Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1997, Síða 6
féll frá og samkvæmt því hefur hann verið
fæddur um 1010 og ætti þá að hafa verið
kominn til Ólafs konungs um 1019. Sagan
segir Yngvar hafa verið mjög jafnaldra Önund-
ar Jakobs og það stenst einnig ef farið er eftir
B-handritinu þvi Önundur er talinn hafa verið
fæddur um 1008. Þess má geta að Dietrich
Hoffmann telur B-handritið vera af eldri gerð
og áreiðanlegra að sumu leyti en A-handritið.
Þó að best sé að treysta varlega ættfærslu
Yngvars í sögunni má telja víst að Yngvar
hafi á einhvern hátt verið tengdur konungi,
annars hefði honum varla verið falið að stjórna
þessum leiðangri sem hlýtur að hafa verið
farinn að undirlagi konungs.
Líklega hefur ferðin hafíst 1035 eða 36,
ef trúa má þeim upplýsingum sögunnar að
Yngvar hafi dvalist þijá vetur í Garðaríki.
Vitneskjan um afdrif liðsins hefur líklega náð
Svíþjóð 1042 eða 43 og steinarnir væntanlega
verið reistir um miðbik þess áratugar.
Yngvarssteinarnir eru ákaflega líkir að út-
liti og orðfæri og skera sig úr öðrum steinum
frá sama tíma. Þeir eru allir í þeim suðurskand-
inavíska stíl, sem var algengur í Suðurmanna-
landi en tíðkaðist ekki norðan við Málaren.
Rúnameistarar Upplanda voru þá byijaðir að
nota hinn skrautlega og áferðarfallega stíl,
sem kenndur er við þessa steina og nefndur
upplenskur rúnasteinastíll. Hann er mjög
skyldur þeim skandinavíska stíl sem skreytir
hinar frægu dyr úr Urneskirkju í Noregi og
fjalirnar frá Flatatungu í Skagafirði. Þessi
stíll er mjög ólíkur hinum þunglamalega og
stundum grófa suðurskandinavíska stíl sem
rúnameistarar sunnanmegin Málarens notuðu.
Þessvegna grunaði mig líka að steinninn við
Arlanda væri Yngvarssteinn áður en ég las
rúnirnar. Þessi sérstaki Yngvarsstíll gæti
hugsanlega stafað af því að boð hafi gengið
út frá konungi, þegar fréttin um afdrif leiðang-
ursmanna barst til Svíþjóðar, um að reisa
skyldi steina til minningar um þá og jafnvel
að hann hafi falið sérstökum rúnameisturum
að sjá um að steinamir væru auðþekktir frá
öðrum steinum.
Margt bendir líka til að Yngvar hafi verið
ættaður frá Suðurmannalandi og að floti hans
hafí látið úr höfn frá bænum Strángnás, við
suðurströnd Málarens, u.þ.b. 10 km vestan
við Stokkhólm og um 50 km vestan við Grips-
holm/Mariefred. Af 26 áreiðanlegum Yngvars-
steinum standa 16 í héruðunum við strendur
Málarens, þar af 10 í Suðurmannalandi, sér-
staklega í sveitunum nálægt Mariefred og
Strangnás. í hinni gömlu og fögru dómkirkju
í Strángnás eru þrír Yngvarssteinar, því miður
mjög illa farnir, einn þeirra hefur sennilega
verið reistur eftir Yngvar og Harald bróður
hans. Af textanum er bara þessi slitra varð-
veitt: .. .höggva stein .. .syni Eymund-
ar. . .sunnarla á Serklandi. Bræðurnir hafa
greinilega ekki verið sammæðra og Tola,
móðir Haralds, hefur þessvegna reist syni sín-
um eigin stein við Gripsholm. Samkvæmt gam-
alli sögn stóð steinninn upphaflega við
bóndabæ, miðja vegu milli Gripsholms og
Strángnás. Af hinum tveimur Yngvarssteinun-
um í Strángnás kirkju eru þessi orð varðveitt
á öðrum .. .verður enginn Ingvars
manna .. .og á hinum ... Iét gera kuml eft-
ir.. . Ulfs bróðir. Þeir austarla.. . með Ingvari
á Serklandi.
