Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1997, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1997, Blaðsíða 12
^*<BKíLSftrftiSi^5iss 2 r i í i FRÁ KAUPMANNAHÖFN á ofanverðri 19. öld. Séð yfir Löngubrú frá Amager. ISLAND ATTI „STERK ÍTÖK í HUGA MÍNUM“ Jón Guómundsson ritstjóri og Krabbe- fjölskyldan. 2. hluti. EFTIR EINAR LAXNESS Sjaldgæft er aó heyra slíkt einmuna lof borió ó mann eins og raunin hefur verió um Jón Krabbe. Hann hefur haft einstaklega gott upplag og uppeldi að heimanfylgju. Þar hafa sameinazt greind, menntun og frjólslynd borgaraleg menning 19. aldar. IKaupmannahöfn settust þau Krabbe- hjónin að í húsi við St. Knudsveg 14, en síðar fluttust þau á Monradsveg 19 á Friðriksbergi, þar sem þau bjuggu alla tíð og gerðu garðinn frægan, enda lágu þangað leiðir margra, bæði íslendinga að heiman eða búsettra í Höfn, stúdenta og annarra, að hitta dótturina úr Aðalstræti 6 eða Dana, sem áttu erindi við háskólapró- fessorinn. Dr. Krabbe var virtur vísindamað- ur, einkum á sviði líffærafræði og dýra- fræði, varð fyrst aðstoðarkennari við Dýra- lækninga- og landbúnaðarháskólann, síðar prófessor, þar til hann varð að láta af störf- um, einkum vegna sjóndepru, árið 1902. Það var þeim Hólmfríði og Jóni Guð- mundssyni til nokkurrar huggunar, þegar þau urðu að sjá á bak dóttur sinni til Dan- merkur, að vita af henni í nálægð við frú Ingibjörgu og Jón Sigurðsson. Sá vinskapur var líka ræktaður, Kristín hefur ávallt getað leitað til „síns góða vinar“, og gagnkvæmar heimsóknir hafa verið þar á milli. Svo mikið er víst, að í bréfi frá Jóni Guðmundssyni til Jóns forseta, 24. febrúar 1872, segir hann: „Þú minnist á þinn góða vin og gleður það mig að sjá það svona eins frá þinni hendi sem hennar, að þú og þið góðu hjón eruð söm með tryggðina og velvildina við hana og okkur.“ Ummæli á þessa lund koma oftar fyrir í bréfum Jóns Guðmundssonar. Og í þakk- lætisskyni sendir hann bæði haustið 1872 og 1873 ijúpur til nafna síns um leið og dóttir hans fær sína sendingu. Undir jól 1873 skreppur Jón Guðmundsson með síðustu póstferð ársins til Kaupmanna- hafnar, m.a í erindum verzlunarfélagsins „Veltunnar", sem hann var í forsvari fyrir, KRISTÍN Jónsdóttir Krabbe, heimasætan f Aðalstræti 6, sem giftist danska prófess- ornum, dr. Harald Krabbe. en Halldór Kr. Friðriksson annaðist fyrir hann útgáfu Þjóðólfs. Þá gafst honum kost- ur á að heimsækja Kristínu, dóttur sína, og sjá hvernig heimilishagir hennar voru. Um leið fékk hann tækifæri til að hitta sinn gamla félaga Jón Sigurðsson og bera saman bækurnar um stjómarskrána nýju, sem boð- uð var einmitt um þetta leyti, 5. janúar 1874. Þá gerðist það í þessari ferð, að Jón Guðmundsson gekk frá sölu Þjóðólfs til sr. Matthíasar Jochumssonar. Það sést á bréfum og orðsendingum til Jón Sigurðssonar, að nafni hans hefur verið önnum kafinn í Höfn þessar vikurnar. Hann þiggur boð, eða býður út á veitingahús með sér, fær landa í heimsókn til sín, þar sem EIGINMAÐUR Kristínar, danski prófess- orinn dr. Harald Krabbe, sem réð niðurlög- um sullaveikinnar á (slandi. hann býr í Stóru Kóngsinsgötu 97, eða heim- sækir aðra, og ekki lætur hann hjá líða að stunda menningarlífið með því að fara í leik- húsið, svo kær sem honum var leiklistin löng- um. Þannig greina bréfin frá því, þegar hann er að áætla að fara að sjá „Wilhelm Tell“ eða „Bertrand de Bom“ í Konunglega leikhúsinu við Kóngsins Nýjatorg. Hinn 20. febrúar segir Jón Guðmundsson í bréfí til nafna síns, þar sem hann er að skipuleggja dagskrána hjá sér síðustu dagana, sem hann dvelst í Höfn: „Það er breyting á Repertoir [verkefna- skrá]; eg hef aldrei getað náð þar í bílæti, á Iaugard. var (14.) sveik Repert., svo eg má til að ná í það; og af því eg ætlaði út á Knuds Veg [til Kristínar] einmitt annað kv. (en til þín í kvöld) þá svík eg eða bregð upp við þig, en fer þangað í kvöld. Kristín kom hér sjálf í gær með litla Oluf, og frú Bjering (þær vissu hvomg af annarri fyren i sporvagn- inum frá Tivolí) og ætluðu báðar að biðja mig borða middag á sunnud.