Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1997, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1997, Side 5
JÓN Leifs (á Þýskalandsárunum). mollþríundir, þar sem litla (moll) þríundin leitar sífellt eftir „lausn“ upp í stóra (dúr) þríund, kemur einnig fyrir í öðrum verkum Jóns, og er oft áberandi í verkum sem samin eru fyrir einsöng eða kór. Sem dæmi má nefna Vögguvísu op. 14a fyrir rödd og píanó, og kórverkin Sólsetursljóð op. 28 nr. 2 og Æfintýravísur op. 30 nr. 2. En þó að þessar tónhugmyndir hafi þegar komið fram í nokkr- um verkum sem Jón samdi fyrir dauða Líf- ar, vann hann hvergi betur úr þeim en í þeim fjórum verkum sem nefnd eru hér að ofan, og þá sérstaklega í Requiem og fyrsta Erfi- ljóðinu op. 35. Má jafnvel segja, að sú út- færsla á dúr/moll víxlinu, sem þar er að finna, lýsi betur en nokkur önnur tónhugmynd til- finningum Jóns á þessum tíma, þar sem dimmir, þrúgandi moll-hljómar leita upp í bjartan og kyrrlátan dúr-hljóminn. Jón vann hratt þessa daga sem hann beið eftir að Brúarfossinn kæmi í höfn, og á ell- efu dögum hafði hann lokið við tvö ný verk. Þegar haft er í huga hve íslendingasögurnar voru Jóni alla tíð hugstæðar, þarf ekki að koma á óvart að Sonatorrek Egils Skalla- grímssonar var fyrsti textinn sem Jón valdi til að endurspegla þær tilfinningar sem hann bar í brjósti. Verk Jóns, Torrek fyrir einsöngs- rödd og píanó, lýsir á dramatískan hátt reiði og örvæntingu hins harmi slegna föður. Kald- hamraður stíll verksins á vel við ljóð Egils, og oft er eins og textinn sé frá Jóni kominn ekki síður en tónarnir, því upplifun skáldanna er nánast sú sama: Mjök hefr Rán ryskt um mik, em ek ofsnauðr at ástvinum; sleit mar bönd minnar ættar snaran þátt af sjálfum mér. Verkið hefur yfir sér drungalegan blæ, og einkennist af djúpum og sterkum moll-þrí- hljómum í píanóinu, yfírleitt gís-moll eða b- moll, sem mynda hranalegar ómstríður við d-áttundina sem liggur í gegnum mestallt verkið. Dúr-hljómar eru notaðir afar sparsam- lega — aðeins tvisvar í píanóinu, en oftar í einsöngsröddinni, þar sem lítil þríund verður oft að stórri yfir liggjandi áttund eða fimm- und í undirleiknum. Verkið í heild er áhrifa- mikil tónsmíð þar sem reiði og örvænting tónskáldsins bijótast fram, svo að lokum virð- ist ekkert eftir nema endanleg uppgjöf gagn- vart duttlungafullum máttarvöldum. Jón lauk við Torrek þann 28. júlí, og hóf þegar í stað að vinna að nýju verki, sem hef- ur yfir sér allt annan blæ, eins konar vöggu- vísu handa Líf. Jón gaf verkinu, sem er sam- ið fyrir blandaðan kór, vinnuheitið Svefnljóð, en kallaði það að lokum Requiem. Texti verks- ins er þó ekki hinn hefðbundni latínutexti sem heitið gefur til kynna, heldur fléttaði Jón sam- an á listilegan hátt brotum úr íslenskum þjóð- kvæðum ,og Magnúsarkviðu Jónasar Hall- grímssonar. Jón var ekki nema örfáa daga að semja þetta undurfagra verk, og virðist sem samsetning textans hafi valdið honum meiri heilabrotum en sjálf tónlistin. Hann gerði fjögur uppköst að textanum, og hafði upphaflega í huga fleiri textabrot en hann síðan notaði — t.d. má finna „Bí, bí og blaka“ í nokkrum þeirra. Jón lauk við endanlega gerð textans þann 29. júlí, og verkið sjálft var fullgert aðeins tveim dögum síðar, 31. júlí. Requiem er kyrrlát vögguvísa handa hinni sofandi dóttur, og reiðin sem Jón fékk útrás fyrir með því að