Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1997, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1997, Blaðsíða 9
Þab er eitt verk í eigu íslendings sem býr héma á Spáni. Eigendur vinscels Islendingabars fréttu afþessu verki og vildu eignastþad og sjna á bamum. Eftir miklarfortölur lánaói hann verk- idy en þab varaldrei hengt upp. Þegar annar eigandinn sáþab3 tók hann þab heim til sín og faldi til ab skaba ekki orbstír íslenskrar listar erlendis. Já, ég hef verið að teikna svolítið, en það er svolítið eins og píanókonsertisti að spila á blokkflautu. Ég var bestur þegar ég byrj- aði að teikna sem krakki, amma var alltaf að segja að það hefði verið munur á honum Halldóri þegar hann var í barnaskóla, þá kunni hann að teikna og gerði fullt af falleg- um myndum og svo hefur honum farið hnign- andi alveg síðan. Er orðinn verri og verri. Eins og ég sagði í Mogganum um árið að ég væri að nálgast landslagið meira og skáld- aði minna í það frá eigin hendi, þá gat hún samt ekki séð landslag út úr myndunum. Besta hrósið sem ég hef fengið var þegar frændi minn sagði að eitt af málverkunum mínum gæti alveg gengið einhvers staðar á klósetti. Ég er stundum að hugsa um að byija bara upp á nýtt. Mála fyrir ömmu. Kannski er ég að nálgast það, því hin ka- þólska fyrrverandi tengda- móðir mín kyssir og krossar sig fyrir framan Jesúmynd- ina mína. Bandarískur antik- og málverkasafnari sem hefur keypt af mér verk er æstur í að kaupa annað. Ég málaði fimm málverk sem ég klippti niður og límdi síðan saman í eitt stórt. Hann varð svo æstur þegar hann sá það, sagði að það liti út eins og einhver hefði málað það og drepist. Bauð mér stórfé fyr- ir. Hann keypti einu sinni uppáhaldsverkið mitt á vin- arprís og seldi það svo dýr- um dómum í Madrid. Þess vegna forðaði ég því heim til íslands svo hann hreppti það_ ekki. Eg sé hérna Andrés önd, hann hefur haft mikil áhrif á þig, sbr. öll andarmálverk- in sem þú hefur gert. Andrés önd ól mig upp. Það byijaði þegar pabbi kom frá Bandaríkjunum með Rip-, Rap- og Rup-húfur og við bræðurnir /engum sína húfuna hver. Ég fékk bláa húfu og mér fannst þetta vera eins og í Andrésblöðun- um. Pabbi var Andrés og mamma J3ína nema hún bjó heima. Ég er enn að leita að Jóakim og peningunum. Fyrsta Andrésverkið sem ég málaði var af honum og Superman þar sem Superman hélt Playboykanínu fastri á meðan Andrés skoðaði upp um pilsið á henni með stækkunargleri og saurlífsseggjasvip, mér er sagt að hann sé ekki með neitt þú veist. Ég hef samið ljóð um Andrés sem birtist í Lesþókinni. Það var í Nerudastíl. Ég sé að hér er önnur mynd af Andrési. Nei, þetta er mynd af manni séð með augum íbúa Andaborgar sem væri eins og ég, ein af þessum öndum. Ef ég ætlaði að búa til sniðuga teiknimyndafígúru fyrir end- urnar myndi ég taka mannveru og stæla hana sem önd, þess vegna virðist það líkt Andrési fyrir okkur. Eru galleríin á íslandi ekki ánægð með þessar Andrésar andar myndir? Nei, og raunar engar aðrar myndir eftir mig, hvorki þessa né aðrar. Síðast er ég fór bónleiður til búðar var mér sagt að ég gæti ekki gert hinum artistunum þennan óleik því þá þyrfti t.d. að kaupa sterkari perur á þeirra verk því það væru of miklir litir í mínum verkum. Það er víst bannað að mála myndir af Andrési önd og samkvæmt íslenskri menn- ingarpólitík er hann „out“. Hvort sem hann er málaður vel eða illa Ég mála hann t.d. virkilega illa. En er ekki ósmekklegt að vera að gera pornó úr Andrési? Þetta er ekki pornó en ósmekklegt. Þá er nú smekklegra að mála rósir. Einu sinni þegar ég átti fé til að mála nokkur málverk eyddi ég því í rósarunna og garðyrkjugræjur. Ég lærði miklu meira á að rækta rósir en nokkurn tímann á Myndlistar- skólaárunum. Ég vil láta taka upp blóma- rækt í Myndlistarskólanum, það' má teikna myndir af rósum eins og stunda módelteikn- ingu því þær eru líkamar eins og við. Ég man t.d. eftir blómlegri fyrirsætu sem huldi nekt sína rósarvatni. Hvað finnst