Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1997, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1997, Síða 3
LESBÖK MORGÖNBLAÐSEVS ~ \1LN\ING IISLIlt 13. TÖLUBLAÐ - 72. ÁRGANGUR EFNI Stefán Th. Jónsson byrjaði með tvær hendur tóm- ar austur á Seyðisfirði, en varð á tíma- bili slíkur athafnamaður í útgerð, fisk- vinnslu, verzlun og blaðaútgáfu, að Seyð- isfjörður býr enn að stórhug hans, einkum þá hinum glæsilegu timburhúsum. Starf- semi þessa brautryðjanda var að verulegu leyti lögð í rúst með pólitískri aðgerð þar sem einskis var svifizt. Gísli Sigurðsson hefur litið á sögu Stefáns. Yngvar nefndur hinn víðförli var uppi á 11. öld í Svíþjóð og þráði svo að eignast konungs- ríki, að hann lagði af stað með her manns uppá von og óvon austur um Garðaríki og til Serklands þar sem hann og liðið dóu úr sjúkdómum. Um þessa för Yng- vars og rúnasteinana sænsku, sem reistir voru til minningar um einstaka hermenn í förinni, skrifar Þórgunnur Snædal, rúna- fræðingur. Sýning á nýjum verkum Sveins Björnssonar list- málara verður opnuð í Gerðarsafni í dag. I samtali við Þröst Helgason segist Sveinn alltaf hafa verið leitandi í listinni. Hann segist raunar aldrei hafa verið ánægður með það sem hann hafi verið að gera enda sé sá sem það sé dauður ú röllum æðum. Listin er leit. Sjónþing Magnúsar Tómassonar verður haldið í menningarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun. Líkt og endranær er úrval eldri verka þar til sýnis og að Sjónarhóli getur að líta nýjustu skúlptúra Magnúsar. Hild- ur Einarsdóttir fylgdist með undirbúningi sjónþingsins. Erlendir áhugamenn um barnabækur eru undrandi á fjölbreytninni sem ríkir á þessum mark- aði hér á landi, skrifar Sigrún Klara Hannesdóttir og telur mikils virði fyrir þennan markað að geta treyst á nokkuð stóran kjarna höfunda. Söngsveitin Fílharmónía flytur Nelson-messu Haydns í dag og á morgun í Langholtskirkju. Ásgeir Friðgeirsson fjallar um verkið og höfundinn. Forsíðumyndina tók Ragnar Axelsson af Sveini Björnssyni ó sýningu hans. ALAN SEEGER EG STEFNUMOT HEF MÆLT VIÐ HEL Páll V.G. Kolka þýddi Eg stefnumót hef mælt við Hel í móðu reyks við virkisgröf, er líður Vor um iönd og höf og ljúfan ilm frá hlíðum her. Eg stefnumót hef mælt við Hel, er mildur hlær um loftið fer. Hún leiðir máske mig við hönd í myrk og fjarlæg þokulönd með lukta brá og bliknað þel, það bíður máske þó um hríð. Eg stefnumót hef mælt við Hei, við mætumst senn í tættri hlíð, er kemur vor með klið og óm og klæðast skrúði hin fyrstu blóm. En guð það veit, eg veldi hitt, í værð að hvÚa á silki og dún, er hjarta slær við hjarta mitt með heitt og máttugt ástarþel, til unaðs vakna af værum blund - En stefnumót er mælt við Hel um miðja nótt við logarún í eyddum bæ eða brotnum lund. Eg bíð og efni heitið það, er Vorið svífur sunnan að. Höfundurinn var enskt skáld. Þýðandinn var iæknir og skáld. RABB LISTRÆN INNSÝN AFTUR í TÍMANN Við íslendingar búum við þá sérstöðu að eiga skráða sögu þjóðarinnar frá land- námi og öll höfum við lært íslandssögu, sem er þó ekki saga íslands, heldur saga þjóðarinnar. Sú saga hefur vægast sagt verið ákaflega einhliða. í stórum dráttum er hún einungis stjórnmálasaga, en fjallað er mjög yfirborðs- lega eða ekki neitt um það líf sem fólk lifði, mannleg samskipti, og lífsbaráttu, kjör fólks og réttindi. Eftirtektarvert er, að nú í lok 20. aldar er okkur að gefast