Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1997, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1997, Page 2
NOKKRIR Stefnisfélagar SÁLUMESSA LIZSTS KARLAKÓRINN Stefnir í Mosfellsbæ flyt- ur Requiem, sálumessu eftir Franz Liszt annað kvöld, sunnudagskvöld 8. júní, i Di- graneskirkju kl. 20.30 og er það í fyrsta skipti, sem verkið er flutt í heild hér á landi. Stjórnandi er Lárus Sveinsson og í verkinu syngur kvartett, sem skipaður er fjórum ungum söngvurum, þeim Garðari Þór Cortes 1. tenór, Gísla Magnússyni 2. tenór, Eiríki Hreini Helgasyni baríton og Stefáni Jónssyni bassa. Auk þeirra koma fram hljóðfæraleikarar, en verkið er einnig samið fyrir orgel, básúnur og pákur. Lárus Sveinsson stjórnandi sagði í samtali að kórinn hefði farið rólega af stað, enda væri verkið krefjandi fyrir áhugamanna- hóp. „Við fluttum sjötta og síðasta kaflann Libera me í fyrra og í framhaldinu ákváð- um við að gleypa allan bitann." Liszt er þekktastur fyrir píanóverk sín og umritanir en minna hefur farið fyrir verkum hans fyrir hljómsveit. „Liszt ætlaði að gerast munkur og hugsanlegt er að ein- hver tengsl séu á milli sálumessunnar og þeirrar fyrirætlunar, en hann samdi hana eingöngu fyrir karlaraddir sem er mjög sérstakt." Sálumessa Liszts er að flestu leyti ólík sálumessum hinna gömlu meistaranna, en Dagur reiði, hvers inntak lýtur að hótun um helvítisvist, er í flestum sálumessum kraftmikill og drungalegur og einnig í sálu- messu Liszts. „Lacrimosa í sálumessu Liszts er hins vegar stuttur og einraddaður og mjög áhugaverður." Lárus bætir við að erf- iðast við flutninginn sé að halda samspili kórsins og orgels á vissum stöðum. „Liszt smeygir því stundum inn í kórinn þannig að hætta er á að allt hristist." Lárus segist vera ánægður með framlag hinna ungu söngvara í verkinu. „Barítoninn er gegnum- gangandi í verkinu þannig að það mæðir mest á Eiríki Hreini, en hann hefur góða reynslu og þetta eru allt ungir og efnilegir strákar og hafa staðið sig með ágætum.“ Karlakórinn Stefnir hefur æft sálumess- una undanfarna tvo vetur og segir Lárus að fjölga hafi þurft æfingum og jafnframt að þetta sé hæsti tindur sem kórínn hafi gert atlögu að. MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Þjóðminjasafn íslands Sýningin Kirkja og kirkjuskrúð, miðalda- kirkjan í Noregi og á íslandi. Listasafn íslands Sögn í sjón; sýning á verkum sem byggð eru á islenskum fornritum. Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveins- sonar Árbæjarsafn I sumar verða sýndar ljósmyndir frá Reykja- vík, ásamt ljóðum skálda. Listasafn ASÍ - Ásmundarsalur, Freyju- götu 41 Sigríður Siguijónsdóttir, Takashi Homma til 15. júní. Kjarvalsstaðir - Fiókagötu íslensk myndlist til 31. ágúst. Safn Ásgrims Jónssonar - Bergstaða- stræti 74 Sýning á úrvali vatnslitamynda eftir Ásgrím. Ráðhús Reykjavíkur Ríkey Ingimundardóttir sýnir til 9. júní. Gallerí Handverk og hönnun Elísabet Thoroddsen sýnir peysur til 26. júní. Gallerí Hornið Hildur Waltersdóttir sýnir til 18. júní. Gallerí Listakot Nina Kerola sýnir til 14. júní. Mokka - Skólavörðustíg Sigurdís Harpa Arnarsdóttir sýnir til 6. júlí. Gerðarsafn - Hamraborg 4 Kóp. Anna-Eva Bergmann sýnir til 8. júní. Hafnarborg - Strandgötu 34, Hf. Norræn farandsýning; Flóki án takmarka. lí Sverrissal sýnir Björg íjetursdóttir verk unnin í flóka. Listasafn Sigurjóns - Laugarnestanga 70 Sumarsýning á völdum verkum Sigurjóns. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Birgir Snæbjarnar Birgisson og Sigtryggur Bjami Baldvinsson sýna til 8. júnf. Skúlptúr í eigu safnsins eftir Jón Gunnar Árnason til 8. júní. Norræna húsið - við Hringbraut. Grímur Karlsson skipstjóri: Skipslíkön sýn. til 11. júní. Norrænir gullsmiðir sýna skartgripi til 8. júní. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Roni Horn sýnir til 29. júní. SPRON, Álfabakka 14, Mjódd. Aðalheiður Valgeirsdóttir sýn. til 8. ágúst. Byggðasafn Hafnarfjarðar Undir Hamrinum - Af lífi hafnfirskrar al- þýðu til 30. sept. Sunnudagur 8. júní. Karlakórinn Stefnir heldur tónl. kl. 20.30 í Digranes- kirkju. Mánudagur 9.júní. Ámi Heimir Ingólfsson heldur píanótónl. kl. 20.30 í Gerðarsafni. Þriðjudagur 10. júní. Einar Kristján Einarsson heldur gítartónl. klukkan 20.30 í Listasafni Sitrurións Ólafssonar. