Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1997, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1997, Blaðsíða 20
VAXANDI nefnist þetta verk eftir Silju Puranen frá Finnlandi. FEGURÐ FLÓKAHEIMA Norræng fgrandsýningin Flóki án takmarka veróur opnuó í Hafnarborg í dag, laugardag, kl. 14. Tíu a textíllistakonur frá sex löndum sýna þar verk sín sem öll eru unnin úr flóka. ÖRLYGUR STEINN SIGUR- JONSSON ræddi vió fulltrúa Islands og Færeyja, ----n----------7----- þær Onnu Þóru Karlsdóttur og Asu Hátún. FLÓKAGERÐ er ævaforn og var fram eftir öldum iðkuð í hagnýt- um tilgangi. Unninn var fatnað- ur, ábreiður og jafnvel skildir til að hlífa sér með í orrustum. „Ullarhárið er alsett einskonar hreistri, sem ýfist upp þegar það blotnar og verður að litlum hringjum. Hringirnir grípa svo í næsta ullar- hár, sem einnig hefur ýfst upp og þannig koll af kolli þar til ullin er orðin að einum flóka,“ segir Anna Þóra. Nú í seinni tíð hefur þörfin fyrir flóka orðið æ minni, en að sama skapi hefur listsköpun með flóka stóraukist og síðustu tvo áratugina hefur tækni í flókagerð fleygt fram. „Endurvakn- ingu í flókagerð má rekja til tímamótasýn- ingar í London árið 1978, sem byggðist á áhrifum frá fomleifafundi í Altaifjöllum í Síberíu," segir Ása. „Mary Burkett, sú sem stóð að þeirri sýningu tók sér ferð á hendur til Síberíu eftir að þúsund ára gamlir flókar fundust þar.“ Anna Þóra bætir við að sýn- ingarskráin sem gefin var út á þeirri sýn- ingu hafi síðan orðið bíblía flókagerðarfólks ^víða um heim. Svar vid umbódamenningonni Það má nærri geta að ekki skorti ullina til flókagerðar á Norðurlöndum, en þekking- in, þörfin og áhuginn þurfa einnig að vera til staðar og Ása riíjar upp fyrstu kynni sín af flókanum. „I Færeyjum hafa ýmsir þætt- ir mannlífsins sveiflast mikið í takt við breytta tíma og meðferð ullar fór ekki var- hluta af því,“ segir hún. Þegar Ása byrjaði í flókanum var umbúðamenningin í algleym- ingi, sem sýndi sig í nýtni manna. „Þá þótti eðliiegt að kaupa föt, nota þau og henda þeim síðan. Svo voru ný föt keypt og fóru sömu leið.“ Þótt gömul hefð væri fyrir pijóni og ullarþvotti í Færeyjum hafði hún dofnað auk þess sem þæfing ullar hafði aldrei ver- ið iðkuð. „Þessi umbúðatíðarandi hafði þau áhrif á mig að mér datt í hug að fara að nýta ullina, en af henni átti ég nóg. Ég sótti námskeið í þæfingu og flókagerð í Danmörku og hóf að vinna fióka heima“, segir Ása. Henni fannst hún þó einangruð með vinnu sína og setti sig í samband við fleiri norrænar textíllistakonur og ekki leið á löngu uns sú sýning, sem nú verður opn- uð var orðin að veruleika. Vistvæn vinnsla Anna Þóra hefur kennt flóka á öllum námsstigum og segist merkja stóraukinn áhuga fólks á þessu sviði. „Þessi vinna er í góðu samræmi við kröfu fólks í dag um umhverfisvernd og vistvæna lifnaðarhætti," segir hún. „Það sem gleddi mig nú væri að sjá meiri samvinnu milli alls þess fjölda fólks um land allt, sem hefur til að bera þekkingu á heimilisiðnaði, og myndlistarmanna, sem gætu lagt til hugmyndir." Það má til sanns vegar færa að áhuginn á heimilisiðnaði hafi aukist, því á síðasta ári sýndi bandarískur prjónahönnuður verk sín í Hafnarborg og komu fimmtán þúsund manns til að sjá hana. Pétrún Pétursdóttir veitir Hafnarborg forstöðu og segir hún að sýningar af þessu tagi gefi meiri breidd í starfsemi listasafns- ins. „Á svona sýningar koma gestir sem allajafna fara ekki á myndlistarsýningar og við erum ánægð að geta boðið listneytendum þennan kost líka.“ Ullarleppió i syndaflóóinu Flóki án takmarka stendur yfir til 30. júní og að endingu segir Anna Þóra sögu eina stutta, sem húr. er vön að segja nemend- um sínum í upphafi flókanámskeiða. „Þegar Nói og fjölskylda hans höfðu bjargað sér undan syndaflóðinu í örkinni og nokkuð lið- ið á dvölina um borð kvartaði konan hans undan hávaða og sparki í dýrunum. Var þá brugðið á það ráð að setja ullarreyfi undir þau til að deyfa hávaðann. Um síðir stytti upp og og dýrunum var hleypt út en í stað ullarreyfa á gólfum lá ullarteppi. Þarna hafa verið að verki helstu þættir þæfingar eins og bleyta og traðk.“ LISTAKONURNAR Anna Þóra Karlsdóttir og Ása Hátún eru meðal þeirra tiu kvenna sem eiga verk á farandsýningunni Flóki án takmarka. Morgunblaðið/Árni Sæberg KJÓLAR úr flóka eftir Björgu Pjetursdóttur í Sverrissal Hafnarborgar. BJÖRG í SVERRISSAL BJÖRG Pjetursdóttir opnar sýningu á verkum sínum í dag í Sverrissal í Hafnarborg. Hún útskrifaðist úr Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, textíl- deild, nú í vor. Björg hefur þegar unnið til verðlauna fyrir verk sín unnin í flóka, en hún vann undankeppni í alþjóðlegu hug- mynda- og hönnunarkeppni Smirnoff á Ísíandi í fyrra. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. JÚNÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.