Það er augljóst að rúnasteinarnir segja sömu
sögu og sagan, enginn þeirra sem rúnastein-
arnir eru reistir eftir sneri aftur. Til saman-
burðar má geta þess að ekki er óalgengt að
steinar séu reistir eftir menn sem fóru í vestur-
víking eða til Miklagarðs og sneru heim aftur
eftir að hafa tekið gjald á Englandi eða á
Grikklandi gulli skift. Að minsta kosti einn
af mönnum Yngvars hafði áður verið í vestur-
vegi. Á einum suðurmanlenskum Yngvars-
steini stendur: Myskja og Manni létu reisa
kuml þessi at bróður sinn Hróðgeir og föður
sinn Holmstein. Hann hafði vestarla um verit
lengi, dóu austarla með Ingvari.
Heimildir: Yngvars saga Víðförla. Fomaldarsögur Norður-
landa, III. bindi, útg. Guðni Jónsson og Bjami Vilhjálms-
son, Bókaútgáfan Norðri 1944.
Dietrich Hoffman: Die Yngvars saga víðförla und Oddr
munkr inn fróði, Speculum Norronum, Studies in memory
of Gabriel Turville Petre, Odense 1981.
Sven. B.F. Jansson: Runinskrifter i Sverige. Þriðja útgáfa
1984.
Mats G. Larsson: Vart for Ingvar den vittfame Fornvánnen
1983.
Mats G. Larsson: Ett ödesdigert vikingat&g, Ingvar den
vittfames resa 1936-1041. Stockholm 1990
Mats G. Larsson: I Ingvar den vittfarnes kölvatten, Vik-
ingavágar i öster, Meddelanden och rapporter frán Sigtuna
Museer, 1996.
Eiias Wessén: Historiska runinskrifter. Lund 1960.
Þeim sem vilja fræðast meira um rúnir og
rúnaletur er bent á kaflann um rúnir í bók
Einars Ólafs Sveinssonar íslenzkar bókmennt-
ir í fornöld, Reykjavík 1962.
Höfundurinn er rúnafræðingur við Riksanti-
kvarieambetet i Stokkhólmi og hefur numið
norræn fræði í Svíþjóð.
GRUNNUR ÍSLENSKRAR
BÓKMENNINGAR
í THOR eftir W.D. Valgardson segir frá ævintýri lítils drengs á Winnipeg-vatni. Ange
Zhang myndskreytti.
Það fyrsta sem vekur undrun
erlendra áhugamanna um
barnabækur sem koma
hingað til lands er fjöl-
breytnin sem ríkir á þessum
markaói skrifar SIGRÚN
KLARA HANNESDÓTTIR
og telur mikils virði fyrir
þennan markað aó geta
treyst á nokkuð stóran
kjarna höfunda.
EGAR stórþjóðir á borð við
Kanada og Bretland kvarta
yfir því að erfitt sé að mark-
aðssetja bamabækur og með-
alupplag telst 1.500 eintök
rekur menn í rogastans þegar
þeir heyra að meðalupplag á
Islandi sé að minnsta kosti
jafnstórt og í mjög mörgum tilvikum er upp-
lagið miklu stærra. Þetta á að vísu ekki bara
við um barnabókaútgáfuna heldur má það
sama segja um alla íslenska bókaútgáfu.
Frumsamdar íslenskar barnabækur vom um
það bil hálft hundrað samkvæmt íslenskum
bókatíðindum 1996 ef endurútgáfur eldri
bóka eru taldar með. Þýddar bækur eru held-
ur fleiri en í þennan lista vantar ýmiss konar
bækur sem seldar em í gegnum bókaklúbba.
Má reikna með að fjöldi bóka sem út kemur
á árinu og er ætlaður börnum sé um 150
titlar ef allt er talið. Á meðan barnabókaút-
gáfan er jafnblómleg og hún er nú hér á
landi megum við gleðjast yfir því sem vel
er gert um leið og við missum ekki sjónar á
því sem betur má fara.
