Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1997, Síða 20
EG FEKK DALITIÐ
BRJÁLAÐA HUGMYND
LARRY var að setja upp annað
af tveimur stórum rýmisgler-
listaverkum sínum í vestursal
Kjarvalsstaða þegar blaða-
mann bar að garði. Með honum
voru tveir aðstoðarmenn sem
komu með honum frá Los
Angeles og Nýju Mexíkó í
Bandaríkjunum en Bell er bú-
settur í Nýju Mexíkó. „Á morg-
un ætlum við að reisa verkið í
ysta hluta salarins,“ segir Bell
en salnum er skipt í fernt með
stórum skilrúmum. „Þá fer að
reyna á kraftana því þessar
glerplötur eru gríðarlega þung-
ar og ég er tekinn að eldast,“
segir listamaðurinn með lág-
værri bassarödd, brosir og
dregur sér reyk úr stórum
vindli.
Bell er einn af þeim lista-
mönnum sem tilheyrðu hinni
svokölluðu minimalistahreyf-
ingu sem varð til í lok sjötta
áratugarins í Bandaríkjunum
og hafði strax gífurleg áhrif á
myndlistarheiminn. í þeim hópi
voru til dæmis Carl André,
Donald Judd, Robert Morris og
Dan Flavin en minimalstefnan,
ef stefnu skyldi kalla því lista-
mennimir sjálfír vilja og vildu
síður láta kalla sig minimalista,
skapaði nýja fagurfræðilega
viðmiðun sem hefur haft mikil
áhrif á fagurfræðilega upplifun
og framsetningu í listheiminum
og í samfélaginu almennt eins
og segir í fréttatilkynningu frá
Kjarvalsstöðum. „Ég lít frekar
á mig sem sensualista,“ segir
Bell. „Öll verk mín eru byggð
á tilfinningunni fyrir forminu
og hvemig áhorfandinn kemur
að því og upplifir það. Verkin
eru ekki byggð upp sem hug-
myndafræðileg verk og þau eru
ekki minimalísk nema með
skírskotun fyrir mig persónu-
lega og hvernig mér fínnst ljósið verka með
efninu. Ég lít á ljósið og yfírborð glersins
sem minn miðil.“
Larry Bell hefur alltaf notað glerið í sinni
list og ýmist málað form á glerplötur og
glerkassa sem mynda þá einskonar sjón-
hverfingu eða leik fyrir augað eftir því hvar
er horft og hvemig birtan fellur á það á
mismunandi tímum dagsins. „Ég hef ekki
gert neina glerkassa í um fímm ár. Með
þeim er ég ekki að búa til sjónhverfingar
því allt sem þú sérð er þarna í raun og
veru. Sambandið á milli ljóss og glers eru
raunveruleg sambönd."
Sýningarsalurinn er vinnustofa
Þegar blaðamaður hitti listamanninn voru
verkin græn að lit en sá litur átti eftir að
hverfa. Liturinn er filma sem verður tekin
af og eftir stendur glært glerið með sér-
stakri málmhúð sem virkar þannig að annar
helmingur hverrar glerplötu endurspeglar
ljósi en hinn er alveg gegnsær. „Þessi endur-
speglun gerir töfrandi hluti við ljósið sem
fellur á það.“ Hægt er að virða verkið fyrir
sér frá öllum hliðum, ganga í kringum það
og í gegnum það. Það er þó ekki nauðsyn-
legt að sögn listamannsins heldur er að
hans sögn athyglisverðast að standa álengd-
ar og virða verkið fyrir sér formrænt. „Ljós-
ið, sem umlykur veggina og gólfið, endur-
speglast í verkunum,“ segir Bell og krækir
höndunum saman til útskýringar. Hann seg-
ir það oft mjög heillandi að spila þannig
með ljósið og verkin þegar einn hluti rýmis-
" ins er dimmur en hinn helmingurinn sé upp-
spretta Ijóssins. „Þannig að það sé munur
á rýminu fyrir aftan skúlptúrinn og fyrir
framan hann. Ef ljósið er of jafnt er það
oft minna spennandi. Þetta er allt spuni og
þá þurfa þeir að henda því,“
segir Bell.
