Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1997, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1997, Síða 15
Immanuel Kant legs yndisauka án fastákveðinna reglna þar um, eða hugtaks. Hér vísar Kant til þess að þótt ríki almennt samþykki um að ákveð- inn hlutur verði manni til yndisauka þá býr ekki rökleg eða hlutlæg nauðsyn þar á bak við heldur er aðeins litið á þennan fegurðar- dóm sem dæmi um altækt lögmál sem ekki er hægt að fullyrða neitt um. í beinu framhaldi af greiningu sinni á fegurðinni fjallar Kant um hið háleita enda taldi hann að fegurðarskynið samanstæði af þessum tveimur þáttum, auk þess sem þeir væru grunnþættir í öllum fögrum list- um. Hið háleita og fagra eiga ýmislegt sameiginlegt - þau vekja til að mynda bæði tilfinningu fyrir vellíðan - en fleira skilur þau að. í fyrsta Iagi er hið fagra í náttúrunni (en Kant greinir á milli þess og hins fagra í listum) bundið formi sem er takmarkað en hið háleita vísar til hlutar sem er ótakmarkaður og í þeim skilningi formlaus. Hið fagra vekur ánægju en hið háleita vekur furðu og jafnvel ótta. Auk þess hefur hið háleita yfirleitt engan til- gang. Háleitur hlutur verður aukinheldur háleitari í okkar augum eftir því sem við eigum erfiðara með að skynja hann og skilja. Þannig getur náttúrufyrirbæri ekki verið' háleitt í sjálfu sér heldur vekur það aðeins hjá manni tilfinningu hins háleita. Að síðustu er hið fagra ávallt bundið ákveðnum lögmálum (sem snerta frekar tilgang en náttúrulegt eðli hlutarins) en hið háleita ekki, enda er það oftlega fólgið í skefjalausri náttúru. Sökum þessa ræður ímyndunaraflið við hið fagra en tilfínning hins háleita getur ofboðið því. Kant tengir þess vegna hið fagra skilningnum en hið háleita skynseminni því með henni má koma reglu á óljósa hluti.5 Listin og snillingurinn Á grundvelli þessara kenninga setur Kant fram hugmyndir sínar um listina og listamanninn, eða snillinginn (geníið). Al- mennt séð, segir Kant, greinist listin frá náttúrunni eins og framkvæmdin (facere, það að búa til) frá athöfninni (agere, það að aðhafast án þess að búa til) og afurðin af hinni fyrri greinist frá afurð hinnar síðar- nefndu sem verk (opus) frá áhrifum (effect- us). Sömuleiðis greinist listin - það er list- in sem færni eða kunnátta - frá vísindunum eins og verklægur (praktískur) hæfíleiki frá huglægum (teoretískum) hæfileika, eins og tækni frá hugrenning. Ennfremur greinir Kant í sundur list, sem er frjáls, og hagleik sem er handíð. En það er til tvenns konar list, segir Kant, nefnilega þægileg list og fögur list. Þægilegu listirnar hafa þann eina tilgang að vekja ánægju, enda eru þær stundargaman og vekja ekki til djúpra þanka, en hinar fögru listir, sem skírskota til hinnar íhugulu dómgreindar, vekja til eilífra þankabrota.6 Eins og flestir aðrir fagurfræðingar á 18. öld segir Kant að listin sé eftirlíking náttúrunnar en aðeins í þeim skilningi að listin verði að virðast búa yfir frelsi náttúr- unnar, frelsi undan oki tilvilj- anakenndra reglna. Kant á ekki við að enga reglu sé hægt að finna í listinni heldur einungis að reglan megi ekki vera of áberandi eða augljós í henni. Raunar ljær náttúran listinni þá reglu sem hún á annað borð býr yfír því hinar fögru listir eru verk snillinga, segir Kant, snillinga sem láta listinni í té 'reglufestu. En snillin er, samkvæmt kenn- ingu Kants, náttúrugáfa í bókstaflegum skilningi þess orðs.7 Til að snillingur standi und- ir nafni verða verk hans að vera frumleg enda er snilli- gáfan í sjálfri sér algjör and- stæða eftirlíkingarinnar.8 Sömuleiðis verður hann að búa yfir anda sem er í raun drifkraftur hugans, eða það sem við venjulega