Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1997, Side 19

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1997, Side 19
TIMINN OG EFNIÐ Morgunblaóið/Kristinn Á SJÓNÞINGI Magnúsar Tómassonar gefur að li'ta bæði eldri verk og nýja skúlptúra. Hér stendur hann fyrir framan eitt af eldri verkum sfnum ásamt Þóru Kristjánsdóttur listfræðingi og Jónínu Guðnadóttur myndlistarmanni sem munu ræða við hann um feril hans. Það eru eflaust margir sem hugsa meðeftirvæntingu til þess að taka þátt í sjónþingi Magnúsar Tómas- sonar sem verður haldið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun. Líkt og endranær er úrval eldri verka þar til sýnis og að Sjónarhóli gefur að líta nýjustu skúlptúra Magnúsar. HILDUR EINARSDÓTTIR ~ fylgdist með undirbúningi sjónþingsins. EINS og tíðkast hefur á fyrri sjón- þingum mun Magnús ræða fer- il sinn um leið og litskyggnum af verkum hans er brugðið upp á tjald. Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur og Jónína Guðna- dóttir myndlistarkona, einn af stofnendum SÚM, verða í hlut- verki spyrlanna. Samhliða sjónþinginu verður sýning á eldri verkum Magnúsar í Gerðubergi. A Sjónar- hóli, Hverfisgötu tólf, getur hins vegar að líta nýjustu skúlptúra Magnúsar. Að sögn hans fjalla verkin á þeirri sýningu um tímann og efnið með ýmsum hætti, allt frá steinöld fram til okkar daga. Eins og gjarnan áður hefur Magnús farið þá leið að vinna nokkrar syrpur út frá þessu þema. Á Sjónarhóli er einnig að finna líkan sem ber heitið Tíminn og vatnið, unnið í minningu Steins Steinars. Hér er um að ræða líkan af stóru útiverki sem sýnir þijátíu tonna steinhnullung hanga í keðju yfir vatni. Á kynningu á sjónþinginu var Magnús spurður að því hvaða álit hann hafi á þeim efnum sem hann er að fjalla um i verkum sínum, bronsi, járni, áli og plasti. Efni sem hann hefur flest unnið með sjálfur. Hann segist hafa ákveðna fyrirlitningu á plastöldinni. Plastið sé þó merkilegt efni en andstyggilegt einkum vegna eituráhrifa þess. „Ég vann með polyester þegar ég gerði flug- urnar,“ segir hann, „en er að mestu hættur að nota það núna.“ Hér er Magnús að skírskota til sýningar sem haldin var í Gallerí SÚM árið 1969, þar sem hann sýndi risastórar niðursuðudósir og verk er hann nefndi, „Herinn sigursæli" og var gert af þrettán stórum maðkaflugum úr plasti og járni sem stóðu á járnplötu á gólf- inu. „Verkið er táknrænt og lýsir múgsefjun mannanna og þeim afleiðingum sem hún getur haft. Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds þegar fólk marserar margt sam- an og hrópar hæl Hitler eða eitthvað álíka," segir hann. Réttur maéur á réttum staó Hvert atvikið í lífi hans rekur annað. Magn- ús hættir í menntaskóla og heldur til Dan- merkur árið 1963. Sest þar í Listaháskólann í Kaupmannahöfn. Fyrst fer hann í málara- og grafíkdeild og er þar í tvö ár en flytur sig yfir í nýstofnaða rýmisdeild. Þóra segir að hér hafi vísast verið réttur maður á réttum stað. Því hún hafi heyrt að Magnús hafi frá barnæsku stöðugt viljað vera að umbreyta umhverfinu og takast á við hin ólíkustu efni. í þessari deild hafi at- hygli hans farið að beinast að efnum eins og málmi, gijóti, tré og plasti og alls konar dóti og fundnum hlutum. Jónína bendir á að Magnús hafi einnig unnið fyrir sér við sjónvarp og hann hafi verið með útvarpsþætti. „Ég þurfti nánast að borga með mér þeg- ar ég var að gera útvarpsþættina,“ segir Magnús. „Ég varð yfirleitt að kaupa hvítvín og hella ofan í viðmælendurna til að liðka um