi frá vík- ingaöld. Bókin gefur því heildaryfirlit yfir alla forngripi frá þessu tímaskeiði að frátöld- um þeim gripum sem fundist hafa við rann- sóknir á fornbæjum. Þar eð ritið var ætlað jafnt fræðimönnum sem almenningi, er auk kumlatals gefið yfirlit um vitnisburð forn- leifafræðinnar um fund íslands og upphaf byggðar sem og um norræna stílþróun á sögugjöld. Áhugi almennings á þessu verki var mjög mikill. Frá því er Kuml og haugfé kom út hefur eitt kuml fundist á ári að meðaltali. Um hluta af þessum 40 kumlum hafa verið gerðar stak- ar skýrslur og skrifaði Kristján um helming nýfundinna kumla. Þar eð sú vinna sem ligg- ur í verkum Kristjáns um þetta efni er svo viðamikil, gefst öðrum fræðimönnum ekki mikið svigrúm til að gera hliðstætt verk. Þykir því ákjósanlegt að gefa út á ný ritverk Kristjáns með viðbótum og endurskoðun á efni þess í ljósi nýrra funda og viðhorfa. í nýrri útgáfu Kuml og haugfjár verður meginþáttur verksins, kumlatal, með sama fyrirkomulagi og Kristján viðhafði við fyrstu útgáfu. Við skrána verður bætt sams konar samantektum um kuml sem fundist hafa eft- ir árið 1956. Nýir fundir kunna að raska lítil- lega þeim ályktunum sem dregnar voru af því efni sem tiltækt var á sínum tíma. Því mun þurfa að endurskoða umfjöllun Kristjáns og fella túlkun hans að þeim fræðilegu við- horfum sem nú eru ríkjandi. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda og uppdrátta. Verður allt myndefnið unnið á ný, kort og uppdrættir bætt svo sem kostur er. Kristján Eldjarn Morgon4»li Rithöfundar á ferð og flugi Vopnafirði. Morgunblaðið. RITHÖFUNDAR eru nú á ferð og flugi að kynna landsmönnum bækur sínar. Að venju hefur bókmenntahátíðin Einstök bók verið haldin í Félagsheimilinu Mikla- garði á Vopnafirði. Að þessu sinni lásu þar eftirtaldir höfundar úr verkum sínum; Andri Snær Magnason úr Engar smá sög- ur, Einar Kárason úr Þættir af einkenni- legum mönnum, Elin Pálmadóttir úr Með fortíðina í farteskinu, Gerður Kristný úr Regnbojga í póstinum, Vigdís Grímsdóttir úr Z - Astarsögu og Þórarinn Eldjárn úr Brotahöfði. Auk þeirra las Harpa Hólmgrímsdóttir úr bókinni Þjóðsögur Jóns Múla Árnasonar. Sönghópurinn VSOP flutti nokkur lög. Fjölmenni var á hátíðinni og var gerður góður rómur að lestri rithöfundanna sem á myndinni eru í Félagsheimilinu Miklagarði á Vopna- firði. Tveggja ára samningur við Volksoper í Vín BJARNI THOR Kristinsson bassasöngvari hefur skrifað undir tveggja ára samning við Volksoper í Vínarborg. Bjarni hafði gert óformiegan samning við óperuna í Bonn fyrr í haust eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu og átti aðeins eftir að skrifa undir; „en síðan bauðst mér betri samningur við Volk- soper í Vín sem er líka betra hús“, sagði Bjarni í samtali við Morgunblaðið, „þetta er mjög stórt hús, má segja að það sé á heimsmælikvarða og tekur 1500 gesti. Það er sýnt í þessu húsi á hveijum degi fyrir utan tvo mánuði á sumrin en samn- ingur minn tekur gildi haustið 1997. Ég mun þó syngja sem gestasöngvari í húsinu í maí á næsta ári.“ Volksoper er annað tveggja óperuhúsa í Vín og heitir hitt Staatsoper, eða Ríkisóper- an, en það tekur meira en 2000 gesti. Bæði húsin eru ríkisrekin og segir Bjarni að hann muni einnig syngja í Ríkisóper- unni. „Ég hef ekki enn fengið að sjá endanlegan hlutverka- lista en ég er ráðinn til Volkso- per í aðalhlutverk. Ef mér geng- ur vel í þessu húsi þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af fram- tíðinni.“ Bjarni er nýútskrifaður úr söngnámi í Vín og því segir hann það hafa komið sér meira á óvart en ella að hafa þegar fengið svo góðan samning hjá þessu húsi. Aðspurður hveiju hann eigi þetta að þakka sagði hann að sér hefði gengið vel í náminu og að húsin í borginni fylgist vel með ungu fólki í henni. „Ég var líka heppinn með kennara, bæði heima og hér úti. Þetta er auðvitað líka spurning um að vera á réttum stað á réttum tíma; það vantar söngvara á mínu raddsviði einmitt núna. Þetta er því kannski fyrst og fremst heppni. Og auðvit- að var það líka heppni að ég skyldi ekki vera búinn að skrifa undir í Bonn þegar mér var boðið að syngja fyrir hér í Vín.