Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1997, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1997, Síða 7
ar, en tröllkonan ærði klerka í stólnum er þeir messuðu ájólanótt, svo þeirtónuðu undar- legar þulur áður en þeir æddu í greipar skes- sunnar sem hafði þá til matar. Þessi skýringar- sögn um tilurð textans og þau afbrigði sem varðveitt eru sýna og sanna munnlega geymd. Fleira af flutningi förumanna, einkum Eyjólfs tónara, má þekkja í sögunum af skessunni. Liklegast er því að þeir hafi hent á lofti skringilegan kveðskap sem gnótt var af í bændasamfélaginu, kveðskap sem var hluti af rótgróinni skemmtanahefð. Svo annað dæmi sé tekið, birtist bútur sem ættaður er úr þekktu fornkvæði í nokkuð nýstárlegum búningi hjá Eyjólfi tónara: Ása gekk um stræti, sal ó fí; hafði fögur læti, kurt og pí. Hæana, hó, síngjarna pump. Kansilórum, kondidórum, pump, pump, fí, fí. Nokkur dæmi eru einnig um að förumenn hafi tónað sömu textana. Guðmundur dúilari og Halldór Hómer fóru t.d. báðir með fyrirbæn fyrir „konukindinni, henni móður hans Odds, sem býr í hjáleigunni skammt fyrir ofan foss“. Þá fluttu bæði Halldór Hómer og Eyjólfur tónari oft textabrot sem ættuð eru úr Skrapa- rotspredikun, gamanræðu sem flutt var við leiksýningar skólapilta á Herranótt í Skálholti á 18. öld. í flutningi Eyjólfs hljóðaði textinn á þessa leið: Pistilinn skrifaði Markús á Miðhúsum, til mága sinna. Hann átti sér fjórar dætur og fjórar hvalsmjörstunnur, og ætlaði að gefa hverri sinni dóttur hvalsmjörstunnu í heimanmund. En hver sem óvirðir mínar dætur á jólunum, skal ekki fá að sjá þeirra dýrð á páskunum, og hver sem illa fer með þær skal rísa upp með hrognskálm í hendi og lifrarkút. Emm. Spámaðurinn Markús, sem sprottinn er úr Skraparotspredikun, kemur einnig við sögu í upphafi annars texta Halldórs sem hann not- aði við minniháttar giftingar, t.d. er hann gaf saman tarfa og kýr, hunda og ketti: „Pistilinn skrifaði Markús á Miðhúsum til mága sinna, Hrönguls og Strönguls og Þönguls .. .“ Förumcnn og leiklist Það vekur ýmsar spurningar að förumenn sem uppi voru á svipuðum tíma og flakka um sinn hvern landshlutann tóna stundum sömu texta. Litlar líkur eru á að þeir hafi etið það hver upp eftir öðrum, enda lögðu förumenn sig jafnan fram um að líkjast engum og sér í lagi að forðast hver annan. Má þá gera ráð fyrir að förumenn fyrri alda hafi staðið fyrir svipuðum skemmtiatriðum? Eða var flutning- urinn nýlunda undir lok 19. aldar, sem fæðst hefur með þeirri byltingu sem þá varð í form- legri leiklist? Og voru textarnir þá alkunnir og er tilviljun að flökkuleikararnir gripu ein- mitt þá sömu á lofti? Heimildafæð og skortur á rannsóknum gef- ur lítið færi á að fullyrða um farandleikara fyrri alda, þótt freistandi sé að ætla að slíkir hafi löngum þekkst. Hitt virðist öruggt að sú list að herma eftir prestum, tóna og leika prestsverk hafi verið vinsæl og rótgróin skemmtun á íslenskum sveitaheimilum, hvort sem förumenn komu þar við sögu eða ekki. Heimildir greina frá fleirum sem skemmtu sér og öðrum við þá iðju, þó ekki hafi þeir orðið víðfrægir fyrir eins og flakkararnir. Telja má víst að sömu textarnir hafi löngum verið notað- ir