Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1997, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1997, Side 4
í ÍSLENSKAR 19. aldar konur við vinnu sína. Réttindi þeirra voru takmörkuð 09 þær óttu sér formælendur fáa. Sama mátti segja um Iff og réttindi kvenna á Norðurlöndum. Þar voru ekki margir sem tóku undir með Magnúsi Eiríkssyni. GLEYMDUR LIÐS- MAÐUR KVENNA EFTIR JÓHÖNNU ÞRÁINSDÓTTUR mynd sem hún annars birtist, var ríkur þáttur í eðli hans. MARGT og mikið hefur verið skrifað og skrafað um þann þagnarhjúp sem um- lykur þátttöku kvenna í framvindu sögunnar allt fram á okkar daga á öðrum sviðum en þeim sem lutu að hefðbundnu hlut- verki þeirra sem húsmæðra, mæðra eða ást- kvenna. Til marks um það er t.d. hversu lítið hefur varðveist af kveðskap eða annarri and- legri iðkan formæðra okkar og lengi vel þótti ekki einu sinni taka því að skrá bréf kvenna í þeim miklu bréfasöfnum sem merkismenn fyrri tíma létu eftir sig. Það er því ekki að ósekju að oft er í því sambandi talað um gleymdu eða týndu konumar. „Einn er sá íslendingur öðrum fremur, er legið hefur helst til lengi óbættur hjá föður- garði, en það er guðfræðingurinn Magnús Eiríksson," segir Ágúst H. Bjarnason í grein sinni í Skírni 1924 um Magnús Eiríksson. Þessi ummæli Ágústs verða séra Eiríki Al- bertssyni hvatning til að skrifa doktorsrit- gerð um Magnús. Hún kom út 1938 og reis- ir hann þar Magnúsi verðugan minnisvarða sem merkum fræði- og hugsjónamanni sem síst af öllu á skilið það sinnuleysi sem landar hans hafa sýnt honum, bæði fyrr og síðar, jafnvel þótt hann færi ekki troðnar slóðir kirkjunnar í trúmálum. Báðir taka þeir Ág- úst og séra Eiríkur líka til umfjöllunar ein- stakt framlag Magnúsar til kvenfrelsismála, sem hann virðist aldrei hafa fengið neinar þakkir fyrir nema í einkabréfum kvenna og það jafnvel bláókunnugra til hans, þar sem skrif hans hafa orðið til þess að gefa þeim kjark til að tjá honum hugsanir og drauma sem samtímamenn þeirra hefðu líklegast for- dæmt þær fyrir. Hafi Magnús legið óbættur hjá garði sem guðfræðingur, er þó sú þögn sem ríkt hefur um hann sem frumkvöðul á sviði kvenfrelsismála ekki síður nöturleg því hvað sem annars má segja um „rétta“ eða „ranga“ trú Magnúsar verður það ekki af honum skafíð að hann verður fyrstur karl- manna á Norðurlöndum, svo ekki sé stærra upp í sig tekið, til að gefa út rit til vamar kvenfrelsi og gerast þar með ötull baráttu- maður gegn kúgun kvenna. Það hlýtur því að koma í hlut okkar nútímakvenna að bæta Magnúsi upp nær einnar og hálfrar aldar þögn um þetta merka framlag hans. Mér vitanlega hefur aðeins ein kona skipað Magn- úsi þann sess sem honum ber í baráttusögu okkar fyrir frelsi og jafnrétti, en það er Vil- borg Sigurðardóttir sagnfræðingur í B.A. ritgerð sinni 1967: Um kvenréttindi á íslandi til 1915 (óprentuð). Magnús Eiríksson fæddist 21. júní 1806 að Skinnalóni á Melrakkasléttu. Foreldrar hans voru Eiríkur Grímsson og Þorbjörg Stef- ánsdóttir Scheving. Þegar Magnús er tæpra sjö ára drukknar faðir hans en tveimur árum eftir slysið giftist Þorbjörg móðir hans Bimi Sigurðarsyni, bónda að Ketilsstöðum í Jökuls- árhlíð. Þar elst Magnús upp í hópi fjögurra alsystkina og sjö hálfsystkina. Eftir próf úr Bessastaðaskóla, 1829, gerist hann ritari hjá Krieger stiftamtmanni sem styrkir hann til náms í guðfræði í Kaupmanna- höfn. Þangað siglir hann 1831 og lýkur emb- ættisprófí í guðfræði 1837. Rithöfundarferli Magnúsar má skipta í tvö tímbabil, 1844-1851 og 1863-1873. Ástæð- an til þess að Magnús geysist fyrst fram á ritvöllinn eru harðar ofsóknir dönsku kirkj- unnar á hendur baptistum sem höfðu það helst til saka unnið að trúa ekki á bama: skím, en Magnús gerist málsvari þeirra. I síðari ritum sínum um guðfræði deilir Magnús á ýmsa frammámenn svo sem Mynster bisk- up, Martensen, guðfræðiprófessor við Hafnar- háskóla, Gmndtvig og Kierkegaard, en rit sitt til varnar kvenfrelsi skrifar hann í lok fyrri rithöfundarferils síns, 1851. Það heitir Bréf til Klöm Raphael og Magnús gefur það út undir höfundarheitinu Theodor Immanuel. Klara Raphael Forsaga ritsins er sú að árið 1850 kom út í Kaupmannahöfn bókin Klara Raphael - 12 bréf, skrifuð af kornungri liðsforingjadóttur, Matthildi Fiebiger. Klara Raphael er dulnefni höfundar, en bréfín stflar hún á „sína kæm vinkonu" Matthildi. Verður hún þar fyrst allra í Danmörku til að hreyfa