Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1997, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1997, Side 13
UM KYNLEG GEN, MENNINGU OG SKÁPA EFTIR HALLDÓR STEFÁNSSON Hugleióingar og athugasemdir um greining „I skápnum** eftir Þorstein Antonsson þar sem fjallaó var um samkynhneigó. einangrun og útskúfun. Satt best að segja eru til mörg dæmi hins and- stæða. í skrifum mann- fræðinga er víða sagt frá samfélögum þar sem í litlu eða engu er amast við kynferðishegðun drengja og karla í mill- um (færri dæmi finnast þar um samkynhneigð kvenna, kannski af því að til skamms tíma voru flestar vettvanglýsingar gerðar af körlum). Þau dæmi koma jafnvel fyrir þar sem sagt er frá þjóð- flokkum þar sem kyn- mök milli samkyn- hneigðra eru almennt stunduð, njóta virðing- ar, og eru jafn vel hluti af trúarlegum ritúölum. Þótt slík dæmi megi telj- ast til undantekninga er fjöldi þeirra og fjöl- breytni of mikil til þess að hægt sé að afskrifa þau einfaldlega og álykta að þau sanni bara regluna um „eilífða útskúfun öfugra“. Trú á tilvist slíkar reglu er í raun réttu ekkert annað en staðblinda (ethno- centrism), þ.e.a.s. sú kórvilla að alhæfa yfir á allt mankynið það sem maður þekkir heima hjá sér. Jafn vel í þeim fjöl- mörgu samfélögum þar sem samkynhneigð er talin afbrigðileg er allur gangur á því hvaða merking er lögð í slíka „ónáttúru“ og hvernig við henni er brugðist. Eru samkynhneigdir svona eóa hinsegin? Af öllu þessu má það vera ljóst að samkyn- hneigðir eru í engum skilningi mannleg und- irtegund innan dýraríkis náttúrunnar, né heldur einhvers konar kynþátt- ur sem hægt er að heim- færa upp á alhæfð ein- kenni af einhverju tagi, hvort sem væri sál- Mynd: Árni Elfar BIRTIMYNDIR þekkingarleit- arinnar, sem virðist hafa loð- að við mannskepnuna allt frá fyrstu tíð, hafa allar óhjá- kvæmilega endurspeglað tíðaranda og mótast af sam- félagi samtímans. Slíkt á líka við um heim náttúruvís- indanna og birtist fyrst og fremst í vali þeirra viðfangsefna sem þar njóta mestrar athygli hverju sinni. Fjármögnun í formi rannsóknarstyrkja skapar grundvöll fyrir félagslegt átak heila og handa hópa sérfræð- inga á víð og dreif um heimsbyggðina. Þau rannsóknarverkefni sem helst og best virð- ast takast á við þverstæður, spennu, og sprungur innan ríkjandi heimsmyndar og sjálfsmyndar þjóðanna njóta forréttinda. Rannsóknarverkefnin eflast svo og dafna eftir því sem meira er í þau lagt og lengur að þeim unnið, og ala svo þegar vel tekst til af sér nýjar vísindalegar staðreyndir. Þær gegna síðan hlutverki járnbindis til að við- halda heimsmyndunum á hverri stund og á hveijum stað. Löngum þótti það erfðafræðilega fulls- annað og meðtekin viska að kvenkyn (XX) kviknaði í þeim fóstrum sem í „vantaði" ákveðið gen til þess að úr gæti orðið karl- kyn (XY). Sú trú, sem samræmdist svo ágætlega sköpunarsögu biblíunnar, er nú dregin í efa. Niðurstöður frumulíffræðirann- sókna á Ítalíu, nýlega birtar, virðast hafa sýnt fram á tilveru sérstaks kvengens á borð við ypsílonið í karlleggnum. Svona er það þegar líður að aldamótum, eins og ekkert fái að vera í friði, allt leggist á eitt til að koma róti á reglubundinn gang tilverunnar. Eins og halastjörnur, sem ijúfa vanabundinn gang himintunglanna eins og hann kemur okkur fyrir sjónir, skjóta þá víða upp kollinum heimsendaboðar, undur í ýmsum myndum, og þá líka tímamóta- upp- götvanir í vísindum. Hvert stórmerkið rekur annað og er skammt stórra högga í millum. Eftir að búið var að afsanna að konur væru erfðafræðilega einfaldað afbrigði af körlum, skall yfir næsta vísindalega reiðarslagið með kröfu um enn frekari andlitslyftingu á ríkj- andi heimsmynd. Fjölmiðlar báru þær frétt- ir að amerískum líffræðingi hefði tekist að einangra ákveðin erfðafræðileg einkenni sameiginleg