Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 4
MYNDIN var tekin um siðustu aldamót og sýnir Barnaskóla Reykjavíkur í sinni upprunalegu mynd. Leikfimishúsinu hefur ekki verið lyft og rimlaverkið á mæni hússins, sem Brandstrup iagði mikla áherslu á að yrði sett á húsið, en tekið var niður á fimmta áratugnum, gefur því sérstakt útlit sem vert er að endurvekja. FRA ARBÆJARSAFNI BYGGING MIÐBÆJAR- SKÓLANS EFTIR NIKULÁS ÚLFAR MÁSSON Mönnum var mikió í mun aó hió nýjg skólahús yrói staósett sem næst byqqóinni í Reykjgvík. En þegar gengió hafói verió frá kaupum á lóóinni, reis mót- mælaalda gegn „slíkri fásinnu aó setja skólann í þaó raka-óheilnæmi suóur í tjöm“ eins og skrifaó var í októberútgáfu Reykvíkings. AÐ þykir tilhlýðilegt á tíma- mótum að líta til baka yfir far- inn veg. Tilefni þessarar samantektar er flutningur Fræðslumiðstöðvar Reykja- víkur í Miðbæjarskólann á Fríkirkjuvegi 1. Barnaskóli Reykjavíkur við Tjörnina var eini almenni barnaskólinn í bænum frá byggingu hans árið 1898 þar til Austurbæjarskóli tók til starfa árið 1930_ og var upp frá því kallaður Miðbæjarskóli. Árið 1969 var hætt barnaskólahaldi í húsinu en aðrir skólar af ýmsum toga hafa fengið inni í húsinu síðan. Undanfarið hafa staðið yfir lagfæringar og breytingar á innra skipulagi hússins vegna flutnings Fræðslumiðstövarinn- ar í það. Innréttingar hafa ýmist verið færðar í upprunalegt horf eða þeim verið breytt til að svara kröfum tímans um aðgengi og vinnu- umhverfi í nútíma skrifstofum. Hér mun að- dragandi að byggingu barnaskólahússins verða rakinn auk þess sem gerð verður grein fyrir helstu breytingum sem gerðar hafa verið á húsinu í gegnum tíðina. 1897 - Undirbúningur og hönnun Mikil þrengsli í barnaskólanum í Reykjavík, sem var í núverandi pósthúsi að Pósthús- stræti 3, og að það þyrfti að bæta úr því hið snarasta, kom fyrst til umræðu í bæjarstjórn- inni í júlí árið 1897. Kom þá upp sú tillaga að selja landssjóði barnaskólahúsið og finna nýja lóð undir stærra og betra skólahús. Var fljótlega skipuð nefnd um byggingu nýs skóla- húss og voru bæjarfulltrúarnir Þórhallur Bjarnason, lektor (síðar biskup) og Magnús Benjamínsson, úrsmiður, skipaðir í hana. Varð úr að landsstjórnin keypti skólahúsið og gerði að pósthúsi. Lá nú mikið á að bygging hins nýja barnaskóla gengi sem best fyrir sig. Var áætlað að taka hana í notkun hinn 1. október árið 1898. Mönnum var mikið í mun að hið nýja skóla- hús yrði staðsett sem næst byggðinni í Reykja- vík. Eina lóðin sem lá á lausu í Kvosinni var lóð Jakobs Sveinssonar, sem lést árið áður. Þetta er lóðin Kirkjutorg 6, sem náði þá frá Kirkjutorgi niður að Tjörn. Gengið hafði verið frá flestum formsatriðum varðandi kaupin þegar há mótmælaalda reis gegn „slíkri fá- sinnu, að setja skólann í það raka-óheilnæmi suður í tjörn“, eins og skrifað var í októberút- gáfu Reykvíkings. Bauð séra Eiríkur Briem lóð sína á Útnorðurvelli bænum til kaups und- ir skólahúsið. Var afráðið eftir að bæjarstjórn- in hafði fundað á vettvangi, að kaupa lóð Eiríks. Fannst mörgum að skólahúsinu hefði verið valinn staður alltof langt frá þéttbýlinu í Kvosinni. Ýmsar vangaveltur hafa verið uppi um það af hveiju Miðbæjarskólinn hafi ekki verið hlað- inn úr grágrýti eins og Landsbankinn, sem var í byggingu á sama tíma. Ætla sumir að suðurlandsskjálftinn hafi verið mönnum í fersku minni og aðrir að steinhús hafi verið álitin óheilnæm. Líklegasta skýringin er þó sú að talið hafi verið að ekki væri hægt að byggja steinhús á þeim stutta tíma sem var til stefnu. Á sama tíma var verið að byggja Holdsveikraspítalann í Laugarnesi og Stýri- mannaskólann. Það bendir til þess að treyst hafi verið á timbrið er byggja skildi stórhýsi, bæði hvað varðar tækniþekkingu og áreiðan- leika kostnaðaráætiana. Þórhallur Bjarnason gerði áætlun um það hvernig staðið skyldi að byggingu skólans og tilhögun bæði ytra og innra skipulags, þ.e. hvaða kröfur bæjarstjórn- in gerði til hússins og þess sem það hýsti. Þórhallur vildi að gerðar yrðu að minnsta kosti tvær tillögur að skólahúsi, sem hýsa skyldu um 400 börn, 35 í hverri skólastofu, bústað skólastjóra, aðstöðu fyrir kennara og leikfimishús. 