Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 14
JAFNRETTITIL NAMS SÉ BETRA að ganga í skóla í Borgarnesi en á Akranesi, hver er þá að mismuna hverj- um? Ekki yfirvöld í Borgarnesi; þau gera jafnvel við alla sína nemendur og sama er að segja um yfirvöld á Akranesi. EFTIR ATLA HARÐARSON Fátækt samfélag getur þurft aó láta jafnrétti til náms víkja fyrir almannaheill. En hvaó meó auóugt samfélag? Flestir eru sammála um mikilvægi þess aó skólastarf skili sem mestum árangri fyrir atvinnu- líf, menningarlíf og framþróun vísinda og fræóa. IN upprunalega merking orðsins ,jafnrétti“ felur í sér að allir hafi sama rétt, sömu reglur gildi fyrir alla. Þegar jafnrétti varð lykilhugtak í pólitískri umræðu á 18. öld giltu ekki sömu reglur fyrir alla og krafa um jafn- rétti var þá fyrst og fremst krafa um að fólk af lægri stéttum hefði sömu pólitísk og borg- araleg réttindi og efri stéttirnar. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Nú hafa allir fulltíða menn kosningarétt og eiga að heita jafnir fyrir lögum. Samt eru menn enn að krefjast jafnréttis. Þeir sem tala mest um jafnrétti nú á tímum eru raunar öðrum þræði að fara fram á jöfn kjör, eða jöfnuð, fremur en jafnan rétt og krefjast þess að ríkið taki frá þeim sem njóta mikilla lífsgæða til að styrkja þá sem eru verr settir. Þetta er þó ekki öll sagan því þótt sömu lög gildi fyrir alla er baráttunni fyrir eiginlegu jafnrétti ekki lokið. Jafnrétti er nefnilega meira en það að sömu reglur gildi fyrir alla. Það felur líka í sér að þær reglur sem gilda séu álíka hagstæðar fyrir alla. Þegar rætt er um jafnrétti til náms er yfir- leitt verið að tala um jafnan rétt til einhverra gæða eða einhverrar þjónustu sem kostuð er af almannafé og nýtist mönnum til að læra, þroskast eða auka hæfileika sína. Þar sem jafn réttur þýðir að reglurnar sem gilda um úthlutun þessara gæða séu álíka hagstæðar fyrir alla getum við skilgreint jafnrétti nem- enda til náms svo að kennslu, skólavist, náms- gögnum og öðrum gæðum sem nýtast mönn- um til að læra, þroskast eða auka hæfileika sína og eru kostuð af almannafé sé úthlutað eftir reglum sem eru álíka hagstæðar fyrir alla nemendur. Með orðunum „álíka hagstæðar" er ég ekki bara að vísa til efnahagslegra hagsmuna nem- enda. Ég á við alla réttmæta hagsmuni, þar á meðal hag þeirra af að þroskast, njóta virð- ingar og geta borið höfuðið hátt. Hvaóa reglur eru álika hagstæóar fyrir alla? Þótt hægt sé að skilgreina hvað orðasam- bandið ,jafnrétti til náms“ merkir er ekki þar með sagt að það sé auðvelt að gera grein fyrir því hvernig skólakerfið þarf að vera til að þar riki jafnrétti. Veldur þar mestu um að til þess að setja reglur sem eru álika hagstæð- ar fyrir alla nemendur þurfum við að vita hveijir hagsmunir nemenda eru og hvernig á að hera þá saman. í sumum tilvikum, til dæmis þegar rætt er um skólagöngu fatlaðra, er vandalítið að henda reiður á hagsmunum nemenda og bera þá saman. Eigi reglur um kennslu, úthlutun námsefnis og annað sem lýtur að skólagöngu að vera álíka hagstæðar fyrir alla hljóta blind- ir til dæmis að eiga að fá hljóðbækur þegar aðrir fá venjulegar bækur og heyrnarlausir að njóta kennslu á táknmáli þegar aðrir fá kennslu á talmáli. Meðan enn finnast augljós dæmi þess að nemendum sé mismunað með ósanngjömum hætti hafa unnendur jafnréttis verk að vinna og þeir geta haidið ótrauðir áfram án þess að láta fræðileg vandamál