Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1997, Qupperneq 3
LESBðK MORGIINBLAÐSINS - MENIMNG USTffl
18. TÖLUBLAÐ - 72. ÁRGANGUR
EFNI
Konur
áttu fáa liðsmenn úr röðum karla í rétt-
indabaráttu sinni á 19. öldinni, en einn
þeirra var þó Magnús Eiríksson, guð-
fræðingur og rithöfundur frá Skinna-
lóni, sem settist að í Kaupmannahöfn
þar sem bláókunnugar konur leituðu til
hans í vandræðum sínum, en hvers
manns götu greiddi Magnús af „umburð-
arlyndi, blíðlyndi og þolinmæði" og
fórnaði öllum jarðneskum gæðum fyrir
sannfæringu sína. Um „Gleymda karl-
manninn", Magnús Eiríksson, skrifar
Jóhanna Þráinsdóttir.
Myndlistaskólinn
í Reykjavík á fimmtíu ára afmæli um
þessar mundir. í þeim skóla hafa töfra-
heimar myndlistarinnar opnast fyrir
mörgum og þangað hefur almenning-
ur, jafnt börn sem fullorðnir, leikir j
og lærðir, getað leitað sér fræðslu um
myndlist. A vorönninni sem nú er að f
ljúka voru nemendur skólans rúmlega
360 talsins, börn og unglingar í dag-
deildum og fullorðnir siðdegis og á
kvöldin.
Babelsturninn
í Gamla testamentinu urðu menn
að hætta að byggja, því Guð refs-
aði þeim fyrir þann hroka að láta
hús ná uppúr skýjum. Hann gerir
það siður núna og Ameríka er að
tapa forustunni með hæstu hús
/
1
ly
heimsins. Hús af þessu tagi rísa þar
sem uppgangur er hvað mestur og
brátt verður það hæsta í Kuala Lump-
ur, en ekki lengi, því Ástralir eru
með eitt enn hærra á teikniborðinu.
Um Babelsturna í nútímanum skrifar
Gísli Sigurðson.
Parísarborg
vaknar við raust útigangsmannsins.
Á efnisskránni eru sem endranær
helstu lög Frank Sinatra og bútar
úr þekktum óperuaríum. Hann hefur
vart lokið söng sínum þegar morgun-
messa hefst og orgeltónar og kór-
söngur taka að berast úr ævafomri
kirkju. Og áfram líður dagurinn með
alls kyns tónlistaviðburðum. Pétur
Jónasson fór „á eyrunum" eina
hringferð um Parisarborg.
Plattar
frá dönskum postulínsverksmiðj-
um þykja að jafnaði ekki mjög list-
rænir gripir, en þeir geta verið
safngripir og ekki má gleyma því
að Danir gáfu stundum út platta
til styrktar íslenzkum málefnum;
t.d. voru 5 slíkir gefnir út til
styrktar holdsveikraspítalanum í
N Laugarnesi, en aðrir plattar
tengdust konungskomunni 1907,
afmæli Oddfellowreglunnar
/ o.s.frv. Um þessa dönsku plat-
J taútgáfu skrifar Helga Skúla-
dóttir.
Forsíðumyndin er tekin í kennsiustund í módelteikningu í Ásmundarsal 1976 og birt í tilefni 50 óra afmælis Myndlistaskólans.
SIGFÚS DAÐASON
ANDLIT
Oft hlaut lífmanna bráðan dulbúinn endi
eitt kvöld, til dæmis ímarz; vegirog bryggjur
og fljótið í tunglskini, fleyta sem berst með straumi
allan daginn, slétturþorp ogheiðar
sem flýja hraðan um hafþúsunda dægra
og langir ískrandi vegir: leiðin til baka
og þreyttir fætur og gangstéttir allar þærgötur
íborg undir snjónum, hin máðu andlit ísnjónum
skírum skírandi sjónum, helgrímurykkar
sem renna burt með flaumnum einn dag ímaí
en einstaka nótt skein tunglið á ísilagt fljót.
Þetta varmannlíf, ótrúlegt eins oghendur
og herbergi ígististað
hús sem þið funduð
aðmorgni íþokunni: það var allt ykkar líf.
Horfiðsamt varlega á þetta nýja andlit
því eftil vill á hamingjan heima þar.
Sigtús Daóason, 1928-1996, var eitt af atómskóldunum sem svo voru nefnd.
Ljóðið er úr fyrstu Ijóðabók hans, sem hét „Ljóð 1947-1951“.
HRAÐBRAUTA-
AKSTUR
FYRIR nokkru var ég farþegi í
bíl hjá einum færasta hrað-
brautarökumanni, sem ég
þekki. Hann er ungur að árum
og hafði aðeins haft ökupróf í
nokkra mánuði þegar hann
bauðst til að skutla mér í bæinn
á bílnum sínum. Úr Kópavogi
er ekið eftir Kringlumýrarbraut og síðan
Miklubraut til vesturs. Ég tók eftir því að
hann ók ávallt á vinstri akrein eða þeirri í
miðið þar sem þær voru þrjár samliggjandi.
