Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1997, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1997, Síða 5
„VIÐ höfum oft velt því fyrir okkur hvernig standi á því að hinni islensku borgarastétt svipi svona lítið til borgarastétta annars staðar í Evrópu. Hér á landi er feikileg fátækt í hlutatáknun borgarastéttarinnar.1' Myndin er tekin f Listasafni ASÍ. Morgunblaðid/Golli „AFTUR á móti er engin launung á því að síðastliðin tíu ár hefur orðið bylting hvað varðar safnarými hér, einkum í Reykjavík. Að hluta til er skýringin sú að fyrir tíu árum voru ráðnir til Listasafns íslands og Listasafns Reykjavikur safnstjórar af yngri kynslóð- inni.“ Myndin er af Listasafni íslands. verk sé sjálfsagður fjárfestingarkostur," segir Eiríkur, „það þykir ekki sjálfsagt að kaupa listaverk eins og það þykir sjálfsagt að kaupa bækur. Þetta lýsir í raun geysilegum skorti á menntun; það er staðreynd að maður getur útskrifast sem doktor í lögfræði eða jafnvel sagnfræði án þess að þurfa nokkurn tímann að sækja eina einustu kennslustund í lista- sögu. Það vantar því hreinlega undirstöðuna undir listneysluna hér.“ „Við höfum oft velt því fyrir okkur,“ heldur Gunnar áfram, „hvernig standi á því að hinni íslensku borgarastétt svipi svona lítið til borg- arastétta annars staðar í Evrópu. Hér á iandi er feikileg fátækt í hlutatáknun borgarastétt- arinnar. Ytri táknun er ýmist hús eða bíll en það er minna um að hún byggist á andlegum verðmætum. Auðvitað eru til undantekningar, sem eru þá vanalega úr hópi mjög vel stæðra manna, en þessi meðalborgari sem er í sæmi- lega góðum efnum hefur ekki áhuga á að kaupa listaverk til að hlutgera stöðu sína.“ íslenskir myndlistarmenn hafa ekki búió til liststef nur - Hafa íslensk listasöfn gert nóg í því að bera erlenda samtímastrauma til landsins? „Það er alltaf spurning um hvað safnið getur gengið langt í því,“ segir Gunnar, „en sýningarstefnan hérna hjá okkur hefur verið mjög meðvituð. Hún hefur verið blanda af íslensku og erlendu efni og einnig blanda lóð- rétt yfir ákveðið tímaskeið. Við höfum ekki treyst okkur til að vera eingöngu í því nýj- asta, einfaldlega vegna þess að það eru ekki nógu margir gestir okkar áhugasamir um það. Við höfum því verið að spila á íslenska og erlenda myndlist á mjög breiðum grunni." „Ég tel að þessi áhersla sé nokkuð góð,“ segir Eiríkur, „það er ekki vænlegt að safn eins og Kjarvalsstaðir einbeiti sér meira að samtímalist. Landslagið í listaheiminum breyt- ist svo hratt að það er varasamt fyrir safn eins og þetta að eltast við það allt.“ „Listasafn ASÍ mun leggja áherslu á fjöl- breytilegar sýningar á samtímalist," segir Kristín. „En vissulega mun safnið einnig halda áfram að sýna listaverk í eigu sinni sem eru einkum gjöf Ragnars í Smára sem listasafnið er stofnað um.“ Ólafur segir nauðsynlegt að sýna erlenda samtímalist. „Ef við viljum skerpa á sérkenn- um íslenskrar myndlistar gerum við það með því að sýna alþjóðlega list; samtímalist okkar er hluti af alþjóðlegu samhengi. En það er jafn nauðsynlegt fyrir okkur að söfnin kynni íslenska samtímalist erlendis; íslensk söfn ættu að geta haft skipti á sýningum við er- lend listasöfn." - Og er þá íslensk samtímalist í eðlilegum samræðum við erlenda samtímalist? Er eitthvað að gerast í íslenskri samtímalist? „Það er alveg greinilegt að íslensk samtíma- list hefur alltaf verið í samræðum við erlenda samtímalist," segir Gunnar. „Aftur á móti hafa íslenskir myndlistarmenn ekki búið til liststefn- ur. Þeir hafa ekki búið til myndmál. I flestum tilfellum eru íslenskir myndíistarmenn því að tileinka sér myndmál sem þeir svo vinna úr, umbreyta og hlaða persónulegri tjáningu. Þetta er inntakið í íslenskri myndlist. Hún hefur allt- af verið aðeins á skjön við alþjóðlega strauma. Það þarf alltaf einhvern tíma til að tileinka sér og skilja hina raunverulegu virkni viðkomandi myndmáls eða stefnu til að geta tekið þátt í þeirri listsköpun. Skýringin á þessu er kannski að hluta til sú að hér er ekki þessi sjónræna myndhefð sem flestöll lönd hafa, einhvers kon- ar grunn til að byggja á, eitthvað sem allt fer í gegnum hvort sem það heitir kúbismi, form- leysa eða eitthvað annað.