í þessum tilgangi. Einhveijum kann að virðast að hér sé farið frjálslega með hugtökin leikari og leiklist. Atriði förumannanna er þó varla hægt að kalla neitt annað en leiksýningar, þótt þær færu fram við frumstæðar baðstofuaðstæður. Þátttaka áhorfenda og spuni höfðu mikið að segja, og uppákomurnar voru sérstakar at- hafnir sem áhorfendur söfnuðust að. Stundum var seldur aðgangur, það vottar fyrir sviðs- mynd og leikararnir klæddust búningi. Þá virð- ist vafalaust að flestir förumennirnir litu ekki á sig sem umrenninga, heldur sem listamenn og farandtrúða. Samfélagið hefur jafnvel við- urkennt þá sem slíka, sem best sést á viður- nefnum sumra þeirra. Það má ekki byrgja okkur sýn að listhugtakið er í daglegu máli afar stofnanabundið, og hið sama gildir um fræðilega umfjöllun. Til að fá innsýn í listalíf, skemmtanir og sköpunargáfu almennings í bændasamfélagi fyrri alda, þarf umburðar- lyndari skilning á list og leik. Þá kemur hið óvænta í ljós - að fátækir förumenn voru oftsinnis í aðalhlutverki. Greinin er stytt útgáfa af erindi sem haldið var á ráð- stefnu um rannsóknir í félagsvísindum 21. febrúar síðast- liðinn. 1 ráðstefnuriti er von á ítarlegri umfjöllun. Helstu heimildir eru: Þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins, Segul- bandasafn Árnastofnunar, Sunnlenskir sngnaþættir, Gríma hin nýja 2, þáttur eftir Böðvar Magnússon f Heimdraga I, Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar sem Þórbergur Þórðarson skráði, Völuskjóða eftir Guðfinnu Þorsteinsdótt- ur, Frá Valdastöðum til Veturhúsa eftir Bjöm Jóhanns- son, Þannig er ég - viijirðu vita það eftir Guðmund Frí- mann, og bókin Úr syrpu lialldórs Péturssonar. Höfundur hefur BA-próf í þjóðfræói og slundar meislaraprófsnóm í sagnfræði. HEINRICH Heine. Æting eftir teikningu Ludwig Grimm frá 1827. raun að sviðsetja hann, samtíma hans og arf hans og það á fjölbreytilegan hátt og með samstarfi við marga aðila, til dæmis við fjölm- iðlaskóla og tískuskóla. Nemendur síðastnefnda skólans fengu það verkefni að teikna kjóla út frá hugmyndum sem Heine kveikti með þeim. Kjólarnir voru saumaðir á ungar leikkonur sem ganga um meðal sýningargesta. Þegar minnst varir vinda þær sér að gestum og fara með fyrir þá texta Heines svona prívat og persónulega og það er ekkert smáræðis skemmtileg sýn- ingarreynsla. Listaverk er tengjast Heine og hugarheimi hans eru þarna, þar á meðal verk sem fengin voru að láni úr Louvre í París, en líka nútímaverk, bæði hljóðverk, ljósverk og vídeólist. Blóm koma oft fyrir í verkum Heines og því standa víða blóm í vösum með tilvitnunum, þar sem þau eru nefnd. Og meira að segja eru þarna páfa- gaukar í búri af því þeir koma fyrir hjá Heine. Inni á milli eru munir úr eigu Hei- nes, eins og til dæmis litla ferðapúltið hans, ekki stærra en væn bók, þar sem hann geymdi í skriffæri á ferðum sínum og gat svo brugð- ið því upp, þegar andinn kom yfir hann. Nútímaútgáfa ferðapúltsins er væntanlega fistölvan. Hinn fjölbreytti ferill Heines gefur tilefni til að skipta sýningunni í Kunsthalle upp í nokkra hluta, sem salirnar heita eftir, svo þarna eru Konumyndir, Frakkland og Evr- ópa, Þýskaland, Loreley og Norðursjór, auk