Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 5
UMHVERFI Tjarnarinnar um aldamótin. Barnaskóli Reykjavíkur var fyrsta húsið sem byggt var við austurbakka Tjarnarinnar. RISGJÖLD á þaki viðbyggingarinnar árið 1907. MIKLAR stífingar voru settar í leikfimisal skólans þar sem auðséð þótti að svo stórt hús með engum milliveggjum hrindi að öðrum kosti í slæmu veðri. Þær voru fjarlægð- ar þegar boltaíþróttir urðu vinsælar. Á veggnum sést hvernig allir veggir í húsinu voru klæddir, með láréttum panil að neðan, þá brjóstlista og síðan lóðrétum panil að ofan. með heitu lofti. Brandstrup áleit að slík kynd- ing væri óráðleg í skólahús og sendi tímarit frá sænskum skólayfirvöldum þar sem mönn- um var ráðið frá því að nota miðstöðvarkynd- ingu. Fékk Brandstrup einnig prófessor Fen- ger í lið með sér og náðu þeir að snúa bæjar- stjórninni til að nota svokallaða „kappeovne". Nafnið drógu ofnarnir af því að efst á þeim var kappi úr marmara, sem dró í sig hita úr ofninum og miðlaði honum síðan inn í herberg- ið. Voru fengnir danskir iðnaðarmenn til að setja ofnana í skólann, þar sem fyrirtækið sem seldi þá vildi ekki taka ábyrgð á þeim að öðr- um kosti, jafnvel þó settir hafi verið svipaðir ofnar í Lærða skólann árið áður. 1898 - grindin reist og klædd Hlaðni kjallarinn stóð tilbúinn í lok maí, og var þá strax hafist handa við að reisa grind- ina ofaná hann, en hún var öll tilhöggvin hér eins og áður var getið. Til að sjá um smíði grindarinnar var fenginn Jón snikkari Sveins- son. Réð hann til sín fjölda smiða og verka- manna sem unnu vasklega við að höggva til og reisa grindina, sem stóð fullbúin eftir tvo mánuði. Brandstrup fyrirskipaði að öll gólf, veggir og loft skyldu ferniseruð, þ.e. borin fernisolía á allt nema hurðir, glugga og gerikti. Bæjar- stjórnin hafði ekki ákveðna skoðun á þessu, nema Magnús Benjamínsson, sem fannst ein- dregið að allur skólinn skyldi málaður. Fékk hann málara í Iið með sér til að sýna fram á hversu miklu betra umhverfi fengist með því að mála, í staðinn fyrir að bera olíu á allan skólann. Fór svo að lokum að ákveðið var í bæjarstjórninni að allur skólinn skyldi málaður og fannst þá mörgum að málarar „hefðu veitt vatni á sínar og sinna millur" og þótti mikið bruðl. Eftir að Björn Sigurðsson hafði kynnt sér nýjustu gerð af skólaborðum og kostnað vegna gerðar þeirra í Danmörku, var ákveðið að þau skyldu smíðuð hér á landi. Helsta nýjungin sem fram kom í þessum borðum voru opnan- legar borðplötur og setur, og geymsluhólf þar ofan í. Stóll og borð voru enn samföst á þess- um tíma og breyttist það ekki fyrr en í Austur- bæjarskólanum. Tryggvi Gunnarsson kom með eitt borð með sér úr einni af ferðum sínum til Kaupmannahafnar vegna byggingar Lands- bankans, og smíðaði Jón Sveinsson síðan eftir því. Þrátt fyrir gagm-ýnisraddir og jafnvel úrtölur sumra, tókst að ljúka smíði barnaskól- ans á tilsettum tíma. Var hann vígður með mikilli viðhöfn þann 10. október árið 1898. 1907 - 1923 - viöbyggingar og gas Eins og Þórhallur Bjarnason sá fyrir og gerði ráð fyrir, varð hið nýja skólahús fljót- lega allt of lítið. Eiga fyrstu lög um fræðslu- skyldu, sem komu út árið 1907, eflaust mest- an þátt í því að snemma vors sama ár, hófst undirbúningur að stækkun hússins, að mestu eftir teikningum Brandstrups, sem eftir kröf- um Þórhalls hafði gert ráð fyrir stækkunar- möguleika við suðurenda vesturálmunnar (suðurálman). Jón Þorláksson, bæjarfulltrúi og landsverkfræðingur, var fenginn til að undirbúa verkið og gera útboðslýsingu. Var tilboði Péturs Ingimundarsonar tekið í smíði viðbyggingarinnar. I október sama ár lauk hann byggingu hússins og afhenti bæjarstjórn- inni. í bréfi til bæjarstjórnarinnar lofaði Jón Þorláksson, sem verið hafði eftirlitsmaður bæjarins við bygginguna, mjög verk Péturs og mælti með að Pétri yrði þegar greitt að fullu fyrir verkið, þó að sökum vandkvæða á aðföngum