1897 - hönnun skúlans H.Th.A. Thomsen, kaupmaður, fékk Christ- ian Thuren sem var að vinna að teikningum af holdsveikraspítalanum á Laugarnesi, til verksins, en Björn Sigurðsson, kaupmaður Gránufélagsins í Flatey, fékk Brandstrup, arkitekt, aðstoðarmann prófessors Fenger, Borgararkitekts Kaupmannahafnar, til að gera tvær tillögur að skólabyggingunni. Tillögur Thuren fóru báðar langt fram úr þeirri upphæð sem bæjarstjórn ætlaði í húsið, en önnur tillaga Brandstrups að U-laga bygg- ingu var mjög í anda hugmynda Þórhalls. Varð úr að Brandstrup var beðinn um að þróa þá tillögu nánar. Jón Sveinsson, snikkari, teiknaði upp breytingar á tillögunni fyrir Þór- hall, sem sendar voru út til Brandstrups. Þar var suðurálman fjarlægð, en gert skyldi ráð fyrir að hún yrði byggð seinna. Var Björn Sigurðsson, sem var Iangdvölum í Kaup- mannahöfn, fenginn til að reka erindi bæjar- ins um byggingu skólahússins þar ytra, bæði samskipti við Brandstrup sem og kaup á öllum aðföngum. í nóvember árið 1897 kom Tryggvi Gunnarsson, sem staddur var í Kaupmanna- höfn vegna byggingar Landsbankahússins í Austurstræti, með fyrstu tillögur Brandstrups að hinu nýja barnaskólahúsi. Gerði Bald, sem hafði verið ráðinn meistari að byggingu Holds- veikraspítalans á Laugarnesi, kostnaðaráætl- un fyrir bæjarstjórnina, ef byggt yrði eftir teikningum Brandstrups. Eins og þegar hefur komið fram hafði Þór- hallur Bjarnason sterkar meiningar varðandi flest atriði viðkomandi hönnun skólans. í því sambandi má nefna rimmu hans við Brands- trup varðandi glugga hússins og ljósmagn í skólastofum. Þórhallur vildi hafa geriktislausa járnglugga í húsinu en Brandstrup timbur- glugga með geriktum. Virðist það hafa verið almennt álit manna hér að ekki bæri að setja gerikti á járnklædd hús. Málamiðlunin var sú að Brandstrup stækkaði mjög alla glugga í húsinu samkvæmt teikningum Jóns Sveinsson- ar. 1898 - aóföng efnis Skólanefndin gerði miklar gröfur _til alls efnis sem nota ætti í hinn nýja skóla. í grind- ina skyldi nota sænskt fyrsta flokks timbur, en norska timbrið þótti miklu síðra. Vegna hlýinda á Norðurlöndum þennan vetur treystu sænskar sögunarmyllur sér ekki að bjóða í timbrið þar sem erfitt var um vik að ná í timbr- ið inn í skógana þar sem jarðvegurinn var eitt drullusvað, auk þess sem sá frestur sem gefinn var til afhendingar timbursins var mjög knappur. Hófst nú umfangsmikil leit að timbri um öíl Norðurlönd. Fór svo að lokum að ákveð- ið var að timbrið í grind hússins skyldi til- höggvið á íslandi og fékkst það í Halmstad í Svíþjóð. Allur borðaviður sem og listar, hurð- ir, gluggar og stigar var unnið á þremur verk- stæðum í Frederiksstad í Noregi. Til að ekki yrði seinkun á byggingu skólans var gerð sökkuls og kjallara boðin út um vetur- inn, því hægt væri að byrja vinnu í honum snemma vors, ef vel viðraði. Mönnum varð að ósk sinni og voraði snemma árið 1898. Var tilboði Stefáns Egilssonar múrara tekið í alla vinnu upp að grind, þrátt fyrir umræðu um það að íslenskir múrarar væru ekki í stakk búnir að hlaða sökkul undir svona stórt hús. Mikil vinna var lögð í að skoða allt það nýjasta í upphitun húsa í nágrannalöndunum. Útkoman úr því varð sú að bæjarstjórnin ákvað að í húsinu skyldi verða miðstöðvarkynding * 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. MAÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.