köllum ímyndunarafl. Andinn gerir sniilingnum kleift að setja fram fagurfræði- legar hugmyndir en þær eru í eðli sínu andstæðar rökrænum hugmyndum skyn- seminnar. Og þar sem hinar fagurfræðilegu hugmyndir ímyndunarinnar eru skilningn- um of þungar í skauti þarf dómgreindin, eða smekkurinn, að miðla málum þar á milli.9 Það er með öðrum orðum hlutverk smekksins, eða hins áskapaða fegurðar- skyns, að aga ímyndunaraflið og auka vídd- ir skilningsins. Maóurinn miója heimsins Kant hefur sennilega verið fyrstur hugs- uða til að gera fagurfræði að einum grunn- þátta heimspeki sinnar en hún er miðlæg í kenningakerfi hans. Um leið gerði Kant manninn að miðju heimsins, maðurinn, eða skáldið, bæði „skapar" heiminn og ljær honum merkingu.10 Þessi sjálfsskilningur mannsins varð grundvöllur að fagurfræði rómantíkurinnar og þeirri viðleitni skálda að beina sjónum sínum inn á við, leita þar merkingar til að fylla í eyðurnar sem skyn- semis- og vísindatrú upplýsingarinnar höfðu skilið eftir. Skáldið varð miðja skáldskapar- ins, bæði höfundur hans og viðfang, enda í vissum skilningi laust undan samfélagsleg- um kvöðum. Hugmyndir Kants um sjálf mannsins sem miðju heimsins voru útfærðar nánar af forsprökkum þýsku hughyggjunnar á nítj- ándu öld en í þeim hópi voru meðal ann- arra Friedrich Schiller (1759-1805), Johann Gottlieb Fichte (1762-1814), Friedrich Schlegel (1772-1829) og Wilhelm von Schelling (1775-1854). Og þótt flestir, ef ekki allir þeir er tilheyrðu þýsku hughyggj- unni hafi andmælt hugmyndum Kants - bæði um fagurfræði og annað - má segja að þær hafi verið ein af meginundirstöðum rómantíkurinnar þótt sjálfur hafi Kant fýrst og fremst verið upplýsingarmaður. Tilvitnanir og athugasemdir: 1 Immanuel Kant, 1952. The Critique of Judgement. Bls. 18-20. 2 Sama rit. Bls. 41-42. 3 Sama rit. Bls. 85-86. 4 Til eru tvenns konar hugtök í heimspeki Kants, það er að segja náttúruhugtakið, sem lýtur lögmálum skilningsins, og frelsishug- takið sem lýtur lögmálum viljans. 5 Immanuel Kant, 1952. The Critique of Judgement. Bls. 90 og áfram. 6 Sama rit. Bls. 162 og áfram. 7 Sama rit. Bls. 162-169. 8 Sama rit. Bls. 169. 9 Sama rit. Bls. 183. 10 Maðurinn er hins vegar jafnframt bund- inn orsakalögmálinu sem náttúruvera, að mati Kants. Maðurinn tilheyrir þannig bæði hinu yfirskilvitlega og skiljanlega, hann er hugvera og hlutvera í senn. Höfundur er M.A. í íslenskum bókmenntum og blaðamaóur. r hnossgæti fyrir andann Má bjóða þér til menningarveislu? og menmng Áskriftarsími: 510*25*25 TMM kemur út fjórum sinnum á ári og kostar ársáskrift 3300 kr. Áskrifendur njóta 15 % afsláttaraf innbundnum bókum Máls og menningar og Forlagsins í bókabúðum Máls og menningar Meðal efnis í vorhefti TMM: Ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur . . . Nóbeisávarp Szymborsku . . . Ljóð eftir Lindu Vilhjálmsdóttur . . . Smásaga eftir Rúnar Helga Vignisson . . . Ljóð eftir Andra Snæ Magnason . . . Grein eftir Svein Yngva Jóhannsson um Fyrirgefhingu syndanna á tveimur tungumálum . . . Smásaga eftir Tapio Koivukari . . . Ljóð eftir Arthúr Björgvin Bollason . . . Áður óþekkt bréf Becketts um Godot. . . Sollers um Beckett. . . Ljóð eftir Önnu Láru Steindal . . . Grein Sallenave um Pétursborg í 200 ár . . . Ljóð eftir Elísabetu Arnardóttur . . . Verðlaunaljóð Arnar Ulfars Sævarssonar . . . Verðlaunasaga Huldars Breiðfjörð . . . Ljóð eftir Jón Egil Bergþórsson . . . Ljóð eftir Svein Snorra Sveinsson . . . Maðurinn í náttúrunni, grein eftir Guðberg Bergsson . . . Og fleira og fleira . . . LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. JÚNÍ 1997 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.