Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1997, Qupperneq 11
Um Stefán Th. Jónsson, athafnamann á Seyðisfirði
um síðustu aldamót, sem byggði glæsilegustu hús
bæjarins, rak fínustu verzlun landsins, átti fjölda báta
og fiskverkunarhús, gaf út blöð og var lagður í rúst
með „pólitískri aðgerð". GISLI SIGURÐSSON tók
saman og byggði á samantekt Einars Vilhjálmssonar.
Um síðustu aldamót, þegar
Reykjavík var einungis smá-
bær í Kvosinni, var mikill
uppgangur, bæði á Vest-
fjörðum og Austfjörðum. Á
Isafírði var Ásgeirsverzlun
stórveldi sem gerði út 16
báta og Ásgeir Ásgeirsson
yngri rak þá verzlanir víða á Vestfjörðum;
hafði gufubát og gufuskip í ferðum og gerði
tilraun til að stofna eimskipafélag.
Á Austfjörðum varð hliðstæður uppgangur
með þungamiðju á Seyðisfírði. Forystumaður
Seyðfírðinga á þessum árum var Jóhannes
Jóhannesson, bæjarfógeti og þingmaður, einn
virtasti stjómmála-
maður og yfírvald fyrr
og síðar og átti stóran
þátt í blómaskeiði bæj-
arins. Tímamót urðu
þegar sæsíminn tengdi
Seyðisfjörð við útlönd,
en önnur ástæða fyrir
uppgangi Seyðisfjarð-
ar var góð höfn og
stutt sigling til Noregs,
enda komu Norðmenn
mjög við sögu í þeirri
miklu upbyggingu sem
þama varð á tímabili.
Þá var tvímælalaust
hægt að tala um raun-
verulegt jafnvægi í
byggð landsins. Á
Vestijörðum, Akureyri
og Seyðisfírði reis þá
hvert glæsihúsið á fæt-
ur öðru; innflutt timb-
urhús í svonefndum
sveitserstíl, sem gerð-
ur var íslenzkur með bárujárninu. Hús af því
tagi risu raunar einnig í Reykjavík og þau
standa enn á öllum þessum stöðum, sumum
þeirra hefur þó því miður verið spillt.
Sérstök auðlegð í húsum af þessu tagi varð
til á Seyðisfirði og má rekja þijú þau glæsileg-
ustu til eins manns, sem sannarlega tók til
hendinni á Seyðisfírði. Þessi maður var Stefán
Th. Jónsson, stórhuga framfara- og athafna-
maður, sem nú er farinn að fyrnast svo lík-
legst er að hinar yngri kynslóðir þekki alls ekki
nafnið.
Sildin kom 09 sildin fór
Seyðisfjörður fékk kaupstaðarréttindi 1895.
íbúar vom þá 567. Fyrstu skref til þorpsmynd-
unar má rekja til þess að verzlun hófst á Fjarð-
aröldu og Vestdalseyri laust fyrir miðja 19.
öld. Skömmu síðar stofnaði Orum & Wulf
verzlun á staðnum og fleiri bættust við; þar
á meðal Gránufélagið eftir 1870 og stóð sú
verzlun til 1912. Þegar mikil síldveiði við
Noreg brást skyndilega, fóm Norðmenn að
leita eftir síld við ísland. Þeir settust að á
Austfjörðum, einkum á Seyðisfirði, en athafna-
samastur og kunnastur norskra síldarspekúl-
anta var Otto Wathne, sem rak umfangsmikla
síldarútgerð og síldarsöltun ásamt verzlun í
tvo áratugi á Seyðisfirði.
En síldin hefur jafnan verið hverful og stór-
sfld hætti að ganga inn á Austfírði um alda-
mótin. Þá dró úr uppgangi bæjarins og fjölg-
aði íbúum hægt næstu áratugina. Á áratugn-
um 1930-40 vom þeir þó komnir í 1000. Á
uppgangsárunum vom margar verzlanir á
Seyðisfirði en vægi verzlunarstaðarins og
staða Seyðisfjarðar sem höfuðstaðar Austur-
lands, fór þverrandi eftir að vegur var lagður
frá Reyðarfírði til Egilsstaða og Kaupfélag
Héraðsbúa fékk aðsetur á Reyðarfirði.
