Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1996, Qupperneq 4
1
Viðhorftil Sama í íslenskum fornritum
SAMÍSKUR
UPPRUNIÍS-
LENDINGA
EFTIR HERMANN PÁLSSON
Samakonungi sem réð þá yfir Finnmörku. Möttull var mjög fjölkunnugur og bauð Þóri
að dvelja hjá sér um veturinn og nema fjöíkynngi.
Ieinum kaflanum sem varðveittur er í
Flateyjarbók úr Ólafs sögu helga eft-
ir Styrmi fróða er merkileg frásögn
af Þóri hund í Bjarkey (nú Bjarkey)
norðarlega á Hálogalandi. Þórir var
höfðingi mikill, og skal þess minnst
að sonur hans gekk að eiga Auði
Snorradóttur goða, sem áður var eig-
inkona Víga-Barða og húsfreyja á Ásbjamar-
nesi í Vesturhópi. Þórir hundur lenti á önd-
verðum meiði við Ólaf helga, og leitaði hjálp-
ar af Möttli Samakonungi sem réð þá yfir
Finnmörku.
Möttull var heiðinn blótmaður og mjög fjöl-
kunnugur. Hann bauð Þóri að dveljast með
sér um veturinn 1029-30 og þeim tólf saman
til að nema fjölkynngi, og er það stærsti
hópur norskra galdranema á 'Finnmörku sem
um getur í fornum heimildum. Um vorið gef-
ur Samakonungur Þóri tólf hreinbjálfa
(= hreindýraskinn) svo magnaða að þá bitu
engin járn. Þessa hreinbjálfa höfðu þeir í orr-
ustunni á Stiklarstöðum. og töldu sumir að
Þórir hefði orðið Ólafi konungi að bana, enda
naut Þórir samískrar fjölkynngi sinnar.
Þeirri hugmynd að gott sé að nema fjöl-
kynngi að Sömum bregður víðar fyrir í forn-
um sögum. Um Ögmund Eyþjófsbana segir
í Örvar-Odds sögu að hann væri sendur á
Finnmörk þriggja vetra gamall, og nam hann
þar allskyns galdra og gerninga, og þá er
hann var í því fullnuma, fór hann heim til
Bjarmalands. og var þá sjö vetra gamall.
Samískri fjölkynngi hefur löngum verið við
brugðið, og er því ekki undarlegt að Háleyg-
ir fengu Sami til að leysa ýmiss konar vanda
með göldrum og guldu þá rífleg laun fyrir
gerðan greiða. Eg mun brátt minnast á þá
Sami sem fengu loftanda til að byija Eyvind
kinnrifu. í Ólafs sögu Odds munks er einnig
getið um samískan spámann, sem réð kon-
ungi heilræði og var læknir góður, enda fóru
fjölkynngi og læknislist oft saman að fomu.
Fyrsti hluti Vatnsdælu gerist norður á Há-
iogalandi, og í þeirri sögu er getið um sa-
míska völu sem var geysimikil spákona,
framdi seið og sagði mönnum hvernig ævi
þeirra myndi snúast.
Hún spáir því fyrir Ingimundi gamla, sem
þá var enn ungur að árum, að hann muni
setjast að á íslandi. Á nokkmm öðrum stöðum
í fomsögum er getið um slíkar spákonur eða
völur, en þetta er eina samíska spákonan sem
um ræðir. í Vatnsdælu er spákonan nafnlaus
en í ágripi Sturlu Þórðarsonar í Landnámu
heitir hún Heiður, rétt eins og völvan í Völu-
spá, fóstra Haralds hárfagra í Hauks þætti
hábrókar, og völur í Hrólfs sögu kraka og
Örvar-Odds sögu. Heitið Heiður merkti
„bjarta konu“ og sama máli gegnir um ýmsar
aðrar samískar galdrakonur, svo sem Snæ-
fríði þá sem ærði Harald hárfagra. Völvan í
Vatnsdælu segir Ingimundi frá þeim ósköpum
að smáhlutur sé horfinn úr fómm hans og
kominn til íslands á þann stað sem hann
muni reisa sér bæ. Nú gerir hann samning
við þijá samíska galdramenn, eða semsveina
eins og þeir em kallaðir, til að fara hamfömm
til íslands í því skyni að sækja gripinn. Þeir
koma auga á hann en geta aldrei náð honum.
