Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1997, Qupperneq 12
TRYGGVI V. LÍNDAL
LJÓÐ UM
KALSA
Það sem okkur íslendinga vantar
er pípuhattur á vetrarkollinn
svo hann blási ekki
oní bein.
Svo árhringurinn verði ekki
flatur að ofan
einsog hangandi daggardropi.
Landarnir í Ástralíu,
andfætlingarnir í sólinni
ættu þá að senda okkur Ijóð
til að við yrðum aðrir
en við erum
Skrautfiskamir stynja
hljóðlega í kaldri kúpunni,
blása út kinnar
og hjúfra sig saman.
Uti hefur skafið, fryst,
í margar vikur
og skáldið burðast við
að skrifa skoplega;
uppörvun til hrjáðs
alm úgastritarans.
Martraðir nætur
ganga þó enn nær
og æ meiri tími
fer í fornar þagnir.
Þynnist gólfíð
yfír selshöfðum.
Ég er að velta fyrir mér
hvort manneskjan verði
manneskjulegri í kuldanum.
Maðurinn er eins og kraftaverk:
Allt sem ég ætlaði að bölva
hefur breyst í laufgan baðm
eftir heitan kaffisopa.
Eitt langar mig til að gera:
Að rétta öðrum hjálparhönd.
Ég sem get ekki einusinni
hjálpað mér sjálfur!
LJÓÐ UM LJÓÐ
Ég þekki skáldkonu
sem þykir allt jafn ágætt,
sem úr penna hennar drýpur:
Þreytist ekki á að lesa Ijóðin
á flugferðinni heim
eftir upplestra erlendis.
Er sama hvað rýnar segja
enda taka þeir bara
stikkprufur af sælu hennar,
ekki lífsýni.
Þú sakar mig um skáldhroka.
En ég segi þér: Allt
sem kemur úr erfðabanka okkar,
bæði snjallræðin og vitleysurnar,
bæði gáfumennirnir og rakin fíflin
eru af sama meiði,
úr sama ættarsánum.
Milli mín og ritstjórans
ríkir „menntað einveldi“.
Ég skrifa það sem mér sýnist,
Hann birtir það sem honum þóknast.
Samvinna okkar er annáluð
enda opna ég ekki gagnrýnisbréfin.
Ég á að sitja hérna
við að kryfja ágæti sagna.
Samt skrifa ég bara Ijóð.
Flugan og Ijóðið:
Ytri beinagrind.
Maðurínn og skáldsagan:
Innri beinagrind.
Hérinn og blaðagreinin:
Viðbrögð við hávaða.
Móðir mín um Stephan G.:
„Hann hlýtur að hafa
átt merkilega konu:
Því hann vakti á nóttinni
og hlýtur því að hafa
sofið á daginn".
Höfundur er skóld og þjóðfólagsfræð-
ingur.
EFTIR ÞORSTEIN ANTONSSON
Samfélagið kann að viðurkenna sankynhneigð en
aldrei án tvískinnungs. Við venjulegar þjóðlífs-
aðstæður, jafnvel mjtímafrjálsræði eins og okkar
Islendinga, verða samkynhneigðir að lifa
tvöföldu lífi þótt þeir séu ekki í felum.
NOKKUR átök verða
jafnan milli einstaklings
og samfélags hans,
a.m.k. framan af ævi,
milli þarfar hans fyrir
að varðveita einstakl-
ingseinkenni sín og
hins sem talið er helst
hæfa manna í meðal. Flestum lærist að
semja sig að aðstæðum sínum þótt mönnum
kunni að vera það mismunandi ljúft. Stígum
nú skrefið til fulls og spyijumst fyrir um
manngerðir sem af náttúrufari sínu eru veru-
lega frábrugðnar öllum stöðlum, jafnt göml-
um sem nýjum, jafnvel svo að taka verður
sérstakt tillit til afbrigðanna ef ekki á að
fara í óefni. Þeir eru til sem ekki geta verið
með hversu mjög sem þeir vildu. Við leitum
eftir slíku fólki og höldum okkur innan þeirra
marka að það geti talist með fullu viti.
Náttúran gerir í sífellu tilraunir með
mannfólkið eins og annað komist ekki að
hjá henni en óttinn við að deyja út ef ekki
svari til síbreytilegra aðstæðna. Af þessu
leiðir að engir tveir menn eru alveg eins,
jafnvel ekki eineggja tvíburar. Af þessum
sökum er freistandi að ætla að til að við-
halda fjölbreytni og yfirsýn sjái náttúruvalið
þar að auki til þess að nokkrir einstaklingar
í hveijum hóp aðlagast ekki af arfbundnum
ástæðum.
Eru slíkir menn til? Vissulega. Ef að líkum
lætur er sumum mönnum áskapað að fjölga
sér ekki á þann hátt sem gerist yfirleitt um
fólk, og án þess þó að nokkuð sé að þeim,
þ.e. þeim samkynhneigðu. Svo eru það hinir
sem hafa svo afbrigðilegt skaplyndi að þeim
er sjaldnast vært meðal venjulegra fólks.
