Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1997, Qupperneq 4
LÍF Leifs á ströndinni í Hamburgsund sumarið 1945.
TÓNVERKIN fjögiir sem Jón
Leifs samdi í minningu Lífar
eru meðal fegurstu og áhrifa-
mestu verka hans, og í þeim
gefur Jón sínum viðkvæmustu
tilfinningum, sem hann var
annars ekki vanur að flíka í
tónlist sinni, lausan tauminn.
Líf Leifs fæddist í Þýskalandi þann 20. ág-
úst 1929, en fyrir áttu Jón og fyrsta eigin-
kona hans, Annie Riethof, dótturina Snót (f.
1923). Líf bjó ásamt foreldrum sínum og eldri
systur í Þýskalandi til ársins 1944, þegar
Jóni tókst eftir langa baráttu að fá farar-
leyfi fyrir fjölskylduna til Svíþjóðar. Þau kom-
ust til Stokkhólms í febrúar 1944, en hjóna-
band Jóns og Annie stóð á brauðfótum, og
Jón flutti burt frá mæðgunum aðeins nokkr-
um mánuðum eftir komuna til Svíþjóðar.
Eftir skilnaðinn var samband Jóns við dæt-
urnar ekki eins náið og það var áður. Hann
hitti þær aðeins við einstök tækifæri, og í
júlí 1945 hélt Jón einsamal! heim til íslands.
Mæðgurnar dvöldust áfram í Stokkhólmi,
og Annie sá sér og dætrunum farborða með
píanókennslu. Líf stundaði nám í fiðluleik hjá
prófessor Charles Barkel, og á árunum
1945-47 sótti hún jafnframt sumarnámskeið
hans í Hamburgsund, litlu sjávarþorpi á vest-
urströnd Svíþjóðar. Meðan á dvölinni í Ham-
burgsund stóð var Líf vön að synda út í Jak-
obsey og til baka á hveijum degi, en laugar-
dagsmorguninn 12. júlí 1947 var sjórinn
óvenju kaldur og hvasst í veðri, og gamall
fiskimaður varaði Líf við að leggjast til sunds.
Hún svaraði því til, að þessa leið synti hún
daglega, og gekk í sjóinn, nakin, að því er
virðist, því síðar fundust baðkápa hennar og
sundföt í sundhúsi við ströndina. Prófessor
Barkel hringdi í Annie þegar sýnt þótti að
ekki væri allt með felldu, og nutu mæðgurn-
ar Annie og Snót aðstoðar Vilhjálms Finsen,
starfsmanns íslenska sendiráðsins í Stokk-
hólmi, við að komast áleiðis til Hamburg-
sund. Finsen skrifaði síðar skýrslu um málið
til íslenska utanríkisráðuneytisins, og sagði
meðal annars, að þennan laugardag hefði
Annie verið nærri sturluð. „Hún sagði, að
MJÖK HEFR
RÁN RYSKT
UM MIK
UM JÓN LEIFS OG DÓTTURMISSINN
EFTIR ÁRNA HEIMI INGÓLFSSON
Fyrir réttum fimmtíu árum, þann 12. júlí 1947,
geróist sá sviplegi atburóur aó Líf Leifs, 1 7 ára
gömul dóttir Jóns Leifs, drukknaói á sundi vió
vesturströnd Svíþjóóar. Dótturmissirinn var Jóni
ákaflega þungbær, og hann sneri sér þegar í staó
aó tónsmíóum til aó fá útrás fyrir sorg sína og reiói.
það „væri ómögulegt að Líf hennar væri
dáin, hún hlyti að vera á lífi og að hún skyldi
finna hana, ef ekki aðrir gætu það“, og
margt slíkt sagði hún í angist sinni og sorg“.
Annie og Snót komu á vettvang næsta
dag, eftir að hafa tekið næturlestina frá
Stokkhólmi til Gautaborgar og þaðan áleiðis
til Hamburgsund. Skipulögð leit hófst þegar
í stað, og tóku bæði vélbátar, fiugvélar og
togarar þátt í henni. Annie stjórnaði leitinni
að mestu leyti sjálf, en lengi vel bar hún
engan árangur, og óttuðust menn að þungur
straumur milli eyjar og lands kynni að hafa
borið lík Lífar langt í burtu. Það var ekki
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. JÚLÍ 1997
fyrr en á níunda degi, þegar því sem næst
allir nema Annie höfðu gefið upp vonina um
að líkið kæmi í leitirnar, að það fannst fljót-
andi skammt frá staðnum þar sem Líf hafði
stungið sér til sunds. Annie og Snót ákváðu
að Líf skyldi jarðsett á íslandi, og sigldu þær
frá Gautaborg til íslands með Brúarfossi 7.
ágúst. Líf var borin til hinstu hvílu í Fossvogs-
kirkjugarði, og fór útförin fram viku fyrir
átjánda afmælisdag hennar, 13. ágúst 1947.
„Sofóu, eg wnni þér"
Jón var staddur á íslandi þegar hinn vá-
legi atburður átti sér stað, og frétti um hvarf
Lífar í síma. Jón var niðursokkinn í tónsmíð-
ar þegar fréttirnar bárust: tóndramað Baldr
op. 34, sem hann hafði verið með í smíðum
í nokkur ár, var næstum því fullklárað. Dag-
ana átta, þangað til lík Lífar fannst, vann
Jón að lokaþætti verksins. Hann lauk við
Baldr sunnudaginn 20. júlí, daginn sem lík
Lífar fannst, og hefur Jóni vafalítið fundist
að með tóndramað mikla í höfn gæti hann
helgað krafta sína nýju og aðkallandi verk-
efni: að reisa Líf verðugan minnisvarða í tón-
um. Á degi sem íslenska þjóðin hélt hátíðleg-
an í Reykholti í viðurvist erlendra þjóðhöfð-
ingja skrifaði Jón eftirfarandi athugasemd í
handrit Baldrs: „Lokið í Reykjavík 20. júlí
1947. (Snorrahátíð í Reykholti. Símskeyti frá
Hamburgsund: líkið fundið, fiyzt heim með
Snót og Annie.)“ Harmur Jóns fann sér þeg-
ar útrás í tónsmíðunum, og næstu árin samdi
hann fjögur verk sem hann tileinkaði minn-
ingu dóttur sinnar: Torrek op. 33a, Requiem
op. 33b, Erfiljóð op. 35 og Vita et Mors op.
36. I verkunum fjórum lýsir Jón sorg sinni
á margbreytilegan hátt, og í þeim er að finna
bæði þrúgandi reiði og kyrrlátan innileika,
jafnt stirðnaða sorg sem tryllta örvæntingu.
Þrátt fyrir að þessi fjögur verk séu að
mörgu leyti ólík að innihaldi, eiga þau sameig-
inlega ákveðna tónhugmynd sem kemur fyrir
í mismunandi útfærslum í þeim öllum. Hér
er átt við hljómferli þar sem dúr og moll-þrí-
undir sama grunntóns skiptast á, meðan
grunntónn hljómsins er stöðugur og fimm-
undin sömuleiðis. Þessi leikur með dúr og