Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1997, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1997, Qupperneq 14
Ya Hsien er í hópi helstu Ijóóskálda á Taiwan, þó aóeins liggi eftir hann þrjár bækur á röskum fjörutíu árum. JOHANNA KRISTJONSDOTTIR ræddi vió Hsien í Taipei fyrir stuttu. Og í London sá hún leikverk eftir nýjustu sögu líbönsku skáldkonunnar Hanan Al Shaykh, sem Jóhanna segir, aó sé sú arabísk skáldkona sem hvaó mesta athygli hefur vakió á Vesturlöndum allra síðustu ár. EG YRKI LJOÐIN MIN EINS OG MAÐUR SEM SKER ÚT í TRÉ Wang Ching-Lin YA HSIEN eða öðru nafni Wang Ching-Lin er talinn meðal fremstu ljóðskálda á Taiwan þó hann hafi ekki sent frá sér nema þrjár ljóðabækur. Hann er sagður upphafsmaður módernis- mans í taiwanskri ljóðagerð og er í miklum metum. Ljóð hans hafa verið þýdd á mörg tungumál. Hann er menningarritstjóri hjá United Daily News og ég hitti hann á skrifstofunni. Hann er yfirlætislaus maður og blátt áfram, biðst undan því að tala ensku og segist feim- inn að tala vitlaust. Þó var hann gestaprófess- or í Bandaríkjunum í tvö ár en segist hafa týnt málinu niður og þó líklegra væri að hann hefði aldrei náð á því neinum tökum. Ég spurði um helstu einkenni ljóða hans og hvað hafi knúið hann til að fara inn á þá braut þegar hann gaf út sína fyrstu Ijóða- bók _23ja ára gamall. „Ég hygg að ég hafi viljað bijótast undan aldagömlum hefðum, kynnast ljóðinu upp á nýtt, “segir hann. „Finna ný yrkisefni og setja þau fram á annan hátt. Auðvitað mælt- ist þetta misjafnlega fyrir á sínum tíma en þykir ekki byltingarkennt nú þegar fólk les þessi ljóð mín.“ Hann sagði að kannski hafi hann verið ungur og fljótfær en ýmsum taiwönskum ljóð- skáldum hafi fundist gott að gera tilraunir og þau hafí fetað í sín fótspor. Til ad brjóta upp veróur maóur aó kunna skil á því sem brotió er „Nú finnst mér á hinn bóginn bera á aftur- hvarfi til fomrar ljóðagerðar. Sjálfur er ég ekki viss um að ég hafi kynnt mér nægilega vel þær hefðir sem kínversk ljóðagerð byggir á. Til að bijóta eitthvað upp verður maður að kunna skil á því sem maður vill breyta. Nú skil ég að samræmið og samfellan er nauðsynleg og að hefðbundin ljóðagerð og módernisminn eiga að geta lifað og þrifíst í friði og saman." Hann segir að í fyrstu bókinni hafí verið ljóð sem hann orti eftir að hafa gegnt herþjón- ustu. Hann hafi alla tíð verið andsnúinn því sem hefði með her og hermennsku að gera og ljóðin hafi verið ádeila á það og kannski sett fram á nýjan hátt. Taiwanar nota sérstök skóldanöf n Mörg kínversk skáld nota sérstök nöfn þegar þau gefa út bækur sínar og hann er þar engin undantekning. Hvers vegna? „í upphafi stafar þetta af því að höfundar em óömggir og uppburðarlitlir og vilja halda sér og sínum verkum aðgreindum frá fjölmiðl- um og almenningi. í okkur Kínvetjum býr þörf fyrir að halda fjarlægð við veraleikann. I mínu tilfelli var ástæðan einnig sú að það var þá ekki eins vandræðalegt ef maður fékk handritið aftur í hausinn." Hann segir að menn velji þessi höfunda- nöfn eftir ákveðinni hefð. „Maður sem býr undir fjalli velur kínverska nafnið yfír fjall, ef stórt eikartré er í garðinum tekur hann sér nafn eikarinnar." Ræturnar eru ekki ■ Kina lengur Wang er fæddur á meginlandinu en kom unglingur til Taiwan. „Lengi ól ég með mér vonir - eins og flestir af minni kynslóð að við fæmm „heim“ aftur. Okkur fannst Kína vera föðurlandið og ræturnar væru þar. Fyr- ir nokkrum áram fór ég til Kína að heim- sækja ættingja mína. Þá fann ég að þetta var ekki mitt land. Ég var ókunnugur maður þar, næstum útlendingur. Hann segist hafa lagt sig fram um að kynna sér verk vestrænna höfunda í kínversk- um þýðingum og nefnir Baudelaire, Frost, Eliot, Pound og Whitman sem hafi haft mik- il áhrif á hann. Kínverskir höfundar sæki almennt í að lesa erlenda höfunda. Ég vinn Ijóóin eins og trjáskuróarmaóur „Ég hef alltaf ort mjög hægt nema fyrstu bókina. Ég vinn ljóðin mín eins og maður sem er að tálga í tré. Ég fága þau og sker þau til. Oftast era óteljandi útgáfur til þegar ég er loks ánægður. Sumir fá innblástur og ljóð- in koma til þeirra. Ég hef aldrei unnið þann- ig. Það hentar mér ekki. Ég skrifa um landið mitt, hugsanir og undirmeðvitundina, tímann. Menn segja að ljóðin mín séu persónuleg.