Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Qupperneq 4
Rithöfundasambandió hefur nú fengió hús Gunnars Gunnarssonar skálds á Dyngjuvegi 8 í Reykjavík en leitast veróur vió aó halda þessu merka húsi óbreyttu aó innan jafnt sem utan. Nú eru tímamót hjá Rit- höfundasambandi ís- lands sem er flutt með skrifstofur sínar í hús Gunnars Gunnarssonar skálds að Dyngjuvegi 8. Hvortveggja er, að húsið er hátt eins og myndin sýnir og svo hitt, að það stendur á afar fögrum útsýnisstað austantil á brún Laugarássins. Húsið var byggt 1950-52 og sérhannað fyrir þarfir rithöfundarins. Gunn- ar hafði byggt yfir sig á Skriðuklaustri þeg- ar fjölskyldan fluttist til íslands, en það hús var og er enn ólíkt flestum húsum á Is- landi, enda byggt eftir fyrirmyndum sunnan frá meginlandi Evrópu. Það kom því mörg- um á óvart að Gunnar skyldi leita til Hannes- ar Kr. Davíðssonar arkitekts þegar hann hugðist byggja hús í Reykjavík, en Hannes var þá ungur og róttækur módemisti, en lítt þekktur. Lausn Hannesar var eins og við mátti búast að öllu leyti eftir forskrift módernismans og í listrænu tilliti er húsið ein af merkustu byggingum okkar frá 6. áratugnum. Pétur H. Armannsson forstöðu- maður byggingarlistardeildar að Kjarvals- stöðum segir á minnisblaði, að einkum sé það útfærsla stigans og tenging rýmisins milli hæða sem hafi verið merk nýjung í íslenzku íbúðarhúsi á þeim tíma. I stað hefð- bundins, lokaðs stiga í tenglsum við gang er léttbyggðum, opnum tréstiga skipað niður í miðri stofu, þar sem hann myndar beina tengingu milli íverurýma á efri og neðri hæð. Af öðrum nýmælum má nefna útfærslu ofanljóss yfir stigaopi, tilhögun og gerð glugga, sýnilega mótaáferð á steyptum útveggjum og ýmis frágangsatriði innan- húss. Af öllu þessu má ljóst vera, segir Pétur, að húsið hefur mikið varðveizlugildi, bæði sem heimili Gunnars Gunnarssonar og Fransisku konu hans og eins sem tímamóta- verk í íslenzkri húsagerðarsögu. Það var fyrir frumkvæði Bandalags ís- lenzkra listamanna og Rithöfundasambands íslands að Reykjavíkurborg festi kaup á húsinu 1991. Ætlunin var alltaf að húsið yrði notað á einhvem hátt í þágu bókmennt- anna og síðan hefur húsið verið nýtt sem listamannsíbúð og erlendum listamönnum, svo og íslenzkum Iistamönnum búsettum erlendis, hefur verið úthlutaður dvalartími í húsinu. Nýting hússins í þessa veru þótti þó ekki vera sem skyldi. Meginatriði samningsins sem nú hefur verið gerður er, að borgin afhenti Rithöf- undasambandinu húsið að Dyngjuvegi 8 ásamt tilheyrandi lóð til afnota frá 1. júní 1997 og til óákveðis tíma. Markmiðið er að þar verði miðstöð og félagsaðstaða íslenzkra rithöfunda og að með því verði sérstaklega heiðruð minning skáldsins Gunnars Gunn- arssonar. Rithöfundasambandið mun ekki greiða leigu fyrir húsið, en standa sjálft undir öllum daglegum rekstrarkostnaði þess. Húsið verður áfram eign Reykjavíkurborgar og borgin mun annast viðhald þess. Þegar Lesbók leit inn í síðustu viku var Rithöfundasambandið í óða önn að koma sér fyrir. Formaðurinn Ingibjörg Haralds- dóttir fær þama skrifstofu, en auk þess er almenn skrifstofa í fyrrverandi vinnustofu skáldsins og þar hefur Ragnheiður Tryggva- dóttir framkvæmdastjóri aðsetur. Nokkrir gamlir munir úr búi Gunnars skálds og Fransisku hafa verið fengnir og er að þeim mikil prýði. Þar á meðal er skrifpúlt Gunn- ars, dragkista, eða kommóða eins og tíðkað- ist að nefna slíkar hirzlur, svo og rammger kista sem stendur næst arninum. Á veggjum eru myndir eftir Gunnar yngra, son Gunn- ars og Fransisku; í arinstofunni er stór myndröð sem hann gerði við Fjallkirkjuna. GS. HÚS Gunnars Gunnarssonar skálds á Dyngjuvegi 8. INGIBJÖRG Haraldsdóttir formaður Rit- höfundasambandsins við skrifpúlt Gunn- ars Gunnarssonar. ARINSTOFUNNI: Kista úr búi Gunnars og Fransisku og teikningar Gunnars yngra við Fjallkirkjuna. RAGNHEIÐUR Tryggvadóttir framkvæmda- stjóri Rithöfundasambandsins á skrifstofunni þar sem vinnustofa Gunnars skálds var áður. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.