Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1997, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1997, Side 8
I DANSKIRPLATTAR MEÐ ÍSLENSKU EFNI ARIÐ 1888 var haldin norræn vörusýning í Kaupmanna- höfn. Sýning þessi markaði á margvíslegan hátt tíma- mót í dönskum iðnaði og átti drjúgan þátt í að breyta höfuðstað Dana úr lítilli borg í heimsborg. Konung- lega danska postulínsverksmiðjan setti við þetta tækifæri á markað fyrsta minningarplattann eða skjöld úr postulíni og var hann tileinkaður sýningunni. Plattaútgáfan sem þama hófst hefur blómstrað allar götur síðan og eru sum- ir þeirra löngu orðnir eftirsóttir safngripir. Minningarplattinn hafði kóbaltbláa áferð en skömmu áður eða árið 1885 hafði konung- lega danska postulínsverksmiðjan sett á mark- að vasa og styttur með þessum kóbaltbláa gljáa. Fram að þessu hafði kóbaltblái liturinn eingöngu verið notaður á matarstell. Byltingin í nýju aðferðinni var fólgin í því að þróa lita- blöndur sem þola mikinn hita við endur- brennslu postulínsins og var þá hægt að skreyta með hvers konar myndefni. Þessi að- ferð olli straumhvörfum í postulínsframleiðslu og á heimssýningunni í París árið 1889 vakti hún mikla hrifningu og vann til verðlauna (Grand Prix). Fyrst til framieiðslu sérstakra jólaplatta í heiminum var danska postulínsverksmiðjan Bing & Gröndahl og hófst sú útgáfa árið 1895. Sama fyrirtæki gaf út séríslenska jólaplatta með íslensku myndefni á árunum 1928-1930. Þessum plöttum er lýst í grein eftir Halldór Halldórsson í Lesbók Morgunblaðsins 21. des- ember 1994. Samkvæmt eftirgrennslan eru þessi plattar óþekktir meðal danskra fornsaia og hefur framleiðslan senniiega eingöngu far- ið í dreifingu á íslandi. Upplagið er óþekkt. Auk áðumefndrajólaplatta hafa verið fram- leiddir í Danmörku nokkrir aðrir postulíns- plattar með íslensku myndefni, flestir til styrktar íslenskum þjóðþrifamálum. Þeir eru fáséðir hér á landi en fást þó stöku sinnum. Stundum er þá að fínna á fornsölum Kaup- mannahafnar, enda gengur borgin sú undir nafninu Mekka fommunanna. Oddfellowar og Laugarnesspítali Á árunum 1894 og 1895 ferðaðist danskur iæknir Ehlers að nafni, um ísiand á vegum landsstjómarinnar og rannsakaði holdsveikina. Niðurstöður hans voru m.a. þær, að holdsveik- in væri miklu algengari en talið hafði verið. Taldi hann rúmlega 200 sjúkdómstilfelli. Kom fram í rannsóknum hans, að holdsveiki jókst EFTIR HELGU SKÚLADÓTTUR SCHOPKA Fyrir tæpum 100 órum öfluóu danskir Oddfeilowar fjár til Laugarnesspítalans meó útgáfu postulíns- platta og Konunglega danska postulínsverksmiójan framleiddi oft Islandsplatta sem nú eru safngripir. í Ámes- og Rangárvaliasýsl- um, sömuleiðis í byggðum Eyjafjarðar. Dreifði Ehlers meðal fólks upplýsingapésum um holdsveiki, með þeim ár- angri að enginn vildi hýsa holdsveika hreppsómaga vegna smithættu. Varð þetta hvatinn að því, að danskir Oddfellowar réðust í það verk- efni að gefa landinu holdsveik- raspítala með öllum búnaði. Frumkvæði að þessu mann- úðarmáli hafði æðsti maður reglunnar í Danmörku, dr. Petrus Beyer. Hann var lækn- ir að mennt og skildi manna best þýðingu þessa máls fyrir íslendinga. Reglan fékk úthlutað erfðafestulandi í Laugarnesi, þar sem Laugamesstofa hafði áður staðið. Þeir létu reisa stórt hús úr timbri fyrir spítal- ann í Laugarnesi og var það ætlað 70 sjúklingum. Um 40 danskir smiðir komu hingað til lands til að vinna við smíð- ina. Húsið var vígt með mik- illi viðhöfn þann 27. júlí 1898 og afhent ásamt öllum búnaði með gjafabréfi Oddfellowregl- unnar, sem dagsett var 29. júní sama ár. Yfírlæknir var lengst af Sæmundur Bjarn- héðinsson, bróðir hinnar landsþekktu kvenréttinda- konu Bríetar. Fyrsta lærða hjúkrunarkonan á landinu Christophine Bjarnhéðinsson, eiginkona Sæmundar, starf- aði frá upphafí við Laugar- nesspítalann. Spítalinn brann til kaldra kola á rúmri klukku- GEYSIR, Hekla og