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Fiðlarinn á þakinu lau. 7. jún., fös. 13. júní. Köttur á heitu blikkþaki, sun. 8. júní. Listaverkið lau. 7. jún., fös. 13. júní. Borgarleikhúsið Krókar og kimar, ævintýraferð um leikhús- geymsluna frá kl. 13-18 alla daga og til kl. 22 sýningardaga. Loftkastalinn Á sama tíma að ári lau. 7. júnf, fim. 12. júní Evíta frums. fim. 12. júní, fös. 13. júní, lau. 14. jún. Hermóður og Háðvör Að eilífu lau. 7. júní. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðviku- dögum merktar: Morgunblaðið, Menn- ing/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsend- ir: 569-1181. Netfang: Andrea @mbl.is. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS TONLEIKAR OG UPP- TÖKUR MEÐ KRISTNI KRISTINN Sigmundsson barítonsöngvari verður gestur _ Sinfóníuhljóm- sveitar íslands á síðustu tónleikum starfsársins í Háskólabíói fimmtudag- inn 12. júni. Á efnisskrá verða óperuaríur eftir Mozart, Rossini, Gounod, Verdi, Tsjajkovskíj og Bizet en í kjölfarið verður hljóðrituð geislaplata með Kristinn sama efni. Að útgáfunni Sigmundsson stendur Mál og Menning en fyrirhugað er að platan komi út í haust. Kristinn kemur hingað frá París, þar sem hann söng nýverið í óperum Richards Wagn- ers, Parsifal og Lohengrin, í Bastilluóper- unni. Hann er nú bókaður hjá hinum ýmsu óperuhúsum í Evrópu langt fram í tímann. Svíinn Arnold Östman mun stjórna hljóm- sveitinni á tónleikunum og í hljóðrituninni. Hefur hann meðal annars stjórnað óperuupp- færslum í Vínaróperunni, Parísaróperunni og Covent Garden. Óstman var i eina tíð list- rænn stjórnandi Drottingholm-leikhússins í Stokkhólmi og stjórnaði þá meðal annars kunnri uppfærslu á Töfraflautu Mozarts í sviðsetningu kvikmyndaleikstjórans Ingmars Bergmans. -------» ♦ ♦--------- COSI FAN TUTTE í ÓPERUNNI ÍSLENSKA óperan hefur ákveðið að taka Cosi fan tutte, óperu Wolfgangs Amadeusar Mozarts, til sýninga í haust. Að sögn Garðars Cortes óperustjóra er verið að ganga frá samningum við leikstjóra, söngvara og aðra sem að uppfærslunni munu koma en frumsýning er fyrirhuguð í byijun október. Morgunblaðið/ Árni Sæberg ÁRNI Heimir Ingólfsson og Atli Heimir Sveinsson fara yfir Agnus Dei '"V:. ÞÖGNIN ER ÖGRANDI ÁRNI Heimir Ingólfsson píanóleikari heldur einleikstónleika í Gerðarsafni í Kópavogi á mánudagskvöld, kl. 20.30. Á efnisskrá Árna er nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, er nefnist Agnus dei. „Efnisskráin er í heild sinni trúarleg og þó að á þriðja hundrað ár séu á milli elsta verksins og þess yngsta finnur fólk ekki svo mikið fyrir þeirri fjariægð því inntak- ið er hið sama,“ sagði Árni Heimir á æfingu ásamt Atla Heimi þegar blaðamann bar að garði. Árni Heimir frumflutti verk Atla Heimis á Akureyri síðastliðinn fimmtudag og kveðst fagna samstarfi við tónskáldið. „Ég vissi að Atli var að semja nýtt píanóstykki og langaði til að fá það inn á efnisskrána mína,“ segir Árni Heimir. Atli Heimir samdi Gloria, annan messuþátt hefðbundinnar messu fyrir fímmtán árum og segist ganga með þann draum að semja heila messu fyrir píanó nú þegar tveir þættir af fímm eru fæddir. „Það er mikill heiður að því að vinna með ungu fólki þegar áhugamálin fara sarnan," segir Atli Heimir. „Flytjendur verka minna veita mér innblást- ur og þeir hafa tillögurétt að túlkun þeirra. Það er ekki nema hálf sagan sögð þegar tón- verkið er komið á blað. Með nýju verki reynir á sköpunarmátt flytjandans. Reyndar fínnst mér frumfiutningur tónverka góður siður og það þyrfti að gera meira af því strax í námi tónlistarnemenda, því það reynir á hæfni þeirra.“ Árni Heimir tekur undir þetta og seg- ir að flutningur nýrra verka krefjist sjálfstæð- is í vinnubrögðum. „Þetta dýpkar líka skilning á gömlu meisturunum og þessi samvinna okk- ar Atla Heimis hefur verið sérlega ánægjuleg því þarna hefur mér gefist tækifæri á að sjá hvernig tónskáld vinna og hvernig hugmynd verður að lagi. Við flutning nýrra verka nýt- ur maður þess frelsis að maður er ekki bund- inn af túlkunum annarra, en svo fylgir því líka ábyrgð að tjá hugsun tónskáldsins." Árni Heimir segir ennfremur að Agnus dei sverji sig í ætt við fyrri verk Atla Heimis og að það reyni mest á við að tjá kyrrðina í verk- inu. „Þessi stemmning, að þögn og nóta verði eitt, er krefjandi og það er ákveðin ögrun í þögn í tónlist. Við erum ekki von þögninni og ég lærði til daamis ekki að nota þögnina í lok Ástardauða Isoldar, sem er eitt verkanna á efnisskránni, fyrr en ég kynntist Agnus dei.“ 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. JÚNÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.