þér t.d. um rós með mannasvitalykt? Attu við að myndlistarmenn eigi að vera með grænar hendur? Já, það finnst mér, að vísu hélt ég áður að maður fengi græna fingur af því að með- höndla peningaseðla því að í Andrésblöðun- um eru þeir alltaf grænir. Eitt sinn var ég fenginn til að bjarga sýningu á Kaffi Splitt sem féll niður á síðustu stundu, var vakinn upp að morgni dags og dreginn með það sem var nærhendis á veggjunum. Ein mynd var af Andrési að reyna að smygla sér til Finn- lands, en þar var hann bannaður. Honum birtist heilagur andi sem meinaði honum aðgang inn í landið. Til að undirstrika ein- lægni Andrésar klæddi ég hann í jólasveina- búning og lét hann halda á alvöru lifandi rós en þá spurði fólk bara hvort myndin ætti afmæli. Þrátt fyrir dulbúninginn komst hann ekki inn, greyið. Mér skilst að þú hafir kynnt þér kristna heittrúarsöfnuði? Ég tek kristnina alvarlega og veit ekki hvernig ég á að taka hana öðruvísi, þess vegna sagði ég mig t.d. úr þjóðkirkjunni. Ég hef farið á heittrúarsamkomur. Reyndar fer ég á allar samkomur sem ég kemst á, hvaða nafni sem guðinn nefnist. Mér fannst athyglisvert að koma þarna inn og sjá til- raun til að blása lífi í kulnaðar glóðir og þeir virkilega blása lífi í þær en hvaða glóð- ir það eru er annað mál. En það er mikið reynt þarna og það höfðar til mín, mér finnst þetta einlægt fólk. Hins vegar virðast leið- togarnir tala mest um peninga og hinar hræðilegu glötuðu sálir sem djöfullinn leiðir inn á aðrar samkomur en þær sem þeir standa að sjálfir. En hvort fólk sé þenkjandi kemur trúnni ekkert við. Það er talað um annars konar greind. Þú verður að vera spes gáfaður til að ná trúnni, ég er bara ekki nógu gáfaður. PAPPÍRSBÁTUR. PÁLMI EYJÓLFSSON GRASLEPPUKARL Mótorskellir, maður við stýri, morgunn og sléttur sjór. Múkkar við hafflöt háværir svífa, heíja upp ráman kór. Eldri maður, sinn eigin herra, uppheldur fornum sið. Heldur áður en hækkar sólin á hvítum bát út á mið. Grásleppan leynist í þykkum þara, þybbin og dularfull. Klunnaleg er hún með körtur á roði, þetta kynlega sjávargull. Rauðmaginn er þó meira metinn, matreiðslan einföld og góð. Þessi ófríði eðalfiskur er oftast á grunnri slóð. Karlinn við stýrið kann til verka, að korkbauju er stefnan sett. Handtökin næst við netadráttinn og nú verður brúnin létt. Hrognkelsin ropandi handleikur karlinn og hendir þeim aftur í skut. taktlétt er vélin, kompásinn korekt ogkarlinn færgóðan hlut. Þetta var draumur hans dimman vetur þá daglega að bát sínum gekk. Tíminn var oft svo lengi að líða, hann leiðiköst stundum fékk. Nú vaknar hann eldsnemma vorbjarta daga og veiðir íFIóan- um best. Hleður bátinn, heldur að landi, en hamingjan vegur þó mest. Höfundurinn býr á Hvolsvelli. LÁRUS JÓN GUÐMUNDSSON FRANSKAR NÆTUR Ó, franskar nætur. Svo heitar og hlýjar, hugljúfar, nýjar. í augunum ljúfustu leyndar- mál speglast, langt er til morguns en til hvers að bíða - um nætur er tíminn ei lengi að líða. Ó, franskar nætur. Upphaf og endir, áleitnar kenndir. Armur um mitti, mjaðmirnar titra, munaðarylur um lendamar streymir, - nóttin er ung, hún nýtur og gleymir. Ó, franskar nætur. í lystigarðinum lofast hvort öðru og laufblöðin pískrandi flissa og kíkja, - um nætur fær óbeisluð ást- in að ríkja. Ó, franskar nætur, franskar nætur - en í fjarskanum einmana ástsvikin grætur. Höfundur er yfirsjúkraþjálfari Hjúkrunarheimilisins Eirar. KARÓLÍNA HÓLM ÞÚ Fangin, vakin upp við atlot þín; stolin augnablik. Strjúktu um sveiflukennd augnablik, strokur á fiðluboga morgunsins. Ég mun dansa í dagdraumi þínum, umvefja þig dagvitund minni. Úr óperu- helli Daðraðu mánagull afhjúpaðu mér nekt þína - leyndar þrár. Þú sem hlýðir ákalli tímans - kemur, í dulargervi nætur. Tærir loftstraumar svala þrá okkar, áður en við maga- lendum á hálu hellisgólfmu. Höfundur er hjúkrunarfræóingur í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. JÚNÍ 1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.