Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1996, Side 14
MIÐAUSTURLÖND 4
VESTRÆNT LYÐRÆÐI ÞEKKIST
EKKI í LÖNDUM ARABA
EFTIR JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
SÖNGDANSAR eru kannski að sumu leyti eins konar leiksýning frá þorpsdansi í Sejjun
í Jemen þar sem dansarar túlkuðu baráttu gegn fyrrum valdhöfum og lyktaði með
byltingu 1963.
Ifyrri greinum hefur verið vikið að sögu
Miðausturlanda í grófum dráttum, fjall-
að um trúarbrögð þorra araba, islam
og fjölskyldumál. Hér er skrifað um
menningu og listir sem hvað mest eru
í hávegum hafðar og lítillega rætt um
stjómskipan í löndum arabaheimsins.
Eins og minnst var á í síðustu grein
eru borgarsamfélög ekki ný af nálinni í araba-
löndum. I Miðausturlöndum em ýmsar elstu
borgir í heimi og bæði Damaskus á Sýrlandi og
Sana’a í Jemen gera tilkall til þess að vera þær
elstu sem enn era á sínum uppranaiega stað.
Á hinn bóginn hefur hirðingjalífið um aldir
verið ríkur þáttur í lífsmunstri araba, einkum
og sér í lagi í eyðimörkum Arabíuskagans. Hirð-
ingjamir hafa þó með miklum hraða dregist inn
í nýja háttu og víða hafa stjómvöld velt því
fyrir sér hvort samræma megi hvorttveggja:
að hirðingjar fái sinn eðlilega skerf nútímaþæg-
inda en glati ekki sérkennum sínum.
Sagnahefóina hafa bedúinarnir
varóveitt
Sé í prósentum talið era hirðingjar á undan-
haldi í öllum löndum Arabíuskagans, en samt
hafa þeir gefið þessu svæði ákveðna ímynd út
á við. Sú mynd er spennandi í margra augum
og óteljandi sagnir era um hirðingja nú og
fyrr. Margir era þeirrar skoðunar að bedúínar
eigri um eyðimörkina með tjöld sín og bú-
smala nánast stefnulaust eða út í bláinn.
Það er mikill misskilningur. Þvert á móti
fara þeir á ákveðnar slóðir eftir árstímum.
Þeir gæta þess að fénaðurinn gangi aldrei of
nærri gróðrinum í vininni og taka sig upp
þegar þeir sjá að gróðurinn þarf hvíld. Svo
koma þeir aftur nokkrum áram síðar þegar
þeir vita að gróðurinn hefur jafnað sig. Kannski
megi með nokkram rétti kalla þá fyrstu um-
hverfissina heimsins.
Bedúínar eru stoltir og gestrisni þeirra er
fræg. Þeir eru seinteknir og trygglyndir og
með afbrigðum listhneigðir. Meðal bedúína
hefur sagnahefðin í arabalöndum haldið velli,
sögur og ljóð araba má rekja til þeirra.
Ljóðagerð er í hávegum höfð og raunar eru
arabar hvar sem er mjög ljóðelskir og meðal
allra araba eru hin merkustu skáld þó fæst
séu okkur kunn. Þá era dansar og söngvar
arabalanda eldgömul og hafa stjórnvöld víða
komið upp sérstökum stofnunum til að hljóð-
rita gamla söngva, sögur og Ijóð til að þessi
arfleifð falli ekki í gleymsku og dá.
Sá boðskapur sem er í sögum, Ijóðum og
sönglagatextum araba er oft og einatt gaman-
samur en langmest áhersla er á að kveða óð
til landsins og landsins gæða, mansöngvar til
kvenna og hvers konar yrkjusögur falla þeim
vel í geð.
í okkar eyrum vill innihaldið oft hljóma
framandi eins og gefur að skilja og framsetn-
ing er langtum flúraðri og orðmeiri en gerist
hjá okkur. Stundum fínnst mér að helst megi
líkja þessu við eins konar kansellístíl og mér
þykir líka í sögunum taka óratíma fyrir sögu-
manninn að komast að efninu því svo vandleg-
ur er aðragandi og málalengingar miklar og
oft yfírhlaðnar af því sem okkur þykir lítið
koma málinu við.