málbeinið á þeim svo það var lítið eftir af kaupinu." Þóra tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið og segir að sýningin á Skólavörðuholt- inu hafi þjappað mönnum mjög saman og hafi orðið til þess að Myndhöggvarafélagið var stofnað, sem sett hafi sterkan svip á Lista- hátíð í Reykjavík, sem var fýrst haldin 1970. Sýningar Magnúsar hafa ávallt vakið at- hygli frá því hann hélt sína fyrstu málverka- sýningu í einum virtasta sýningarsal borgar- innar, Bogasalnum, árið 1962. Var það í fyrsta skipti sem fimmti bekkingur í mennta- skóla opnaði sjálfstæða málverkasýningu. Nú er Magnús þekktari fyrir margt annað en málverk en hann er einn af stofnendum SÚM-hópsins sem var hópur listamanna af ólíku tagi. Hópurinn sagði skilið við form- hyggju sjötta áratugarins og vildi breyta við- horfum til myndlistarinnar. Á þeim tíma voru starfandi alþjóðlegar hreyfingar á borð við fluxus, minimalisma, hugmynda- og gjörn- ingalist. Sú gróska sem var í myndlistinni á þessum árum endurspeglast í ferli Magnúsar en hann hefur fengist við mjög margt eins og sýniljóð, grafík, unnið sviðsmyndir fyrir leikhús, gert upp gömul hús, en hann var einn af máttarstólpum Torfusamtakanna sem börðust fyrir varðveislu Bernhöftstorfunnar. Hann hefur búið til stór umhverfisverk en list á almannafæri hefur verið eitt helsta áhugamál hans hin síðari ár. Þekktustu verk hans á því sviði er Þotuhreiðrið við flugstöð Leifs Eiríkssonar og minnismerki um óþekkta embættismanninn sem stendur í bakgarði við Lækjargötu. Þegar farið er yfir feril Magnúsar með aðstoð litskyggnanna ber margt fyrir augu. Þar gefur að líta fyrstu myndina sem hann gerði sautján ára gamall af æskuheimili sínu í Reykjavík. Næst er fjölskyldumynd tekin á Þingvöllum í sumarbústað. Önnur þar sem hann er með afa sínum sem var þekktur maður í íslensku þjóðlífi, hét Magnús Storm- ur og var lögfræðingur. „Hann hafði gaman af því að láta gera af sér myndir," segir Magnús. „Þegar ég var blankur málaði ég mynd af afa sem hann borgaði vel fyrir.“ „Ég hefði gjarnan viljað fara eitthvað ann- að að læra,“ segir Magnús þegar hann er spurður af hveiju Danmörk hafi orðið fyrir valinu. „Ástæðan fyrir því var ekki síst sú að ég var orðinn heimilisfaðir og konan vildi fara í nám í innanhúsarkitektúr í Danmörku. Svo hafði ég stúdentspróf í dönsku og taldi að ég gæti bjargað mér ágætlega á því máli, raunin varð þó önnur!“ Litrikur ferill Magnús kom heim á sumrin og sýndi þá eingöngu málverk. í lok sjöunda áratugarins og byrjun þess áttunda er mikið að gerast í íslensku listalífi. Árið 1970 efnir Myndhöggv- arafélagið til skúlptúrsýningar á Skólavörðu- holtinu sem vakti mikla athygli. Þar sýndi Magnús risaflugu. Til að fjármagna það stóra verk segist hann hafa unnið við gerð sýning- arbása í Laugardalshöll, en vinna við vöru- sýningar og landbúnaðarsýningar hafi haldið mörgum myndlistarmanninum uppi fjárhags- lega á þeim tíma. Magnús sýnir á þessum árum erlendis, einkum í Amsterdam ásamt fleiri Súmmur- um. Fodor heitir galleríið og var útibú frá Stedjelik-safninu. Umræðan um SÚM og Súmmara sem spunnist hefur þessa dagsstund verður til þess að menn fara að velta því fyrir sér hvern- ig nafnið varð til. Jónína segir að það hafi verið valið fyrir algjöra tilviljun. „Við tókum alfræðiorðabók og opnðum hana af handa- hófi, þar var verið að ijalla um Súmera sem var forn þjóð í Mesopótamíu. Var þá ákveðið að nefna félagsskapinn SÚM. Margir héldu að þetta væri skammstöfun fyrir Samtök ungra myndlistarmanna en svo var ekki.