Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1996, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1996, Síða 5
MATTHIAS JOHANNESSEN VÖTN ÞIN OG VÆNGUR En tíminn sé flöktandi ljósbrot af vængjaðri löngun minni og leiti þar hvíldar sem vatnið er deyjandi iða á grjóti en vorið það beri ilminn af jarðarangan sinni að aftanskini sem leikur við straumþungann uppí móti; að snerting augans við himin sé jörðin í hvítu ljósi og hvíslandi morgunn vaxi að endurskinslausu kveldi en tungl fari mjúkum fingrum þann deyjandi dag að ósi og dauðinn sé snark í glóðum af lúnum kulnandi eldi; að þú sért sólgylltur vængur hljóðlátra vatna minna og vorið sem angaði forðum sé blærinn í hjarta þínu en fölnað laufið það vitji svo aftur vængja sinna og vaxi með ilm af stjörnum til skuggans í bijósti mínu. HJARTA MYRKURSINS Við sem höfum siglt eftir fljóti tímans um stríðshrjáðan huga og gaddavírssárar samvizkur Sigurbogans, við sem syngjum á götum og torgum Með þessu vildi ég aðeins sanna og sýna að sérhvert líf, það heimtar vorkunn þína við sem siglum enn með Kurtz inní hjarta myrkursins og minnumst þess sem Joseph Conrad sagði er tíminn sinar gleymskumjúku hendur eins og spanskgrænt skógarmyrkur lagði á sögu hans og líkn að lokum féll að lágu hvísli dags sem fjarar út og hverfur eins og dreggjarnar af stút og fuglakliður þögn við hinzta hvell, Hann hvíslaði óp að einhverri mynd, einhverri sýn hann æpti tvisvar, en ópið var nánast hvískur - Viðurstyggðin, viðurstyggðin mín(!) við sem leitum guðs í drekans blóði við og barnið svart kviðmikið barn undir vængstórum hrægammi dauðans. ÆÐI Vatnið er hugur minn. Komdu hingað segir hugur minn, Ég er vatnið þitt, Ófelía. 1492 Okkur dreymir óþekkt land í vestri og hugurinn fylgir hafi við segllausan væng senn lifir annað fólk í martröð þessa áleitna draums. Síóasta Ijóóabók Matthíasar, Vötn þín og vængur, kom út ó þessu óri. Ljósmynd/RAX LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. DESEMBER 1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.