vefjast fyrir sér. En stundum dugar bijóstvitið skammt og þá verður að takast á við þessi fræðilegu vanda- mál. Er jafnrétti pilta og stúlkna til dæmis betur tryggt með því að hafa kynin aðgreind í vissum fögum? Fram hafa komið þokkalega sannfærandi rök fyrir því að aðgreina stráka og stelpur í stærðfræði, raungreinum, handa- vinnu, líkamsrækt og víðar. En það eru líka til þokkalega sannfærandi rök gegn þessu. Vandinn er að við vitum ekki nógu vel hvaða kennsluhættir eru álíka hagstæðir fyrir stráka og stelpur til að geta fullyrt hvernig haga skal skólastarfi svo jafnrétti náist. Til að átta okkur á því hvaða reglur eru álíka hagstæðar fyrir alla þurfum við aó vita hvað er nemendum í hag og það er allt annað en auðvelt. Venjulegar þjónustustofnanir sem settar eru undir lögmál markaðarins hafa nothæfan mælikvarða á hvenær þær þjóna hag viðskiptavina sinna. Ef viðskiptavinirnir koma aftur og aftur og nýir bætast í hópinn þá sinnir stofnunin sínu hlutverki en fari við- skiptavinum fækkandi þjónar hún þörfunum ekki eins vel og fer á hausinn. Skólamir hafa engan svona mælikvarða á hversu vel þeir þjóna hag nemenda sinna. Þjónustustofnanir gera yfirleitt ráð fyrir að viðskiptavinirnir hafí sjálfdæmi um eigin hag. Hagsmunum þeirra er þjónað ef þeir fá það sem þeir vilja. Þar sem skóli er uppeldisstofn- un en ekki þjónustustofnun er ekki hægt að gera ráð fyrir að nemendurnir hafi sjálfdæmi um eigin hag. Skólaskyldan felur meðal ann- ars í sér að öllum er ætlað að ná markmiðum sem eru sett af hinu opinbera en ekki valin af hvetjum nemanda fyrir sig. En það er held- ur ekki hægt að gera ráð fyrirþví að einhverj- ir sérfræðingar viti alltaf betur en nemendurn- ir og foreldrar þeirra hvað nemendum er í hag. Hér kemur að minnsta kosti tvennt til: Annars vegar er ekki alltaf hægt að komast að fræðilegum niðurstöðum og alhæfa mikið um hagsmuni nemenda því það er svo mis- jafnt sem mennirnir leita að og misjafn til- gangurinn sem fyrir þeim vakir. Hins vegar er framtíðin óviss - jafnvel þó við vissum allt um óskir, vonir og hæfileika nemanda gætum við ekki sagt með vissu hvers konar uppeldi og menntun sé honum fyrir bestu því við vit- um ekki hvernig sá heimur verður sem hann mun lifa í á næstu öld. Við þurfum einhvern meðalveg milli þess að ætla nemendum og foreldrum þeirra sjálf- dæmi um eigin hag og þess að ætla öðrum að hafa vit fyrir þeim. Þetta þýðir að við verð- um að finna milliveg milli þess að leyfa nem- endum og foreldrum að velja milli ólíkra náms- markmiða og ólíkra leiða að þeim og þess að láta yfirvöld, embættismenn eða sérfræðinga stjórna því hvað hver lærir. Menn verða víst seint sammála um hvar hinn gullni meðalveg- ur liggur en ég held að möguleikar foreldra og nemenda á að velja milli ólíkra skóla og skólagerða (og kannski líka ólíkra leiða innan sama skóla) séu of litlir. Við getum trúlega komist nær því að þjóna hagsmunum allra jafnvel og þar með nær sönnu jafnrétti með því að auka frelsi nemenda og foreldra. Fjölbreytni getur stuðlað að því að fleiri finni skóla við sitt hæfí og þannig verið í þágu jafnréttis. Hún getur líka unnið gegn jafnrétti. Meðan flestallir skólar voru reknir af ríkinu var hægt að benda á einn sökudólg þegar nemendum var mismunað. Nú eru grunnskól- ar reknir af mörgum sveitarfélögum. Nemend- um kann því að vera mismunað án þess að neinn mismuni þeim. Sé betra að ganga í skóla í