Kvikmyndageró Egypla
þriója mesta i heimi
í nútímalistum heldur sagnhefðin velli og
söngvamir, málaralistin á sér vart eins langa
hefð og sé virt fyrir sér viðfangsefni lista-
manna með léreft eða skúlptúr er oft ríkjandi
að taka efni úr horfnum tíma.
Arabísk málaralist eftir því sem ég hef
kynnst henni hefur ekki fest rætur nema að
litlu leyti og hjá stöku myndlistarmönnum. En
því meira er umhverfið og sagan dregin upp
og litanotkun er skærari og djarfari en þegar
kemur til dæmis lengra suður á bóginn.
Á síðustu áratugum hefur kvikmyndagerð
rutt sér til rúms en hún er þó hverfandi miðað
við mannfjölda og mikil efni t.d. í flóaríkjun-
um. Aftur á móti er kvikmyndaframleiðsla
Egypta þvílík að hún er mest í heimi á eftir
Bandaríkjamönnum og Indverjum.
Egypskar kvikmyndir og myndaflokkar eru
mjög vinsælir í öllum ríkjum araba og öðrum
löndum þar sem arabíska er skilin. Hún hefur
einnig náð töluverðri útbreiðslu á Indlandi en
í Evrópu telst til tíðinda ef þar eru sýndar
egypskar myndir í einhveijum mæli.
Þó engin kona sé þjóóhöfó-
ingi í arabalandi gegna
konur víóa embættum róó-
herra í ríkisstjórnum í þess-
um löndum. Þær lóta að sér
kveóa ó öórum svióum
þjóólífsins líka, eru banka-
stjórar, róóuneytisstjórar,
forstjórar veróbréfamark-
aða og svo mætti lengi telja.
Efni þessara mynd er afar staðbundið og
heldur einhæft: yfirleitt fjölskyldan og aftur
fjölskyldan og þar er óspart verið að brýna
fólk til að halda í heiðri fom lífsgildi fjölskyld-
unnar og ekki hvað síst brýna unga fólkið til
að skilja að þeir eldri vita alltaf best og illa
getur farið ef óhlýðnast er þeim sem betur vita.
Það skilst mjög fljótt þegar horft er á
egypskar myndir af hveiju þær hafa ekki átt
greiða leið t.d. inn á evrópskan markað: þær
virka nokkuð einfeldingslegar og skírskotun
til umheimsins hafa þær í mjög takmörkuðum
mæli. En nú á síðustu árum hefur færst í
vöxt að kynna það sem er framandi og jafn-
vel óskiljanlegt og því getur kannski svo farið
að tími kvikmynda Egypta renni upp utan
arabaheimsins.
Leiklistarhefð virðist ekki vera meðal araba
og ætli menn að sækja leiksýningar í þessum
löndum er yfírleitt ekki annað á boðstólum en
gestaleikhópar frá öðram löndum. Eiginlegt
leikhús eins og við þekkjum það er várla til
þó arabískir leikhópar séu á seinni áram fam-
ir að láta að sér kveða í heimaiöndum sínum.
Samt má með nokkrum sanni telja að söngv-
ar og dansar araba séu í ætt við leiklist því í
dönsunum og söngvunum eru oft túlkaðir at-
burðir, oftast liðnir en stundum einnig vonir
og fyrirætlanir sem gætu orðið að veraleika.
Þessi söngdansleikrit ef svo má nefna þetta
eru víða afar skrautleg og tilkomumikil en
ekki endilega flutt í hefðbundnum leikhúsum
og langoftast undir beru lofti.
Veslrœnt lýórœói er hvergi aó
finna i arabalöndwm
Það skyldi haft í huga að öll lönd araba-
heimsins vora þar til fyrir nokkram áratugum
á einn eða annan hátt á áhrifasvæði Vestur-
landa eða undir beinni stjórn. Þau hafa nú öll
öðlast sjálfstæði frá Vesturlöndum en óneitan-
lega hafa áhrif vestrænna yfirráða skilið eftir
ýmis spor í löndunum.
Lýðræði er ekki eitt af því. Vestrænt lýð-
ræði þekkist ekki í löndum araba og eina ríkið
í þessum heimshluta sem telur sig státa af
lýðræði að vestrænni fyrirmynd er Israel, ríki
gyðinga. Það er af augljósum ástæðum harla
umdeilanlegt lýðræði, herlög og útgöngubanni
skellt á þegar þurfa þykir og ritskoðun ætlar
að verða þar harla lífseig.
