Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1996, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1996, Side 10
J ■ KORTLAGNING ÖRÆFAJÖKULS HINN 12. júní fjölgaði leið- angursmönnum er við bættust premierlautinant Buchwaldt, kortagerðar- mennirnir A. Andersen og C. Jensen ásamt ellefu dátum. Ég lét Buchwaldt taka við stjórn kortlagn- ingarinnar í byggð og undir fjöllum jökulsins, til þess að geta snúið mér óskiptum að öðru ætiunarverki mínu, en það var að kortleggja Öræfajökul. Hinn 16. júní fórum við Buchwaldt í fylgd með Jóni Sigurðssyni og Þorsteini Guðmunds- syni, bónda í Skaftafelli, í leiðangur til að kanna hvar komast mætti með hesta upp á Öræfajökul. Fyrst reyndum við fyrir okkur á Skaftafellsheiði þar sem Þorsteinn hélt að fært væri upp, en leiðin reyndist alófær. Þegar við komum upp á fjöllin og ísinn urðum við frá að hverfa. Sennilega var hægt að komast gangandi en ófært var með hesta. Við reyndum því næst við Morsáijökul, en hann var gjörsam- lega ófær. Að lokum athuguðum við Skeiðarár- jökul, og þar komumst við áfram. Jökulsprung- urnar voru enn fullar af snjó sem var hestheld- ur á þessum tíma um heiðskíra frostnóttina. Eftir átta stunda reið komum við að Færinesi þar sem var samfelldur snjór, ágætur fyrir sleða. Héldum við því ánægðir heim. Reyndar var leiðin um Skeiðaráijökul þijár dagleiðir upp á Öræfajökul, en það gerði minna til úr því að ég gat komist upp með hesta. Þar að auki óskaði kortadeild herforingjaráðsins eftir því að ég kortlegði seinna, ef færi gæfíst, syðri hluta Vatnajökuls sem liggur norðan Öræfajök- uls og Skaftafellsfjalia. Það hentaði því vel að fara á jökulinn norðan Skaftafellsfjalla, og þá gat ég samtímis reist birgðastöð fyrir ailar jökulmælingamar. Við kortlagningu af sjálfum Öræfajökli var mjög áríðandi að fá með íslending sem væri vel kunnugur fjöllum og umhverfi jökulsins. Við myndum sjálfsagt þurfa að ferðast dagleið eða meira frá tjaldbúðunum. Brysti skyndilega á okkur stórhríð gat það skipt okkur lífi eða dauða að þekkja vel afstöðu allra tinda og annarra kennileita. Slíkt þekkti ég af eigin reynslu frá árinu áður er við ferðuðumst aust- ar á jöklinum. Enginn var hæfari til þessa starfa en Jón Sigurðsson, hinn röskasti og jafnframt djar- fasti í byggðinni, en hann hafði meitt sig í hné og gat því ekki lagt út í svo langvarandi erf- iði. Að tillögu hans snéri ég mér til Þorsteins í Skaftafelli sem lofaði að koma með. Aðrir þátttakendur í fyrstu sleðaferðinni áttu að vera Leisted með einn dáta, Jens, sem var rólegur og þrælsterkur Jóti frá nágrenni Ví- borgar og Jón Sigurðsson, Runólfur, Kristinn og einn dáti sem áttu að fylgja okkur fyrsta áfangann og hjálpa okkur að reisa birgðatjöld- in. Hinn 20. júní kl. átta að kvöldi héldum við af stað frá Svínafelli. Þá skall á hellirigning svo að ég ákvað að stoppa í Skaftafelli og gista þar, og vorum við hýstir þar eftir föng- um. Að morgni stytti upp og héldum við þá af stað með átta reiðhesta og þrettán klyfja- hesta. Við jökulrætumar stönsuðum við til að reka broddfjaðrir í hestana. Kristinn var send- ur til baka með alla reiðhestána nema einn sem ætlaður var Jóni. Klukkan tvö eftir há- degi héldum við á jökulinn með 14 hesta. Þeg- ar við komum að Færinesi kom í ljós að hið hlýja veður síðustu daga hafði gjörbreytt færð- inni. Jökulsprungumar voru næstum auðar, og snjórinn sem eftir var í þeim var ekki hest- heldur. Brátt villtumst við í illvígu neti af hyl- djúpum jökulsprungum svo að við neyddumst til að fara í stöðugum krókum og beygjum til að finna staði sem hægt væri að klungrast yfir. Það er einmitt við svona aðstæður, sem kostir hins íslenska hests koma best í ljós. Ekki veit ég hvort ég undrast meira hversu rólega