Þetta er í sjötta sinn sem ég geri tilraun
til að gefa árlegt yfirlit yfir bókaútgáfu fyr-
ir börn og unglinga. Með þessu gefst tæki-
færi til að skoða hugsanlegar breytingar og
þá strauma sem greina má á þessu sviði. Á
þessu sex ára tímabili hafa ekki orðið neinar
stökkbreytingar, hvorki í fjölda bóka né fjöl-
breytni. Bókaútgáfan hefur lagað sig að
markaðnum og útgefendur hafa lært hvað
það er sem selst og miða val bóka til útgáfu
við það. Það táknar um leið að nýjungar eiga
erfitt uppdráttar. Markaðurinn svarar seint
þeim nýjungum sem fram koma. Fyrir bó-
kaútgefendur virðist of flókið og erfitt að
ná til þeirra sem kaupa bækur fyrir böm og
fá þá til að skipta um skoðun til þess að inn-
kaupamunstrið breytist nokkuð að ráði. I flest-
um tilvikum eru bækur keyptar nokkrum dög-
um fyrir jól og því lítið svigrúm til að kynna
sér það sem er nýtt og ferskt á markaði.
Nú er farið að birta reglubundið yfirlit
yfír mest seldu bækurnar á markaði á hveiju
ári og á síðasta ári komust þar nokkrar
barnabækur í 15 efstu sætin, þar á meðal
bókin Játningar Berts sem komst næst á
eftir Kökubók Hagkaups að vinsældum. Aðr-
ar bækur á þessum lista fyrir 1996 voru bók
Guðrúnar Helgadóttur, Ekkert að_ marka, bók
Magnúsar Schevings Latibær á Ólympíuleik-
um og bók þeirra félaga Smára Freys og
Tómasar Gunnars, Á lausu, komst einnig á
þennan lista. í fljótu bragði er ekki hægt að
sjá neitt sem þessar bækur eiga sameiginlegt
annað en það að vera fjörugar og skemmtileg-
ar og vel til þess fallnar að vekja hlátur og
kátínu.
Tvær nýjungar má nefna sem verið hafa
á bókamarkaði en hafa horfíð vegna þess
hve markaðurinn er lítill. Þar er annars veg-
ar fræðibókaútgáfa Bjöllunnar og hins vegar
erlendar verðlaunabækur sem Lindin gaf út.
Lindin gaf úr fjórar ástralskar verðlaunabæk-
ur en ekki varð síðan framhald á því þar sem
markaðurinn var ekki tilbúinn að taka við
þessari nýjung. Bjallan starfaði í aldarfjórð-
ung fyrir fórnfýsi eigenda sinna áður en hún
hætti starfsemi. Þær fræðibækur sem forlag-
ið gaf út um íslenska náttúru og dýralíf eru
hins vegar dýrmæti sem ekki fyrnist. En
Bjallan hætti starfsemi þar sem markaðurinn
var lítill og kostnaður við jafnvandaða útgáfu
og forlagið var með er gífurlega mikill þegar
hann deilist niður á tiltölulega fá eintök. Þar
með féll fræðibókaútgáfa fyrir börn að miklu
leyti niður. Það er synd að hið opinbera skuli
ekki geta veitt myndarlega styrki til að halda
slíkri útgáfu úti og styðja þannig einkafram-
takið í ljósi þess hve Námsgagnastofnun eru
þröngar skorður settar með útgáfu á fræðirit-
um fyrir börn.