Ég hafði orð á þessu við hann og spurði
hvort honum hefði ekki verið kennt að á
íslandi væri hægri umferð og því ætti mað-
ur að jafnaði að halda sig hægra megin.
Hann varð hálfhissa og sagði að ökukennar-
inn hefði aðallega lagt áherslu á að hann
gætti sín á því að láta málmhlemmana yfir
ræsunum alltaf lenda milli hjólanna á bíln-
um. Nú varð ég ekki lítið undrandi en jafn-
framt kviknaði á skilningstírunni í hausnum
á mér: þarna var þá komin skýringin á því
hversvegna íslenskir ökumenn haga sér oft-
ast eins og skíðamenn í svigi á fjölreina
akvegum: þeir sikksakka milli reina eins og
til að sýna hvað þeir eru klárir. Og þá klárir
í þvi að láta ræsalokin lenda milli hjólbarð-
anna á bílum sínum. En hversvegna í ósköp-
unum er það svona mikilvægt - og mikilvæg-
ara en að halda almennar reglur og sýna
tillitssemi í umferðinni? Ekki hef ég enn
fengið svar við því en hver veit nema ein-
hver lesandi gæti frætt mig á því?
Af ásettu ráði sagði ég í upphafi máls
míns að hann væri einn færasti hraðbrautar-
ökumaður sem ég þekki. Ég tók það þó
ekki fram en geri það núna að hér á ég við
upplýsingahraðbrautina. Vegi veraldarvefs-
ins, sem eru sennilega að verða órannsakan-
legir, eins og vegir guðs. Þar er þessi ungi
maður eins og heima hjá sér: þekkir alla
stíga og brautir, hliðargötur, heimtraðir og
„ábótana“ internetsins eða alnetsins.
Það er svo einkennilegt hvað margir spá-
dómar, sem sagðir eru í kjölfar nýrra upp-
finninga, reynast rangir þegar fram líða
stundir. Einn spámaður spáði því að með
alneti fækkaði ferðum fólks um götur og
stræti, vegna þess að það gæti gert svo
margt í krafti þessarar tækni: setið heima
og unnið vinnu sína gegnum símkerfið með
aðstoð tölvu og lyklaborðs.
Hér langar mig að vitna í Geoffrey nokk-
urn Vasiliauskas, sem er Lithái og sérfræð-
ingur í stjórnmálum. Hann skrifar inn á
umræðulista um Eystrasaltslöndin 4. apríl
sl. og takið eftir að þetta er ekki umræðu-
listi um bókasafnsmál heldur stórpólitík:
Hann segir ma.:
„Ég hef séð framtíðina, og lítilvæg funda-
höldin í Helsinki... fölna í samanburði.
Framtíðin er bókasafnsfræðin. Þegar alnetið
kom dag einn, sögðu sporgöngumenn þess:
„Þið bókasafnsfræðingar! Farið í fríið! Búið
ykkur undir að verða óþarfir! Við þurfum
ekki á ykkur að halda lengur!" Nú éta þeir
þetta oní sig. Netið er orðið að skrýmsli,
endalaust, án ríms, án skynsemi, án skipu-
lags. Bókasafnsfræðin er lykillinn að þessari
óreiðu og lykillinn að framtíð okkar.“
Og hann heldur áfram: „Langi þig að vita
eitthvað í Litháen, gefðu þig þá að bóka-
safnsfræðingum. Þeir stjórna þekkingar-
flæðinu ... Upplýsingarnar eru í höndum
þeirra, sem kunna að vista og finna þær.“
Og það er líkt með spádómum og trú
manna að ekki er alltaf treystandi á að hlut-
irnir gangi eftir.
Lengi hafa menn trúað á upplýsingu og
upplýsingar sem forsendu þekkingar, mennt-
unar og framfara. Ríkisstjórnin okkar hefur
haft fyrir því að setja nokkrar nefndir til
að móta framtíðarstefnu íslands í upplýs-
ingamálum til framtíðar, til 21. aldarinnar.
í tillögum nefndanna er fjálglega talað um
að bókasöfnin séu mikilvægir hlekkir í keðju
þeirri, sem á að halda utan um þróunina,
skapa grundvöll til frekari framfara og vera
þungamiðjan í því að efla þátttöku almenn-
ings í lýðræðislegri framvindu. Flestir eru
sammála um að bókasöfn séu þær þekking-
armiðstöðvar, sem best eru fallnar til að
tryggja öllum óheftan aðgang að upplýsing-
um og gera öllurn þegnum landsins kleift
að nýta sér nýja tækni til náms, endurnáms
og sjálfseflingar.