innsýn í líf forfeðra og formæðra í nýjum bókum sem eru hvort- tveggja í senn, afbragðs bókmenntir og um leið kennsluefni um líf fólksins í landinu. Hliðstæðar bækur með innsýn í líf þjóðarinn- ar hafa að sjálfsögðu oft komið út áður, en hér er um að ræða stórmerkilega viðbót: Hýbýli vindanna og Lífsins tré, vesturfara- sögu Böðvars Guðmundssonar, sem hann hefur maklega fengið bókmenntaverðlaun fyrir. Satt að segja hef ég ekki lesið bækur með jafn mikilli ánægju síðan skáldsögur Halldórs Laxness birtust fyrr á árum. Þetta tvöfalda gildi, annarsvegar listrænt bókmenntagildi og hinsvegar sögulegt gildi, er einnig í ríkum mæli fyrir hendi í nýjustu bók Þórarins Eldjárns, Brotahöfði, og Hraun- fólki Björns Th. Björnssonar, sem út kom 1995. Það nýjasta sem bætir úr vanþekkingu okkar á kjörum landsmanna, þó ekki sé far- ið ýkja langt aftur í tímann, er frábær heim- ildarkvikmynd Erlendar Sveinssonar, íslands þúsund ár, sem fjallar um fiskveiðar á opnum róðrarbátum í hrikalegu umhverfi vestur við Isafjarðardjúp. Með öllu þessu eru íslenzkir nútíma listamenn að beija í brestina og bæta úr því sem láðst hefur að segja frá í kennslubókum. Vesturfarasaga Böðvars hlýtur að teljast til listrænna afreka og er hvorttveggja í senn, stórskemmtileg og fræðandi. Það gef- ur þessari sögu meiri sögulega og þjóðféiags- lega yfirsýn, að hún hefst þegar Jörundur hundadagakonungur steig á land í Reykja- vík og lét það verða sitt fyrsta verk að hleypa út föngum úr tugthúsinu; strák frá Ólafsvík, sem hafði stolið físki úr hjalli og lauslátri stelpu ofan af Skaga. Þau tóku saman á stundinni og urðu foreldrar Ólafs fíólíns, sem er aðalpersóna þessarar sögu. Hann er þessi dæmigerði, listræni maður, sem segja má að hafí annaðhvort fæðst á röngum stað eða á röngum tíma. Allt leikur í höndunum á hon- um. Þar að auki er hann músíkalskur og spilar á fíðlu, en ekkert af því sem hann kann og hefur hæfileika til umfram aðra menn, getur nýzt honum í hinu íslenzka sam- félagi 19. aldarinnar. Þrotlaus fátækt er hlut- skipti hans, en um leið dæmalaus seigla sem aldrei gefur sig þó allt virðist vonlaust. Við lestur þessarar bókar spyr maður sig hvað eftir annað: Hversvegna þurfti þetta kyrrstöðuþjóðfélag að vera svona grimmt? Sagt er að fátækt geri fólk grimmt; það er samt erfitt að skilja hversvegna þessi grimmd var miskunnarlaust látin bitna á börnum sem urðu niðursetningar vegna þess að annað foreldranna missti heilsuna, eða dó. Ólafur fíólín var einn þeirra sem gafst upp á baslinu og flutti með konu og tvö börn út í fullkomna óvissu til Ameríku, þar sem þau voru mállaus og févana. Hann gafst upp á bjargarleysinu, grimmdinni og því, að það sem hann kunni var einskis metið. Þrjú börn sín urðu þau hjón að skilja eftir og þau urðu niðursetningar. Það þótti samt ekki sorglegt, heldur miklu fremur gleðiefni að losna við þetta góða fólk; þennan gáfaða hæfileikamann sem Ólafur fíólín hefur verið. Og hversvegna? Jú, vegna þess að sú hætta vofði yfír að hann lenti á sveitinni með hóp- inn sinn. En sagan segir líka frá úrvalsfólki með hjartað á réttum stað. Enda þótt baslið í óblíðri náttúru Nýja íslands og víðar í Kanada sé eftirminnileg lesning, snerti hún mig ekki eins og sú átakanleg lýsing á fólki og aðstæðum hérna megin Atlandsála. Mað- ur skilur betur á eftir, að það var engin til- viljun að fjórðungur þjóðarinnar flutti vestur. Hraunfólk