í Heimskringlu og Jómsvíkinga sögu er
þess minnst að Haraldur Gormsson sendi fjöl-
kunnugan mann hamfömm til íslands til að
kanna þar allar aðstæður áður hann sigldi
flota sínum þangað til að hefna þess níðs sem
íslendingar höfðu ort um konung. Þjóðernis
hamfara er ekki getið í óbundnu máli, en í
vísu eftir Eyjólf Valgerðarson er talað um
að bíða eftir Gormssyni af köldu þokulandi
Gandvíkur, og ef konungur hefur siglt þang-
að norður, hlýtur hann að hafa fengið Sama
til að takast hamförina á hendur.
Fyrsti rithöfundur íslendinga sem skráði
fróðleik um fjölkynngi Sama, að því er ég
best veit, var Oddur Snorrason munkur í Þing-
eyraklaustri. Hann skrifaði ævi Ólafs
Tryggvasonar á latínu seint á tólftu öld; hún
er nú glötuð í upphaflegri mynd, en henni
var tvívegis snúið á íslensku og em þær gerð-
ir hennar enn til. í Ólafs sögu Odds kemur
fjölkynngi Sama glöggt í Ijós, svo sem í frá-
sögninni af Eyvindi kinnrifu, en hann var
háleygskur höfðingi sem hafnaði allri kristni,
enda þóttist hann hafa æma ástæðu til að
halda tryggð við átrúnað feðra sinna.
Þess er rétt að minnast hér að Háleygir
höfðu langtum meiri skipti við Sami en aðrir
Norðmenn. Oddur munkur lætur Eyvind sjálf-
an skýra svo frá atvikum í Ólafs sögu: „For-
eldrar mínir máttu ekkert bam sitt upp fæða,
áður þau fóm til Finna (þ.e. Sama) gölkunn-
ugra og gáfu mikið fé til að gefa þeim getn-
að með sinni kunnustu." Samamirgerðu þetta
með því skilyrði að sá maður þjónaði Þór og
Óðni til dauðadags.
í annarri frásögn af Eyvindi kinnrifu segir
að Samar kölluðu til höfðingja þeirra er loftin
byggja, fyrir því að jafn fullt er loftið af óhrein-
um öndum sem jörðin. Og sá andi olli því að
Eyvindur var getinn. Sú hugmynd að ýmiss
konar andar byggi ioftið mun vera komin frá
Sömum, og hennar gætir bæði að fomu í sam-
bandi við seið og einnig á síðari öldum.
í Eiríks sögu rauða em slíkir andar kallað-
ir „náttúmr“ að hætti lærðra manna. Þegar
völvan í Völuspá yrkir um sjálfa sig „Ein sat
hún úti“, þá víkur hún að útisetum, en þær
vom framdar í því skyni að komast í tæri við
loftanda. En völunni mun hafa bmgðið í brún
þegar Óðinn sjálfur birtist henni í frægustu
útisetu þessa heims. Rétt eins og ráða má
af Þjóðsögum Jóns Ámasonar og öðram heim-
ildum sem varða annarleg viðhorf í átrúnaði
alþýðu, þá var gerður greinarmunur á sagna-
röndum og loftöndum.
Frásögn Odds munks er ekki eina dæmi
þess að bamlaust fólk beiddi Sama að ráða
bót á slíku bölvi. í einni gerðinni af ævintýr-
inu af Valfinnu völufegri, en það mun vera
af ævafornum stofni, þótt engin heimild sé
um það eldri en frá 16. öld, gátu foreldrar
hennar ekki eignast afkvæmi fyrr en fjöl-
kynngi samískrar konu bjargaði hlutunum
við, og þó vom meinbugir á lausninni, eins
og jafnan vill verða.
Samafræði hófust langtum síðar í Víðidalst-
ungu en á Þingeyrum, en þó átti hið víð-
dælska höfuðból miklu drýgri þátt í að kynna
samíska fjölkynngi en nokkur annar staður
hérlendis. Á síðari hluta íjórtándu aldar bjó
þar Jón Hákonarson sem lét gera tvær miklar
skræður, sem ég hef þegar getið, og er þar
blandað saman efni úr heimi hugarburðar við
veruleikann sjálfan.
