Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1997, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1997, Qupperneq 3
LESBÖK MORGIÍNBLAÐSIMS - MENNLNÍ, USTIR 22. TÖIUBLAÐ - 72. ÁRGANGUR EFNI Mannaskipti hafa orðið í stjórnun- arstöðum nokkurra stærstu listasafna landsins. Slíku fylgir alla jafna eftirvænt- ing og Þröstur Helgason kannaði með hvaða hug nýir stjórnendur mæta til leiks. Hann segir að ýmsar nýjar hug- myndir séu uppi um starfsemi safnanna og að nýtt líf muni færast í þau sem þó byggist á traustum grunni. Förumenn á síðustu öld urðu sumir landsþekktir og nokkrir sem skemmtikraftar. Sumir fóru með leik og söng, en aðrir voru í hlut- verki trúðsins. Um síðustu umrenningana eru varðveittar fjölmargar frásagnir; ásamt prestum, embættismönnum og stór- bændum voru förumenn fræga fólk síns tíma. Heinrich Heine fæddist 1797 og nú er haldið upp á 200 ára afmæli hans með mikilli minningarsýn- ingu í heimaborg hans Dusseldorf. Sigrún Davíðsdóttir skoðaði sýninguna og hreifst af þvi, hvernig skáldinu og verkum þess eru gerð skil og veltir því fyrir sér, hvort við Islendingar getum ekki minnst skálda okkar með líkum hætti. Islensk handrit frá miðöldum eru yfirleitt ekki myndskreytt eins fagurlega eins og er- iendar skinnbækur frá sama tíma. Þó eru til í söfnum handrit sem mjög vel eru skreytt, en með nokkuð öðrum hætti en í myndskreytingum nú á dögum. í tilefni þess að 19. júní verða Stofnun Árna Magn- ússonar á Islandi afhent siðustu handrit úr Konungsbókhlöðu og safni Árna Magn- ússonar í Kaupmannahöfn sem varðveita á hér landi er efnt til sýninga á myndlist í handritum, miðaldabókum og hvernig listamenn lífs og liðnir hafa unnið mynd- efni úr fornri frásagnarlist. r Island átti sterk ítök í huga mínum heitir önnur grein Einars Laxness um Jón Guðmunds- son ritstjóra og Krabbefjölskylduna. Kveikjan að þessum greinum Einars var gjöf Helgu Krabbe til íslendinga vegna Skeiðarárhiaupsins, en Helga andaðist í vikunni á heimaslóð, Viborg á Jótlandi. Hún varð 92 ára. Forsíðumyndin nefnist SONUR burgeiss og er myndskreyting úr Helgastaðabók. Perg. 4to Nr. 16. Konungsbókhlað- an í Stokkhólmi. Ljósm. Jóhanna Olafsdóttir. JÓHANNES ÚR KÖTLUM HEIMÞRÁ Ég er einn, ég er einn, - sál mín allslaus og hljóð. Langt frá upprunans æð þjáist eirðarlaust blóð. Hvar er vængur þinn, vor? Kannski verð ég of seinn, kannski dey ég í dag, kannski dey ég hér einn. Ég vil heim - ég vil heim yfir hyldjúpan sæ, - heim í dálítinn dal, heim að dálitlum bæ. Hver vill bera mig blítt um hinn bláheiða geim? Ó, þú blíðasti blær! Vilt þú bera mig heim? Allt er Ijóð - allt er ljóð, þar sem lynghríslan grær, þar sem víðirinn vex, þar sem vorperlan hlær. - Þar sem afi minn bjó, þar sem amma mín dó, undir heiðinni há, vil ég hvíla í ró ... Jóhannes (Jónasson) úr Kötlum, 1899-1972, var fæddur ó Goddastöðum I Dölum. Hann tók kennarapróf og vann við kennslu nokkur ór, en helgaði sig svo ritstörfum til æviloka. Fyrsta Ijóðabók hans, Bí,bí og blaka, kom út 1926 og skóldferill hans spannaði hólfon fjórða óratug. Honn orti bæði ó hefðbundinn hótt og órímað. RABB BRÁÐASPÁR UM VEÐUR Veðurfræðingar víða um heim leggja nú mikið kapp á að segja sem best og ná- kvæmast til um veður á líðandi stund og hvernig það muni breytast á næstu klukkustundum. Þetta mætti kalla bráðaspár um veður. Englendingar kalla þær nowcasting, til aðgreiningar frá forecasting hefðbundn- um