Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Side 3
LESBÖK MORGIINBLAÐSINS - MENNING l.ISTIII
41.tölublað - 72.órgangur
EFNI
Shakespeare
Vandinn við Shakespeareþýðingar er
margþættur. Textinn er víða flókinn og
sumstaðar orkar tvímælis hvernig skilja
skuli og Shakespeareþýðingar eru nánast
fræðigrein, sem varpað hafa ljóma á sér-
fræðinga, segir Guðmundur G. Þórarins-
son í grein þar sem hann gluggar í
Shakespeareþýðingar og ber saman
þýdda texta eftir þá Matthías Jochumsson
og Helga Hálfdanarson.
Aö skapa
raunveruleikann
er yfirskrift sýningar á Ijósmyndum 30
erlendra listamanna sem opnuð verður á
Kjarvalsstöðum í dag. Tölvutækni nútím-
ans hefur gjörbreytt forsendum ljósmynd-
arinnar og listamenn færa sér í nyt tví-
ræðni miðilsins sem veruleikasýnar og
blekkingar.
íslenskir
myndlistarmenn
láta sífellt meira til sín taka í Þýska-
landi. Það er hins vegar ekki algengt að
tvær sýningar með þátttöku þeirra séu
opnaðar sama dag í sömu borg. Þetta
gerðist þó á dögunum í Hannover en
mennirnir eru Hlynur Hallsson og Birgir
Andrésson.
Paul Bowles
er þekktur rithöfundur af bandarískum
uppruna, en hann hefur þá sérstöðu að
vera líka tónskáld og hefur m.a. samið
óperu. Sögusvið skáldsagna hans er í
framándi umhverfi í Mexíkó, Sri Lanka
en einkum þó í Marokkó. Bowles er eins-
konar útlagi í Tanger og þar hitti Ornólf-
ur Arnason hann að máli. Jafnframt hefur
Örnólfur þýtt smásögu eftir Bowles og
birtist hún einnig hér.
Spádómar
um framtíðina reynast einatt haldlitlir og
eru mótaðir af óskhyggju. Eftir 1920 var
talað um að fyrri heimsstyijöldin hefði
bundið endi á allar styrjaldir og á okkar
tímum virðast spádómar fyrri áratuga
aldarinnar um þúsundáraríki sósíalismans
einbert froðusnakk. Nú er hinsvegar talað
um það með sömu barnalegu bjartsýninni
að ofurflæði upplýsinga í hvers manns
tölvu muni breyta mannlegri hegðun, seg-
ir Arni Arnarson sagnfræðingur i grein
sem heitir Spádómar heimsk.ingja.nna.
Þrír heimar í einum
nefnist geislaplata sem Kjartan Ólafsson
tónskáld hefur sent frá sér. Að sögn Árna
Matthíassonar, sem ræddi við Kjartan,
má á plötunni meðal annars heyra hvar
tónskáldið freistar þess að steypa saman
ólíkum tónlistarstefnum. Komst Árni á
hinn bóginn að því að tónlistin er fráleitt
naflaskoðun þó nýstárleg sé.
Forsíðumynd er hluti verks eftir Hiroshi Sugimoto. Sugimoto er einn listamannanna sem á verk á sýning-
unni Að skapa raunveruleikann, á Kjarvalsstöðum.
Elizabeth Taylor, 1994. Gelatin silver print, 20x24. Birt með góðfúslegu leyfi Sonnabend Gallery, New York.
DAVÍÐ STEFÁNSSON
SNERT HÖRPU MÍNA
Snert hörpu mína, himinboma dís,
svo hlusti englar Guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf,
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Úr furutré, sem fann ég út við sjó,
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil böm.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri í ijarska villtan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar Guðs í Paradís.
Davíð Stefánsson, 1895-1964, var frá Fagraskógi við Eyjafjörð og kenndi sig við
þann bæ þótt hann ætti lengst af heima á Akureyri. Með fyrstu Ijóðabók sinni, Svört-
um fjöórum 1919, varð Davíð eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar, en eitthvað hafa
þær vinsældir rénað. Ljóðið sem hér birtist hefur að segja má fengið nýtt líf með
tilkomu lagsins við það, sem er eftir Atla Heimi Sveinsson.
A AÐ LETTA
MÖNNUM LÍFIÐ?
RABB
IGÓÐÆRINU, svokallaða, að undan-
förnu hefur það stundum heyrzt
frá ráðamönnum að nú sé svigrúm
til að efla heilbrigðiskerfið og
menntakerfið. Það er ánægjulegur
boðskapur. Mér virðist þó að mikil-
vægur munur sé á stöðu þessara
tveggja stofnana í íslenzku samfé-
lagi. Annars vegar höfum við heilbrigðis-
kerfí sem stenzt samanburð við það bezta
sem völ er á í heiminum; hins vegar rekum
við menntakerfí sem stendur á margan
hátt halloka miðað við sambærilegar þjóð-
ir. Þar með er ég ekki að segja að van-
þörf sé á því að bæta heilbrigðiskerfið.
Leita þarf leiða til að gera það allt í senn
árangursríkara, réttlátara og hagkvæm-
ara. En ég dreg í efa að þessum markmið-
um verði náð með því að auka fjárveiting-
ar. Fjársvelti blasir aftur á móti við þegar
litið er til menntakerfisins. Hér á ég ekki
einungis við þau smánarlegu laun sem
grunnskólakennurum er boðið upp á. Há-
skóli íslands og Landsbókasafn-Háskóla-
bókasafn, svo dæmi séu tekin, búa við svo
þröngan kost að þeim er gert ókleift að
sinna nægilega vel þeirri þjónustu sem
þeim er ætlað að veita. Þessar stofnanir
fá langtum minna fjármagn en sams kon-
ar stofnanir, til að mynda á öðrum Norður-
löndum.