með hópi virkra samkyn- hneigðra einstaklinga sem gengist hefðu undir ítarlegar rannsóknir. Þó niðurstöður þessar hefðu fengist birtar í einu virtasta vísindariti heims hafa viðtökurnar verið með ýmsum hætti, bæði utan og innan heims frumulíffræðinnar. Það er ekki ætlun mín með þessum skrifum að greina frá einstökum atriðum þeirra ólíku sjónarhorna, en ljóst er að enn eru þessar niðurstöður mjög um- deildar. Ólikar náttúrur samkynhneigóar Auðvelt er að ímynda sér, að sá baggi erfða sem við fáum í vöggugjöf ráði ein- hveiju um líkurnar á því hvort breidd verður eða einhæfni í kynlífi okkar á hvorn veginn sem er, áður en til kemur sérstök reynsla einstaklingsins og mótandi venjur samfé- lagsins. Hitt verður að teljast útilokað, að allsráðandi og óblendin samkynhneigð, ef hún væri til, gæti ráðist af erfðum. Fyrir því liggja nokkuð augljósar ástæður. Ef þannig væri í pottinn búið, ef slík samkyn- hneigð réðist rétt eins og hára- og augnalit- ur, eða blóðflokkar, af sérhæfðum genum, þarf engan Darwin til þess að skilja að þau hefðu óumflýjanlega helst úr lestinni út af þróunarbrautinni. Hlutfallslega lág tímgun- artíðni slíks fólks meðal þeirra þúsunda kynslóða sem homo sapiens hefur fram til þessa getið af sér (svo ekki sé lengra leitað aftur í rassgat þróunarsögunnar) hefði séð tii þess. Ef samkynhneigð á í einhveijum skilningi rætur að rekja ofan í genin, þá hlýtur hún að kvikna fyrir samspil aragrúa erfðaeinda. Til dæmis á þann máta að ákveðnar afstæð- ur litningaparta auki líkur á þróun samkyn- hneigðar á þroskabraut fólks. Það má telja líklegt að eitthvað sé til í arfgengu upplagi fólks sem gerir það misnæmt fyrir kynhrif- um frá fólki af sama kyni og það sjálft. Staðreyndin er samt sú að fátt í upplagi mannskepnunnar virðist margbentara og mótanlegra en kynhvötin. Handan við mis- þykka grímu almenns velsæmis er flest fólk af þannig upplagi að það er ekki annað hvort eða, samkynhneigt eða gagnkyn- hneigt, heldur meir eða minna hvort tveggja. Félagsleg og menningarleg skilyrði ásamt reynslu einstaklingsins mynda síðan þá umgjörð sem beislar, stýrir, letur og örvar ákveðnar hvatir og samsvarandi kynferðis- hegðun. Þegar mið er tekið af því sem vitað er um fyrri söguskeið og menningarlega fjöl- breytni samtímans, eins og hún birtist í skrifum mannfræðinga, er ljóst að allur gangur er á því hvaða og hvernig skorður samfélagið og menning þess setur fólki um kynlífshegðun þess. Því fer fjarri að samkyn- hneigð hafi alltaf og alls staðar verið litin illu auga og að þeir sem hafi orðið uppvísir að slíkri hegðun hafi óumflýjanlega orðið fyrir barðinu á neikvæðu almennings áliti, ræns („ofurnæmleiki og mikill þroski þegar að mannlegum viðbrögðum kemur“) eða lík- amlegs („lævíst augnaráð") eðlis, eða þá samfélagslegt hlutverk í þróunarsögu mann- kynsins („viðhald frumleika og yfirsýnar“). Út alla síðustu öld og vel fram undir miðja þá sem nú er að líða undir lok ríkti kynþáttastefna um allan hin vestræna heim, meðal almennings, meðal stjórnherra, jafnt sem meðal vísindamanna. Það þótti sjálfgef- in aðferð að nota húðlit og beinabyggingu sem breytur til þess að draga mannkynið í fáeina kynþáttadilka. Kynþáttastefnan sem miðlaði þekkingu um ólíkar náttúrur kyn- þáttanna, tapaði samt hylli meðal yfirgnæf- andi meirihluta almennings víðast hvar um heim eftir hinar hörmulegu ófarir nasismans og hrun nýlendustefnu vesturveldanna eftir seinna stríð. Frumulíffræðin hefur síðan lagt sitt af mörkum og sýnt fram á að „kynþátt- ur“ sem safnheiti hefur hreint ekkert vís- indalegt gildi þar sem allt mannkynið deilir erfðafræðilegri fjölbreytni sinni ótrúlega jafnt yfir öll byggð ból. Öllu lífseigari en kynþáttastefnan og sá hugsanaháttur sem hún gat af sér er samt annar þankaþurs kenndur við franska