“ Nú er þess að geta til skýringar, að Oluf litli er sonur Kristínar, framburður hennar, f. 19. maí 1872, og því kominn vel á annað árið, er hann kemur hér í heimsókn til móður- afa síns Hann ber nafn föðurafans, en jafn- framt skírður Haraldsen, - Oluf Haraldsen Krabbe. En umtalsverð tíðindi hafa þó gerzt í Krabbefjölskyldunni, þegar hér er komið sögu, og um þau má fá vitneskju í orðsend- ingu, sem Jón Guðmundsson skrifaði Jóni Sigurðssyni að morgni dags 5. janúar, um leið og hann var að flytja af Hótel Fönix upp í Stóru Kóngsinsgötu 97. Þá er hann að greina frá því, að hjá Kristínu, dóttur sinni, sé varningur frá Hólmfríði, móður hennar, til Ingibjargar, konu Jóns Sigurðssonar, og biður um, að hans væri vitjað sem fyrst, - og skrifar: „[...] eg held það sé eigi gott að fresta því lengur, því hún mun vænta sín á hverri stundu héðan af.“ Þegar þessi dag- ur, 5. janúar 1874, var kominn að kvöldi, varð Kristín Jónsdóttir léttari að öðru barni sínu, og var þar lítill drengur/rheiminn bor- inn. Rúmum mánuði síðar berst Jóni Sigurðs- syni eftirfarandi orðsending frá Kristínu: „Minn elskulegi góði vin! Það er ákvarðað að það egi að skíra drenginn okkar á föstu- daginn kjemur, ef guð lofar, og lángaði okk- ur foreldra hans til að biðja Yður gjöra okk- ur þá æru að að vera skímarvottur. Ef þjer viljið gleðja okkur með að uppfylla ósk okk- ar vonum við að sjá Yður og konu Yðar hjer á föstudaginn kl. 1. Með innilegri kveðju frá manni mínum til ykkar, og mjer til konu Yðar, er jeg Yðar æfinlega elskandi Kristín Jónsdóttir I framhaldi af þessum undirbúningi rann gleðidagur Krabbehjónananna upp hinn 13. febrúar, skírnardagur yngri sonarins. Ekki sízt gleðidagur vegna þess, að þar voru komnir sem guðfeður eða skírnarvottar bæði afi litla drengsins, Jón Guðmundsson, og vinur þeirra Jón Sigurðsson, ásamt konu sinni. Drengnum var gefið nafnið Jón Har- aldsen. Hann hefur sjálfur sagt, að hann hafí verið „heitinn eftir“ þeim Jónum, hinum gömlu samheijum þjóðfrelsisbaráttunnar, jafnframt, að svo hafi viljað til, „að ég var fæddur hinn 5. janúar 1874, sama daginn og fyrsta stjórnarskrá íslands var sett“, og „varð þetta samspil af tilviljun- um að hugboði hjá móður minni og gaf henni síðar von um að ég mætti verða ættlandi hennar að gagni.“ Senn dró að því, að Jón Guðmundsson sneri heim á leið frá höfuðborg ríkisins eftir viðburðaríkan og gleðilegan tíma. Hann svarar heimboði frá Jóni Sigurðssyni: „Tak fyrir tilskrif og boð til 25/þ.m. sem skal verða þegið að mér heilum og lifandi". Og sjálfur kveður hann Jón til fundar við sig á vertshús ásamt fleirum „til að eta með mér og drekka eitt glas af víni til skilnaðar". Þetta voru síðustu fundir þeirra nafnanna. Á þessu þjóðhátíðarári var ekkert þinghald, og Jón Sigurðsson var fjarri góðu gamni. Þegar hann kom næst til Reykjavíkur, snemmsumars 1875, var eitt hans fyrsta verk að fylgja nafna sínum til grafar. Jón Guðmundsson kvaddi Kristínu, dóttur sína, og fjölskyldu hennar í síðasta sinn, tók sér far með Diönu, fyrsta póstskipi þetta ár, til íslands, hinn 1. marz. Þeir fengu vont leiði, töfðust 7 daga í Leirvík á Hjaltlandi (Þaðan ritaði hann Jóni Sigurðssyni bréf, dags. 5. marz), og 3 daga í Færeyjum, komu því ekki til Reykjavíkur fyrr en 22. marz. Þá tók við útgáfa Þjóðólfs, síðustu blöðin áður en nýr eigandi tók við, svo og önnur hversdagsstörf. Jón Guðmundsson lézt hinn 31. maí 1875, á 68. aldursári. Um haustið var saga þessa gamla heimilis í Aðalstræti 6 því á enda og húsið selt. Húsfreyjan, Hólmfríður Þorvalds- dóttir, sem þá var 63 ára gömul, fluttist af landi brott til Kaupmannahafnar til dóttur sinnar og tengdasonar, og bjó þar í skjóli þeirra síðasta árið, sem henni auðnaðist að lifa, en hún lézt 25. nóvember 1876. 8. Enn skal lítillega vikið að Kristínu Jónsdótt- ur, sem nú var auðvitað af flestum eingöngu nefnd frú Krabbe, og heimilishögum hennar. Hér hafa verið nefnd börnin, sem þau hjónin höfðu þegar eignazt, drengimir tveir, Oluf og Jón. Enn áttu þau eftir að eignazt fjögur böm, en af þeim Iifðu aðeins tveir drengir, sá eldri bar nafnið Thorvald, f. 21. júní 1876, og hefur áður verið nefndur, faðir Helgu 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. JÚNÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.