Það er athyglisvert að velta því fyrir
sér hvers vegna við höfum lagt svona
miklu meiri áherzlu á að tryggja heilbrigði
en menntun íslenzkra þegna á síðustu ára-
tugum. Ég ætla að setja fram eina skýring-
artilgátu sem ég held að skipti sköpum í
þessu efni. Inntak hennar er þetta: Heil-
brigðisþjónusta dregur úr þjáningum og
erfiðleikum fólks; sönn menntun gerir
mönnum erfiðara fyrir! Ekki er það ætlun
mín að gera lítið úr mikilvægi heilbrigðis-
þjónustu. Hún er sannarlega ein mikilvæg-
asta leiðin sem samfélagið hefur til þess
að tryggja þegnum sínum sanngjarna jöfn-
un lífskosta. Þess vegna er hún réttlætis-
mál. Ég vek hins vegar athygli á því að
í viðskiptum sínum við heilbrigðiskerfið
er einstaklingurinn að öllu jöfnu óvirkur
þiggjandi. Hin ríkjandi sjúkraþjónustu-
stefna gerir þegnunum kleift að lifa eins
og þá lystir og láta síðan gera við sig eða
bjarga sér þegar heilsan fer að bila. Með
þessum hætti má segja að heilbrigðisþjón-
ustan falli eins og flís við rass að lífshátt-
um okkar í neyzlusamfélaginu. Meginlífs-
reglan þar virðist vera að fullnægja sem
flestum löngunum og að forðast það eins
og heitan eldinn að takast á við sársauka
og þjáningu. í samræmi við þetta er heil-
brigðiskerfinu ætlað að létta okkur helzt
allar byrðar. Með kortlagningu erfðasjúk-
dóma í genamengi mannsins eygja menn
nú jafnvel þann möguleika að koma í veg
fyrir að nokkur mannvera fæðist sem ekki
er fyllilega „normal“.
Sú velferðarhugsun sem í þessu felst
einkennist öðru fremur af kröfum um ör-
yggi og þægindi. Leitast skal við að skapa
öllum áhyggjulausan æviveg frá vöggu til
grafar. Slíkir þegnar verða þægir og með-
færilegir og því telja ráðamenn þeim fjár-
munum vel varið sem stuðla að auknum
lífsþægindum. Eiginleg menntun snýst
öndverð gegn þessari hugsun. Hún hefur
það að markmiði að efla skilning manna
og dómgreind, skerpa sköpunargáfu þeirra
og skyn á verðmæti lífsins. Góð menntun
getur því af sér virka þjóðfélagsþegna sem
temja sér gagnrýna hugsun og vilja rök-
ræða margvísleg álitamál. Ef vel tekst til
þá léttir slík menntun mönnum ekki lífið
heldur gerir þeim það að mörgu leyti erfið-
ara. Hún vekur áleitnar spurningar fyrir
einstaklinginn sjálfan og jafnframt óþægi-
legar spurningar fyrir ráðandi öfl. Hún
felur þannig í sér allt annars konar mann-
gildishugsjón en þann þægindaþegn sem
sífellt flýr þjáningu og erfiðleika. Aðals-
merki menntaðrar manneskju er sjálfstæð
hugsun; réttnefnd menntastofnun leitast
ekki við að geta af sér meðfærilega menn
heldur fijálsa einstaklinga.
Nú er engan veginn tryggt að skólakerf-
ið veiti nemendum sínum menntun í þeim
anda sem ég hef gert hér að umtalsefni.
En eftir því sem kennurum og nemendum
eru sköpuð betri starfsskilyrði, því líklegri
eru skólarnir til að sinna þessu markmiði
sínu. Ef til vill vita ráðamenn þetta. Þeir
hafa hver í kapp við annan dásamað mikil-
vægi menntunar vegna þess að hún feli í
sér lykilinn að farsælli framtíð. Hingað til
hef ég haldið að stjórnmálamenn legðu
farsæld að jöfnu við hagsæld og því myndu
þeir raunverulega standa við orð sín. En
ekkert gerist og menntakerfið er látið
drabbast niður. Skyldu ráðamenn hafa
áttað sig á því að vel menntuð þjóð yrði
þeim mun óþægari ljár í þúfu en sú sem
býr við slæm námsskilyrði? Þeir vilja með-
færilega þegna, ekki menntaða. Þess
vegna streitast þeir gegn því að efla
menntakerfíð.
í þessu rabbi hef ég teflt saman heil-
brigðisþjónustunni og menntakerfinu til
að draga fram ólík sjónarmið sem liggja
þeim til grundvallar. Bæði sjónarmiðin -
öryggisþráin og og frelsiskrafan eru afar
mikilvæg í mannlegu samfélagi - og taka
þarf réttmætt mið af báðum. Það er gott
að búa við öfluga heilbrigðisþjónustu en
það er lélegt samfélag sem sker við nögl
þá fjármuni sem skapa fólki skilyrði til
að þroska hæfileika sína. Ég er því ekki
að mælast til þess að við öflum fjár til
menntamála með því að skera niður heil-
brigðisþjónustu. Ég er að hvetja til þess
að við sýnum sama metnað í menntamálum
og heilbrigðismálum. Peningana getum við
til dæmis fengið með því að hætta sóun
fjármuna til að halda uppi hróplega rangl-
átu fiskveiðistjórnunarkerfi og annarri só-
lundun almannafjár sem aldrei yrði sam-
þykkt í réttnefndri lýðræðislegri umræðu
meðal þegnanna.
VILHJÁLMUR ÁRNASON.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 1997 3