Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1997, Qupperneq 14
STRIGINN OG BREIÐTJALDIÐ
Kvikmyndin hefur verið talin
afsprengi Ijósmyndarinnar
frá árdögum miðilsins. Þó
hefur vestræn myndlistar-
hefð sett svip á kvikmyndir
frá fyrstu árum kvikmynda-
-----------------7------
sögunnar segir JONAS
KNÚTSSON. Þegar 24
myndrammar líða saman á
einni sekúndu sýnistáhorf-
andanum sem um eiginlega
hreyfingu sé að ræða og
augað lætur blekkjast. Samt
lýtur hver rammi sömu lög-
málum og málverk. Bæði
Ijósmyndin og breiðtjaldið
sækja ferkantaða lögun
sína til málverksins.
Málverkið líkir aftur á
móti eftir glugganum.
-
■ ÍDj *b
h I
■fn
Anthony Hopkjns íhlutverki Picasso.
í MYND Hitchcocks Bergnuminn kom fyrir darumför, sem Dali var höfundur að.
ÍFSHLAUP skrautlegra listmálara
var eitt sinn vinsælt yrkisefni
kvikmyndagerðarmanna. Virðist
sú lenska að gera slíkar myndir
eiga auknu fylgi að fagna á síð-
ustu misserum.
Árið 1935 lék stórleikarinn
Charles Laughton Rembrandt í
samnefndri kvikmynd. Gerði Laughton hlut-
verki þessu glæsileg skil sem vandi hans var.
John Huston leikstýrði Rauðu myllunni
(Moulin Rouge) um ævi málarans Toulouse
Lautrec árið 1952. Hinn ágæti leikari Jose
Ferrer lék Lautrec. Kvikmyndatökumaðurinn
snjalli Oswald Morris gæddi Montmartre-
hverfið í París á nítjándu öld nýju lífi.
Mel Ferrer (þessir öndvegisleikarar eru
óskyldir) brá sér hins vegar í gervi spænska
listmálarans E1 Grecos í samnefndri kvik-
mynd árið 1964. Þótti sú mynd ekki merkur
minnisvarði um málarann og féll hún fljótt
í gleymskunnar dá.
Kvikmyndagerðarmenn í Hollywood sýndu
- frægum listmálurum snemma áhuga. Bókin
Lífsþorsti (Lust for Life) eftir Irving Stone,
sem þýdd hefur verið á íslensku, var kvik-
mynduð árið 1956. Kirk Douglas lék Vincent
Van Gogh og Anthony Quinn Paul Gaugin.
Lífshlaup Van Goghs eggjaði fleiri leikstjóra
til dáða. Árið 1990 gerði Robert Altman
myndina Vincent og Theo um samskipti list-
málarans við bróður sinn. Lék breski leikar-
inn Tim Roth Van Gough að þessu sinni.
Irving Stone reit einnig sögu Michelangelo
og Sistínukapellunar. Hét bókin Sársaukinn
og sælan (The Agony and the Ecstacy).
Charlton Heston leik endurreisnarmanninn
og Rex Harrison páfann Júlíus annan. Gagn-
rýnandinn Judith Christ lýsti því yfir að eng-
in sæla og eintómur sársauki væri að horfa
j á myndina. Gagnrýnendum hefur hætt til að
j* fordæma stórmyndir um fræga málara með
þeim rökum að lauslega sé farið með söguleg-
ar staðreyndir, slíkar myndir hljóti að skrum-
skæla lífshlaup merkra listamanna og gera
j lítið úr afrekum þeirra. Sannleikurinn er sá
| að þessar myndir hafa kynnt listamenn og
verk þeirra fyrir milljónum áhorfenda sem
að öðrum kosti hefðu farið á mis við þau.
Ein frægasta skáldsaga sem rituð hefur
verið um listmálara er eflaust Tunglið og
sexeyringurinn (The Moon and a Sixpence)
( eftir öndvegishöfundinn Somerset Maugham.
| Fyrirmynd að söguhetjunni var Paul Gaugin.
i George Sanders lék aðalsögupersónuna sem
l| * gefur allt upp á bátinn fyrir listina. Sanders
| gerði hlutverkinu eftirminnnileg skil að
! vanda. Blóðheitir listmálarar eru vinsælt
söguefni í kvikmyndum og nægir þar að
nefna nýlegar myndir á borð við Carrington
og Veggfóður.
New Yorksögur (New York Stories) frá
árinu 1989 er þríleikur þar sem þrír afbragðs-
leikstjórar, Woody Allen, Martin Scorsese og
Francis Ford Coppola, leiða saman hesta sína
og leggja til sína stuttmyndina hver. Þótti
mynd Scorsese, Lífsins lexíur (Life Lessons),
best heppnuð. Segir þar frá tilhugalífi mál-
ara (Nick Nolte). Sá þjáist af sterkri sjálf-
seyðingarhvöt. Sjálfshatur þetta er reyndar
kveikjan að listaverkum hans. Handritshöf-
undur var Richard Price (Blóðbræður (Blood
Brothers), Dópmangaramir (Clockers), Ást-
arhafið (The Sea of Love), Lausnargjaldið
(Ransom). Efnið á aftur á móti rætur sínar
að rekja til smásögu eftir Dostojevski.