En þegar kemur að því að gera ráðstafan-
ir til að gera söfnin fær um að gegna þessu
mikilvæga hlutverki, sérstaklega með tilliti
til fjárveitinga til þeirra, þá flytja menn sig
yfir á vinstri kantinn og vilja ekki kannast
við neitt, hvorki spádóma né heita trú! Þetta
þykir mér undarlegt aksturslag.
Ég hef nokkrum sinnum reynt að koma
á framfæri þeirri trú minni að lestur sé íþrótt,
í því augnamiði m.a. að bókasöfn verði talin
til íþróttamannvirkja. Tilgangurinn er að
sjálfsögðu sá, að með því móti væri mögu-
legt að sækja í Gullnámu- og Lottósjóði þjóð-
arinnar með fjárveitingar til eflingar bóka-
safnanna, bygginga nýrra safna og útibúa.
Bretar hafa skilning á þessu og þar á bæ
hafa bókasöfn fengið formúur úr slíkum
sjóðum. Bókasöfn í Bretlandi tilheyra mála-
flokki sem kallast „Þjóðararfur11, á ensku
National Heritage og eru þar með flokkuð
í sjóðakerfinu líkt og kastalar, hallir og
minjasöfn ýmiss konar.
Ekki hefur þessi áróður minn náð eyrum
þeirra sem ráða fjármálum þjóðarinnar hing-
að til, enda ek ég að jafnaði alltaf á hægri
akrein. Nú væri e.t.v. ráð að snúa þessum
áróðri upp á vegamálin og aka hratt vinstra
megin. Þá myndu rök bókavarða fyrir aukn-
um fjárveitingum til byggingar bókasafna
hljóma eitthvað á þessa leið:
„Mikið umferðaröngþveiti hefur nú skap-
ast á upplýsingahraðbrautum landsins og
sjá menn vart til 21. aldarinnar fyrir almenn-
um glannaskap á Veraldarvegum þekkingar-
innar. Því samþykkir Alþingi Islendinga að
beina því til samgönguráðuneytisins að þeg-
ar búið verður að bora undir Hvalfjörðinn
verði borar og bormenn Islands notaðir til
að bora stórt gat á ríkissjóð með öðru opinu
sem næst okkur í tíma en hitt opnist fram
í upphafi 21. aldarinnar, inni á miðju gólfi
í anddyri alnetsins með heimaslóðum til allra
átta. Byggð verði sýndarveruleikabókasöfn
í hveijum landsfjórðungi allt eftir því hvort
fólk búi þar enn eða ekki og þau opin almenn-
ingi sem leiktæki og lestraríþróttamiðstöðvar
til eigin afnota.
Þar fari fram þolraunir ýmiss konar og
þrekæfingar andans til eflingar almennri
geðheilsu og þar fái menn leiðsögn í að aka
á hægri akreinum eftir upplýsingahraðbraut-
um heimsins."
Frá blautu barnsbeini er mér minnisstætt
að hafa svo oft heyrt stjómmálamenn tala
um bókaþjóðina og lengi framan af trúði ég
því að til væri eitthvað sem væri bókaþjóðin
íslenska. Nú hefur smám saman runnið af
mér þessi barnatrú og mér er orðið ljóst að
þetta gaspur þeirra er eitthvað sem þeir
hafa tekið í arf frá frammámönnum 19. ald-
arinnar, Jóni Sig. og kó. Engum dettur held-
ur lengur í hug að trúa orði af því sem
stjórnmálamennirnir segja - fólk brosir helst
í kampinn þegar þeir taka upp í sig gamlar
lummur, en svo er skrýtnast af öllu skrýtnu
að það virðist nákvæmlega sama hvað þess-
ir menn segja þarna á þinginu, alltaf eru
þeir kosnir aftur og aftur, allavega eru það
að því er virðist alltaf sömu mennirnir sem
sitja þarna í sölunum og setja upp landsföð-
ur - og nú upp á síðkastið landsmóðursvip,
þegar þeir stíga í pontu og segja eitthvað
svo gasalega alvarlegt og þjóðlegt að manni
liggur við að æla.
Og þjóðin heldur áfram að aka bara á
vinstri kanti, eða miðakrein ef svo ber und-
ir, eins og henni komi ekki við að fyrir
mörgum árum voru sett ný umferðarlög sem
ætlað var að fá menn til að aka hægra
megin. Spurningin er því sú hvort ríkisstjórn-
in sé yfirleitt úti að aka, eða sé bara utan
vegar, sbr. ljóðlínur sem mér detta svo oft
í hug, eftir Eirík Einarsson frá Hæli og
heitir Aumlegt fulltrúaráð:
... og mér virtist þjá þá
ef það var nefnt sem á lá,
skaust þá hver á ská frá,
skefldur sem af váspá.
En hundaskít sem hjá lá,
horfðu þeir á í smásjá.
HRAFN A. HARÐARSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. MAÍ 1997 3