þess sem í litlu hliðarherbergi er minnt á sjúkrabeð hans og þar er líka dánargríma hans. Þetta fræga kvæði Heines um Loreley, sem lokkar þá sem sigla um Rin í dauðann er hengt upp á þeim mörgu málum, sem það hefur verið þýtt á og þá einnig á íslensku. í glerskáp getur að líta sýnishorn af þeim mörgu minjagripum, sem kvæðið hefur leitt af sér og svo stendur þarna mynd- SVIÐSETNING Á ÆVISKÁLDS- INS OG SAMTÍMA OKKAR Þótt skáldió sé látió geta oró hans lifnaó vió, eins og SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR komst aó þegar hún skoóaói sýningu í Þuslaþorpi um Heinrek Hæni í tilefni af 200 ára afmæli hans. Og henni datt líka í hug hvort bókmenntaþjóðin gæti ekki gert eigin bókmenntum skil á jafn sniðugan hátt og Heine- aðdáendum hefur tekist. ÝSKA skáldið Heinrich Heine fæddist 1797 og á því 200 ára afmæli í ár. Hann var ekki aðeins í uppáhaldi hjá löndum sínum, heldur barst hróð- ur hans til Kaupmannahafnar, þar sem bókmenntasinnaðir Hafnarstúdentar héldu upp á hann og Jónas Hallgrímsson orti hann upp á íslensku. Þeir kölluðu hann Hæni og heimaborg hans, Diisseldorf, Þusla- þorp. En Heine var ekki aðeins skáld, heldur skrifaði hann á hvassan hátt um stjórnmála- hræringar samtímans, ekki síður en að hann sinnti bókmenntaiðkunum. Þessar mörgu hiiðar skáldsins koma glöggt fram á minning- arsýningunni um hann i heimaborg hans. Og sýningin er svo snilldarlega sett upp að þar er hægt að fá góðan innblástur í svipað- ar sýningar. Hún stendur til 20. júlí, en 16. september til 1. nóvember verður hún í Par- ís, sem varð heimaborg Heines. Hver var koupmannssonurinn Harry Heine? Skáldið Heine fæddist í Diisseldorf 1797 sem Harry Heine, sonur Samson Heine vefn- aðarvörukaupmanns og Bettyar konu hans. Fæðingardagurinn er óljós, því að á þessu tíma var fæðingardagur Gyðingabarna ekki skráður og Heine minntist aldrei á afmælis- dag sinn, en að honum látnum komu fræði- menn sér saman um að fæðingardagurinn hefði að öllum líkindum verið 13. desember. Það var ekki fyrr en 1825 að hann tók sér nafnið Christian Johan Heinrich í stað Harry, þegar hann lét skírast til mótmælendatrúar, að eigin sögn til að öðlast aðgöngumiða að evrópskri menningu. Kaupmannsandinn mótaði Heine framan af og átján ára fór hann í læri hjá kaupmanni í Hamborg. En hann sinnti þó fleiru en kaup- mennskunáminu, því 1817 birtust í Hamborg- arblaði nokkru ljóð eftir hann. Tveimur árum seinna hóf hann laganám, en sinnti skriftum áfram og 1827 kom fýrsta ljóðabókin hans út. Hann náði strax eyrum landa sinna og bókin kom út í þrettán upplögum meðan skáld- ið lifði, svo ekki sé minnst á siðari útgáfur. Þetta var á þeim tíma, þegar byltingarand- inn frá Frakklandi var enn sprelllifandi. Hinn gagnrýni Heine kaus auðvitað að kynna sér hann, svo hann ákvað að fara í ferð til París- ar 1831. Það teygðist þó úr ferðinni, því eft- ir þetta fór hann ekki aftur til Þýskalands nema í tvær heimsóknir. Hann hélt þó áfram að gagnrýna heimalandið og stjórnvöld þar með þeim afleiðingum að 1835 voru verk hans bönnuð þar. Sjálfur var hann ekki í vafa um að það væri vegna þess hve hann væri gagnrýninn á félagslegar aðstæður, siði og venjur. Hann var