semja Torrek hefur vikið fyrir innri friði og sátt við þau örlög sem mönnunum eru búin. ímynd hins syrgjandi föður hvarf samt aldrei úr huga Jóns, og jafn- vel í þessu bjarta og tæra verki víkur Jón stuttlega að því hvernig komið var fyrir hon- um. Um miðbik verksins detta kvenraddirnar út, og karlaraddirnar syngja eftirfarandi línur Jónasar, í þykkari og flóknari hljómavef en einkennir verkið sem heild: Blæju yfir bæ búanda lúins dimmra drauma dró nótt úr sjó. Requiem hefur lengi verið meðal þekktustu og ástsælustu verka Jóns, og er auðvelt að sjá hvers vegna. í verkinu leggur Jón til hlið- ar það harðneskjulega yfirbragð sem er á mörgum verka hans, og leyfir sínum við- kvæmustu tilfinningum að ráða ferðinni. Verkið hefur borist víða um heim í flutningi íslenskra kóra, og hafa Hamrahlíðarkórinn og Kór Langholtskirkju haft verkið á efnis- skrám sínum um árabil. Requiem virðist allt frá upphafi hafa hrifið þá sem það heyrðu, og hefur Baldur Pálmason lýst því í nýlegri grein hvernig þurfti að endurtaka flutning þess vegna gífurlegrar hrifningar áheyrenda á norrænu kóramóti í Kaupmannahöfn í júní 1948. Þá var það flutt af Tónlistarfélagskórn- um undir stjórn dr. Viktors Urbancic, og söng Guðmunda Elíasdóttir einsöng í hluta verksins, en slíkt hefur ekki tíðkast síðan, enda eru engin fyrirmæli um slíkt frá Jóni sjálfum, hvorki í handriti né útgefnum nótum af verkinu. „Hugsa eg til þín löngum" Jón hélt aftur til Svíþjóðar eftir útför Lif- ar, og þegar þangað var komið samdi hann þriðja verkið í minningu hennar, Erfiljóð fyr- ir karlaraddir. Verkið er í þremur aðskildum þáttum, sem bera heitin Söknuðr, Sorgardans og Sjávarljóð. Fyrsti kaflinn er saminn við brot úr samnefndu ljóði Jónasar Hallgríms- sonar („Man eg þig, mey“). Enn tókst Jóni að finna texta sem endurspeglaði tilfinningar hans á áhrifaríkan hátt, og spurði spurninga sem eflaust hafa margsinnis brunnið á vörum tónskáldsins: Hví hafa örlög okkar beggja skeiði þannig skipt? Hví var mér ei leyft lífi mínu öllu með þér una? Kaflinn hefur mörg þau einkenni sem þeg- ar hafa verið nefnd í sambandi við Requiem. Dúr og moll-þríundir heyrast til skiptis yfir opnum fimmundum, en þó er hljómavalið tölu- vert fjölbreyttara en í eldra verkinu. Tengslin við Requiem hafa greinilega verið skýr í huga Jóns, og upphaflega átti Söknuður ekki að standa með Erfiljóðunum, heldur standa með Requiem sem nokkurs konar tvíburaverk, með ópusnúmerið 33b nr. 2. Annar kafli Erfiljóðanna, Sorgardans, ein- kennist af hörðum áherslum og óreglulegri hrynjandi rímnalaganna. Þátturinn er afar hægur í upphafi, en dansinn verður sífellt hraðari og ofsafengnari þar til yfir lýkur. Grunntóntegundin er f-moll, og ólíkt hinum Erfiljóðunum bregður aldrei fyrir tærleika og birtu dúr-hljómsins. Textinn er samansafn af lausavísum, spakmælum og viðlögum úr ís- lenskum þjóðsögum, auk brota úr ljóðum Bólu-Hjálmars, og Jón gefur verkinu ennþá trylltara yfirbragð með því að nota að jafnaði tvo eða þijá texta í einu, þannig að áhrifín verða yfirþyrmandi. Þriðji þáttur Erfiljóðanna, Sjávarljóð, er jafnframt sá lengsti, og þar bætir Jón mezzó- sópran og einleiksfiðlu við karlaraddirnar. Jón notar fiðluna, hljóðfæri Lífar, á dramatískan hátt til að túlka persónu dóttur sinnar. Bar- dagi hennar við dauðann er greinilega túlkað- ur í fiðluröddinni, sem verður örvæntingar- fyllri