Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1997, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1997, Blaðsíða 13
Á ALDARAFMÆLI Kristínar Jónsdóttur (ritstjóra Guðmundssonar), 25. mai 1941, kom Krabbefjölskyldan saman í Kaupmannahöfn. Aftasta röð: 1. Edith, dóttir Knuds. 2. Ejnar B. Poulsen, maður hennar. 3. Oluf Krabbe. 4. Otto Henrik, sonur Olufs. 5. Jón Krabbe. 6. Thorvald Krabbe. 7. Niels, sonur Jóns. 8. Knud Krabbe. 9. Mogens Balslev, tengdasonur Knuds. 10. Poul Thymenn, tengdasonur Olufs. Miðröð: 11. Petrea Neergárd, kona Olufs. 12. Margarethe Casse, kona Jóns. 13. Margarethe Krabbe, kona Thorvalds. 14. Agnete Hindenburg, kona Knuds. 15. Karen, dóttir Olufs. 16. Kirsten Riddervold, tengdadóttir Jóns. Fremsta röð: 17. Karen Möller, tengdadóttir Knuds. 18. Bodil Björn, dóttir Jóns. 19. Carsten Björn, sonur hennar. 20. Gudrun, dóttir Jóns. 21. Ulrik, sonur Knuds. 22. Birgitte Kabell, dóttir Jóns. 23. Agnete Hoffmeyer, tengdadóttir Olufs. 24. Ingrid, dóttir Knuds. 25. Erling, sonur Knuds. 26. Helga Krabbe, dóttir Thorvalds. Krabbe, sá yngri hlaut nafnið Knud, f. 3. marz 1885. Heimilisfaðirinn, dr. Harald Krabbe, pró- fessor, varð fyrir því óláni, að smásjárrann- sóknir hans urðu þess valdandi, að sjón hans versnaði stórlega u.þ.b. áratug eftir að hann kvæntist Kristínu. Eftir það mun hún hafa þurft að vera manni sínum sérstaklega mikil stoð vegna margvíslegra starfa hans á vís- indasviði, m.a. með því að lesa fyrir hann. Um dr. Krabbe og konu hans hefur Björn Bjarnason frá Viðfirði ritað („Óðinn“ 1911), að gestur, sem heimsótti heimilið „fann að húsbóndinn, þetta hógláta, öld- urmannlega ljúfmenni, er taiaði við gesti sína með velvild og nærgætni um það, er hann fann að þeim var helst áhugaefni, og þessi fjörlega húsmóðir, sískemtin í tali, með gleðibros í augum og góðvild á svip, voru svo innilega samtaka í öllu því, er til heimilisprýði horfir.“ Ennfremur: „Frú Krabbe var fremur lág kona vexti, þrekin nokkuð, fótljett og kvik í hreyfingum. Hún var ljós á hár í æsku, björt yfirlitum, svipur- inn hreinn, fjörlegur og þó blíðlegur, augun ljós og viðlitið fast, eins og hún vildi sjá til grunna í hugskot þeirra, er hún átti tal við, en löngum brá þó fyrir glaðværðar- leiftrum í augnaráðinu eða fjörgneistum, er hún varð hrifin af einhverju." Það hafa áreiðanlega ekki verið nein lausatök á uppeldi bræðranna á svo reglu- sömu, borgaralegu heimili gáfaðs mennta- manns og eiginkonu hans, sem ekki síður bar traustan arf úr heimahúsum. Þarna hafa því gömul og góð gildi verið höfð í hávegum, og allt kom það í ljós þegar bræðurnir uxu úr grasi. Móðir þeirra hélt alla tíð fast við íslenzkan uppruna sinn og lagði ríkt á við þá að þekkja hann líka og meta það sem íslenzkt var. Þess vegna talaði hún einlægt íslenzku við þá, svo að í æsku sinni töluðu þeir jöfnum höndum íslenzku og dönsku. Síðar varð svo skólagangan til að gera þeim dönskuna tamari. Allir gengu þeir bræður menntabrautina og urðu velmetnir borgarar og embættis- menn, hver á sínu sviði. Sá elzti, Oluf Har- aldsen Krabbe (1872-1951) varð lögfræðing- ur, dómari í Kaupmannahöfn og síðar pró- fessor í refsirétti við Háskólann þar og heið- ursdoktor. Hann flutti fyrirlestur við Há- skóla íslands árið 1931. Sá yngsti, Knud Haraldsen Krabbe (1885-1961) var doktor í læknisfræði, gerðist sérfræðingur á sviði taugakerfis og taugasjúkdóma og hlaut þar alþjóðlega frægð. Hann var lengi yfirlæknir á Borgarsjúkrahúsinu (Kommunehospitalet) í Kaupmannahöfn. Hann ritaði endurminn- ingar sínar, „Livserindringer", útg. 1956. Báðir þessir Krabbebræður kvæntust dönsk- um konum og áttu afkomendur. Um þá verð- ur ekki rætt frekar hér, þar sem ferill þeirra tengdist lítið íslandi. Því meira koma þeir við sögu íslands