rækilega við kven- frelsismálum. Það þótti þá vægast sagt var- hugaverð nýjung enda er það ekki fyrr en 20 ámm síðar að fyrsta kvenfélagið er stofn- að í Danmörku. Bréf hennar vöktu, eins og búast mátti við á þeim tíma, geysilega athygli og heilmiklar deilur. Þá er það að Magnús Eiríksson gerist málsvari hennar og bíður ekki boðanna. Rit hans, Bréf til Klöm Raphael, kemur út ári síðar. í bréfum sínum sakar Klara Raphael samfé- lagið um að koma í veg fyrir að konur kom- ist til æðri andlegs þroska með því að gefa þeim lítilmótleg eða engin takmörk að keppa að. Eða eins og hún segir sjálf: „Við vöknum aldrei fyllilega til lífsins á meðan anda okkar Um Magnús Eiríksson, guófræóing og rithöf- und, og framlag hans til frelsisbaráttu kvenna. er haldið föngnum og fordómarnir standa vörð við fangelsið." Hún bendir á að það þýði lítið að tala um sátt og einingu í heiminum á meðan helmingi mannkyns, eða konum, sé haldið þannig í heljargreipum og ekki ætlast til að þær sýni vilja til annars en þóknast öðmm, lifa sjálfum sér og öðmm til skemmt- unar þegar best láti en gæta þess jafnframt að syndga ekki of mikið upp á náðina til að hafa guðsríki í bakhöndinni, ef hin jarðneska hamingja kynni að bregðast þeim. Bréf Klöm em ekki síður hugleiðingar um trúmál en kvenréttindamál og í hennar augum em þau raunar samofín. Og skoðanir hennar á trúmálum brjóta ekki síður í bága við ríkj- andi hugarfar en skoðanir hennar á lífshlut- verki kvenna. Hún ber einlægt og jafnvel bamslegt trúnaðartraust til Guðs sem hún vill þjóna skilyrðislaust og beint samkvæmt boðskap Krists, eða eins og hún segir sjálf: „Mér hefur aldrei fundist ég þurfa neinn meðalgangara milli Guðs og min. - Til er einn Guð, faðir allra; ég get ekki skilið að honum sé skipt í þrennt. Eg trúi á heilaga einingu en ekki heilaga þrenningu." Þar er Magnús sama sinnis og er það ein- mitt í þessu riti hans sem slíkar sértrúarskoð- anir koma fyrst í ljós, skoðanir sem hann á eftir að greiða dým verði. Sú staðreynd að þau „Klara Raphael" og Magnús skuli vera svo samstiga í óhefðbundnum trúarskoðunum hefur áreiðanlega átt sinn þátt í því hversu einarðlega hann tekur undir kröfu hennar um nauðsyn þess að auka frelsi kvenna, auk þess sem Magnús hafði þá þegar sýnt í riti sínu til vamar baptistum að óbeit á kúgun, í hvaða Rök Magnúsar Magnús tekur undir þá skoðun „Klöm Raphael“ að það sem standi konum aðallega fyrir þrifum sé að þær noti ekki eða þroski ekki með sér þá andlegu krafta sem leynast í djúpi sálar þeirra. Hann bætir því við að sér virðist þó lítið fara fyrir háleitum takmörkum hjá mörgum karlmannninum, þótt ekki sé þar við þjóðfélagið að sakast. Magnús telur full- víst að vitsmuni hafí konan til að bera jafnt á við karlmanninn. Hann bendir á að séu gáfur karla og kvenna athugaðar á barns- aldri sjáist yfírleitt enginn munur. Hins vegar skorti mjög á það að stúlkur og piltar njóti sömu möguleika til þroska og menntunar. Hann bendir líka á að þrátt fyrir það sé dóm- greind kvenna oft heilbrigðari og nákvæmari á ýmsum þeim sviðum sem karlar hafí þó meiri fræðilega þekkingu á. Magnús hrekur þá staðhæfingu, sem vin- sælt var að beita gegn konum, að þær hafi frá náttúrunnar hendi veikan vilja og standi karlmönnum því langt að baki hvað viljastyrk varðar. Hann viðurkennir að vísu að svo geti stundum virst en þá sé skýringin einfaldlega vanræksla þjóðfélagsins á menntun kvenna og þau einhæfu störf sem þeim eru ætluð í lífínu. Magnús segir að engin ástæða sé til að ætla að viljalíf kvenna geti ekki öðlast jafnmikla festu og viljalíf karlmanna, fái þær jafna þroskaaðstöðu og sama verkahring. Hann telur jafnvel ekki óhugsandi að konur taki karlmönnum þar fram vegna meiri styrk- leika á sviði tilfínninganna. Og þar sem sá styrkleiki mundi í ríkum mæli beinast að því að efla allt fagurt, satt og lofsvert, yrðu af- rek kvenna ómissandi þáttur mannlegrar þró- unar og framfara. Niðurstaða Magnúsar er því sú að veita beri konum stóraukið frelsi svo að þær geti að því fengnu í sem ríkustum mæli stuðlað að sínum eigin þroska og mannkynsins í heild. í rökum sínum með auknu frelsi kvenna vísar hann m.a. til þess að í ljósi reynsl- unnar sé síður en svo hægt að segja að karlmenn hafi gegnt hlutverki sínu af snilld í heimssögunni. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. MAÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.