Borgarnesi en á Akranesi hver er þá að mismuna hveijum? Ekki yfirvöld í Borgar- nesi, þau gera jafnvel við alla sína nemendur. Ekki heldur yfírvöld á Akranesi. Þau gera líka jafnvel við alla sína nemendur. Eigi sveitarfé- lögin að hafa eitthvert sjálfræði um hvernig þau reka sína skóla verður varla komið í veg fyrir eitthvert misrétti eftir búsetu og lands- hlutum. Hér getur fjölbreytileikinn verið and- stæður jafnréttinu. Sé reynt að koma í veg fyrir misrétti með því að takmarka sjálfræði sveitarfélaganna er hætt við að þeim verði gert erfiðara fyrir að laga skólahaldið að sér- þörfum sinna barna og það getur líka komið í veg fyrir að öll börn njóti jafnréttis til náms. Það er engin einföld formúla fyrir því hvernig á að tryggja öllum jafngóða menntun. Hér verður að haga seglum eftir vindi. iafnrélti til náms og misrétti í þágu almannaheillar Nú kann einhveijum að þykja sem ég sé búinn að flækja málin meira en nóg og ég má svo sem vera ánægður ef ég hef komið ykkur í skilning um að það er allt annað en auðvelt að skipuleggja menntakerfi þannig að allir njóti jafnréttis til náms. En ég ætla samt ekki að láta staðar numið hér því það er alls ekki ljóst hvort rétt er og skynsamlegt að allir nemendur sitji við sama borð. Eiga regl- urnar að vera jafnhagstæðar fyrir alla? Eiga hagsmunir allra að vega jafnþungt? Getur jafnrétti ekki stangast á við önnur mikilvæg- ari markmið? Hugsum okkur fátæka þjóð eins og íslend- ingar voru fyrir 100 árum og gerum ráð fyrir að ríkissjóður ætli að veija einhveiju fé til að mennta landsmenn. Væri ekki skynsamlegast fyrir ríkið að styrkja fáeina duglega náms- hesta til að þeir geti orðið læknar, kennarar og verkfræðingar og notað svo sérþekkingu sína til að bæta hag allra hinna? Ætti fátækt ríki ekki frekar að gera eitthvað í þessum dúr en að leggja áherslu á jafnrétti til náms? Nú má hugsa sér að þótt fáir njóti náms- styrkja af opinberu fé sé því samt úthlutað eftir reglum sem taka tillit til jafnréttissjón- armiða. Það má til dæmis láta nemendur keppa um styrkina og haga keppninni þannig að vel gefin börn af fátæku foreldri eigi álíka mögu- leika og synir og dætur yfirstéttarinnar. En hvaða möguleika ættu til dæmis heyrnarlaus- ir á að njóta menntunar á kostnað ríkisins? Litla sem enga. Fátækt samfélag getur þurft að láta jafn- rétti til náms víkja fyrir almannaheill. En hvað með auðugt samfélag? Flestir eru sam- mála um mikilvægi þess að skólastarf skili sem mestum árangri fyrir atvinnulíf, menning- arlíf og framþróun vísinda og fræða. Þessu markmiði verður kannski best náð með því að styðja betur við bakið á sumum en öðrum. Kannski væri það öllum Islendingum í hag ef ríkið styrkti betur rannsóknir á lífríki hafs- ins, yki framlög til sjávarútvegsfræða og veitti ríflega námsstyrki til þeirra sem skara fram úr í þeim vísindum. Með þessu væri verið að veita sumum nemendum betri fyrirgreiðslu en öðrum. Þetta á ef til vill bara við á háskólastigi. Eru einhver rök sem mæla með því að nemend- um á grunn- og framhaldsskólastigi sé mis- munað með svipuðum hætti? Hér er fátt um einhlít svör. Þó má nefna að skólakerfið þarf að vera þannig uppbyggt að það borgi sig fyrir nemendur að standa sig vel og þeir séu hvattir til að Ieggja sig fram. En nú eru sum- ir gáfaðri en aðrir, fá meiri stuðning að heim- an og eru aldir upp við þroskavænlegri skil- yrði. Hvernig eigum við að umbuna duglegum