Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1997, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1997, Síða 16
FORSÍÐAN á Ljóð 1951 eftir Sigfús Daðason. FORSÍÐAN á Samastað í tilverunni eftir Málfríði Einarsdóttur (hönnuð af Sverri Haraldssyni. SKALDIHLUTVERKI BÓKAÚTGEFANDA EFTIR EINAR GUÐJONSSON Um bókaútgefandann Sigfús Daóason sem vissi aó ævinlega liggur meira fyrir gf bókum sem þyrfti aó gefa út en hægt er aó gefa út. Og í forlagi sínu, Ljóóhúsum, viróist hann ekki sérstalclega hafa kært sig um aó foróast áhættu. IGFÚS Daðason, eitt helsta skáld þjóðarinnar á þessari öld, lést í desember sl. Var hans minnst í greinum í des- ember og janúar hér í blað- inu. Þröstur Ólafsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Máls og menningar árin 1974-1980 og stjómarformaður í dag, skrif- aði m.a. persónulegar hugleiðingar um störf þeirra Sigfúsar þar á árunum 1974-76. Þröstur skrifar að þeir hafi verið ósammála um útgáfustefnu MM sem hafi leitt til þess að Sigfús hvarf frá forlaginu. Má skilja orð hans svo að Sigfús hafi verið „einstrengings- legur sósíalrealisti sem ungir höfundar dróg- ust ekki að“ og „að því stýrði heimskauta- næðingur kalda stríðsins og arfur Kristins E.“. Skrif Þrastar eru að vísu óskýr og frek- ar loðin og þeir sem ekki þekkja til starfa Sigfúsar kynnu ef til vill að draga rangar ályktanir um bókaútgefandann S.D. og störf hans hjá MM og ástæður þess að hann yfirg- af forlagið. Þegar samtímaheimildir eru skoðaðar er ekkert sem bendir til þess að þetta geti verið rétt, heldur þvert á móti. Langt er um liðið síðan Sigfús hætti störfum hjá Máli og menningu eða meira en tveir áratugir og því ekki nema von að eitthvað skolist til í minni Þrastar. Sigfús Daðason var ekki bara „klassítiskt" skáld, einnig kennari og þýðandi, bókaútgefandi og ritstjóri TMM (1960-1976, ásamt öðrum). Auk þess var hann formaður stjómar MM (1971-1975) og útgáfustjóri (1974-1975). Rak síðan út- gáfuna Ljóðhús frá 1976-1987. Sigfús hafði næman skilning á bókaút- gáfu og þróun hennar og leit á útgefandann sem auðmjúkan meðalgöngumann og vissi að hann býr ekki til höfunda, að blómaskeið í bókmenntum eru aldrei nema misjafnlega stutt og þau einkennast af spennu. Og það er mikil gæfa þegar þau koma. Óumdeilanlega var Kristinn E. Andrésson frumkvöðull bókaútgáfunnar Máls og menn- ingar og sá furðulegi árangur sem náðist með stofnun þess árið 1937 var mjög merki- legt fyrirbæri. Félagið var í rauninni fjölda- hreyfíng og fljótlega eftir stofnun voru félag- ar orðnir um 6.000. Það gaf strax út bækur og seldi ódýrt. Með nokkrum sanni má telja það hliðstæðu þeirra fyrirtækja sem um sömu mundir voru að bytja fjöldaútgáfu bóka í stærri þjóðfélögum. Önnur útgáfufélög komu svo síðar í spor Máls og menningar. Útgáfuarfur Kristins eru bækur eins og Ljós heimsins, Höll sumarlandsins, Hús skáldsins, íslenskur aðall og Úr landssuðri. Þetta eru bækur sem varpa ljóma yfir út- gáfusögu aldarinnar, þótt ekki þætti öllum þær fínar er þær komu út. Staða Máls og menningar í dag sem öflugs og að sumu leyti framsækins forlags byggir auðvitað á útgáfuarfí Kristins, samstarfsmanna eins