En það vom ekki bara Norðmenn sem tóku
til hendinni á gullaldarárum Seyðisfjarðar.
Einn Seyðfirðingur sem bytjaði með tvær
hendur tómar náði því að komast í röð máttar-
stólpanna með því að hann varð útgerðarmað-
ur, kaupmaður og bæjarfógeti og þar að auki
stóð hann að þvi að byggja glæsilegustu hús
Seyðisfjarðar. Þessi maður var Stefán Th.
Jónsson. Hér á eftir verður stiklað á stóm um
ævi þessa merka brautryðjanda.
Úrsmiówr ■ alvinnurekstor
Stefán Þorvaldur Jónsson fæddist 12.
okt.1865 á Kóngsparti í Sandvík í Norðfjarð-
arhreppi. Foreldrar hans voru Jón Þorvaldsson
bóndi þar og kona hans Gróa Eyjólfsdóttir,
ættuð frá Þernunesi
við Reyðarfjörð. Árið
1880 flutti fjölskyldan
að Stóra-Steinsvaði í
Hjaltastaðaþinghá og
bjó þar í ár en síðan á
Fornastekk við Seyðis-
fjörð. Á þeim árum var
Seyðisijörður orðinn
þýðingarmikill útgerð-
ar- og verzlunarstað-
ur.
Segja má að Stefán
hafi ungur tekið
„kúrsinn" með því að
hefja verzlunarnám í
Norskubúð á Seyðis-
firði, sem raunar hét
Det Norske
Kompagnies Handel.
Það var á því kalda
ári 1882 og tveimur
árum síðar sigldi Stef-
án til Noregs með
aleiguna, 315 krónur.
í Stavanger dvaldi hann í tvö ár við úrsmíða-
nám og lauk sveinsprófi í þeirri iðn. Heim
kominn 1886 settist Stefán aftur að á Fornas-
tekk á Seyðisfirði, þar sem hann stundaði í
fyrstu úrsmíðar og fór þá þegar að verzla
með klukkur og gjafavörur.
Það sýnir hvert álit Seyðfirðingar hafa haft
á þessum unga manni, að tveimur árum seinna
var hann kominn í hreppsnefnd. Árið 1890
var hann bæði orðinn oddviti og hreppstjóri
og sama ár átti hann þátt í stofnun Sparisjóðs
Seyðisfjarðar og var í stjórn hans. Þátttaka
Stefáns í útgerð hófst 1898 með því að hann
var meðal þeirra sem stofnuðu Fiskveiðifélag-
ið Garðar á Seyðisfirði. Á síðasta ári aldarinn-
ar stóð félagið í verulegum framkvæmdum
og keypti þá og árið 1900 tvo gufutogara og
fímm seglatogara. í fyrstu gekk útgerðin vel,
en veiðin dróst saman og „vandi útgerðarinn-
ar“ varð slíkur að ári liðnu, að ákveðið var
að slíta félaginu og afhenda eignir þess skipta-
ráðanda til opinberrar meðferðar.
En Stefán lét það ekki draga úr sér kjark-
inn. í ársbyijun 1904 keypti hann í félagi við
Sigurð Jónsson 31 fets langan, opinn mótor-
bát, sem jafnframt var fyrsti mótorbátur Aust-
firðinga. Báturinn hét Bjólfur eins og útgerðar-
félagið og fyrsta sumarið gekk allt að óskum.
Hér voru tímamót; árið eftir komu 5 nýir vélbát-
ar til Seyðisfjarðar og á næstu árum flutti
Stefán inn fjölda vélbáta fyrir Austfirðinga.
Enn voru færðar út kvíamar 1905, því þá
stofnaði Stefán til bátasmíða á Seyðisfirði í
félagi við Friðrik Gíslason úrsmið. Pantanir
bárust í nokkra báta og reyndust seyðfírzku
bátarnir vel. í fyrstu voru bátarnir smíðaðir
undir beru lofti, en næsta skref var bátasmíða-
hús; þaðan var fyrsti báturinn sjósettur í jan-
úar 1906.
Árið 1911 átti Stefán sjö mótorbáta, hlut
STEFÁN Th. Jónsson.