orðinn 43 ára þegar hann gifti sig 1841 Crescene Eugenie Mirat, sem hann kallaði alltaf Mathilde. Lífið varð þeim hjónum þó ekki auðvelt, því nokkrum árum síðar fór hann að finna fyrir lömunar- sjúkdómi, sem batt hann við rúmið 1848 þar til hann lést 1856. Hann er grafinn í kirkju- garðinum á Montmartre, innan um aðra fræga andans menn. Heine: samtimi hans og samtími oklcar Sýningin er ekkert smávegis fyrirtæki því á 2.500 fermetrum, bæði í Kunsthalle og nærliggjandi Heinestofnun, eru sýndir og settir upp munir er tengjast honum eða arfi skáldsins á einhvern hátt. Sýningin var l'A ár í undirbúningi og kostaði rúma milljón marka eða um fimmtíu milljónir íslenskra króna. Aðstandendur sýningarinnar höfðu ekki aðeins í huga að búa til hefðbundna sýningu yfir líf og störf skáldsins, heldur í ar„djúkbox“ með fjöida Loreley-hljóðritana, svo gestir geta valið nákvæmlega sína uppá- haldsútgáfu. Með því að ganga um sýninguna, skoða munina, lesa tilvitnanir í verk Heines og hugleiða það sem þarna ber fyrir augu fær skoðandinn bæði innsýn í hugarheim Heines og samtíma hans, en um leið beinast hugrenn- ingarnar að eigin samtíma. Þessi tímavísun er snjöll, þar sem Heine á auðvitað ekki að- eins að vera safngripur, heldur eiga orð hans enn erindi við okkur. Margt af því sem hann segir um stjórnmál síns tíma á ekki siður við í dag, svo skoðandinn skellir sér stundum á lær yfir hnyttni og markvissu Heines. Eflirþankar um Jónas og Hæni Hrifning Jónasar Hallgrímssonar og ann- arra Hafnar-íslendinga á Hæni kom auðvitað ekki við sögu á Heine-sýningunni, en íslensk- ur gestur kemst vart hjá að hugleiða hana. Það var ekki fyrst og fremst hin napra gagn- rýni Heines sem vakti athygli Jónasar og annarra íslendinga, heldur rómantíski and- inn, áhugi á þjóðfræðum og veraldarangur Heines, eins og það kom strax fram í ljóða- bókinni, „Buch der Lieder" 1827. Þegar Jón- as kemur út til Hafnar 1832 er byltingar- og frelsisskáldið Heine, eins og Tómas Guð- mundsson skáld hefur kallað hann, þegar á allra vörum. Og að sið Hafnar-íslendinga var Heine auðvitað kallaður upp á íslensku og varð þvi í þeirra hópi að Heinrek Hæni. Eins og oft er bent á einkennist hin þýska rómantík af dýrkun hins myrka, svo bæði dimma og tunglskin ganga eins og rauður þráður í gegnum þær bókmenntir. Það er kannski spennandi og fjarlægt að dýrka myrkur og tunglskin á meginlandinu, en á íslandi er skammdegið sennilega of yfirþyrm- andi til að það hafi sveipast neinum ljóma á tímunum fyrir rafvæðinguna. Og sjálfurþjáð- ist Jónas af skammdegisjiunglyndi en gladd- ist yfir sumarbirtunni. Ast Jónasar á Heine kemur glögglega í ljós af því hve mörg ljóða hans Jónas snaraði á íslensku, eða öllu held- ur orti upp á eigin vísu. Það er kannski nærri lagi að ljóð Heines hafi orðið honum uppspretta eigin ljóða. Sýningin sýnir á skemmtilegan hátt að það er hægt að gera bókmenntum skil á annan hátt en með útgáfum eingöngu. Hvernig væri að sviðsetja eitthvað af íslenska bók- menntaarfinum á jafnhugvitsamlegan hátt og gert hefur verið við Hæni í Þuslaþorpi? LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. JÚNÍ1997 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.