Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1997, Síða 8
„HORNIÐ" - HEIMUR
BERNSKU MINNAR
EFTIR LEIF SVEINSSON
Rígur var mikill mili Vest-
urbæinga og Austurbæinga,
sem endaði með því að við
lá að allur þingheimur berð-
ist. Varð að samkomulagi
að fylkingarnar berðust í
Hljómskálagarðinum, en
lögreglan mun hafa frétt af
þessu og afvopnaði allan
strákaskarann.
Hornið er svæði, sem tak-
markast af Bjarkargötu,
Hringbraut, Suðurgötu
og Skothúsvegi. Þó
teygði svæðið sig eilítið
norður eftir Tjarnargötu,
þannig að drengir úr
Tjarnargötu 30-40 flutu
með. Um miðjan 4. áratuginn var Háskóli
íslands enn óbyggður, en helstu mannvirki
sunnan Hringbrautar voru Gamli Stúdenta-
garðurinn (tekinn í notkun haustið 1934),
bændabýli eitt, þar sem bjó Helgi „fjósa-
fýla“, skúr einn þar sem bjó Siglufjarðar-
Rósa og loks öskuhaugamir, þar sem nú er
Aragata. Með bréfi dags. 21. febrúar 1936
býður Pétur Halldórsson borgarstjóri f.h.
bæjarstjórnar Reykjavíkur, að gefa háskól-
anum lóð undir fyrirhugaðar byggingar sínar
sunnan Hringbrautar, á milli Suðurgötu og
fyrirhugaðrar framlengingar af Tjarnargötu,
suður að vegi gegnt Loftskeytastöðinni.
Þetta höfðinglega boð var þegið og þegar
hafist handa um byggingar á háskólalóð-
inni, hús atvinnudeildar Háskólans var þegar
fokhelt árið 1936, en bygging sjálfs háskóla-
hússins tók fjögur ár, hafin 1936, byggingin
vígð 17. júní 1940.
Skömmu fyrir vígslu Háskólans var Island
hernumið af Bretum (10. maí 1940) og kost-
aði þá einn Sunderland-flugbátur jafn mikið
og Háskólabyggingin. Það þóttu fírn mikil.
Ekki tóku allir drengir í hverfinu þátt í þeim
félagsskap, sem nefndur var „Hornið", en
þessir voru helstu leikfélagar mínir: I Bjark-
argötu 8: Sigurður Briem Jónsson, nú lög-
maður á Húsavík. í Hringbraut 26: Sæmund-
ur Nikulásson, rafvirki. í Hringbraut 30:
Dagfinnur Stefánsson, flugstjóri. í Hring-
braut 32: Agnar Kristjánsson, forstjóri
Kassagerðar Reykjavíkur, látinn. í Tjarnar-
götu 47: Ingólfur Björnsson, vélstjóri, látinn.
Af okkur sexmenningunum eru fjórir á
lífi, en tveir látnir. Við Sæmundur erum
þeir einu, sem ennþá búum á þessu svæði,
í bernskuheimilum okkar.
II.
Helgi „fjósafýla", er svo var nefndur bjó
fyrir sunnan og austan Gamla Garð, svona
miðja vegu milli Gamla Garðs og Norræna
hússins. Hann var eðlilega ekki mjög hrifinn
af nafngiftinni „fjósafýla" og komst ég einu
sinni í mikla lífshættu af hennar völdum.
Helgi læddist aftan að mér og tók mig háls-
taki og spurði, hvort ég væri einn af þessum
pörupiltum, sem alltaf væru að kalla sig
fjósafýlu. Þegar hann sleppti loks takinu,
svaraði ég að þetta væri hinn mesti misskiln-
ingur, það væri hann Dagfinnur Stefánsson,
sem alltaf væri að kalla hann þessu viður-
nefni og skyldi ég vísa honum á Dagfinn
við tækifæri, svo þeir gætu gert upp sín
mál. Slapp ég með skrekkinn í þetta skipti,
en var auðvitað langt frá því að vera sak-
laus. Þetta var lítið bændabýli, sem Helgi
Ljósm. Jón Karl Snorrason/Reykjavík - sögustaóur við Sund
TJARNARSVÆÐIÐ og „Hornið*1 séð úr lofti.
ÍSBJÖRNINN gamli við Tjörnina stóð á hluta „Hornsins". Myndin er tekin 4. apríl 1948.
átti, a.m.k. var fjóshaugurinn illa lyktandi
og þaðan komið nafnið á Helga.
III.
Siglufjarðar-Rósa átti skúr einn við Suð-
urgötu, svona miðja vegu milli Þjóðminja-
safnsins og Háskólans, skammt frá Melapoll-
unum, sem var lítil tjörn, uppáhaldsleiksvæði
okkar strákanna á vetrum. Hún bjó þarna
með syni sínum, Kjartani. Rósa var kona
orðheppin, en einnig nokkuð orðhvöt. Kjartan
og ég lékum okkur oft saman. Sjaldan brást
það, er við komum inn til móður hans, að
hún hæfi ekki mál sitt þannig: „Láttu helvít-
is pakkið í Tjarnargötu 36 gefa mér tösku,
helst tvær, því munar ekki meira um það
en mig um tveggjeyring". Auðvitað hlýddi
ég, enda um töskur að ræða, sem hætt var
að nota.