'n 1111 m n 11 ’ 11111iIII111il? 1 tllillliii
ÍBÚÐARHÚS Stefáns Th. Jónssonar og Ólaffu konu hans á Seyðisfirði. Glæsilegt timburhús í sveitserstfl, flutt inn frá Noregi 1899.
STEFÁN og Ólafia ásamt fimm börnum sínum í garðinum við íbúðarhús þeirra. Allir er
klæddir samkvæmt tízku tímans og húsbóndinn hefur á sér greinilegt höfðingasnið með
vindil og svartan kúluhatt.
EVANGER, útgerðarstöð í eigu Stefáns Th. Jónssonar.
J O-t l
VERZLUNARHÚS, Stefáns Th. Jónssonar við Bjólfsgötu á Seyðisfirði. Þar voru fyrstu glugga-
útstillingar á íslandi og sérstök deild fyrir vindlareykinga- og skeggsnyrtingaáhöld.
tl«l
Mifn
ffrin*
c —s*
H wm\ !W! iiu ssss
BARNASKÓALHÚSIÐ á Seyðisfirði, eitt faliegasta hús landsins, kom tilhöggvið frá Noregi
1907 og átti Stefán Th. Jónsson drjúgan þátt f því.
í gufuskipi, fiskverkunarhúsin Liverpool og
Evanger ásamt hafskipabryggjum, fjögur lifr-
arbræðsluhús, hálft nótalag, bátasmíðahús,
fjölda geymsla og útihúsa, en þar að auki íbúð-
arhúsin Nóatún, Stefánshús, svo og Stefánsbúð.
Þetta virðast allnokkur umsvif og eignir.
Þó er ekki allt talið. í samvinnu v.ið Sigurd
Johansen stofnaði Stefán til útgáfu á blaðinu
Bjarka, en jafnframt var byggt hús fyrir prent-
smiðju með íbúð fyrir ritstjórann, sem var
skáldið Þorsteinn Erlingsson. Þorsteinn Gísla-
son varð meðritstjóri aldamótaárið og tók þá
einn við ritstjórninni, en blaðinu var haldið úti
í fjögur ár til viðbótar. Það var síðan alllöngu
síðar, árið 1919, að Stefán réðist í nýjan blaða-
slag; nú ásamt með Eyjólfí Jónssyni og Jóni
Jónssyni bónda í Firði. Þá hófst útgáfa Austur-
lands undir ritstjórn Guðmundar Hagalín.
Fyrsta blaðið kom út 1. janúar 1920, en á
miðju sumri 1922 hætti blaðið að koma út og
við tók blaðið Austanfari, sem síðar hét Hæs-
ir og kom út til 1930.
Fiskverkun Stefáns Th. Jónssonar var sér-
stakur kapítuli og hann ekki smár. Árið 1895
byggðu Stefán og Sigurd Johansen pakkhús
á grunni Liverpool-hússins, sem rifið var og
flutt að Vestdalseyri. Árið 1906 var ráðist í
110 ferm. fiskverkunarhús og stóra hafskipa-
bryggju, beint niður af pakkhúsinu. Saltverk-
unarhús byggði Stefán 1901 og enn 158 ferm.
fiskverkunarhús 1918. Það var byggt á staur-
um við bryggjuna og kallað Bryggjuhúsið.
Niðri var saltfiskþvottur, en uppi var veiðar-
færagerð.
Stóreignir á sjó og landi
Nokkur sígild dæmi eru til, bæði úr bók-
menntum og veruleikanum, um manninn sem
„átti plássið". Ugglaust mátti telja á tímabili
að Stefán Th. Jónsson væri einn þeirra og það
er eftirtektarvert í allri þessari vanþróun á
fyrstu áratugum aldarinnar, að einstakir menn
gátu orðið flugríkir. Það er ekki fyrr en núna,
að kvótinn skapar einstaka mönnum þessi
skilkyrði til skyndilegs auðs. Lítum ögn á,
hvað Stefán Th. Jónsson átti í handraðanum,
ef svo mætti segja:
Árið 1912 keypti hann eftirtalin hús á lóð-
inni við Strandarveg 1: íbúðarhúsin Hlöðu og
Antoníusarhús, Madsenshús sem var pakkhús
ásamt stórri hafskipabryggju, Frosthús Wat-
hnes, Lifrarbræðsluna og Pálshús. Ennfremur
keypti hann þetta ár Flísahúsin sem svo voru
nefnd ásamt bryggju og fískreitum og hálft
íbúðarhúsið Elveijöj.