Bell bjó í Los Angeles þar
til hann flutti til Nýju Mexíkó
árið 1973. Hann var á mála
hjá stórum og þekktum gall-
eríum sem sáum um að selja
verk hans og kynna, Sonn-
enbend og Pace. En afhveiju
ákvað hann að flytja og hætta
hjá þessum galleríum?
„Ég er ekkert alltof sniðug-
ur,“ segir Bell og bætir svo
við eftir langa þögn, „auk
þess sem ég vildi ekki láta
svona stór gallerí ráðskast
með mig. Það voru stór mistök
viðskiptalega séð að fara frá
Pace galleríinu en fyrir mig
andlega var það mikill léttir.“
Nýjustu verkin
„figúrativar"
bronsstyttur!
Nú er ekkert eitt gallerí sem
fer með hans mál heldur sýnir
hann hjá hveijum þeim sem
sækjast eftir verkum hans.
Verk hans hafa þó ekki verið
mikið sýnd í Evrópu og til
dæmis er sýningin á Kjarvals-
stöðum sú fyrsta á Norður-
löndunum. „Ég hef einkum
sýnt í Frakklandi. Það er erf-
itt að flytja verkin mín og
kostar töluverða fyrirhöfn. Ef
ég hefði fundið þetta þýska
fýrirtæki fýrir 20 árum er allt
eins víst að ég hefði sýnt miklu
meira í Evrópu. Það er svo
mikill kostnaður við svona
verk, að tryggja þau og slíkt
og það vefst fyrir sýningar-
stjórum. Þessi verk sem ég er
að sýna núna eru verk sem ég
hefði átt að gera fyrir 20 árum,
ég er bara að gera nokkuð sem
ég hafði ekki ráð á að klára á
þeim tíma, ég er að loka
hringnum."
Ef þú hefðir fundið fyrirtækið á þeim tíma
heldur þú að þú hefðir þroskast hraðar í
listinni, að þróunin hefði orðið örari?
„Nei, ég gerði aðra hluti. Listamaðurinn
getur gert hvað sem hann vill, hann þarf
bara að trúa á það sem hann er að gera.
Ég er til dæmis nýbúinn að gera mínar
fyrstu höggmyndir úr bronsi og þær eru
„fígúratívar“.“ Blaðamaður hváir. „Minima-
listinn" að gera „fígúratívar" bronsmyndir.
Afhveiju varstu að gera slík verk?
„Það var arkitekt og vinur minn, Frank
Gehry, sem bað mig að gera tillögu að stóru
verki sem staðsetja átti fyrir framan bygg-
ingu sem hann teiknaði. Ég fékk dálítið
bijálaða hugmynd og skilaði henni inn. Ég
gerði módel og skrifaði sögur um fígúrurn-
ar. Þær eru átta metra háar. Þetta eru eins-
konar spýtukarlar og þeir eru mjög ólíkir
verkunum sem eru hér. Formin eru þó mjög
einföld og sjálfsprottin."
Eyóilagt meó byssu og gr jóti
Hefurðu gert einhver fleiri útilistaverk?
„Já, en það hafa komið upp stór vanda-
mál með þau. Ég gerði til dæmis ákaflega
fallegt verk í Texas en það var alltaf verið
að bijóta það. Fólk henti steinum í það og
það var meira að segja skotið á það úr byssu,
það var hrikalegt.“
Sýningargestir munu einnig fá að sjá ann-
arskonar verk, samklippimyndir sem lista-
maðurinn hefur gert úr myndum af íslandi!