Björns Th. Björnssonar er líka eftirminnileg bók og hún lýsir til dæmis því, sem óvíst er að nútímafólk átti sig á, hvernig félagsleg staða presta var, þegar þeir hættu prestskap. Þeir áttu að heita hluti af yfirstéttinni og betur settir en almenning- ur. En staða prestsins kemur átakanlega í ljós í upphafi bókarinnar. Ungur maður hef- ur tekið við embætti Þingvallaprests og flutt inn í lítinn og lágreistan bæinn á Þingvöllum ásamt konu sinni, dóttur prestsins á Breiða- bólsstað í Fljótshlíð. Einn góðan veðurdag kemur lest með fólki og baggahestum í hlað á Þingvöllum. Þar er kominn gamli presturinn á Breiðabólsstað og prestsmadaman ásamt heimilisfólki; þar á meðal eru tvær gamlar konur. Þessi prest- ur átti ekki son sem gæti tekið við embætt- inu, en þá hefðu gömlu hjónin komizt „í hornið" eins og sagt var og ekki þurft að flytja í burtu. Nú áttu þau þessa dóttur, prestfrúna á Þingvöllum, og án þess að hún eða tengdasonurinn vissu nokkuð um ráða- gerðir, var allt í einu heill hópur af fólki kominn inn á gólf í þessum þröngu vistarver- um. Enginn annar möguleiki var til. Pólarnir sem sagan snýst um er Þingvalla- prestar annarsvegar og hinsvegar Kristján bóndi í Skógarkoti, sem flytur fleiri börn til skírnar í Þingvallakirkju en eiginkonan getur hugsanlega átt. Enda þótt Hrauntún virðist ekki hafa verið annað en túnlaust örreytis- kot, var Kristján sá afreksmaður, að bann framfleytti tveimur konum og barnaskaran- um án hjálpar; hann kunni þá list út í æsar að lifa á öllu því sem landið gaf. Verðlaun frá kónginum hefði hann átt skilið, en yfir- völdin höfðu meiri áhuga á að koma honum í tugthús og þarmeð hefði þetta stóra heim- ili staðið uppi bjargarlaust. Þó aldrei tækist að veiða Kristján í það net, sést þar önnur birtingarmynd þeirrar ómennsku og grimmd- ar sem virðist bafa einkennt þetta þjóðfélag. Að lokum fáein orð um afreksverk Erlend- ar Sveinssonar; fyrstu leiknu kvikmyndina um dag í lífi sjómanna á opnum báti. Ein- hver rammíslenzk sjálfspyntingarárátta kemur fram í því, að ekki tíðkaðist að taka með sér matarbita þótt erfíðað væri í skinn- klæðum úti á sjó hálfan sólarhringinn. Menn hafa verið orkulausir af sulti, en venjuna mátti ekki brjóta. í augum nútímafólks er þetta ekki skynsamlegt og hefur ekki hjálp- að mönnum við erfiði og vosbúð. Sérkennilegt er hvernig menn geta látið ímyndunaraflið gera hörð kjör bærileg, jafn- vel eftirsóknarverð. í texta myndarinnar kemur fram að menn hafi dásamað og met- ið mikils frelsið, sem þeir upplifðu í bátskel- inni úti á sjó. Þar fannst mönnum þeir vera ftjálsir; mun frjálsari en við skepnuhirðingu. Samt voru menn rígbundnir, mest af veðurf- arinu, en líka af vilja formannsins og allri vanafestunni. 'Þar að auki voru þeir naum- ast annað en þrælar þeirra bænda sem gátu sent þá, hvort sem þeir vildu eða ekki, til sjóróðra og hirt af þeim afraksturinn. í myndinni birtast þeir hlekkir sem bænda- veldinu tókst að leggja á vinnukraftinn. Unga menn dreymdi um að eignast bát og gera út. En það máttu þeir því aðeins að þeir ættu jörð. Með því móti var hægt að teíja agnarögn fyrir þróuninni og leggja stein í götu þéttbýl- ismyndunar. Jafnframt yfirfylltust sveitirnar. Ungir og dugandi menn sáu þann kost vænst- an að skipa sér í raðir Ameríkufaranna. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. APRÍL 1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.