eftir því sem líður á kaflann, en fyllist að lokum kyrrleika og ró. Einsöngsröddin á kannski meira skylt við æðri máttarvöld: í fyrri hluta verksins hljómar röddin eins og ákall til stúlkunnar ungu („Syntu í sjónum, sé þér langt“), en eftir að dauði Lífar hefur verið gefínn til kynna í tónlistinni kemur það í hlut söngkonunnar að túlka rödd Lífar „að handan“. Þar syngur hún meðal annars eftir- farandi ljóðlínur, sem fá óneitanlega sérstaka áherslu þegar örlög Lífar eru höfð í huga: Ég er á floti út við sker, öll er þrotin vömin. Báran vota vaggar mér. Veistu nú hve notalegt það er. Erfiljóðin hafa enn ekki verið flutt opinber- lega, og er það verðugt viðfangsefni íslenskra kórstjóra að sjá til þess að þessi jafnt sem önnur kórverk Jóns, sem legið hafa óhreyfð í áratugi, komi fyrir almenningshlustir eins fljótt og kostur er. Jón lauk við síðasta þátt Erfiljóðanna 15. nóvember 1947, og tóku þá ný viðfangsefni hug hans allan um tíma. Minnisvarði Lífar var þó ekki fullreistur: að kvöldi 19. ágúst 1948 lauk Jón við fyrsta kaflann í strengja- kvartett sem hann nefndi Vita et Mors (Líf og dauði) op. 36. í handriti stendur að kaflinn sé „afmælisgjöf til Lífar“, en hún hefði orðið nítján ára gömul næsta dag. Jón hélt áfram að vinna að kvartettinum næstu árin. Hann er í raun lýsing á hinu stutta æviskeiði Lífar í tónum, og kaflarnir þrír bera yfirskriftirnar Bernska, Æska og Sálumessa-Eilífð. í fyrsta þættinum lýsir Jón kæti og lífsgleði dóttur sinnar með óreglulegri hrynjandi rímnalag- anna. Annar kaflinn er ljóðrænn og fagur, en þó gefa einstaka óvæntar áherslur og skyndilegar styrkleikabreytingar i skyn þá ógn sem steðjar að hinni ungu stúlku. í lok kaflans túlkar Jón mjög greinilega dauðastund dóttur sinnar í tónum: fyrsta fiðla leikur sker- andi ómstríða einleiksstrófu sem merkt er „quasi desperato", og skömmu síðar aðra líf- vana, „quasi morendo". Lokakaflinn, Sálu- messa-Eilífð, notar sama efnivið og Requiem, en útfærslan er mun ítarlegri, og kaflinn all- ur mun lengri en kórverkið. Jón lauk við kvart- ettinn í Saltsjöbaden í febrúar 1951, þegar hálft ijórða ár var liðið frá því að Líf lagðist til sunds í síðasta sinn. Verkin fjögur, sem Jón samdi í minningu dóttur sinnar, eru meðal fegurstu og innileg- ustu verka hans. Eitt þeirra, Requiem, hefur sennilega borið hróður hans víðar en önnur tónverk hans, og ekki að ástæðulausu, því sjaldan hefur verið dýrar kveðið í íslenskum tónskáldskap. Minnisvarðinn sem Jón reisti dóttur sinni í tónum snertir hjörtu allra sem á hlýða, og ekki þarf að leika á því nokkur vafi að verk Jóns Leifs munu áfram heiðra minningu Lífar um ókomin ár. Helstu heimildir: „Dóttir Jóns Leifs druknar vid badströnd“. Mbl. 29. júlí 1947. Carl-Gunnar Áhlén: „Jón Leifs“. Tonfallet (5/1989). Hjálmar H. Ragnarsson: „Jón Leifs“. Andvari (1990): 5-38. Hjálmar H. Ragnarsson: Útvarpsþættir um Jón Leifs. 4. þáttur. „Heima“. Fyrst útvarpað á Rás 1, 29. október 1995. Baldur Pálmason: „Lítil Ábending“. Mbl. 29. janúar 1997. Skiss- ur og handrit Jóns Leifs. Handritadeild Landsbókasafns/Háskóla- bókasafns, Rcykjavík. Höfundur hefur nýlokió B.Mus. námi í píanóleik og tónlistarsögu, og mun í haust hefja doktors- nám í tónvísindum vió Harvard-háskóla. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. JÚLÍ 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.