og Einars bróður hans og sporgöngumanna. Sigfús Daðason varð eftirmaður Kristins E. Andréssonar sem formaður og fram- kvæmdastjóri MM árið 1971. Þeir höfðu þekkst og starfað saman lengi, kynntust reyndar er þeir lágu saman á sjúkrastofu. Sigfús hafði að sumu leyti menntað sig í Parísarháskóia til að verða bókaútgefandi og var aldrei flokksbundinn. Síðast en ekki síst var hann ungur og viðlesinn bókmennta- maður og skáld. Sigfús varð strax starfsam- ur og mælikvarði hans var mest fagurfræði- legur og siðferðilegur. Fyrsta heila ár hans hjá Máli og menn- ingu koma út 17 bækur, næsta ár á eftir eru þær 11 útgáfubækurnar. Bókaútgáfa ársins 1973 var með meira móti, um það bil 20 bækur og hafði hún ekki verið meiri áður. Bókaútgáfa ársins 1974 var með minna móti, eða 9 bækur. Ástæðan var m.a. langt prentaraverkfall. Útgáfa hjá mörgum forlögum minnkaði um 50% vegna verkfallsins. Hafði það einnig áhrif á útgáfu ársins 1975, en það ár var Sigfús einungis útgáfustjóri og ritstjóri tímarits MM. Þessi ár sem Sigfús Daðason hafði mest með útgáfuna að gera hjá Máli og menn- ingu eru höfundar margir ungt fólk og má nefna m.a. Dag, Baldur Óskarsson, Ingi- björgu Haraldsdóttur, Erling E. Halldórs- son, Sigurð Pálsson (fyrsta bók), Pétur Gunnarsson(fyrsta bók), Loft og Hjörleif Guttormssyni, Ólaf R. Einarsson, Flosa Ól- afsson, Þorstein frá Hamri, Guðberg Bergs- son, Jón Guðnason, Harald Jóhannesson, Véstein Lúðvíksson og Nínu Björk. Aðrir höfundar eru t.a.m.; Maxim Gorky, William Morris, Helgi Hálfdanarson, William_ Sha- kespeare, Þórbergur, Bjöm Th., Ásgeir Hjartarson, Ernst Fisher, Einar Ól. Sveins- son, Ólafur Jóhann Sigurðsson, Regis De- bray og Brynjólfur Bjarnason. Flestar bæk- urnar sem komu út þessi ár hafa síðar ver- ið endurútgefnar og eiga enn talsverðan hljómgrunn. Pappírskiljuútgáfa var einnig aukin verulega á þessum tíma. Sigfús lagði líka áherslu á endurprentanir og nýjar útgáf- ur eldri rita, taldi það skyldu útgefanda við lesendur og höfunda. Einnig að hlutverk bókaútgáfu væri að gera sígild rit aðgengi- leg fjölda manna, og síðast en ekki síst að bjóða nýjum kynslóðum fremstu rit hinna eldri kynslóða. Stundum komu út færri bækur en efni stóðu til. Dró eflaust margt til, stundum fjárhagsástæður, síðbúin handrit, stundum tæknilegar ástæður o.fl. Drjúgur tími fór einnig í að koma reglu á útgáfu tímarits MM en það hafði ekki komið út á réttum tíma í meira en tvo áratugi; oft öll heftin í einu og seint. Þess ber að geta að tímaritið var þá unnið í aukavinnu. Á árinu 1976 tókst síðan í fyrsta sinn í meira en tvo ára- tugi að koma tímaritinu út reglulega og á réttum tíma. Auðvitað réði Sigfús ekki einn útgáfu Máls og menningar þessi ár, fleiri komu auðvitað að því verki eins og gefur að skilja. Heimildir greina frá því að árið 1974- 1975 hafi setið til hliðar við lögmæta stjórn einskonar leyndarráð sem kallaði sig rekstrarstjóm. Og óvíst hvort Sigfús hafði vitneskju um hana fyrr en hann féll í „form- annskosningu í Máli og menningu 1974. Ástæðan var uppgefin að ekki færi saman að einn og sami maður væri formaður og framkvæmdastjóri. Auk þess lá Sigfús und- ir gagnrýni hjá „flokknum" fyrir að hafa „neitað að hokra að gorkúlum dægurtís- kunnar". Fleira kom til, m.a. var Sigfús gagnrýndur fyrir að láta ekki prenta allar útgáfubækur hjá Hólum hf. en MM átti þá hlut í prentsmiðjunni. Hann kaus frekar að láta verð og gæði ráða prentstað. Flokkur- inn (les; Alþýðubandalagið) vildi „virkja Mál og menningu". Þetta ár (1974) féll ríkis- stjóm Ólafs Jóhannessonar, en að henni átti Alþýðubandalagið aðild. Flokksgæðing- ar misstu vinnuna í stjórnarráðinu og því er sennilegt að bandalagið hafi viljað koma þeim að hjá Máli og menningu (m.a. Þresti Ólafssyni sem verið hafði aðstoðarmaður Magnúsar Kjartanssonar ráðherra). Baráttan í félagsráðinu á þessum árum, 1974 og 1975, snerist því um það hvort flokknum tækist að koma á „moral order“ stjórnarfari innan félagsins eða ekki. Sigfús stóð gegn því og var fulltrúi fyrir frelsi útgáfunnar og félagsmanna, einkum studdur af rithöfundum í félagsráðinu. Hann hafði einnig beitt sér fyrir afnámi skyldu- kaupa á bókum; fram til 1972 voru félags- menn skikkaðir til að kaupa tiltekinn fjölda á ári. „Þar með steig MM út á svikulan ís markaðarins" svo vitnað sé í skrif Þrastar Ólafssonar árið 1976. Sigfús Daðason taldi til lítils gagns að prenta bækur eftir flokks- skírteinum hefðu þær ekki eitthvað fram að færa sem skipti bókmenntirnar máli. Alþýðubandalagsmenn náðu yfirhöndinni í félagsráðinu en virðast svo hafa misst áhugann endanlega í byijun níunda áratug- arins, kannski af því flokkurinn var þá aft- ur orðinn aðili að ríkisstjórn. Sigfús er síðan felldur úr stjórninni á átakafundi í septem- ber 1975 og lætur fljótlega á eftir af störf- um, þótt samkomulag yrði um að hann rit- stýrði tímaritinu út árið 1976. Flokkshagsmunir virðast því hafa ráðið ferðinni frekar en annað þegar Sigfús var „felldur úr starfí“. í nútímanum er þetta ekki auðskilið en þannig gengu kaupin fyrir sig þá. í dag væru slík afskipti flokka auð- vitað óhugsandi og viðskipta- og bók- menntahagsmunir ráða örugglega einir ferð- inni. Mál og menning verður 60 ára 17. júní nk. og vonandi er stjórn þess farin að huga að því að saga forlagsins verði skrifuð því hún verðskuldar að koma út. Á þeim tíma sem liðin er hafa mörg útgáfufélög komið með misjöfnum árangri og misjöfnu úthaldi. Óhætt er þó að segja að Mál og menning er í meira en fullu fjöri og hefur auðvitað fyrir löngu skilið við „flokkinn“. Á árunum eftir 1970 er hugtakið „vandi bókaútgáfu“ orðið stöðugt dagskrármál eins og æ síðan. Koma sjónvarpsins 1966 hafði og áhrif á sölu bóka á þessum árum. Engar heimildir benda þó til þess að rekst- ur Máls og menningar hafi gengið sérstak- lega illa á meðan Sigfús stýrði honum. Hvorki betur né verr en oft áður og meira að segja ágætlega árin 1972 og 1973. Vert er að nefna hvað þær bækur sem Sigfús gaf út þóttu undantekningarlítið fallegir bókagripir. Við útgáfu á sinni fyrstu ljóðabók „Ljóð 1947-51“ fékk hann til liðs við sig Sverri Haraldsson myndlistar- mann sem teiknaði uppdrætti og kápu bók- arinnar (upplag hennar var þó aðeins 150 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. JÚNÍ1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.