hinir tveir bræðurnir, Jón Haraldsen Krabbe (1874-1964) og Thorvald Haraldsen Krabbe (1876-1953), sem létu von móður sinnar, um að „verða ættlandi hennar að gagni“ rætast, svo að skírskotað sé til orða Jóns Krabbe. í ræðu, sem Jón Krabbe hélt í samkvæmi í Reykjavík sumarið 1946, þegar hann heim- sótti landið í boði ríkisstjórnarinnar, minntist hann fagurlega Kristínar, móður sinnar, og vitnaði þá í ákveðnar „bernskuhugmyndir" sínar. Hann kvaðst langa til „að láta blóm á leiði hins óþekkta hermanns“, sem hann sagði vera íslenzku konuna, „sem ég þekkti í bernsku, móðirin, sem var boðin og búin til að vinna öðrum og gat skapað í börnum sínum bæði hæfileik- ann til að stjórna og viljann til að vinna í þágu annarra. Það er djarft að halda því fram, að konur eins lands séu svo mjög öðruvísi en annars staðar gerist, en þetta fannst mér þá, þegar ég leit til móður minnar og þeirra íslenzku kvenna, sem hún hafði kynni af, því að þeirra líf var að vinna öðrum og fóma sér fyrir aðra.“ Kristín Jónsdóttir Krabbe lézt 14. ágúst 1910 á 70. aldursári, en maður hennar, dr. Harald Krabbe, lifði hana í sjö ár, lézt 27. apríl 1917, 86 ára gamall. 9. Fæðing Jóns Haraldsens Krabbe 5. janúar 1874, sem bar upp á sama dag og ísland hlaut stjórnarskrá, og skírn hans, þar sem hann var heitinn í höfuð tveggja helztu þjóð- frelsismanna íslendinga á 19. öld, afa síns, Jóns Guðmundssonar og Jóns forseta Sig- urðssonar, að þeim báðum viðstöddum, - „þetta samspil af tilviljunum", — mætti skoða ef vill sem eins konar fyrirboða um hlutverk þessa litla drengs í þágu móðurlandsins. Hann segir sjálfur í minningum sínum: „[...] allt frá bernsku hafði ísland átt sterk ítök í huga mínum“.[.. . ] „Þegar ég var að vaxa upp var ekki held- ur laust við að ég fyndj nokkuð til mín af þessu ætterni og að ísland drægi mig til sín.“ Jón Krabbe varð stúdent árið 1892, lauk prófi í lögfræði 1896 og í hagfræði tveimur árum síðar. Snemma á stúdentsárunum, fékk hann þá ósk sína uppfyllta, að eigin sögn, að heimsækja ísland, og fór þá með hvalveiði- skipi til Ísafjarðar, þar sem hann heimsótti Þorvald lækni, móðurbróður sinn, sem hann kallar „uppáhaldsfrænda okkar". Og hann segist hafa 2-3 árum síðar ferðazt um allt Norðurland með íslenzkum kunningja sínum, „og hófst með fróðlegum heimsóknum hjá hámenntuðum bændum í Þingeyjarsýslu“. Hinn íslenzki andi, sem ríkti í heimahúsum, frásagnir móður hans á uppvaxtarárunum um hina langvinnu baráttu, sem faðir hennar háði við hlið Jóns Sigurðssonar fyrir íslenzku stjórnfrelsi, og svo kynni af landinu sjálfu þegar fyrir aldamót, - allt hefur þetta orðið Jóni Krabbe dijúgur aflgjafi í þá átt að verða sjálfur íslenzku þjóðinni að liði sem embættis- maður í Danmörku á fyrri helmingi þessarar aldar. Svo mikið er víst, að Jón Krabbe reynd- ist ættlandi móður sinnar hinn bezti sonur, en um hálfrar aldar skeið var hann fulltrúi og trúnaðarmaður íslenzkra hagsmuna í Dan- mörku. Jón Helgason, prófessor í Kaup- mannahöfn, sem þekkti Jón Krabbe af langri kynningu, sagði í afmælisgrein í „Fróni“ 1944, að hann hafi „tileinkað sér að fullu íslenzkan hugsunarhátt og íslenzk sjónar- mið.“ Jón Krabbe varð aðstoðarmaður í íslenzku ■* stjómardeildinni í Kaupmannahöfn árið 1899, en hún var undir stjóm danska dómsmálaráð- gjafans, sem einnig var kallaður Islandsráð- gjafi. Þegar ísland hlaut heimastjórn 1904, laut skrifstofan í Höfn Stjórnarráði íslands í Reykjavík, óg hélt Jón Krabbe áfram störfum, en varð forstöðumaður skrifstofunnar árið 1909. Á ámm fyrri heimstyijaldar, 1914-18, kom til hans kasta að leysa úr fjölmörgum vandamálum, sem upp komu, og í lok styijald- arinnar, þegar fullveldi íslands var viðurkennt með sambandslagasamningnum 1. desember 1918, hefur ráðgjöf Jóns Krabbe til