“ Ljóó, mynd og grisk goóafræói Árið 1977 sýnir Magnús í Gallerí SÚM sýniljóð. Þetta eru þrívíðar myndraðir unnar í gips, karton og fleiri efni. Þar á meðal eru myndir sem hann kallar „Ágrip af sögu flugs- ins“. Eins og í mörgum verka hans kemur grísk goðafræði við sögu í sögninni um Ikar- us, sem límdi á sig vængi með vaxi en flaug of nálægt sólinni svo festingin bráðnaði og vængirnir duttu af og hann steyptist í sjó- inn. Við gerð verksins segist hann einnig hafa fengið að láni teikningar eftir Leonardo da Vinci sem teiknaði meðal annars þyril- vængjur og fallhlífar. Myndröðin endar á aldagömlum draumi manns sem hannaði vél sem gerði mönnum kleift að fljúga fyrir eig- in vöðvaafli. Magnús skilgreinir sýniljóð einhvern veg- inn á þann hátt að það sé hvorki nógu merki- legt til að vera ljóð né mynd svo að hann hafi búið til sýniljóð. Rætt er um áhuga Magnúsar á þvi sem tengist flugi, hvort sem það eru flugur eða flugvélar. Jónína vekur athygli á þvi að Magnús hafi freistað þess að læra flug á sínum tíma. „Löngu eftir að ég gerði þessar myndir fór ég í nokkra flugtíma. Ég taldi að það gæti verið hentugt að geta flogið þangað sem ég bý að Ökrum á Mýrum. Síðar sá ég að það tæki allt of langan tíma að taka sig til í svona flug svo það væri í raun ekki prakt- ískt. Ég hefði þó gaman af því að eiga lítið flygildi sem ég gæti leikið mér með á túninu á Ökrum.“ Hugkvæmni og kimni Það verður að fara fljótt yfir sögu en það er erfitt því af mörgu er að taka. Árið 1981 var Magnús fyrstur íslenskra listamanna út- nefndur borgarlistamaður og var á launum í heilt ár. Afraksturinn var svo til sýnis á Kjarvalsstöðum 1982. Þar sýndi hann mjög grimmúðlegar myndir: Lítill fugl steypir sér niður, skuggi hans verður að sprengju sem fellur til jarðar. Þar nálægt er smáfugl í raf- magnsstóli. Árið 1984 sýnir hann í fyrsta skipti í ' mörg ár oliumálverk. Sýningin sem haldin var í Listmunahúsinu við Lækjargötu kallar hann Hamskipti og skepnuskap. Myndefnið er að hans sögn af dýrum sem haga sér eins og menn. Konur til gagns og gamans er yfirskrift sýningar sem haldin var í Galleríi Grjóti árið 1985. Þar sýndi hann myndir sem hann gerði á árunum 1868-1972 og eru úr reynsluheimi karlmannsins. Tilefnið var Listahátið kvenna. Á sýningu í Nýhöfn árið 1990 voru til sýnis tröllauknar skepnur, griðungar og vætt- ir. Á skólalóðinni við Vesturbæjarskólann eru svipaðar skepnur á ferðinni og hafa börnin yndi af að príla á þeim. Magnús er spurður að þvi hvað hafi komið til að hann er allt í einu orðinn svo þjóðlegur. „Ætli ég sé ekki bara búinn að ákveða * að ég sé útkjálkakúnstner og það sé alveg eins gott að horfast í augu við það.“ Af þessari uppriíjun á ferli Magnúsar í myndum og máli er ljóst að staða hans í ís- lenskri myndlist er sérstæð og sterk. Jónína segir að áhrifín af því sem hún hafi séð af myndum hans séu að verkin séu afar ljóðræn. Éinnig hafi hún gaman af stærri verkunum sem höfði til hennar vegna sterkar skírskotunar til sögunnar og menningarinnar. „Það er fyrst og fremst hugkvæmnin og kímnin sem oft er með heimspekilegu ívafi sem gerir Magnús sérstæðan,“ segir Þóra. „í krafti óttaleysisins hefur hann ráðist í tröll-’- aukin viðfangsefni sem eiga sér fáar hlið- stæður á íslandi. Sviðið er vítt en hvert svo sem viðfangsefnið er vekur það í senn list- ræna nautn og áminningu." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. APRÍL 1997 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.