Ættbálkastjórn er miklu nær arabískri sál
en vestrænt lýðræði og ættbálkastjóm hefur
síðan mjög víða þróast í einræði á okkar
mælikvarða. Þetta sem við köllum einræði eða
jafnvel harðstjórn er afskaplega ólíkt frá einu
landi til annars og arabar sjálfír hneigjast
sums staðar til að kalla það arabískt lýðræði.
í flestum arabalöndum eru þjóðhöfðingi og
hans næstu samstarfsmenn nokkurn veginn
einráðir og vitanlega fer eftir því hver skipar
valdasessinn hvernig arabískt lýðræði er síðan
útfært.
Sums staðar og raunar í öllum löndunum
er einhvers konar þing, sums staðar er það
valið af hæstráðendum og þá til kvaddir höfð-
ingjar ættbálka en í nokkrum löndum er þó
að verða breyting á og varð Jemen fyrst ríkja
til að kjósa þing eftir reglum sem nálgast í
ýmsu vestrænar meginreglur. Jórdanir hafa
einnig sæmilega lýðræðislega kjörið þing og
eru fáein ár síðan sá háttur var upp tekinn.
Egyptar telja sig komna langt á braut til
lýðræðis en í þingkosningum þar á sl. hausti
mátti glöggt sjá að þeir eiga mjög langt í land.
Kúveitar eiga sér þing og umfram allt afskap-
lega fallega þinghúsbyggingu en emírinn hefur
haft það fyrir venju að reka þingið heim í
hvert skipti serri það múðrar. Auk þess er
kosningaréttur í Kúveit mjög þröngur svo að
leiða má getum að því að þar hafí ekki nema
um 20% manna kosningarétt.
í írak er einnig þing en það hefur undanfar-
inn áraug verið meira að nafninu til og ætti
ekki að þurfa að ijölyrða öllu meira um það.
í Óman er ráðgjafasamkunda soldáninum til
ráðuneytis og þó segja megi að Óman eigi
töluvert í að koma upp þingi á borð við það
sem við köllum þessar stofnanir er þó líklega
hvergi meira fijáslyndi þegna en einmitt þar.
Norður-Afríkulöndin Marokkó, Túnis og
Alsír hafa öll þing en atburðir sem ganga á
skjön við vilja valdhafa verða að jafnaði til að
þessi svokölluðu þing eru þar sem víða annars
staðar meira að nafninu til en þau séu áhrifa-
stofnanir eins og á Vesturlöndum.
Konur eru vióa i áhrilastöóum
Þó engin kona sé þjóðhöfðingi í arabalandi
gegna konur víða embættum ráðherra í ríkis-
stjómum í þessum löndum. Þær láta að sér
kveða á öðrum sviðum þjóðlífsins líka, eru
bankastjórar, ráðuneytisstjórar, forstjórar
verðbréfamarkaða og svo mætti lengi telja.
Þó svo hægt gangi að kveða niður þá grónu
trú manna að allar konur í ríkjum múslima
sitji á heimilum sínum og feli sig bak við slæð-
ur ef þær fara af bæ þarf ekki að fara víða
um þessi lönd til að átta sig á að með aukinni
menntun og upplýsingu sem tvímælalaust er
lögð mikil áhersla á í arabalöndum - og
kannski ívið meiri en í ýmsum öðrum heism-
hlutum - eru konur að verða virkari þátttak-
endur í samfélaginu.
Körlum fellur það misjafnlega vel, rétt eins
og annars staðar. En þó kona sveipi sig slæðu
og klæði sig öðravísi en við þarf það ekki að
þýða að hún sé alltaf hrelld og kúguð. Hún er
það kannski stundum. En oftar en ekki ber hún
þessi klæði af því að hefðin býður henni það
og hún vill það sjálf. Það er mergurinn málsins.
Söngdansar era kannski að sumu leyti eins
konar leiksýning frá þorpsdansi í Sejjun í Jem-
en þar sem dansarar túlkuðu baráttu gegn fyrr-
um valdhöfum og lyktaði með byltingu 1963.
