Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 16
ENDALAUS FERÐ í GEGNUM LÍFIÐ OG DAUÐANN OG TÍMANN Tunglskinseyjan, hin nýjg ópera Atla Heimis Sveinssonar, sem frum- sýnd var í Peking í lok mars, veróur færó upp í Þjóóleikhúsinu núna í lok mónaóarins. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR ræddi vió Atla um þessa nýstór- legu óperu, tiluró hennar og ævintýrió í Kína. HÚN er ljúf og hörð, íhugul og ágeng. Ákaflega ljóðræn á köflum, krefj- andi á öðrum. Hún er íslensk og kínversk í senn - eins og brú á milli tveggja þjóða sem hafa engan snertiflöt „j orðum - tónlistin í Tunglskinseyjunni eftir Atla Heimi sem frumsýnd var í Peking í lok mars. Tunglskinseyjan er kammerópera með þrem- ur söngvurum og einum sögumanni og segir frá elskendunum Kalman og Auði, sem eiga sér rætur í konungaættum á Irlandi og á eyjun- um norður af Skotlandi. Valdabarátta og styij- aldir verða til þess að elskendumir skiljast að, þegar Kalman flýr norður og nær landi á eyj- unni sem þau Auður hafa iátið sig dreyma um; eyjunni þar sem sólin hnígur aldrei til viðar og engar sorgir lifa. Auður heldur að hann sé dáinn, en draumaeyjan lifir í huga hennar og '‘mörgum árum síðar leggur hún á hafið, ásamt þjónustustúlku sinni, Unni, til að leita að eyj- unni. Þær ná landi við breiðaíjörð, þar sem Auður finnur orð letruð í hellisvegg, sem minna hana á söng sem Kalman var vanur að syngja henni. Seinna heyrir hún sönginn óma frá fjar- lægri eyju á sumarblíðri nóttu. I lok þessa mánaðar fá íslendingar tækifæri til að hlýða á þessa nýju óperu, er hún verður sýnd fímm sinnum í Þjóðleikhúsinu; fyrsta sýn- ing 21. maí. Óperan fékk prýðilegar móttökur í Kína og var tónskáldið, Atli Heimir Sveins- son, að vonum ánægður með ferðina. Kammerópera er form sem við höfum ekki séð mikið af hér á landi og því lá beinast við að spyija Atla Heimi hvað það þýðir. „í kammeróperu eru mun færri persónur en í hefðbundinni óperu. í þessari sýningu eru þrír söngvarar, einn sögumaður og sex hljóð- færaleikarar. Þetta form minnir á fomgrískan harmleik, að því leyti að það eru aðeins þijár persónur á sviðinu og sögumaðurinn getur komið í staðinn fyrir kórinn. f hljómsveitinni eru strengjakvartett, stofuorgel og harmóníka." Það er margt fleira sem er óvenjulegt við Tunglskinseyjuna. Þar er bæði talað og sungið og þagað. Sögumaðurinn stígur fram og teng- ir ferðalög elskendanna saman og inni á milli eru langir hljóðfæraþættir, eða millispil, sem er hugleiðsla um það sem hefur gerst, eða það sem á eftir að gerast. Tíminn er 7. til 8. öld og eyjan er draumsýn. „Sagan gerist á milli þriggja eyja,“ segir Atli Heimir, „írlands, Suðureyja og Islands og er um fólkið sem siglir á milli þeirra. Tungl- skinseyjan er á breiðum firði og gæti verið Flatey. Og þetta gætu verið írarnir sem námu land í Hvammsfirði, því þegar norrænir menn komu hingað fyrst, voru papar hér fyrir.“ En þetta er ekki bara saga um ferðalag. „Nei, þetta er falleg saga um tvær m_ann- eskjur og tryggð þeirra í gegnum árin. Ástin er ljósið sem þau finna í lokin og þau fylgjast að í höfn eilífðarinnar. Verkið ijallar um tryggð, eins og Fídelíó og Tristan og hefur þessi klassísku minni. Þarna er sigling, hafið, stormur, náttúruöflin; syngjandi fuglar, blóm FYRIR LESENDUR FRAMTÍÐARINNAR Eru íslenskar barnabókmenntir á réttri leió? Eru íslenskar barnabækur góóar bókmenntir? Er þörf á sérstökum barnabókum? ÞRÖSTUR HELGASON ræddi vió þrjá höfunda sem nýlega hafa fengió vióurkenningar fyrir barnabóka- skrif um stöðu íslenskra barnabókmennta. SÚ VAR tíðin að börn hlustuðu á kvöld- lestra á baðstofuloftinu eins og annað fólk og skipti þá ekki máli hvort verið var að lesa fornsögur, þjóðsögur, rímur eða Ijóð þjóðskáldanna. Allt þóttu þetta bókmenntir sem hæfðu bömum jafnt sem fullorðnum. En síðan fóru menn að fá alls konar hug- jnyndir um það