“ Þarf ad kenna fólki aó lesa i myndverk - Þið talið um að það vanti almenna þekk- ingu hér á myndlist en er listumræða lesenda- væn, skrifið þið listfræðingar þannig að al- mennir lesendur geti fylgst með og menntast? „í grunninn eru listfræðin hefðbundin húm- anísk fræði," svarar Gunnar, „og þau geta verið framandi og flókin þeim sem ekki þekkja til. En ég held að á síðastliðnum árum hafi listfræðingar orðið meðvitaðri um þetta og mér finnst stíllinn almennt hafa breyst, hann er orðinn nákvæmari og menn eru frekar að reyna að miðla einhvers konar inntaki eða virkni listarinnar en að reyna að skapa ein- hvers konar samliggjandi listaverk. Þetta hef- ur líka komið fram í vilja stofnananna til að fá til sín safnaleiðbeinendur og safnakennara sem eru sérfræðingar í því að miðla þekkingu til ólíkra félagshópa og ólíkra aldurshópa." „Hér á landi er mjög fjörug bókmennta- umræða," segir Eiríkur, „sem kemur til af því að almenningur hefur lært að lesa bækur og getur því fylgst með umræðu um þær. Hér á landi er hins vegar ekki mjög almenn og fjör- ug umræða um myndlist því að hér hefur fólki ekki verið kennt að lesa myndlist og njóta hennar eins og sagði áður. Það er líka talandi dæmi að ekki hefur komið út heildstæð lista- saga hér frá því um 1970 þegar Ragnar í Smára veitti Birni Th. aðstöðu til að skrifa slíka bók. Að mínu mati á hlutverk listasafn- anna næstu árin í meira mæli eftir að verða það að mennta almenning um myndlist, að kenna fólki að njóta myndlistar.“ „í þessu samhengi mætti benda á að það þyrfti að auka tengsl safna og skóla,“ segir Kristín. „Það sem vantar einkum í skólana er að kenna börnum myndlestur, þau eru læs á bækur en ekki myndir. Á sama tíma er dengt yfir þau gríðarlegu magni af myndmáli á hvetjum degi, bæði í sjónvarpi og annars- staðar.“ Hefur oróió bylfing og spennandi timar framundan - Hvað er þér efst í huga, Gunnar, nú þegar þú hverfur frá íslenskum myndlistar- heimi eftir að hafa hrærst í honum í tæpa tvo áratugi? „Það er tvennt. Islensk myndlist hefur hald- ið sínu striki. Hún hefur verið þátttakandi í hinu alþjóðlega ævintýri sem birtist í ýmsum stefnum og straumum. Og þetta er eðlilegt. Aftur á móti er engin launung á því að síð- astliðin tíu ár hefur orðið bylting hvað varðar safnarými hér, einkum í Reykjavík. Að hluta til er skýringin sú að fyrir tíu árum voru ráðn- ir til Listasafns íslands og Listasafns Reykja- víkur safnstjórar af yngri kynslóðinni. Við hér á Kjarvalsstöðum höfum lagt okkur sérstak- lega eftir því að setja okkur í tengsl við sam- tímalistina og þróað og byggt upp raunveru- legt safnakerfi. Það er alveg sama hvaða skoð- un menn hafa á persónum og leikendum á þessu sviði eða einstökum sýningum, það er ekki hægt að líta fram hjá því að hér hefur átt sér stað mikil uppbygging." - Telur þú þig taka við góðu búi, Eiríkur? „Já, mér sýnist þetta allt vera á réttri leið. Hér þarf að vera gott jafnvægi í sýning- arhaldi, það hefur verið lögð áhersla á skjala- safnið og heimildasöfnun, varðveislu heimilda og úrvinnslu þeirra og þarf að gera það áfram. Möguleikarnir í framtíðinni felast einkum í því að auka miðlun og reyna þannig að auka áhuga á myndlist en til þess þarf meiri stuðn- ing frá hinu opinbera og einnig þarf meiri mannafla til að halda áfram rannsóknum." - Er íslenskur myndlistarheimur spennandi starfsumhverfi í þínum augum, Ólafur? „Já, tvímælalaust. Það er mikil gróska í íslenskri myndlist, aðsókn að söfnum og sýn- ingum hefur aldrei verið meiri og það er mikil- vægt að söfnin komi til móts við þennan mikla áhuga fólks. Það eru líka spennandi tímar framundan í söfnunum, til dæmis mun tölvu- væðingin skapa nýjar forsendur fyrir starfsemi þeirra eins og vikið var að hér að framan. En til þess að söfnin geti gengt hlutverki sínu í myndlistarheiminum er afar mikilvægt að söfnin sinni rannsóknum í íslenskri listasögu. Rannsóknir eru forsenda þess að söfnin geti framleitt metnaðarfullar sýningar á íslenskri myndlist og annast fræðslu- og upplýsinga- starfsemi. Hin nýja upplýsingatækni er fyrst og fremst ný tækni til að koma á framfæri þekkingu og upplýsingum. Ef söfnin sinna ekki rannsóknum er sú hætta fyrir hendi að þau geti ekki uppfyilt þær væntingar og eðli- legu kröfur sem fólk hefur til safnanna. “ - Hvernig horfir framtíðin við þér, Kristín? „Næstu ár eiga eftir að verða spennandi og afgerandi fyrir íslenska menningu. Ekki síst vegna þess að Reykjavík verður ein af níu menningarborgum Evrópu á aldamóta- árinu. í tengslum við það fer fram viss nafla- skoðun, visst endurmat á menningarstarfsemi hér. Ég á von á því að við sjáum bæði grósku og nýsköpun í kjölfarið." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. JÚNÍ 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.