ERLENDAR
BÆKUR
UPPRUNI
LEIKLISTAR
Á NORÐUR-
LÖNDUM
TERRY Gunnell: The Origi-
nes of Drama in Scand-
inavia. Boydell & Brewer
1995.
Það er full ástæða til
þess að ítarleg umijöllun
verði um þessa bók Terr-
ys Gunnells og enn meiri
ástæða fyrir alla þá, sem sinna Eddu-
geira íslenskra/norrænna bókmennta
að lesa þetta vandaða og vel unna rit.
Ritið er rúmar 400 blaðsíður, myndir
eru í texta og tilvitnanaskrár/biblio-
grafía votta þá miklu vinnu og elju sem
höfundur hefur lagt í bókina af sam-
viskusemi og nákvæmni.
Viðfangsefnið er leikræn tjáning
Eddutexta í árdaga. Leikræn tjáning
er talin mótast með Hellenum, þegar
kórinn fer ekki lengur einn með helgi-
söngva en einn og síðan fleiri andsvara-
menn - hymókrites eru aðskildir kórn-
um og látnir svara honum. Kór og leik-
ari/leikarar sungust á. Aiskylos fjölgaði
leikurum í tvo en Sófókles bætti einum
við. Þar með hefst hin leikræna athöfn.
Terry Gunnell skrifar inngang að rit-
inu, þar sem hann rekur fyrri tíma
kenningar um leikræna uppfærslu
sumra Eddukvæða samkvæmt kenning-
um fræðimanna. Finnur Magnússon
o.fl. o.fl. koma þar við sögu og 1920
kom út bók Berthu Phillpotts: „The
Elder Edda and ancient Scandinavian
Drama“, en hún hélt því fram að Eddu-
kvæði sum hver væru leifar fornra trú-
arleika. Þar með staðhæfir hún að „trú-
arleikir hafí verið iðkaðir á Norðurlönd-
um löngu fyrir landnám íslands. Sá
hængur er á, að engar beinar umgetn-
ingar eru finnanlegar í íslenskum bók-
menntum eða miðaldatextum þessu 'til
staðfestingar. Gerð Skírnismála og
Lokasennu skera sig úr að því leyti að
gerð þeirra í nokkurskonar leikritsformi
- dialog.
Það er ekki fyrr en með þessu vand-
aða verki Terrys Gunnells, sem blað er
brotið í þessum rannsóknum. Hann
hefur athugað vandlega textahandrit
frá 13. öld og komist að því að „spáss-
íukrotið" í sumum handritum kvæðanna
eða bálkanna bendi til þess að um leik-
ræna uppfærslu gæti verið að ræða.
Hann telur einnig að til þess að kvæðið
kæmist fullkomlega til skila og yrði
skilið af áheyrendum hafi þurft meira
en að það væri sungið eða flutt, leikræn
athöfn hefði þurft að koma til. Hann
bendir einnig á hliðstæður leiktexta í
Evrópu því til sönnunar að dialoga-
bálkarnir hafi verið taldir leikverk í
afskriftum hérlendum á 13. öld.
Höfundurinn kembir síðan alla þá
texta og einnig myndverk, sem stuðla
að þessu mati hans, svo og þjóðsögur
og þjóðhætti t.d. Jólageitina og Strá-
manninn, sem eru fyrirbrigði úr þjóð-
sögum frá Norðurlöndum.
Þegar höfundur skrifar um afmarkað
bókmenntalegt, sagnfræðilegt og goð-
sögulegt efni og rýnir vissan efnisþátt
sem snertir menningarsöguna, verður
efnisþátturinn kveikja að ótal þáttum,
sem snerta hið upphaflega viðfangs-
efni. Þetta rit spannar því menningar-
sögu og forsögu íslendinga og er
„encyklópædiskt”. Því betur sem verk
sem unnið og fanga víðar leitað því
meira náma verður það sem menningar-
söguleg heimild. Höfundurinn hefur
gert viðfangsefninu eins góð skil og
gjörlegt virðist og skrifað um leið upp-
flettibók um íslenska menningu og for-
sendur hennar á ár- og síðmiðöldum.
Þetta er vissulega lykilverk af merkasta
tagi.
Siglaugur Brynleifsson.
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. DESEMBER 1996