námsmönnum án þess að auka enn forskot þessara nemenda sem eiga auðveldast með að standa sig vel? Það getur verið erfitt og jafnvel ómögulegt að veita nemendum þá hvatningu sem þarf til að þeir leggi sig fram án þess að slá eitthvað af ýtrustu kröfum um jafnrétti. Þegar ég segi að þetta sé erfitt er ég ekki að segja að menn skuli hætta að reyna - ég er miklu fremur að minna á að það er erfitt að reka góða skóla. Krafan um jafnrétti getur stangast á við kröfuna um árangur og þá þarf að miðla málum. Því auðugra sem samfélagið er því meiri áherslu getur það lagt á jafnrétti en ef krafan um árangur verður alltaf að víkja þá er hætt við að samfélagið verði of fátækt til að hafa efni á jafnrétti. Ólikt gildismat og andstæóar skoðanir Skólakerfi okkar gerir ráð fyrir heimsmynd vísindanna eins og hún hefur mótast við vest- ræna háskóla, kristinni siðfræði og ríkjandi hugmyndum um lýðræði, jafnrétti, velmegun og framfarir. Nokkur hópur fólks er andvígur þessari hugmyndafræði. Til dæmis er kristnum bókstafstrúarmönnum illa við suma drætti í heimsmynd vísindanna, einkum þróunarkenn- inguna og nokkur hópur náttúruverndarsinna hefur illan bifur á viðteknum hugmyndum um velmegun og framfarir. Við hljótum að spyija hvort jafnrétti til náms skuli fela í sér að skólarnir geri öllum skoðunum jafnhátt undir höfði. Því hefur ver- ið haldið fram að skólarnir eigi að leysa þetta vandamál með því að vera hlutlausir og forð- ast að taka afstöðu til ágreiningsmála. Þetta er ef til vill hægt í samfélagi þar sem allir hafa svipaða heimsmynd og svipað gildismat. Skólarnir geta þá hliðrað sér hjá því að taka afstöðu til þeirra fáu mála sem ágreiningur er um. En því víðtækari og djúpstæðari sem skoðanamunur er því erfiðara er að gæta hlut- leysis og á endanum leiðir slíkt hlutleysi til þess að kennslan verður útþynnt og ómerkileg og félagsmótun og siðferðilegt uppeldi lenda í algerum handaskolum. Ef fjölhyggjan geng- ur svo langt að menn leggi allt að jöfnu og láti sem allar skoðanir séu jafngóðar þá fer hún að jafngilda tómlæti um mannleg verð- mæti og úrræðaleysi frami fyrir siðferðilegum og pólitískum vandamálum. Það er engin fær leið að reka skóla sem tryggir jafnrétti allra skoðana og sjónarmiða. Helst er hægt að nálgast slíkt jafnrétti með því að leyfa minnihlutahópum, sem eru and- snúnir einhveijum atriðum í hugmyndafræði ríkisskólanna, að stofna og reka sína eigin skóla fyrir sín eigin börn. Rekstur slíkra skóla kann þó í sumum tilvikum að stangast á við önnur markmið og aðrar gerðir jafnréttis. Til eru trúflokkar sem eru andvígir jafn- rétti karia og kvenna og vilja innræta dætrum sínum auðmýkt og undirgefni og ala synina upp til að ríkja yfir væntanlegum eiginkonum sínum. Ætti ríkið að veita slíkum trúflokki fyrirgreiðslu svo hann geti rekið sinn eigin skóla fyrir börn sín á þeim forsendum að ólík- ar skoðanir skuli njóta jafnréttis eða á kannski að banna þetta á þeim forsendum að kynjunum skuli ekki mismunað? Eins og víðar er hér vandrataður meðalvegurinn milli jafnréttis og annarra markmiða sem eru ekki síður mikil- væg og það sem verra er: jafnrétti á einu sviði getur stangast á við jafnrétti á öðru sviði. Til dæmis getur jafnrétti ólíkra lífsskoð- ana og jafnrétti kynjanna stangast á. Höfundur er heimspekingur og kennori. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. MAÍ1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.