Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 3
LESBðK MORGIJNBLAÐSEMS - MLNNINGIISIIII 17. TÖLUBLAÐ - 72. ÁRGANGUR EFNI Bygging Miðbæjarskólans í aldarbyrjun var mikið og merkilegt átak og skólahúsið var fyrsta hús sem byggt var austan Tjarnarinnar. En það fór sem löngum fyrr og síðar þegar byggja á nýtt hús í miðbæ Reykja- víkur, að fólk reis upp til andmæla gegn „slíkri fásinnu að setja skólann í það raka- óheilnæmi suður í tjörn“ eins og skrifar var í blaðið Reykvíking. Um byggingu Miðbæjarskólans skrifar Nikulás Úlfar Másson í Arbæjarsafni. Karólína Jakobína Jónsdóttir er nafn sem líklega hringir ekki mörgum bjöllum. Allir þekkja hinsvegar Grím Thomsen, þjóðskáldið sem flutti heim frá Danmörku og bjó á Bessastöðum. Þau Jakobína og Grímur voru hjón, en kona skáldsins virðist gleymd og var hún þó talinn bezti kven- kostur landsins þegar Grímur bað henn- ar. Um þessa merkiskonu, húsfreyjuna á Bessastöðum, skrifar Jónína Vigdís Schram. í Fjöröur þykir eftirminnilegt að koma og hér seg- ir Stefán Arnórsson frá ferð gönguklúbbs- ins Fet fyrir fet, sem fór þar um á fjórum dögum og gisti í tjöldum, en til nýmæla má telja það, að hópurinn hafði með sér staðkunnugan leiðsögumann frá Grenivík, sem jafnframt sá um matinn. Barnabókmenntir hafa verið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna fjölda viðrukenninga sem nýlega hafa verið veittar barnabókahöfundum. í blaðinu er rætt við þrjá verðlaunahafana um stöðu íslenskra barnabókmennta og meðal annars spurt hvort þörf sé á sér- stökum bókum fyrir börn. Tunglskinseyjan hin nýja ópera Atla Heimis Sveinssonar, sem frumsýnd var í Peking í lok mars, verður færð upp í Þjóðleikhúsinu í lok mánaðarins. Súsanna Svavarsdóttir ræðir við tónskáldið um þessa nýstárlegu óperu, tilurð hennar og ævintýrið í Kína. Forsíðumyndin er af ibúóarhúsi í Vínarborg sem austurríski listmólarinn Hundertwasser hefur hannað. BEI DAO VÖNDUR Hjalti Rögnvaldsson þýddi Milli heimsins og mín ert þú flói, segl þú ert traustir endar reipis þú ert brunnur, vindur hvellt óp æsku MiIIi heimsins og mín ert þú rammi, gluggi reitur þakinn villtum blómum þú ert andardráttur, höfðagafl kvöld til samlætis stjörnum Milli heimsins og mín ert þú dagatal, áttaviti geisli Ijóss er líður um myrkur þú ert æviágrip, bókamerki formáli skrifaður að lokum MiIIi heimsins og mín ert þú gegnsæ gardína, mistur lampi sem skín í drauminum þú ert flauta, söngur án orða lukt augnbrá mótuð í stein MiIIi heimsins og mín ert þú hylur, lón dýpi sem ég steypist í þú ert handrið, veggur óafmáanlegt mynstur á skildi. Bei Dao er kinverskt skóld um fimmtugt og er Ijóðlist hans talin ólík öllu í kínverskum bókmenntum eftir 1949. Þýðandinn er leikari. RABB AFALLAHJALP OG ÁFENGI Samræmdu prófin sem árlega eru lögð fyrir unglinga í 10. bekk hafa vakið töluverða athygli. Að þessu sinni hrelldi stærðfræðiprófið ungviðið sérstaklega mikið, þótti með eindæmum snúið og margir lentu í tíma- hraki. Unglingunum var svo brugðið eftir prófið að bæði kennarar og foreldrar sögð- ust hafa þurft að veita áfallahjálp. Þó margir hinna fullorðnu hafi gagnrýnt próf- ið voru aðrir sem héldu því fram að ekk- ert hefði verið óeðlilegt við það, próf sem þetta ætti ekki aðeins að kanna stærð- fræðikunnáttu unglinganna, heldur einnig hvernig þeir brygðust við álagi. Það væri hinn eini mælikvarði á hvernig nemendur ættu eftir að standa sig í atvinnulífinu síðar meir. Þessi kenning er svo sem ágæt eins langt ,og hún nær, en hins vegar get- ur ekki verið réttlátt að skella unglingum í „álagspróf“ af þessu tagi upp úr þurru. Það var þó ekki stærðfræðiprófið sjálft eða viðbrögð unglinganna, foreldra og kennara við því sem stendur uppúr, heldur það sem á eftir fylgdi. Ekki blaðaskrifin um hremmingar nemenda og ekki umræð- ur um hvort reikna ætti árangurinn inn í meðalkúrfu, sem sýnir víst alltaf svipaðan árangur nemenda óháð því prófi sem lagt er fyrir þá. Það sem vakti athygli var það sem gerðist eftir að samræmdu prófunum lauk. Þá var nefnilega komið að mann- dómsvígslunni - drykkjunni. Miðað við þær sögur sem foreldrar segja af börnum sínum og annarra, er ljóst að ansi stórum hluta unglinganna þykir það sé beinlínis nauðsynlegt að neyta áfengis