þeir þræða örmjóa, glerháia íshryggi milli hyldjúpra gjáa með fulla byrði á baki og hve fimlega og af miklu öryggi þeir stökkva yfir hinar stórhættulegu gjár, eða þá með hve mikilli ró og trausti þeir bíða hjálpar mannsins ef þeim mistekst stökkið, og þeir hrapa í gjár. Þær eru venjuiega mjóar og þrengjast þegar neðar dregur svo að oftast er hægt að ná hestinum upp þegar allir hjálpast að. Að því EFTIR AGUST BOÐVARSSON Kafli úr bókinni Lond- mælingar og kortagerð Dono á Islandi, sem er glæsilega útgefin bók og fjallar um upphaf -------------7------- Landmælinga Islands. loknu er hann strax tilbúinn að stökkva yfir næstu gjá án þess að hugsa um að hann hafi skrámast við fallið. Því miður kemur einnig fyrir að gjáin er svo djúp að ekki tekst að bjarga hestinum, og stundum hafa menn engin vopn til að stytta honum aldur. Þá verður að skilja hann eftir þar sem hungur og kuldi gera út af við hann. Ég þekki svo vel frá fyrra ári þær tilfinningar sem yfirþyrma mann á meðan á björgun stend- ur, og hvað maður varð glaður þegar hún hafði tekist. Það hafði verið ætlun mín að komast þenn- an dag norður fyrir Þumal þar sem ég ætlaði að reisa birgðastöðina, en leiðin var miklu verri en þegar við fórum í könnunarferðina fimm dögum áður. Við höfðum þegar farið 14 km leið í versta krapaelg sem myndast á mörk- um skriðjökuls og fastajökuls, og alltaf varð krapinn þyngri yfirferðar. Við þessar aðstæður kom ekki til greina að fara lengra með aðstoð- armenn og hesta sem þurftu að komast til baka. Skylli á þá stórhríð eða þoka gat orðið erfitt að þurfa að tefja lengi á jöklinum án matar og fóðurs. Við reistum því hina stóru birgðastöð í smá- laut norðan við Færinestinda. Eftir kvöldmat lögðumst við til svefns, sjö menn, en sváfum ekki vel í tólf fermetra hundatjaldi. Við urðum að sofa á hliðinni og snúa okkur allir í einu eftir skipun. Klukkan fjögur um nóttina héldu gestir okkar af stað heim á leið með þrettán hesta, en einn varð_ eftir. Við hinir tókum að búa okkur af stað. í fyrsta sinn tekur mestan tíma að taka niður tjöldin, pakka saman og koma sér af stað. Það var því liðið langt á morgun þegar við spenntum loksins Glasgow - en svo hét hestur okkar sem eftir varð - fyrir sleðann. Á hann var hlaðið 350 kg hlassi sem valt auðvitað strax, og urðum við því að hlaða á hann að nýju. Verra var þó að snjór- inn varð fljótlega of djúpur og laus fyrir hest- inn. Hann gat ekki dregið svona þungt hlass svo að eftir 2-3 kílómetra ferð urðum við að skilja 150 kg eftir. Þetta létti auðvitað drátt- inn, og gekk nú ferðin vel um tíma, en því austar sem dró og hærra því lausari varð snjór- inn svo að hesturinn gat naumast dregið hlass- ið þótt það væri orðið minna. Klukkan sjö um kvöldið komumst við þó austur fyrir Þurnal. Allan daginn höfðum við naumast komist nema um 15 km leið með hálft hlassið og vorum þó orðnir uppgefnir, og Glasgow gat ekki meira. Síðustu tvo tímana gat hann varla brotist áfram laus því að snjór- inn var í kvið, og sleðinn sökk svo í að hann lét aðeins eftir sig eitt breitt far í snjónum. Að endingu fleygði Glasgow sér niður og gapti. Hann hreyfði sig ekki meira, hvorki með illu né góðu. Okkur var því nauðugur einn kostur að slá upp tjöldum og taka hvíld. Klukkan tólf um nóttina fórum við Þorsteinn með Glasgow niður til að sækja það sem hafði verið skilið eftir. Snjórinn var frosinn eftir næturfrostið og hélt sæmilega svo að allt gekk vel undan hallanum. Ég keyrði eða dró sleð- ann, og Þorsteinn hljóp við fót á eftir með Glasgow í taumi. Klukkan hálf þijú komum við í birgðastöðina, hvíldum okkur og gáfum Glasgow góða tuggu. Ferðin til baka gekk vel, sérstaklega þijá-fjórðu hluta leiðarinnar, og vorum við þó með 175 kg á sleðanum. Sólin