Ein frumlegasta lífssaga listmálara, sem
fest hefur verið á filmu, hlýtur að vera
Carravaggio eftir breska framúrstefnumann-
inn Derek Jarman er nýlega lést úr eyðni.
Michelangelo Merisi da Caravaggio var ít-
alskur raunsæismálari á sextándu öld. Mynd-
ir Caravagggio gengu í berhögg við ríkjandi
hefðir. Carvaggio málaði raunsæjar helgi-
myndir. Hann beitti svokallaðri chiaroscuro-
lýsingu þar sem blekþykkir skuggar stangast
á við bjarta og litríka fleti í forgrunni. í hlut-
verki Caravaggio var breski leikarinn Nigel
Terry. Öll áferð myndarinnar dró mjög dám
af verkum málarans.
Leilað i smiðju meistaranna
Rússneski leikstjórinn Andrei Tarkvovski
vísar í Brueghel í mynd sinni um skurðgoða-
málarann Andrei Rublov. Allar myndir
Tarkovski sækja reyndar mikið til myndlist-
ar. Terence Malick, Herbert Ross og fleiri
bandarískir leikstjórar hafa sótt myndramma
í smiðju bandaríska listmálarans Edwards
Hoppers enda er þar um auðugan garð að
gresja. Hollenski málarinn Vermeer hefur
sett mark sitt á fjölmargar kvikmyndir nokkr-
um öldum eftir dauða sinn. Nægir þar að
nefna Til enda veraldar eftir Wim Wenders.
í Skassið tamið eftir Shakespeare, sem BBC
gerði og skipaði grínleikaranum John Cleese
í annað aðalhlutverkið, getur að líta leik-
myndir sem eru nákvæmlega stældar úr verk-
um Vermeers. Ekki fer milli mála að Verme-
er hefur haft djúpstæð áhrif á ýmsa kvik-
myndatökumenn, þar á meðal Sven Nykvist.
Magritte, De Chirico, Francis Bacon og Mat-
isse hafa sett svip sinn á þær myndir sem
ítalski snillingurinn Vittorio Storaro hefur
tekið (Herkænska köngulóarinnar, Löghlýðni
borgarinn, Síðasti tangóinn í París, I skjóli
himins).
í mynd Bobs Fosses Cabaret, sem gerð
var eftir Berlínarsögum Christophers Is-
herwoods, var stór hluti leikmyndarinnar
fenginn að láni úr myndum Ottos Dix og
samtímamanna hans. Enda lýsa þessi mál-
verk Weimartímabilinu, sögusviði myndar-
innar. Nasistar bönnuðu verk Dix og fjöl-
margra starfsbræðra hans, sögðu þau „úr-
kynjuð" og héldu sýningar á verkum þeirra
í háðungarskyni svo að myndefni málverk-
CHARLES Laughton í hlutverki Rembrandts.
anna var tilvalið til að sýna bæjarsollinn í
Berlín milli stríða. Myndir Hitlers, sem sjálf-
ur var uppgjafalistmálari, voru reyndar geril-
sneydd frímerki. Því var lítt að furða þótt
kynngimögnuð listaverk Weimar-málaranna
féllu ekki í kramið hjá foringjanum.
Frægasta málverk kvikmyndasögunnar
hlýtur þó að teljast Myndin af Dorian Gray.
Sú kvikmynd var gerð eftir samnefndri skáld-
sögu Oscars Wildes árið 1945. Segir þar frá
manni nokkrum sem lætur mála mynd af
sér. Málverk þetta er með þeim ósköpum
gert að myndin eldist í stað eigandans. Mál-
verkið var málað sérstaklega fyrir kvikmynd-
ina og olli mörgum snáðanum martröðum.
Dali eg Hitchcock
Þekktasta framlag listmálara til kvik-
mynda er eflaust kvikmyndabrölt súrrealist-
ans litríka Salvador Dali. Dali starfaði með
landa sínum skurðgoðabijótnum Luis Bunuel
að Andalúsíuhundinum (Un Chien Andalou)
og Gullöldinni (L’Age d’Or). Þessar myndir
þóttu á sínum tíma fara langt út fyrir mörk
borgaralegs velsæmis. Nú á dögum eru þær
taldar klassísk meistaraverk. Dali var einnig
höfundur draumfarar sem Alfred Hitchcock
setti á svið í myndinni Bergnuminn (Spellbo-
und) árið 1945.
Fró striganum ó breíðtjaldió
Margir kvikmyndaleikstjórar eru listmálar-
ar. Peter Greenaway, Derek Jarman, David
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. APRÍL1997