hvernig best væri að ala "upp börn og um leið hvernig bækur væri best að þau læsu. Var því farið að skrifa sérstakar barnabækur og fljótlega urðu þær sérstakur flokkur innan bókmenntanna sem laut jafnvel ákveðnum lögmálum. Vitanlega þýddi þetta ekki að börn hættu að lesa forn- sögumar, þjóðsögumar og aðrar bókmennt- ir en það dró vafalaust úr því. En eru hinar svokölluðu bamabækur góðar bókmenntir? Er betra að börn lesi þær en fomsögurnar og þjóðsögumar? Er þörf fyrir sérstakar barnabækur? Eða skiptir kannski ekki máli hvað bömin lesa, bara á meðan þau lesa? Nýjustu kannanir sýna raunar að lestur barna á aldrinum tíu til fimmtán ára hafi stöðugt farið minnkandi síðastliðin þijátíu ár. Á þessu tímabili hefur bamabókaútgáfa jafnframt stöðugt verið að aukast og senni- lega aldrei staðið með jafn miklum blóma og nú. Og þótt lítill lestur sé væntanlega ekki bamabókmenntunum að kenna má varpa fram þeirri spurningu hvort þær séu á réttri leið. Fyrir svörum verða þrír höfundar sem nýlega hlutu viðurkenningar fyrir skrif sín fyrir börn; Illugi Jökulsson, sem hlaut Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavík- ur fyrir frumsamda bók, Silfurkrossinn, Árni Árnason, sem hlaut sömu verðlaun fyrir þýdda bók, Danna heimsmeistara eftir Roald Dahl, og Þorgrímur Þráinsson sem 'hlaut íslensku barnabókaverðlaunin sem Verðlaunasjóður íslenskra bamabóka veitir fyrir bókina Margt býr í myrkrinu. „Auðvitað ætti maður að svara spurning- unni um hvort þörf sé fyrir sérstakar barnabækur neitandi," segir Illugi aðspurð- ur. „Börn ættu bara að lesa sömu bækur og aðrir en það er nú einu sinni þannig í reynd að börnum þykir gaman að vissum bókum og öðrum ekki. Barnabækur verða því til af þörf. En ákjósanlegast væri að þau byijuðu að lesa fullorðinsbækur sem fyrst.“ Árni og Þorgrímur taka undir þetta og segja að bamabókmenntir séu afar mikilvægar, ekki síst til að ala upp framtíðarles- endur. „Ég er þeirrar skoðunar að barnabækur séu ómissandi," segir Árni. „Barnabækur örva börn til frekari lesturs og eru þeim líka lestrarþjálfun. Þær stuðla að betri lestrarfærni og ala þannig upp meiri og betri lesendur. Auk þess er hægt að miðla svo mörgu í bókinni til barnanna, bara í söguforminu að það er nauðsynlegt að ýta undir útgáfu þeirra.“ „Góðar og áhugaverðar bamabækur geta skapað lesendur framtíðarinnar," segir Þor- grímur. „Oft eru barna- og unglingabækur litnar hornauga; þetta eru álitnar annars flokks bók- menntir. En ég held að fólk gleymi þá að hugsa út í það að ef ekki væru þessar bækur þá myndu krakkar sennilega ekkert lesa því það er svo margt annað sem glepur. Og ef þeir lesa ekki sem börn munu þeir þá lesa sem fullorðnir? Barnabækur hafa því ákveðnu uppeldishlutverki að gegna, að ala upp lesendur." - En myndu börn ekki bara lesa einhveij- ar aðrar bækur? Hvað með íslendingasög- urnar og þjóðsögumar? ,,Ég er ansi hræddur um að börn lesi lítið af íslendingasögunum nú til dags,“ segir 111- ugi, „en ég veit ekki um þjóðsögurnar, ég vona að þær séu ennþá lesnar. Þær em nokk- uð vinsælar á mínu heimili, einkum í útileg- um.“ „Mín reynsla af þjóðsagnalestri fyrir börn,“ segir Árni, „er að þeim þyki þær spennandi en á of tyrfnu máli. Það þyrfti því að gefa þær sérstaklega út fyrir börn.“ Umfram allt skemmtilegar Allir eru þremenning- arnir sammála um að gæði íslenskra barnabóka séu fremur mikil. Illugi segir að þónokkuð sé af höfundum sem hafi góðan metnað en hann hafi einnig á tilfinningunni að sumir vandi ekki sérstaklega til verka, rubbi þessu bara af. „En þessar bækur hafa batnað mikið síðan ég var að alast upp. Þá voru í fyrsta lagi mjög fáar íslenskar barnabækur til og þær útlendu sem maður var að lesa voru algjört rusl.“ Árni Árnason lllugi Jökulsson •16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. MAÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.