“ BJARIMI THOR Kristinsson MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Sýn. á aðföngum safnsins sl. 5 ár. Sýn. á verk- um Kjarvals til 22. desember. Listasafn Islands „yósbrigði". Úr safni Ásgríms Jónss. til 8. des., „A vængjum vinnunnar" til 19. jan. Gallerí List — Skipholt 50b Guðrún Indriðad. sýnir út mán. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti Ósk Vilhjálmsd. sýnir til 5. jan. Hafnarborg - Strandg. 34. Ilf. Jón Óskar og Eggert Magnúss. sýna til 9. des. Listasafn Kóp. - Hamraborg 4 Afmælissýn. Ljósmyndaraf. Ísl./Guðbjörg Pálsd./Alistair Maclntyre/til 15. des. Listhús 39 - Strandgötu 39 Hf. Samsýningin „Dýr-Gripir“ til 24. des. Gallerí Fold - Laugavegi 118 Samsýning 48 listamanna til 8. des. Ófeigur - Skólavörðustíg 5 Frank Reitenspiess sýnir til 23. des. Gallcrí Hornið - Hafnarstræti 15 Elínrós Eyjólfsd. sýnir til 11. des. Mokka - Skólavörðustíg Ari Alexander Ergis sýnir til 6. jan. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Finnur Amar, Ingileif Thorlacius og Guðrún Hall- dóra Sigurðard. sýna til 8. des. Undir pari - Smiðjustíg 3 Sólveig Þorbergsd. sýnir til 14. des. Gallerí Smíðar & skart - Skólavörðustíg Englaveisla, samsýning til 20. des. Sólon Íslandus - við Bankastræti Guðmunda Andrésd. sýnir til 8. des. Gallerí Sævars Karls - Bankastræti 9 Harpa Kristjánsd. sýnir til 12. des. Önnur hæð - Laugavegi 37 Lawrence Weiner sýnir til áramóta. Gallerí Stöðlakot - Bókhlöðustig 6 Verk eftir Gunnlaug Scheving til 8. des. Listþjónustan - Hverfisgötu 105 Gunnar Örn sýnir til 23. des. Sjónarhóll - Hverfisgötu Guðrún Kristjánsdóttir sýnir til 15. des. Gerðuberg - Gerðubergi 3-5 Sjónþing Guðrúnar Kristjánsd. til 15. des. Galierí Listakot - Laugavegi 70 13 listakonur sýna verk sin. Galleríkeðjan - Sýnirými Sýn. I des.: f sýniboxi: Lýður Siguiðsson. í barmi: Vilhjálmur Vilhjálmsson. Berandi: Gera Lyn Stytz- el. Hlust: 5514348: Haraldur Jónsson. Laugardagur 7. desember Aðventutónl. Kvennak. Reykjav. í Hallgríms- kirkju kl. 17. Björn Steinar Sólbergsson org- anisti í Akureyrarkirkju kl. 12. Jótatónl. söngsm. I Fríkirkjunni kl. 16. Jólatónl. Tónlistai-sk. í Grafarv. í Grafarvogskirkju kl. 10, 11 og 14. Tónl. forskólad. Tónlistarsk. Sigursveins D. í Langholtskirkju kl. 14. Sunnudagur 8. desember Aðventukvöld Kórs Hjallakirkju í Hjallakirkju kl. 20.30. Aðventusamk. Kórs Atthagaf. Strand- am. í Bústaðakirkju kl. 16.30. Nína Margrét Grímsd. heidur kynn. á geisladisk sínum í Gerðu- bergi kl. 15. Aðventutónl. Kvennak. Reykjav. í Hallgrímskirkju kl. 17. Tónl. Suzukid. Tónlist- arsk. Sigursveins D. í Langholtskirkju kl. 14 I Fella- og Hólakirkju. Aðventutónl. Söngsv. Fíl- harmóníu í Grensáskirkju kl. 20.30. Mánudagur 9. desember Aðventutónl. Söngsv. Fílharmóníu í tírensás- kirkju kl. 20.30. Þriðjudagur 10. dosember Kór Óldutúnssk. heldur aðventu- og minningar- tónl. í Víðistaðakirkju kl. 20. Aðventutónl. I Bessastaðakirkju kl. 20.30. Söngkvartettinn Rúdolf í Listas. Kóp. kl. 20.30. Miðvikudagur 11. desember Aðventutónl. Söngsv. Fílharmóníu í Grensás- kirkju kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Kennarar óskast sun. 8. des. Nanna systir lau. 7. des. I hvítu myrkri lau. 7. des. Kardimommu- bærinn sun. 8. des. Leitt hún skyldi vera skækja sun. 8. des. Borgarleikhúsið Largo desolato fös. 6. des. BarPar á Leynibarnum lau. 7. des. Stone Free lau. 7. des. Svanurinn sun. 8. des. Trúðaskólinn sun. 8. des. Loflkastalinn Áfram Latibær sun. 8. des. Á sama tima að ári sun. 8. des. Sirkus Skara Skrípó fös. 13. des. Deleríum Búbónis fim. 12. des. Dálvaldurinn Terry Rance lau. 7. des., sun. íslenska óperan Master Class sun. 8. des. Jólatónleikar lau. 7. des. Hermóður og Háðvör Birtingur iau. 7. des. Kaffileikhúsið Hinar kýrnar 7. des. 101 Reykjavík fös. 13. des. Leikfélag Akureyrar Dýrin í Hálsaskógi lau. 7. des., sun. Skcmmtihúsið Ormstunga lau. 7. des. Hátún 12 Gullna hliðið sun. 8. des. kl. 15 og 20.30. Höfðaborgin Rúi og Stúi lau. 6. des., sun. Gefin fyrir drama þessi dama lau. 7. des., fim. Kópavogsleikhúsið Gullna hliðið í félagsh. Kóp. sun. 8. des. Furðuleikhúsið Jólin hennar ömmu sun. 8. des., lau. Gerðuberg 10 fingur sýnir „Jólaleik11 kl. 14. á sun. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. DESEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.