Þó er langt í frá að allar eignir Stefáns séu
taldar. Áður hafði hann keypt Evengereignina
á Hánefsstaðaeyri og henni_ fylgdi lifrar-
bræðsla og hafskipabryggja. Á Brimnesi átti
hann auk þessa verskála og aðra lifrar-
bræðslu. Aldamótaárið keypti Stefán færeyska
þilskipið Royndina fríðu á uppboði, en skipið
strandaði við Seyðisfjörð. Af Garðarsfélaginu
keypti hann siðan þilskipin Slater, 86 brúttó-
tonn og Lock Fyne, 90 brtn. Nokkrum árum
síðar bættust í flota Stefáns Svanen NS, 46
brtn., m/b Bjólfur, 6 brtn., sexæringurinn
Adam, m/b Garðar sem kallaður var Græn-
borði, og m/b Fálki, 6,5 brtn.
Þetta er orðið þó nokkurt safn; samt er
ótalið að 1907 eignaðist Stefán ásamt Vil-
hjálmi Árnasyni m/b Val og ári síðar m/b
Hánef. Einn keypti hann hinsvegar til viðbót-
ar m/b Skúla fógeta, 7 brtn., m/b Bergþóru
og m/b Unni. Seinna eignaðist Stefán m/b
Titan og hlut í þremur bátum til viðbótar.
Stefán stofnaði „Síldveiðifélagið Ölduna"
1906 ásamt Lars Imsland og Þórarni Guð-
mundssyni. Félagið keypti e/s Nóru og gerði
skipið út í nokkur ár. Árið 1918 keypti sama
félag eignir Þorsteins Jónssonar „borgara" á
Skálum á Langanesi og rak þar verzlun, út-
gerð, fiskkaup, fiskverkun og lifrarbræðslu til
1930.
Líklega hafa fáir eða engir menn í íslands-
sögunni eignast fleiri báta en Stefán Th. Jóns-
son á þessu tímabili. En árið 1913 bætti hann
við sig umsvifum á nýjum vettvangi, þegar
hann stofnaði með Peter L. Mogensen „Gos-
drykkjaverksmiðjuna Seyðisfjörð“. Verksmiðj-
an framleiddi „Álmennt sódavatn", „Svenskt
sódavatn", „Hindbær Limonade", „Jarðarbeija
limonade“ og Sítrón sódavatn". Verksmiðjan
var í kjallara barnaskólahússins. Frá árinu
1922 átti Stefán gosdrykkjaverksmiðjuna
einn, en seldi hana fjórum árum síðar.
Pólitísk aóför og gjaldþrot
Árið 1929 komst til valda framsóknarstjórn
undir forsæti Tryggva Þórhallssonar, en löng-
um hefur verið talið, að Jónas Jónsson hafi
ráðið þar því sem hann vildi. Jónas var í heil-
ögu stríði við „íhaldið“, „Bolsana" og alla sem
stóðu í samkeppni við kaupfélögin. Kaupmenn
voru eitur í hans beinum. Um og eftir 1930
fóru í hönd erfíðir tímar og heimskreppa. Þá
var Islandsbanka lokað vegna greiðsluerfið-
leika og segir Ólafur Björnsson prófessor í
sögu íslandsbanka h/f, að lokun bankans hafi
verið mistök, „sennilega mestu fjármálamis-
tök, sem hér á landi hafa orðið, allt frá því
ísiendingar öðluðust að fullu yfirráð fjármála
sinna".
Stefán Th. Jónsson og fleiri athafnamenn
á Seyðisfirði voru gerðir gjaldþrota, þó lítt sé
skiljanlegt hvernig slíkt gat hent Stefán með
aðrar eins eignir og hann átti, enda hefur
verið talið, að hér hafi verið um pólitíska að-
för að ræða og að lokun bankans hafi verið
bragð til þess að koma verzlunar- og útgerðar-
fyrirtækjum í einkaeign fyrir kattarnef.
Það sem m.a. gerir gjaldþrot Stefáns tor-
tryggilegt, er að við skiptalok hefur hann leyst
til sín íbúðarhúsið, geymslu og gripahús, ásamt
hesti og kú, blómagarði ofl. og greiddi hann
stóran hluta andvirðisins með peningum.