„Ég kom með 175 samklippimyndir af
íslandi, þetta eru allt myndir sem ég hef
unnið á síðustu mánuðum úr hlutum sem
minntu mig á fyrri ferð mína hingað til lands
þegar ég kom og skoðaði aðstæður."
Hvernig myndir eru þetta nákvæmlega?
„Þú verður bara að mæta á sýninguna.“
Morgunblaðid/Kristinn
ÉG HEF aldrei haft möguleika á aö sýna þessi verk mín í jafn stórum og góðum sýningarsal."
Bandaríski myndlistarmaðurinn Larry Bell opnar
sýningu á verkum sínum, glerskúlptúrum sem spila
með Ijósinu, og samklippsmyndum af Islandi, á
Kjarvalsstöðum í dag klukkan 16. ÞORODDUR
BJARNASON hitti hann að máli.
ég lít á sýningarsalinn sem framlengingu á
vinnustofunni minni.“
Nú eru sýningarsalir mjög misjafnir. Þarft
þú ekki að laga verkin eftir staðnum sem
þau eru sýnd á?
„Þegar Gunnar bauð mér að koma hingað
til að skoða salinn sá ég strax að þessi verk
myndu passa fullkomlega inn í rýmið. Ég
hef aldrei haft möguleika á að sýna þau í
jafn stórum og góðum sal og þessum.
Það mikilvægasta fyrir mig er að læra
eitthvað nýtt af hverri sýningu og hveiju
verki, að öðrum kosti er allt unnið fyrir gýg.“
Verk þín krefjast þess þá alltaf að þú
komir og setjir þau upp sjálfur.
„Ég hafa bara mjög gaman af því, þrátt
fyrir að ég kvarti stundum undan þyngdinni
á glerplötunum," segir Bell og brosir. „Það
er hluti af því að búa til verkið, að lyfta
plötunum, stilla þær af og setja þær saman,
og glíma við erfiðleikana sem koma upp við
uppsetninguna, eins og til dæmis með gólf-
ið sem þarf að vera sem réttast og beinast."
Verk listamanna, sem tilheyrðu minimal-
istahreyfingunni, eins og Donalds Judds,
sem er líklega sá þekktasti af þeim, voru
gjarnan unnin í verksmiðjum og hönd lista-
mannsins þar hvergi sjáanleg. Bell segir
Judd, sem lést fyrir fáeinum árum, hafa
kunnað að notfæra sér verksmiðjur á réttan
hátt. „Hann gerði þetta miklu betur en ég.
Hann gat náð fram því besta út úr ijölda-
framleiðslutækjunum þannig að hann varð
fullkomlega ánægður með útkomuna. Ég
aftur á móti get ekki látið framleiða verkin
til enda því ég verð sjálfur að máta efnið
að rýminu. Stundum byggist lýsingin á verk-
um mínum á því hvernig listamaðurinn sem
sýndi á undan mér í salnum lýsti og hvern-
ig afstaða ljóskastaranna er. Þannig móta
aðstæðurnar verk mín og þannig tengist ég
aðstæðunum á hveijum stað.“
Þessi málmfilma sem þú berð á glerið,
er hún þín uppfinning?
„Já ég þróaði þessa aðferð í vinnustof-
unni minni og bar á glerið sjálfur þangað
til ég ákvað að hætta þessu, þetta var allt-
of dýrt, og ég hætti að gera svona verk í
nokkur ár. Fyrir tveimur árum fann ég loks-
ins fyrirtæki í Þýskalandi sem gat gert þetta
fyrir mig mun ódýrara. Ég kom með sýnis-
horn af glerinu og þeir gerðu síðan glerið
nákvæmlega eins og ég vildi hafa það, allt
frá því að búa til plötuna að því að skera
hana til og bera málmhúðina á. Þetta er
frábært, því ef ég gerði mistök hér áður
fyrr var verkið ónýtt og ég þurfti að henda
því og bera tjónið, en ef þeir gera mistök
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. APRÍL1997