veðurspám. Þessi starfsemi er mjög athyglisverð fyr- ir íslendinga því að hér á landi er þörfin fyrir öryggisþjónustu af þessu tagi meiri en annars staðar. Veðrabrigði eru hértíð- ari og sneggri en í flestum öðrum löndum, bæði á landi og sjó. Skæðust eru þó skyndi- leg illviðri á sjó, því að hér er sjómennska algengari en í nokkru öðru landi að tiltölu við fólksfjölda. Alltof margir týna lífi af veðurs völdum og eignatjónið sem til þess májekja er gífurlegt. Á síðustu áratugum hafa um 200 manns á áratug farist á sjó og helming þeirra banaslysa, eitt hundrað, má kenna veðrinu. Þetta samsvarar því að tvær milljónir manna farist í heiminum á áratug vegna hvassviðra, en í reyndinni eru það blessun- arlega ekki nema 150 000, ef svo má að orði komast, sem látast á jafn löngum tíma vegna hinna umtöluðu fellibylja hitabeltis- ins. Það gerist að jafnaði einu sinni í viku að vetrinum að veðurhæð nær 9 vindstigum á tíu eða fleiri veðurstöðvum á landinu sama daginn, en á sjó eru slík óveður þó tvímælalaust algengari. í 9 vindstigum, stormi eins og það heitir, er ölduhæð oft 7-9 metrar. Þá eru smábátar í stórhættu, en hitt gerist líka að bátar farast í hægari vindi éf illt er í sjóinn. Vissulega voru drukknanir fleiri hér við land á árum áður, en þó er þetta ástand alls ekki viðhlítandi og mikil þörf á að herða öryggisráðstafanir. En hvað er þá til ráða? Ekki þarf að taka fram að sjómenn þurfa að sýna ýtrustu aðgæslu og hyggja vel að öryggisbúnaði skipa sinna. Mörgum slysum yrði afstýrt ef fylgt væri öllum öryggisreglum. Sumir skip- stjórar lenda varla nokkurn tíma í vanda, en aðrir þurfa að tilkynna mörg óhöpp á ári. Opinbert eftirlit með sjóhæfí skipa þarf líka að vera í fullkomnu lagi. En af skiljanlegum ástæðum er mér efst í huga að vel skipulagðar veðurspár eru veigamikill þáttur í öryggi sjómanna. Ef fregnir af veðrinu eins og það er og hvern- ig það verður næstu 6-12 klukkustundir væru fullkomlega réttar ættu öll smærri skip í kringum landið að geta komist í skjól eða höfn í hvert sinn sem stormur brestur á, en hætt er þó við að seint muni sá árang- ur nást. Samt má ekki láta deigan síga. Veðurathuganir eru undirstaða allrar veð- urþjónustu, einkum þó bráðaþjónustu. Á landi eru athuganir sem gerðar eru á þriggja stunda fresti allvíðtækar. Þær eru hins veg- ar allt of fáar á sjó. Aðeins eitt skip í strand- siglingum sendir nú nokkurn veginn regluleg veðurskeyti, en athuganir á þeim slóðum eru þýðingarmestar af öryggisástæðum. Þessa þjónustu mætti sennilega fjórfalda og það ætti að vera krafa sjómanna. Slíkar veðurat- huganir á sjó eru miklu marktækari en at- huganir á landi sem geta verið villandi vegna staðbundinna áhrifa. En það er ekki nóg að veðurathuganir séu gerðar, þær þurfa líka að komast á framfæri. Það lýsir sorglegu skilningsleysi svo ekki sé meira sagt að útvarpi þessara veðurathugana hefur stórlega hrakað á undanförnum árum. Áður var það alltaf á þriggja tíma fresti, og meira að segja var klukkan 7.30 aukasending athugana frá klukkan sex fyrir þá mörgu sem ekki eru vaknaðir klukkan 6.45 en í þeim hópi er meðal annars fjöldi áhyggjufullra vanda- manna sjómanna. Nú hefur þessi endur- tekning verið felld niður og það sem verra er, einnig athuganalestur klukkan 12.45, 16.30 og 22.30. Af hveiju sitja sjómenn þögulir undir þessari framkomu? Það væri lágmark að í hveijum veðurfregnatíma væri sagt frá veðri