Öxarár- foss, þrír plattar framleiddir 1899 til fjáröflunar fyrir holdsveikraspítalann í Laug- arnesi. Danski listamaður- inn Arnold Krogh teiknaði. stund þann 7. apríl árið 1943 en þá var að mestu leyti búið að útrýma holdsveiki hér á landi. Öll starfsemin hafði verið flutt fáum árum áður á Kópavogshælið. Þess má geta hér að kynni íslendinga af dönsku Odd- fellowreglunni vegna mann- úðarstarfa hennar í barátt- unni gegn holdsveikinni hér á landi urðu hvatinn að því, að fyrsta stúka Oddfellowa á ís- iandi var stofnuð 1. ágúst 1897. Hlaut hún nafnið stúka nr. 1, Ingólfur á Islandi. Held- ur hún því hátíðlegt 100 ára afmæli sitt á árinu. Plattar Oddfellow- reglunnar til styrktar Laugarnesspitala Skömmu fyrir aldamótin síðustu fólu hinir dönsku Odd- fellowar Konunglegu dönsku postulínsverksmiðjunni að framleiða nokkrar gerðir af postulínsplöttum til þess að afla fjár til byggingar holds- veikraspítalans á íslandi. Gerðir voru 7 postulínsskild- ir, sem seldir voru til styrktar málinu: Fyrstu tveir piattamir voru gerðir árið 1897. Sá fyrsti var tiltölulega lítill, 18,5 cm í þvermál. Hann sýnir dreka, sem rekinn hefur verið í gegn með sverði. Sverðsoddurinn myndar svo tölustafinn 1 í ár- talinu 1897. Einkenni reglunn- ar, hlekkirnir þrír eða 3 sam- fastir festarhringir, mynda hjöltun á sverðinu. Áletrun á latínu er á plattanum: SCTO GEORGIO IUVANTE (með hjálp heilags Ge- orgs). Heilagur Georg eða Jörgen, eins og Danir nefna hann, var dýrðlingur og segir sag- an, að hann hafí frelsað prinsessu úr klóm dreka með því að leggja hann að velli með sverð að vopni. Dýrðlingurinn varð síðar eins konar tákngervingur þess sem bar sigurorð af farsóttum. Upplag þessa platta var 1500 stk. og sést hann af og til á fornsölum í Danmörku. Stærri Georgsskjöldurinn er 30 cm í þver- mál. Myndin á honum er áðurnefndur dreki og sjálfur heilagur Georg í fullum hertygjum þ. e. miðaldabrynju. Hann að leggja eldspú- andi drekann að velli með spjóti. Vinstra megin er skjaldarmerki Kaupmannahafnar, turnarnir þrír og fyrir neðan þá er tákn Odd- fellowreglunnar hiekkirnir þrír. Áletrun: AE- GROTANTIUM MEDICUS (læknir hinna þjáðu.) Upplag þessa platta var aðeins 100 eintök. Þessi platti er því afar sjaldséður. Árið 1898 létu Oddfellowar framleiða platta sem var 22 cm í þvermál og sýnir hinn fræga íslandsfálka. Fálkinn situr á dreka, sem hefur verið stunginn með sverði. Hlekkirnir þrír mynda hjöltin. Gjósandi eldfjall er í baksýn og er það sennilega Hekla. Þessi platti er sá eini sem ekki er með latneskri áletrun. Upplag- ið var 2500 stk. Árið 1899 stóðu Oddfellowar að gerð fjög- urra platta. Þar á meðal var stærsti og glæsi- legasti plattinn, sem Oddfellowreglan lét gera í tengslum við sjúkrahúsbyggingu sína á Is- landi. Þessi platti er 32 cm í þvermál og minnir frekar á stóra grunna skál. Plattinn sýnir ís- björn á ísjaka, sem rekinn hefur verið í gegn með sverði. Hlekkir Oddfellowreglunnar mynda hjöltun á sverðinu. Áletrun er: CAPTI- VORUM LIBERATOR (frelsari hinna föngnu). í bók um platta frá Konunglegu dönsku postulínsverksmiðjunni, er sagt að upplagið hafi verið 1900 eintök. Fornsalar í Danmörku halda öðru fram og telja að upplagið hafí verið lítið og er verðlagning þessa platta í samræmi við það. Hinir þrír plattarnir frá 1899 eru allir með svipuðu sniði. Þeir eru 28 cm í þvermál. Dreki er á þeim öllum, eins og öllum hinum plöttun- um að ísbjarnarplattanum undanskildum. Upplagið lítið, aðeins 200 stk. af hverri gerð. Plattarnir þrír eru hins vegar með mismun- andi landslagsmyndum. Einn sýnir gjósandi eldfjall (Heklu) og er hann með sömu áletrun og ísbjarnarplattinn: CAPTIVORUM LIBER- ATOR (frelsari hinna föngnu). Annar sýnir gjósandi hver (Geysi) og ber áletrunina AE- GROTANTIUM MEDICUS (líknari hinna 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. MAÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.