sem hafði verið uppi frá klukkan hálf tvö bræddi þó smám saman frostskelina svo að Glasgow fór að iiggja oftar í eftir því sem á leið. Þegar við komum í tjaldstað neitaði hann alveg að fara lengra. Snjórinn hélt þó sleðanum enn og með aðstoð hins fíleflda Jens gátum við dregið hann nokkra km lengra aust- ur og upp hallann. Þegar skarinn bar hann ekki lengur tókum við af honum og snerum til baka. Sólin var svo ótrúlega heit að okkur sveið í húðina undan henni. Jens fékk höfuð- verk og hita og kófsvitnaði. Ég óttaðist að hann fengi sólsting og lét hann því leggjast á sleðann sem var tómur, og drógum við Þor- steinn hann niður í tjald, en þar jafnaði Jens sig sem betur fór fljótlega. Klukkan tvö næstu nótt hinn 24. júní felld- um við tjöldin og héldum áfram í austur í skínandi sól og ágætu færi. Við reistum birgða- tjald þar sem við höfðum tæmt sleðann daginn áður. Þar skildum við eftir um 125 kg af heyi, 50 kg af matvælum og rúgbrauð handa Glasgow. Leiðin lá suður yfir Hermannaskarð, litla lægð sem aðskilur Oræfajökul frá Vatnajökli. Hingað til höfðum við getað farið hratt yfir, en nú fór brattinn að aukast og jafnframt versnaði færðin eftir því sem sólin steig hærra á lofti. Að endingu var klakaskelin alveg bráð- in. Glasgow komst varla lengra, með 20 m millibili lagðist hann flatur og stundi, en eftir smáhvíld reif hann sig upp aftur, okkur mið- aði hægt á þennan hátt, en áfram komumst við samt. Við áttum aðeins eftir að komast á hájökulhrygginn þegar Glasgow gafst alveg upp. Við hinir vorum -líka orðnir dauðþreyttir svo að við gátum ekki dregið sleðann lengra. Við slógum því upp tjaldinu þar sem við vorum staddir, þótt klukkan væri aðeins tvö eftir hádegi, óneitanlega dálítið gramir yfir því að komast ekki lengra. Til þess að nota tímann og birtuna fór ég á skíðum nokkru lengra og fann þá ágætan tjaldstað í laut milli tveggja snæhóla, um fimm kíiómetra norður af Hvannadalshnúki. Þar eð ekki var nema um þriggja kílómetra flutning að ræða ákvað ég að flytja um kvöldið svo að við værum tilbún- ir að mæla næsta dag. Þegar snjórinn fór að harðna upp úr klukkan átta felldum við tjaldið og hlóðum sleðann. Við reiknuðum með að nota Glasgow, en hann neitaði algjörlega að draga, og þótt slegið væri í hann sinnti hann því alls ekki. Sleðinn sökk svo djúpt í að við, fjórir menn, gátum ekki dregið hann einir. Þá fundum við upp á því að nota Glasgow sem klyfjahest. Við bundum tjaldið, svefnpoka, hey og mælitæki í bagga og hengdum á hestinn sem nú braust áfram með 125 kg á bakinu þótt oft lægi á kviði. Við þetta léttist sleða- hlassið í 75 kg, en samt áttum við fjórir fullt í fangi með að draga það. Um morguninn gekk allt vel og við töluðum um að gaman væri að halda upp á Jónsmessunóttina með svolitlu báli á Hvannadalshnúki. Við gætum sjálfsagt fórnað nokkrum gömlum blöðum og olíuskvettu við svona sérstakt tækifæri. Þegar við komum kl. ellefu að kvöldi í fyrr- nefndan dal, Tjaldskarð, lá þoka yfir hnúknum og satt að segja var áhuginn fyrir nýrri auka- fjallgöngu á hann horfinn. Eins og á stóð kus- um við heldur að skríða í svefnpokana og láta nornirnar í friði með sitt næturgölt. Reynsla síðustu daga hafði kennt mér að það voru mistök að nota hest á jöklinun svo snemma vors. í fyrra þegar ég ferðaðist í ágúst og september var snjórinn grófkornaðri og fastari og áhrif sólar því ekki svo mikil. Þá var næturkuldinn meiri og hesturinn til mikillar hjálpar. Nú var hann nánast til traf- ÖRÆFAJÖKULL íallri sinni dýrð. SV MÆLINGAMENN í kaffihléi. Peter Frederik til hægri ásamt aðstoðarmönnu ÁGÚST Böðvarsson við loftmyndatöku. t 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. DESEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.