á markverðustu veður- stöðvum og skipum. Lestur einnar stöðvar tekur sex sekúndur. En veðurathuganir eru aðeins fyrsti þátt- ur þess að upplýsa sjómenn um hvað er að gerast á næstunni. Röskleiki og ná- kvæmni í því að koma allra nýjustu horfum á framfæri á þriggja stunda fresti (jafnvel oftar ef svo ber undir) ætti að vera metnað- armál veðurþjónustunnar. Það tekur um það bil 45 mínútur að ná saman öllum veð- urathugunum á svo stóru hafsvæði að út frá því sé hægt að skoða vandlega að hve miklu leyti þurfi að breyta gildandi veð- urspá fyrir næstu 6-12 klukkustundir. Spána fyrir lengri tíma verður yfirleitt að byggja að mestu á tölvuspám en stundum þarf að gerbreyta tölvuspánum fyrir allra næstu framtíð eftir þeim bendingum sem athuganir gefa, einkum í mikilli ótíð. Veður- kortið á þessu þýðingarmesta hafsvæði fyr- ir bráðaspár getur svo vanur og vandvirkur maðurteiknað með góðri nákvæmni á 15 mínútum. Að svo búnu getur það tekið 30 mínútur að semja nýja spá þegar skilyrði eru erfiðust, en við þau verður alltaf að miða því að þá skiptir spáin mestu máli. Alls eru þetta 90 mínútur. Það er nefnilega ekki nóg að „oftast“ sé nógu vel að spánni staðið og þá kannski helst þegar hún er ekki sérlega áhugaverð og lítið er að ger- ast. Það eru viðsjárverðu og hættulegu veðrin sem eru tímafrekust og fyrst og fremst þarf að vera hægt að sinna af alúð. En hvernig er þá ástatt í því efni? Hafa veðurfræðingar nægilegt ráðrúm til að byggja vandaðar bráðaspár á nýjustu fregn- um og athugunum þegar mest á ríður? Þessu verður því miður að svara neit- andi. Það er aðeins tvisvar á sólarhring sem veðurfræðingur hefur þetta nauðsynlega svigrúm, 90 mínútur frá síðasta athugunar- tíma. Það er klukkan 4.30 og 19.30. Klukk- an 1.00 að nóttu verður spáin fyrir næstu 6-12 stundirnar iðulega marklítil af því að nýjasta veðurkortið frá miðnætti er annað- hvort hroðvirknislega eða ekki teiknað þeg- ar þarf að byija að semja nýja spá í tví- sýnu og hættulegu veðurlagi. Enn verra er ástandið klukkan 6.45 og 12.45 af aug- ljósum ástæðum, lítið eitt skárra, en þó óviðunandi, klukkan 10.03. Sýnu verst er þó það að spáin klukkan 16.30 hefur hrein- lega verið lögð niður, og þá er ekki á ann- að að treysta en vanræktu spána klukkan 12.45. Klukkan 19.30 þegar loks gefst þolanlegt ráðrúm til að semja spá er sleppt að senda út veðurhorfur fyrir veðurhéruð á landi. Og að síðustu, klukkan 22.10 að kvöldi er undirbúningstimi veðurfræðings- ins ófullnægjandi þegar í harðbakkann slær. Þetta bráðlæti að útvarpa spánum flýtir þeim ekki, heldur seinkar þeim í reynd um þijár klukkustundir, og sá tími getur skilið á milli lífs og dauða. Veigamikill þáttur í bráðaspánum eru stormviðvaranir. Sá var siður fyrir nokkrum árum að lesa þær í helstu fréttatímum dags- ins þegar flestir hlusta, bæði á rás 1 og rás 2. Nú er búið að leggja af þá venju. Eiga menn kannski að hringja í svarsíma Veðurstofunnar í tíma og ótíma til að vita hvort viðvörun sé í gildi? Eiga þeir að vara sjálfa sig við? Hvernig sem á málin er litið er löngu tímabært að Veðurstofan taki sér til fyrirmyndar þær hugmyndir um bráða- spár sem menn horfa nú til í öðrum lönd- um. En hvað segja sjómenn og ágætir tals- menn þeirra? Kæra þeir sig kollótta? Er það besta of gott handa þeim? PÁLL BERGÞÓRSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. JÚNÍ1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.