Bwjarfógeti og byggingafrömwóur
Athafnamaðurinn Stefán Th. Jónsson hefur
haft í mörg horn að líta, en gat þó gefíð sér
tíma til að standa í ýmsu öðru, bæði fyrir sjálf-
an sig og Seyðfirðinga. Þegar Seyðisfjörður
fékk kaupstaðarréttindi 1895, var Stefán kjör-
inn í bæjarstjórn, en jafnframt var hann sett-
ur bæjarfógeti án dómsvalds til 1. apríl 1896.
Árin 1895-96 var honum falið að annast fjár-
reiður bæjarins og færa upp reikningana. Stef-
án sat síðan í bæjarstjórn frá ársbyijun 1895-
1910, aftur frá 1911-1917 og síðast árið 1920.
Konunglegur norskur vararæðismaður varð
hann 1906 og úmboðsstörfum gegndi hann
fyrir tvö dönsk tryggingafélög og Sameinaða
gufuskipafélagið.
En það sem þessi brautryðjandi skildi eftir
sig og lengst hefur staðið á Seyðisfirði eru
nokkur hús, sem telja má að hafi þá verið í
röð glæsilegustu húsa landsins. Þau standa
enn sem dæmi um byggingartfl sem blómstr-
aði á íslandi um skamman tíma. Þetta voru
sveitserhúsin, „katalóghús" sem voru flutt inn
frá Noregi og síðar meir yfírleitt klædd með
bárujárni. íbúðarhús Stefáns Th. Jónssonar
við Bjólfsgötu, sem inn var flutt 1899 er gott
dæmi um hús af þessu tagi eins og þau urðu
glæsilegust. Annað hús sem enn setur svip á
bæinn og Stefán átti mikinn þátt í að koma
upp, er barnaskólahúsið í nýklassískum stíl,
sem kom tilhöggvið frá Noregi 1907. Þriðja
dæmið er verzlunarhús Stefáns að Bjólfsgötu
7, þar sem Seyðfirðingum bauðst að verzla í
viðlíka fínni búð og þeim betri í höfuðborgum
Norðurlanda. Verzlunin átti vart sinn líka á
íslandi og líklegt að framsóknarmennirnir í
stjórn Tryggva Þórhallssonar hafí litið hana
öfundarauga. Við getum svo spurt löngu síð-
ar: Hvaða ávinningur var það fyrir fólkið á
Seyðisfirði og raunar íslendinga alla, að þetta
væri lagt í rúst?
Eiginkona Stefáns var Ólafía Sigurðardóttir
frá Firði, f. 1863. Þeim varð fímm barna auð-
ið; tveir synir og yngsta dóttirin dóu í blóma
lífsins.
Tómstundir Stefáns hafa varla verið marg-
ar, en hann hafði gaman af veiðiskap og stund-
aði eitthvað hreindýraveiðar, fuglaveiðar og
stangaveiði. Konu sína missti hann 1930 og
hélt eftir það heimili með ráðskonu. Þessi
merki Seyðfírðingur og athafnamaður lézt 7.
apríl 1937.
Heimildir: Samantekt Einars Vilhjólmssonar um
Stefán Th. Jónsson (handrit), Æviágrip eftir
St.Th.Jónsson frá 1907, Þeir settu syip á öldina,
þáttur um Stefán Th. Jónsson eftir Armann Hall-
dórsson. Húsasaga Seyðisfjaráar eftir Þóru Guð-
mundsdóttur, Hver er maðurinn? eftir Brynleif
Tobíasson, Verzluanrtíðindi 1937, minningar-
grein eftir Lárus Jóhannesson, Minningargrein úr
Vísi 1937 eftir Sigurð Arngrímsson, Mjnninaar-
grein úr Ægi eftir Arna Vilnjálmsson, Útskrift úr
uppskriftar- og virðingargjörð á þrotabúi St.Th.
Jónssonar, Iðnsaga Austurlands eftir Smpra
Geirsson og Saga íslandsbanka h/f eftir Ólaf
Björnsson prófessor.
ARÆÐINN ALDAMOTAMAÐUR
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. APRÍL1997
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. APRÍL 1997 1 1