Ég hef þegar getið um Odds þátt Ófeigsson-
ar. Vel má vera að sá þáttur hafi verið valinn
í bókina miklu frá Víðidalstungu af þeim sök-
um að Oddur var Húnvetningur, en þó þykir
mér hitt sennilegra að Finnmerkurferð Odds
hafi ráðið hér mestu um, enda er hún og sá
slóði sem hún dró aðalefni þáttarins. Tveir
aðrir þættir af Finnmerkurföram em í Flateyj-
arbók.
Vitad er aö töluverdur
hluti landnámsmanna
kom frá tveimur nyrstu
fylkjum NoregSy Há-
logalandi ogNaumu-
daly og vceri undarlegt
ef enginn af þeim hópi
væri aö einhverju leyti
afætt Sama.
í þætti sínum lendir Oddur Ófeigsson á
öndverðum meiði við Einar nokkurn flugu í
Þjóttu (nú Tjotta) á Hálogalandi, en sá kauði
birtist einnig í Sneglu-Halla þætti, í sam-
bandi við ólöglega verslun við Sama. Þriðji
þátturinn er Helga þáttur Þórissonar og kann
hann að hafa verið frumsaminn í Víðidalst-
ungu, en hann fjallar um ungan bóndason
austan úr Oslóarfírði sem fer í kaupferð til
Finnmerkur að selja Sömum smjör og flesk,
sem löngum þótti gróðaværiieg athöfn. Helgi
var samtímamaður þeirra Ólafs Tryggvasonar
og Þorgeirs Ljósvetningagoða, en af einhverj-
um kynlegum ástæðum, sem enginn hefur
skýrt fyrir mér, þá er er Helga þáttur Þóris-
sonar talinn til fornaldarsagna.
V. Samiskur wppruni Íslendinga1
Nú hef ég tínt fram nokkur atriði úr þéim
fornu frásögnum vorum sem varða Sami, og
þó ærið margt sem enn er ósagt um það efni.
Að lokum langar mig til að fara nokkmm
orðum um samískan uppruna Islendinga, og
skal þó hefja nýtt mál með tveim athugasemd-
um. í fyrsta lagi er ekki rétt að gera ráð
fyrir því að nokkur hreinkynjaður Sami hafi
sest hér að á landnámsöld, enda hef ég þegar
gefíð ástæður til þess í sambandi við orðið
hálf-finnur. í öðru lagi er vitað að töluverður
hópur landnámsmanna kom frá tveim nyrstu
fylkjum Noregs, Hálogalandi og Naumudal,
og væri harla undarlegt ef enginn af þeim
hópi væri að einhverju leyti Samaættar.
Ábendingar um samískan uppruna vorn eru
að vísu helsti rýrar og óöruggar, en þær verða
þó með tvennum hætti: annars vegar er um
að ræða ættfræði, og hins vegar ýmiss konar
vitneskju sem fólgin er í mannlýsingum og
viðurnefnum. Einstakt má það heita að þeir
Magnús Már Lárusson og Jón Hnefill Aðal-
steinson hafa bent á að kvenmannsnafnið
LEIKNÝ muni vera af finnskum eða samísk-
um uppruna, en svo hét samísk frilla Þor-
geirs Ljósvetningagoða og móðir Finna hins
draumspaka; hér eins og raunar víðar bendir
mannsnafnið Finni til Sama. Í Landnámu og
íslendinga sögum eru ættir nokkurra land-
námsmanna raktar til Hrafnistu (nú Ramsta),
sem er heldur lítið eyjartetur úti fyrir
Naumudal. Af forfeðrum okkar á þessari litlu
eyju voru gerðar þijár sögur, að öllum likind-
um á 14. öld, þær Ketils saga hængs, Gríms
saga loðinkinna og Áns saga bogsveigis.