frá útlöndum væri því ekki að fullu lokið. Næsti stóri áfangi í byggingasögu skólans var sá, að árið 1910 var leitt gas í skólann til lýsingar. Gasstöðin inni við Hlemm hóf starfsemi sama ár og hannaði Schoepke, gas- stöðvarstjóri, gasvæðingu skólans. Má gera sér í hugarlund hversu gífurleg áhrif þetta hefur haft á alla kennslu í skólanum. Árið 1916 var sú krafa orðin sterk að gerð- ir yrðu baðklefar við leikfimishúsið. Spunnust út frá því umræður um stækkun skólans, þ.e. kennslurýmis, þar sem mjög þröngt var orðið um alla starfsemi. Morten Hansen, skóla- stjóri, lét þá gera uppdrátt að stækkun skól- ans, þar sem gert er ráð fyrir að hringnum yrði lokað með byggingu austurálmu og leik- svæði og útifundarstaður fyrir bæjarbúa yrði í hinu lokaða porti sem myndaðist. Að auki var krafa um einsetinn skóla orðin hávær, en fjöldi nemenda í skólanum var orðinn um 1.100, í stað þeirra 800 sem hann var hannað- ur fyrir. En af byggingu austurálmunnar varð ekki, eins og kunnugt er, og má segja að bæjar- stjórn Reykjavíkur hafí verið mjög framsýn er hún tók þá ákvörðun að reistur skyldi nýr barnaskóli austur í Skólavörðuholti í stað þess að stækka barnaskóiann samkvæmt fyrirliggj- andi tillögu Hansens. Undirbúningur fyrir byggingu Austurbæjarskóla hófst snemma á þriðja áratugnum. Miðbæjarskóiinn galt þó þessarar ákvörðunar í nokkur ár, og var al- mennilegum sturtuböðum ekki komið fyrir í skólanum fyrr en árið 1923. Var leikfimishús- inu lyft um 90 cm og búningsklefar og sturt- ur settar undar það. 1947 - breytingar á innréttingum Árið 1947 voru síðustu meiriháttar breyt- ingarnar gerðar á húsi Miðbæjarskólans. Port- hæð var sett ofaná leikfimishúsið og innréttað- ar þar tvær lækningastofur, önnur fyrir tann- lækni. Samtímis voru allir veggir skólans ýmist klæddir með masoníti eða krossviði. Síðan voru settir listar yfir samskeyti og allt málað. Engar meiri háttar breytingar hafa verið gerðar á húsi Miðbæjarskólans frá árinu 1947. Niówrlag Hér hefur aðeins verið drepið á helstu atriði í byggingasögu Barnaskóla Reykjavíkur, sem með tilkomu Austurbæjarskólans var kallaður Miðbæjarskólinn. Ljóst er að vel hefur verið vandað til allra þátta varðandi byggingu skól- ans og er þar Þórhalli Bjarnasyni, að öðrum ólöstuðum, mest um að þakka. Það er athygl- isvert að skoða forsögn Þórhalls og svo það sem Brandstrup leggur til. Þórhallur virðist, eins og áður hefur komið fram, hafa verið kominn framúr Brandstrup í mörgum atriðum varðandi skólabygginguna. Við það má bæta að Þórhallur velti mikið fyrir sér staðsetningu stiga og útihurða með tilliti til flótta ef eldur kæmi upp í húsinu. Þannig má telja upp ýmis atriði sem öll leiða að þeirri ályktun að Miðbæj- arskólinn sé fyrsta nútímabyggingin í Reykja- vík. Sú staðreynd, hversu vel hann þjónar til- gangi sínum enn í dag, færir enn frekari sönn- ur á það. Af þessu má sjá að þessi bygging er samofin sögu Reykjavíkur og Reykvíkinga síðastliðin 99 ár og iíklega hefur ekkert hús í Reykjavík verið jafn stór vettvangur jafn margra Reykvíkinga. Það er eðli byggðar að vera í stöðugri þró- un og taka hverslags breytingum sem gerðar eru samkvæmt kröfum um breytta lífshætti og smekk. Það er því ekki tilgangur Árbæjar- safns að standa á móti eðliiegum breytingum á byggingararfi Reykjavíkur, heldur að að- stoða við gerð þeirra, þannig að þær séu í takt við varðveislugildi, aidur og stíl viðkom- andi húss. Þannig er sjónarmiðum minjavörsl- unnar best borgið, með þátttöku í að gera byggingararfinn hæfari til að mæta kröfum tímans. Mun Miðbæjarskólinn vafalaust verða mjög góður rammi utan um starfsemi Fræðsl- umiðstöðvarinnar, sem er í raun rökrétt fram- hald af þeirri starfsemi sem notið hefur góðs af þessu húsi í heila öld. Höfundurinn starfar í Árbæjarsafni. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. MAÍ 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.