Val á erlendum barnabókum til þýðinga
hefur áður verið umræðuefni í þessum grein-
um mínum og finnst mér þar megi betur
gera. Þó koma á hveiju ári nokkrar úr-
valsbækur í íslenskri þýðingu en flestar þeirra
hafa ekki náð verulegum vinsældum á bóka-
markaði. Undantekningar á þessari reglu eru
ritraðir sem ná eyrum fólks og eru bundnar
við einstaka persónur. Allir muna eftir Frank
og Jóa-bókunum, Nancy-bókunum og bókum
Enid Blyton sem komu út jafnt og þétt og
eiga enn sinn lesendahóp, og nútíminn á sína
ritröð sem fjallar um piltinn Bert. Húmorinn
í bókunum um Bert höfðar mjög vel til nú-
tímabarna, hallærislegar athugasemdir um
lífíð og tilveruna hitta beint í mark. Þótt
bækurnar um Bert séu engin sérstök bók-
menntaverk er þýðingin mjög góð og málfar-
ið prýðilegt. Höfði bækurnar til barna er að
sjálfsögðu ekkert við það að athuga að þær
séu gefnar út og lesnar enda þótt að manni
læðist sá grunur að þær séu gefriar í jólagjaf-
ir af því fólk veit ekki um neitt betra.
Verótawn og vióurkenningar
Á hveiju ári í kringum sumarmál eru veitt
íslensku barnabókaverðlaunin fyrir besta
handritið í samkeppni. Um leið og verðlauna-
höfundur er kynntur kemur verðlaunabókin
út. Tvö undanfarin ár hafa verið veitt tvenn
verðlaun og árið 1996 kom út á vordögum
bók fyrir 8-12 ára, og síðan kom út mynda-
bók rétt fyrir jólin. Á hveiju ári eru einnig
veittar viðurkenningar Skólamálaráðs
Reykjavíkur fyrir bestu frumsömdu bók liðins
árs og bestu þýðingu. Loks má nefna að
Barnabókaráðið, íslandsdeild IBBY, veitir
árlega viðurkenningar fyrir barnamenningu,
þ.m.t. barnabækur.
Árið 1996 fengu mæðgurnar Ingibjörg
Möller og Fríða Sigurðardóttir íslensku
barnabókaverðlaunin fyrir spennusögu sem
heitir Grillaðir bananar. Þetta er saga um
börn sem fara í skólaferðalag á Hornstrand-
ir og lenda þar í ævintýrum. Verðlaunin fyr-
ir myndabók fengu þær mæðgur Sigrún
Helgadóttir og Guðrún Hannesdóttir fyrir
bókina Risinn þjófótti og skyrijallið. Bókin
er ævintýri í gömlum stíl en samt heimfærð
á nútímann. Verðlaun Skólamálaráðs fékk
Magnea frá Kleifum fyrir bók sína um Sossu
litlu skessu sem er framhald verðlaunabók-
arinnar um Sossu sólskinsbarn. Þýðingar-
verðlaunin fékk Hólmfríður Gunnarsdóttir
fyrir þýðingu sína á bókinni Herra Zippó og
þjófótti skjórinn. Viðurkenningar Barnabók-
aráðsins sem veittar voru á sumardaginn
fyrsta fóru til Olgu Guðrúnar Árnadóttur
fyrir bók sína Peð á plánetunni jörð og til
Sigrúnar Árnadóttur fyrir þýðingar en Sigrún
hefur um árabil verið einn afkastamesti þýð-
andi barnabóka. Auk þess fékk Sigríður
Eyþórsdóttir viðurkenningu fyrir starf sitt
með leikhópnum Perlunni.
Af öðrum verðlaunaveitingum má nefna
að Guðrún Helgadóttir, sá sívinsæli barna-
bókahöfundur, fékk verðlaun úr Menningar-
sjóði VISA ísland. í umsögn um þessa viður-
kenningu segir í Visa-póstinum 1(3)1997:
„Það er engin tilviljun að Guðrún náði strax
samhljómi við fjölmarga lesendur sína sem
raunar hafa jafnan verið á öllum aldri. Leiftr-
andi frásagnargleði einkennir sögur hennar,
gáskafull en græskulaus kímni en þó umfram
allt næmur skilningur á því viðfangsefni sem
hún velur sér og á það jafnt við um persón-
ur, umhverfi og aðstæður."
Systkinin Sigrún Eldjárn og Þórarinn Eld-
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. APRÍL1997