nátt- úruvísindamanninn Lamarck (1744-1829), en hann gekk út frá að áunnin einkenni gengju að erfðum. í anda þess eru raunveru- leg eða ímynduð sérkenni hópa fólks, þjóða, þjóðabrota, og minnihlutahópa, hlutgerð og látin standa fyrir náttúrgjafir eða fæðingar- galla: Gyðingar eru framúrskarandi tónlist- arsnillingar en aurapúkar; Arabar eru óseðj- andi graðir en líka morðóðir; Svertingjar eru taktfastir en því miður svo greindarlitlir; Japanir eru náttúrulega iðnir en þeir eiga sér aðeins hópsál; íslendingum eru bók- menntirnar í blóð bornar en eru svo agalega lokaðir inní sér. Þannig gengur myllan hans Lamarck áfram endalaust. Samkynhneigðir eru rétt eins og annað fólk, af öllu mögulegu tagi, sumt skapandi, annað andlaust, sumt næmt á tilfinningar annarra, annað eins og lokuð bók, allt eftir atvikum. Hvað sem genunum líður, sem enn virðist með öllu óljóst, þá virðist mannfræði- leg sérstaða samkynhneigðra liggja, að svo miklu leyti sem hún er merkingarbær, í áherslumun og sérþroska vissra þátta úr sameiginlegu safni mannlegra hvata, til- hneigingunni til þess að beina leitinni að fullnægingu og upphafningu kynhvatarinnar að fólki af sama kyni. Þunnur er sá þrett- ándi! Til eru hins vegar alls konar samfélög, til dæmis okkar eigin, þar sem fólki með slíkar tilhneigingar dregur sig saman, mynd- ar minnihlutahóp með sinn sérstaka menn- ingarbrag. Innan þeirra marka bera samkyn- hneigðir náttúrulega af öllum öðrum. Þegar allt virkar svo ofureinfalt Hvað uppsker Þorsteinn Antonson þegar öllu er á botninn hvolft með skrifunum sín- um „í skápnum"? Fyrst virðist hann með- taka hráustu útlegginguna á genarannsókn- unum, sem gerir ráð fyrir beinni samsvörun milli einstakra afmarkaðra gena og algildrar samkynhneigðar. Síðan verður hann uppvís að þeirri staðblindu að ætla öllum samkyn- hneigðum allra alda sömu félagslegu og menningarlegu skilyrði, spássíutilveru og útskúfun. Að lokum bætir hann svo gráu ofan á svart með hjálp Lamarck gamla og vill reyna að bjarga samkynhneigðum fyrir horn með því að ætla þeim náttúrulegt menningarhlutverk á þróunarbraut mann- skepnunnar. Samkynhneigðum er lítill greiði ger með því að hylja þau goðsögum. Að iokum er það eitthvað í málsmekk mínum, og kannski lífsýn líka, sem vekur með mér tortryggni þegar ég heyri sagt eða skrifað um fólk að það hafí „komið út úr skápnum“. Eflaust líða margir fyrir þær beinu og óbeinu skorður sem verðmætamat og ríkjandi siðgæði samfélagins setur óheftu kynlífi. „Kom út úr skápunum" virðist hins vegar ætla einhvers konar uppgötvun Stóra Sannleikans. Þessi frasi minnir á hugsana- hátt sértrúarhópa, hljómar eins og svörun við kalli trúboðans : „áður var ég þannig, nú er ég hinsegin; áður gekk ég villu veg- ar, nú er ég frelsaður." Algildur sannleikur er opinberaður og slagkraftur hans er þeim mun meiri sem hann virðist bijóta fleiri brýr yfir í eymd þeirrar veraldar sem áður var. Þannig kemur frelsun oft fyrrverandi ölkum að góðu haldi til þess að ijúfa böndin við Bakkus. Umskiptingin er svo yfirleitt gerð áþreifanleg með einhvers konar skírn, vígslu og reglubundinni þátttöku í samfélagi út- valdra (útskúfaðra). Það er eflaust merkileg reynsla að frels- ast eða finnast maður bijótist loksins undan oki samfélagsins og að allt verði svo ein- falt. Þegar frá líður og betur er skoðað reyn- ist mannleg kynhneigð samt alltaf marg- þætt, margslungin, margbrotin. Birtimyndir hennar, á hvern veginn sem þær virðast hallast, byggjast þegar allt kemur til alls á samspili náttúru og menningar þar sem spil- in eru alltaf gefin upp á nýtt með hverri kynslóð, innan hvers samfélags. Höfundur kennir mannfræði við Ósaka Gakuin háskóla í Japan. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. MAÍ 1997 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.