eða „detta í’ða“ eftir að samræmdu prófunum lýkur. Unglingar sem fram að því hafa ekki neytt áfengis, eða að minnsta kosti hafa falið neysluna fyrir foreldrum sínum, ræða í fullri alvöru við þessa sömu foreldra um að fá nú eina bjórkippu eða hvítvínsflösku til hátíða- brigða. Faðir fimmtán ára unglingsstúlku sagðist ekki hafa vitað hvaðan á sig stóð veðrið þegar dóttir hans fór fram á að hann keypti fyrir sig áfengi. Hún hafði aldrei nefnt slíkt hálfu orði fyrr. Og þeg- ar hann neitaði brást hún við eins og hann væri eina foreldri í heimi sem léti sér detta í hug að neita svo sjálfsagðri bón. Aðrir foreldrar láta undan þó þeim sé það þvert um geð því þeir vilja ekki að þeirra unglingar skeri sig úr fjöldanum - fari á mis við fyrirhugaða skemmtun. Enn öðrum þykir svo kannski sjálfsagt og eðlilegt að unglingarnir fagni áfangan- um á þennan hátt. Það er fróðlegt að skoða í samhengi fjaðrafokið í kringum umrætt stærðfræði- próf og drykkjuna í kjölfarið. Ekki með því að taka undir þá skoðun að eðlilegt hafi verið að búast við meiri drykkju en ella af því að unglingarnir voru svo miður sín eftir erfitt próf, heldur þær kröfur sem gerðar eru til unglinganna og viðbrögð þeirra. Það er eiginlega merkilegt til þess að vita að unglingarnir sem eru að kikna undan álagi prófanna og leita grátandi til mömmu og pabba eftir áfallahjálp af því að þau náðu ekki að reikna öll dæmin sín séu sömu einstaklingar og heimta - og fá - rétta áfengisflösku svo þau geti fagnað þeim tímamótum sem próflokin eru. Eru þau þá bara börn þegar þau ráða ekki við „ofurmannlegar" kröfur íslenska skóla- kerfisins en ekki þegar kemur að neyslu vímuefna? Svo héldu menn niðri í sér andanum. Ætli unglingarnir næðu nú að skemmta sér án þess að einhver lægi sár eftir? Fjölm- iðlar fylgdust grannt með fjölda unglinga við Kringluna þar sem lögreglan þurfti nokkrum sinnum að hafa afskipti af slags- málum og drykkjuskap sem keyrði um þverbak. Ekki drykkjuskap allra hinna. Um kvöldið hélt fjörið áfram en að þessu sinni í miðbænum. Töluverð drykkja 10. bekkinganna en ekki svo mælanlegur skaði hlytist af. Alla vega ekkert óþarfa of- beldi, ekkert sem þótti í frásögur fær- andi. Allt var í himnalagi. En ofbeldið er ekki langt undan. Hann var dálítið merkilegur fréttaflutningur fjöl- miðla af tilefnislausri og hrottafenginni árás á mann í miðbænum um síðustu helgi. Árásarmennirnir börðu manninn með hleðslusteini í höfuðið svo honum var um tíma vart hugað líf. Ástæðan fyrir þessu ljóta ofbeldi var ekki mannvonska árásar- mannanna eða vímuefnin sem réðu gerðum þeirra, heldur hugsunarleysi verktakanna sem eru að laga Austurstrætið og skildu eftir lausa hleðslusteina í stórum hrúgum. Hvað átti það líka að þýða að skilja svona „vopn“ eftir eftirlitslaus og freista fólks þannig til þess að grípa þessa „stórhættu- legu“ steina og beija í höfuðið á næsta manni? Það gekk maður undir manns hönd við að sannfæra almenning um að stein- arnir yrðu fjarlægðir. Eftir það gætu menn aftur gengið óhræddir og óhultir um Austurstræti jafnt að nóttu sem degi. Eða hvað? Miðað við hve auðveldlega samfélagið kom sökinni af ofbeldisverkinu í miðbæn- um yfir á. einn verktaka, þarf svo sem ekki að koma á óvart þótt það axli ekki ábyrgðina á drykkjuskap unglinganna. „Prófin voru svo þung að þau eru miður sín.“ „Allir hinir krakkarnir gera þetta.“ „Fullorðna fólkið neytir áfengis svo það er ekki nema von að krakkarnir geri það.“ Getur það verið eðlilegt að unglingar hafi sína hentisemi um hvenær þeir njóta leið- sagnar og stuðnings foreldra? Það er ábyrgð foreldra og engra annarra að koma börnum sínum til vits. Eftir mikla umljöll- un um unglingadrykkju ættu þessir for- eldrar að vita að því fyrr sem drykkjan hefst, þeim meiri líkur eru á að einstakling- ar missi tök á neyslunni og verði háðir áfenginu. Það stafar einfaldlega af því, að unglingarnir eru ekki þroskaðir ein- staklingar og geta ekki tekist á við ví- muna. Þeir eru í reynd miklu nær því að vera börn, sem þurfa huggun og stuðning í mótlæti lífsins - til dæmis þegar prófin eru of erfið. HANNA KATRÍN FRIÐRIKSEN LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. MAÍ1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.