IV.
Veturinn 193S/36 var mjög harður frá
áramótum. Var þá hægt að skauta eftir
skurðum og lækjum allt frá Gamla Garði og
alla leið suður í Sketjafjörð. Skerjafjörður
var að mestu frosinn og þangað fóru margir
Reykvíkingar í gönguferðir. Gríðarmikill
skafl varð til meðfram Hljómskálagirðing-
unni við Hringbraut, þannig að við grófum
göng í skaflinn, þannig að skríða mátti eftir
þeim, en við útskot í göngunum loguðu kerti
til upplýsingar. í febrúar 1936 fór faðir minn
Sveinn M. Sveinsson með okkur bræðurna,
Harald, Svein Kjartan og mig í bíltúr til
Þingvalla. Þingvallavatn var þá að mestu
frosið, þannig að Steindórsbíllinn fór hik-
laust út á vatnið, og ók um það vítt og breitt.
En vötn eru viðsjál og allt í einu blasti við
vök skammt frá bílnum. Þetta var í annað
skipti af tveimur, sem ég var hissa á föður
mínum, sem var allra manna varkárastur.
Hitt var þegar hann fór með okkur bræður
yfir Skeiðaráijökul árið 1935, þá 8, 10 og
11 ára. Skautar voru með í för og er mér
ógleymanlegur tærleiki íssins, því þegar ég
datt á spegilsléttan ísinn, rann ég um 50
metra. Þetta var sérlega minnisstæð ferð,
þótt hún hefði getað endað á botni Þingvalla-
vatns. í Almanaki hins íslenska Þjóðvinafé-
lags um árferði þennan vetur segir svo:
„Veturinn var allharður frá áramótum. í jan-
úar náði frostið 16 stigum í uppsveitum sunn-
anlands. 2.2. var farið með 420 reykvísk
börn á bílum og skautum um Þingvallavatn.
V.
Við suðvesturenda Tjarnarinnar var ís-
björninn til húsa, en þar var tekinn ís af
Tjörninni til frystingar. Þar var einnig slát-
urhús á haustin og þótti mörgum strákum
forvitnilegt að fylgjast með því, sem þar fór
fram. Sumir söfnuðu hornum, aðrir hrúts-
pungum. Eitt sinn þótti heimilisfólki í Tjarn-
argötu 36 Haraldur bróðir nokkuð harðhent-
ur við greinarhöfund, er þá var þriggja ára
og var hann inntur eftir því, hveiju þetta
sætti: „Svona gera fláningsmennirnir í Ís-
birninum,“ var svar Haraldar.
Skammt ofan við ísbjörninn, norðan Skot-
húsvegar voru hesthús Stephans Stephensen
í Verðanda. Þar var oft komið við, en ekki
fengum við að koma á bak hjá Stephani, sem
um þetta leyti keypti Viðeyna, gamla ættar-
óðalið. Gott sleðafæri var á gangstéttinni
við Skothúsveg. Fínt var að renna sér frá
Tjarnargötu 37 og niður undir Tjarnarbrúna.
Þarna var oft flughált og bar lögreglan sand
á stéttina til að forðast slys. Ekki vorum við
strákarnir hrifnir af þessum tiltækjum og
sungum: „Óreglufjandinn er að moka
sandinn."
Ég datt mest í Tjörnina þrisvar sama
daginn. Voru þá ekki fleiri buxur tiltækar á
heimilinu, sem þurrar voru, svo ég settist á
ofninn í smíðaherberginu og beið þess að
þær þornuðu. Tjörnina mátti ekki afrækja.
Jakahlaup er ein merkasta íþrótt sem stund-
uð hefur verið hér á landi. Hana stunduðum
við stíft. Tókum axir traustataki á heimilum
okkar og hjuggum til hæfilega stóra jaka.
Síðan var hlaupið jaka af jaka, en ef þeir
brotnuðu undan okkur, var bara að bregða
fyrir sig sundtökunum. Síðar á ævinni, er
ég stundaði nám í Gagnfræðaskóla Reykvík-
inga 1940-42, fóru nemendur oft í frímínút-
um suður á Tjörn, héldust í hendur svona
15 saman og létu ísinn ganga í bylgjum
milli hólmans og lands. Það var kallað að
„dúa“. Slík íþrótt hefur því miður lagst af
og þó. Stundum lenti allur hópurinn á sund,
svo kannske er það affarasælast, að dúingar
hafi lagst niður.
VI.
Knattspyrna var sú íþrótt, sem vinsælust
var meðal drengja á „Horninu". Nærtækast
var að stunda hana í Björkinni, skógræktar-
svæði því, sem er austan Bjarkargötu og
■ii
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. APRÍL1997