Fyrsti hluti Örvar-Odds sögu, sem mun
vera skráð á 13. öld, er tengdur hinum sögun-
um þrem með því móti að söguhetjan er talin
vera sonur Gríms loðinkinna. Auk þess gerist
nokkur hluti sögunnar framan af í Hrafnistu
og þar fyrir norðan. En erfitt er að koma
Hrafnistu-sögunum hejm og saman við ættar-
tölur Landnámu og íslendinga sagna. Mér
hefur flogið í hug að þetta ósamræmi kunni
að einhveiju leyti að stafa af því að á fjórt-
ándu öld bárust hingað norskar sagnir sem
hermdu öðruvísi frá fólki og atburðum en sá
fróðleikur sem hér hafði gengið í minni og á
skinni allt frá landnámsöld.
Ég hefi þegar minnst þess að amma Skalla-
Gríms muni hafa verið samísk, en ýmsar
ættir eru raktar frá Hallbirni hálftrölli móður-
bróður hans í Hrafnistu til Iandnámsmanna.
Hér skal minnast Áns rauðfeldar sem nam
land í Arnarfirði, Ingimundar gamla í Vatns-
dal, Ketils hængs á Rangárvöllum og Þóris
snepils í Köldukinn fyrir norðan. Kona Hros-
skels landnámsmanns í Hvítársíðu er talin
samísk. Þótt sumar Sömur í fornsögum séu
býsna fagrar þá eru margir Samar taldir ófríð-
ir, og sá ófríðleiki virðist hafa gengið í ættir.
„Það var sundurleitt mjög, því að í þeirri
hafa fæðst þeir menn er fríðastir hafa verið
á íslandi, en fleiri voru Mýramenn manna ljót-
astir" (Egils saga).
Um þá bræður Geirmund og Hámund helj-
arskinn landnámsmenn segir að þeir ættu
norskan föður en bjarmíska móður. Þeir voru
því hálf-Bjarmar, en Bjarmar og Samar töld-
ust skyldir þjóðflokkar. Þeir voru tvíburar
„ákaflega miklir vöxtum og báðir furðulega
ljótir ásýnis. En þó réð því stærstu um ófríð-
leika þeirra á að sjá að engi maður þóttist
hafa séð dekkra skinn en á þessum sveinum
var.“ Ástæðulaust er að rengja skýringuna á
viðurnefni þeirra. Þriðji maðurinn á tíundu
öld sem bar slíkt viðurnefni var Þórólfur helj-
arskinn í Vatnsdælu, og er freistandi að gera
ráð fyrir því að hömndslitur hafí valdið mestu
um viðurnefni hans. Hann var íjölkunnugur
og settist að í Vatnsdal, sem byggður var af
Háleygjanum Ingimundi gamla.
Samískur uppruni landnámsmanna er
stundum gefinn í skyn með viðurnefnum.
Kona Þorsteins svarfaðar úr Naumudal var
dóttir manns sem hét Þráinn svartaþurs, og
þarf þá ekki að sökum að spyija. Einn af
landnámsmönnum á Snæfellsnesi hét Finn-
geir, kom frá Hálogalandi og var sonur Þor-
steins öndurs. Öndur merkti „skíði“, en Sam-
ar skriðu löngum meir á skíðum en aðrar
þjóðir. Þegar tveir bræður í ættartölum bera
heitin Jötun-Björn og Finn-Álfur, þá kann
vera að forliðirnir Jötun- og Finn- lúti báðir
að Sömum, jafnvel þótt Finnálfur sé langtum
kurteisara nafn en Jötunbjörn.
Þórir þursasprengir úr Ömd (nú Andey)
nyrst á Hálogalandi nam Öxnadal; viðurnefn-
ið bendir til fjölkynngi, og sonur hans var
einnig göldróttur. Héðinn og Höskuldur sem
námu larid í Þingeyjarþingi vom synir Þor-
steins þurs. En hvað sem allri ættfræði líður,
þá verður því naumast neitað að við séum
öll komin áf Sömum, jafnvel þótt hið samíska
blóð sé nú orðið ærið þunnt í okkur flestum.
Höfundurinn er fyrrverandi prófessor viö Edin-
borgarhóskóla. Greinarnar eru byggðar ó er-
indi sem hann flutti í Hóskóla íslands hinn 24.
júní 1996.
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. DESEMBER 1996