“ Skáldinu og ritstjóranum semur vel Eins og áður var getið er hann menningar- ritstjóri að atvinnu enda segir hann að fáir geti lifað af listsköpun þó áhugi á hvers kyns menningarstarfssemi og listum standi með blóma. Sjálfur harmar hann ekki að hafa þurft að vinna með. „Hveijum rithöfundi er hollt að vera með annan fótinn í því samfé- lagi sem hann hrærist í. Skáldinu og menn- ingarritstjóranum hefur komið vel saman. Kannski er nauðsynlegt að skáld séu ritstjór- ar og jafnvel öfugt. Skáld eru ekki svífandi skýjaglópar. Þvert á móti. Þau eru raunsæ oftast nær og áreiðanlega betur til þess fall- in að segja fyrir verkum og vera yfirmenn en til dæmis hagfræðingar eða lögfræðingar. Til að vera yfirmaður þarf maður að vera gæddur næmi skáldsins í mannlegum sam- skiptum.“ MELODRAMA EÐA ÁREKSTUR MENN- INGARHEIMA? AÐer varla mörgum blöðum um það að fletta að Hanan A1 Shaykh er sú arab- ísk skáldkona sem hvað mesta athygli hefur vakið á Vesturlöndum allra síðustu ár. Meðal þekktustu bóka hennar eru Sagan um Zöhru, Konumar í sandinum og Harmsöngur Beirút. Allar þessar bækur bera órækan vott um ritleikni og tjáningarhæfni Hanan, þær eru skrifaðar af hreinskilni, draga upp sterkar myndir þar sem andstæðurnar kveðast á, ástríður, hræðslan, hræsnin og kærleikurinn. Persónurnar eru skýrar og lifandi svo það er sönn nautn að lesa þessar bækur, kannski sú síðasta, Harmsöngur Beirút, hafí þó höfð- að hvað sterkast til mín. Eftirlæti bókmenntamanna i Bretlandi Hanan al Shaykh kom flóttamaður til Bret- lands meðan borgarastríðið geisaði í heima- landi hennar á áttunda áratugnum og fram á hinn níunda. Hún hefur verið búsett þar síðan og skrifar nú bækur sínar á ensku. Sumar þeirra eru bannaðar í ýmsum Araba- ríkjum því hún þykir draga upp mjög afdrátt- arlausa gagnrýna mynd af arabískum samfé- lögum, ekki hvað síst er henni hugleikin staða kvenna í ýmsum þessara landa. Mér skilst að með skrifum sínum hafí hún smám saman orðið eftirlæti bókmennta- manna á Bretlandi sem hafa hampað henni í öllum umsögnum enda er veruleg forvitni meðal breskra lesenda um efni sem rekur upphaf sitt til þessa heimshluta, Miðaustur- landa. Því hefur verið litið á hana sem mikinn merkishöfund, þar til nú nýverið að hún sendi frá sér bók sem heitir Eiginmaður á pappírn- um. Bókin fékk afar vonda dóma en engu að síður var búin til leikgerð eftir verkinu. Og hafi bókin verið slök er sýningin ekki betri. Áhorfendur hrifnir - en gagnrýnendum er ekki skemmt í Eiginmaður á pappírnum segir frá Am- inu, marokkóskri stúlku sem kemur til Lond- on til að sleppa úr viðjum fátæktar og stjórn- mála-ókyrrðar heima fyrir. Hún á sér þann draum að eignast bíl, fín föt og ríkan eigin- mann. Hún fær dvalarleyfí í mánuð og starf sem herbergisþema á hóteli. En til að draum- arnir rætist verður hún að fínna sér mann. Hún leitar aðstoðar hjá Ianda sínum, Raja, sem vinnur við að seija smáglingur og þvær lík í hjáverkum. Hún lofar honum ríflegri þóknun ef hann aðstoði hana við leitina að heppilegum draumaprins. En svo kemst hún í kynni við Gabriel, ungan yfírstéttarmann sem er ekki með á HananalShaykh hreinu hvað hann hyggst fyrir í lífinu. Amina ákveður að Gabriel sé maður drauma hennar og fórnar honum snarlega meydómi sínum þrátt fyrir að það bijóti gegn öllum hefðum arabískra kvenna. Gabriel lítur á þetta sem lítilvægt ævintýri og kalin á hjarta leitar hún til Raja sem heldur ótrauður áfram að reyna að finna handa henni mann. Melódrama eóa árekstur menningarheima? Það verður að segjast í fullri hreinskilni að ég var ekki með á hreinu hvers lags sögu/leikverk var verið að flytja hvort þetta átti að vera ádeila, hvort þetta átti að draga upp mynd af árekstri tveggja gerólíkra menn- ingarheima. Stundum vottar fyrir fyndni og víst eru tilsvör oft hnyttin og gerð er tilraun til per- sónusköpunar. En það reynist erfítt að fá samúð með Aminu í þessari eiginmannsleit hennar. Og meydómsfórnin og eftirmál henn- ar virkuðu á mig eins og melódrama. Eigi að síður hafa breskir áhorfendur tek- ið þessu verki býsna vel og það er líka sjálf- sagt að taka fram að í Eiginmaður á pappírn- um reynir Hanan al Shaykh að taka til um- fjöllunar alls konar vandamál sem mæta arab- ískum innflytjendum sem botna hvorki upp né niður í því þjóðfélagi sem þeir hafa séð í hillingum sem fyrirheitna landið. En hvað sem því líður verður Hanan að teljast á meðal áhugaverðustu arabískra höf- unda af yngri kynslóðinni. Það er ráð að taka fram fyrri bækurnar, gleyma þessari síðustu og ekki hvað síst sýningunni. Og hlakka til næstu bókar. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. MAÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.