Og til eru áráttusérvitringar sem allt verða
að gera eftir eigin höfði hvort sem það sam-
ræmist aðstæðum þeirra eða ekki.
Reynum fyrst að finna okkur leið til að
ijalla um helsta blygðunarefni manna í milli
til síðustu ára, samkynhneigða. Ólíkar kyn-
lífsþarfir við það sem almennt gerist leiða
huga þess manns ósjálfrátt og ómótstæði-
lega að annarskonar áhugaefnum en venju-
legs fólks. Hann hlýtur að leita lags við sér
líka í einhverskonar menningarkima.
Kynlífsafbrigði geta verið með ýmsu móti.
Eitt af mörgum slíkum eru kynskiptingar;
menn sem skipt hafa um kynferði í þeirri
trú að andi þeirra hafi annað kynferði en
líkaminn. í blöðum segir stundum af slíkum
manni sem talið hefur sig vera af öðru kyn-
ferði en því sem útlit var fyrir og ekki hef-
ur sinnt fortölum, allt hefur orðið undan að
láta uns kyn og sannfæring hafa náð saman
fyrir trú hans og mátt læknavísindanna.
Klæðskiptingar eru á hinn bóginn öllu
óvissari um kynferði sitt. Þeir láta sér nægja
að taka upp látæði hins kynsins um stund.
Slíkur maður hefur kynhneigðir til hins
gagnstæða kyns og líklega bara þær þrátt
fyrir háttalagið og er því ekki endilega
hommi, ekki frekar en kynskiptingurinn.
Ólíkt klæðskiptingum eru samkynhneigðir
oftar en ekki fullvissir um kynferði sitt þótt
kynþarfír þeirra beinist að eigin kyni. Þeir
hafa yfírleitt engan áhuga á að skipta um
kynferði hvorki í bráð né lengd. Karlmaður
sem leitar eftir að lifa kynlífí með öðrum
karlmanni þarf ekki að vera í neinum vafa
um að hann er karlmaður.
Núorðið telst sannað að samkynhneigð
sé a.m.k. í sumum dæmum meðfæddur eigin-
leiki. En samfélagskröfur kunna að stríða
svo mjög gegn tilfínningum hommans fyrir
sérþörfum sínum að hann reynir að dylja
upplag sitt og einkenni fyrir sjálfum sér og
öðrum. Maðurinn er hommi, hann veit það
sjálfur, en vill ekki játast þessu upplagi sínu,
ekki bara vegna þess að hann óttast við-
brögð annarra manna heldur og kannski
einkum vegna þess að honum líst mun betur
á þau tækifæri sem bjóðast í samfélagi gagn-
kynhneigðra þeim mönnum sem á annað
borð lúta kynlífsreglum þess en hinum sem
ekki gera það. Af þessari ástæðu stríðir
hann við upplag sitt eins og líklega flest
okkar gera í meira eða minna mæli, en þó
frekar en yfirleitt gerist. En ekki vegna
vafa um kynferðið heldur hins að kynþarfirn-
ar samræmast ekki þeim hlutverkum sem
standa honum til boða.
Ekki samleiA
Lífríkið aðhyllist undantekningar enda
hefði engin þróun orðið í náttúrunnar ríki
án þeirra, samkvæmt þróunarkenningunni.
Mannshugurinn er hið eina sem kemur vel
út úr samanburði við aðrar dýrategundir
þegar borin eru saman úrræði til sjálfsbjarg-
ar. Sjálfstæð sjónarhorn mannlegrar hug-
kvæmni ráða úrslitum um hvort hópar jafnt
sem einstaklingar öðlist nýtanlegan skilning
á sjálfum sér, stöðu sinni og framtíðarmögu-
leikum. Mannfólkið hefur komið sér upp
mörgum úrræðum til slíkrar yfirsýnar, s.s.
menntastofnunum og óhlutbundnu, fræði-
legu málfari, hvoru tveggja þó ekki fyrr en
á síðari stigum sögu sinnar. Framan af leiddi
slíka yfírsýn fremur af atgervi einstaklinga
en öðru.
Ástæða er til að ætla að jafnan eigi ein-
hveijir einstaklingar þess kost af náttúruf-
ari sínu að beita huganum af meira frjáls-
ræði en aðrir í hópnum, sé það hrein og
bein nauðsyn. Slíkir upplýsingamiðlar frum-
stæðra þjóðflokka, shamanar, töframenn,
seiðkarlar, nornir, hafa fyrr og síðar verið
orðaðir við samkynhneigð fremur en aðrir
sem tilheyra þjóðflokknum, og það svo að
jafnvel sjálft orðið seiður hefur tengst þess-
ari merkingu. Sama hefur gilt um listamenn
J
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. APRÍL1997