dönsku stjómarinnar áreiðanlega vegið þungt, en * hann lagði eindregið til, að ísland fengi kröf- um sínum framgengt. Fram til ársins 1920 var Jón Krabbe for- stöðumaður íslenzku skrifstofunnar, þar til sendiráð var formlega sett á stofn það ár og sendiherra skipaður (Sveinn Björnsson), en Jón hélt þó áfram starfi þar sem sendifull- trúi (chargé dáffaires). Hann var jafnframt, - og það var dálítið sérkennilegt, - að hluta starfsmaður í danska utanríkisráðuneytinu, sem þá fór með íslenzk utanríkismál sam- kvæmt samningnum frá 1918. Hann var þar trúnaðarmaður danskra stjórnvalda í ráðgjöf um íslenzk málefni, kallaður „kommiteret“, en sá látlausi titill var sá eini, sem hann sjálfur notaði um dagana. Sem fulltrúi ís- lands tók hann þátt í ráðstefnum og nefnda- starfi, þar sem samræma skyldi norræna löggjöf. Oftsinnis gegndi hann sem sendifull- trúi stöðu sendiherra, jafnvel árum saman, eins og 1924-26, þegar óskipað var í embætt- ið, unz Sveinn Björnsson tók við að nýju. Þegar Þjóðveijar hernámu Danmörku 9. apríl 1940 og sendiherrann var kvaddur heim, tók Jón Krabbe við störfum hans að ósk íslenzku ríkisstjórnarinnar og gegndi þeim styrjaldarárin, allt til hausts 1945. Á þessum örlagatímum gætti Jón Krabbe hagsmuna íslenzkra stjórnvalda í Danmörku og einstaklinga, var ómetanlegur tengiliður milli íslenzkra og danskra stjórnmálamanna, þegar sambandsslitin voru á döfinni og eng- ar samningaumræður gátu farið fram, eins og gert var ráð fyrir í sambandslögunum. Allt var þetta meira og minna undir smásjá þýzkra hernaðaryfirvalda. Á stríðsárunum helgaði Jón Krabbe sig eingöngu störfum í þágu Islands innan sendiráðsins. I styrjaldarlok 1945 var Jóni Krabbe, þótt orðinn væri þá sjötugur, áfram falið af ís- lenzkum stjórnvöldum að vera sendifulltrúi i sendiráði íslands í Kaupmannahöfn. Þar var hann hægri hönd sendiherranna, fyrst Jakobs Möller frá hausti 1945 og síðan Sig- urðar Nordal frá 1951. Stóð svo allt til apríl 1953, er hann fékk lausn frá störfum að eigin ósk, nær áttræður að aldri, og segir um það í minningum sínum: 4 „og var veitt hún eftir 55 ára ánægjulegt starf í þjónustu íslands; - á þessum árum hafði ég lifað fjögur gerólík tímabil í sögu landsins: aldanska stjórn til 1903, heima- stjórn til 1918, eigin ríkisstjórn í sam- bandi við Danmörku til 1944, og síðan fulla stjórn á málefnum landsins sem nor- ræns ríkis.“ Hér má bæta við, að öllum hinum ábyrgð- armiklu störfum á þessu tímaskeiði, þegar íslenzkt ríki var að verða til og heimsstyij- öld geisaði í tvígang, gegndi Jón Krabbe með slíkum ágætum, að þar ljúka allir dóm- bærir upp einum munni. Ekki er annað að sjá en honum hafi tekizt aðdáanlega að þjóna bæði hagsmunum íslendinga og Dana í þessu sérstæða starfi, - að vera bæði sendifulltrúi ,v í sendiráði íslands og trúnaðarmaður Dana um íslenzk mál í utanríkisráðuneytinu. Sýnir það kannski betur en nokkuð annað hina einstæðu starfshæfni þessa manns og raunar alla gerð. Satt að segja er sjaldgæft að heyra slíkt einróma lof borið á mann, eins og raun- in hefur verið um Jón Krabbe. Hann hefur haft einstaklega gott upplag og uppeldi að heimanfylgju. Þar hafa sameinazt greind, menntun og fijálslynd, borgaraleg menning 19. aldar. Þegar við þann grundvöll hafa bætzt eiginleikar eins og eljusemi, heiðar- leiki, yfirlætisleysi, háttvísi og góðvild, var ekki að sökum að spyija, að þar fór nýtur ,, þegn, sem gat ekki annað en komið hvar- ' vetna fram til góðs. Það má vissulega taka undir orð Péturs Benediktssonar, sendiherra, sem hann ritaði í Morgunblaðið 13. ágúst 1953 um Jón Krabbe: LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. JÚNÍ 1997 13 ---------------------------------------------------- já

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.