Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Side 5
HINIR nýju upplýsingamenn keppast við að skilgreina heimsmynd þar sem heimsvæð- ing markaðarins muni leysa öll vandamál. Ofurflæði upplýsinga muni breyta mannlegri hegðun. SPÁDÓMAR HEIMSK- INGJANNA Því er spáð að upplýsingabyltingin breyti heiminum. Hinir nýju upplýsingamenn keppast við að skilgreina heims- mynd þar sem heimsvæðing markaðarins muni leysa öll vandamál. Hér er sama barnslega bjartsýnin á ferð og á öldinni sem leið þegar menn töldu að þekkingin ein dygði til að beina manninum á réttar brautir. EFTIR ÁRNA ARNARSON AÐ Napóleónsstyijöldunum loknum árið 1815 var Evr- ópa friðvænleg á yfirborð- inu. Stórveldakerfí það sem endurreist var með friðars- amingunum í Vínarborg það ár, tryggði nýtt jafn- vægi milli ríkja álfunnar. Evrópa varð þó ekki söm og áður. Herir Napóleóns höfðu borið með sér eld frönsku byltingarinnar hvarvetna sem þeir fóru um og sá eldur varð ekki kæfður þó hið gamla skipu- lag væri endurreist. Undir yfírborðinu leyndust neistamir. Iðnbyltingin umbylti þjóðfélögum þvert á landamæri, hugmyndaheimur sósíalis- mans var í mótun og nærðist á vaxandi óánægju ört stækkandi öreigastéttar. Snemma árs árið 1848 flutti franski stjómmálahugsuð- urinn Alexis de Tocqueville ræðu í fulltrúa- deild franska þingsins þar sem hann varaði menn við: „Við sofum á eldfjalli - Sjáið þið ekki að jörðin skelfur á ný? Vindur byltingarinn- ar blæs, stormskýin hlaðast upp við sjóndeildar- hringinn." Árið 1848 braust niðurbæld óánægja lágstéttanna og fijálslyndra borgaralegra afla upp á yfírborðið. Það var að sjálfsögðu rökrétt að upphafíð yrði í París, sem á síðasta áratug 18. aldar hafði verið vettvangur mestu hug- myndakollsteypu mannkynsins, frönsku bylting- arinnar. Uppreisnaraldan breiddist þaðan með undraverðum hraða út um Evrópu með óeirðum og ofbeldi. Þjóðhöfðingjar ýmist hrökkluðust frá völdum eða neyddust til þess að kaupa sér áframhaldandi setu á valdastólunum með loforð- um um umbætur og aukin stjómmálaleg rétt- indi almennings. Segja má að þessi atburðarás hafí komið öllum á óvart bæði þátttakendum og þolendum líkt og kemur fram í blaðinu Norðurfara þetta sama ár: Og svo kom þetta flatt upp á alla, og svo allt í einu móti vonum manna, að menn geta sagt um það aIlt hið sama sem þjóðverskur maður sagði um uppreisnina í Vínarborg: „ekki nema heimskingi gat spáð þessu." Og víst er að sá maður, sem hefði sagt það áður, hefði ei verið álitinn með öllum mjalla, og það kvað svo rammt að, að menn jafnvel voru farnir að efast um að nokkum tíma gæti aptur orðið stríð eða önnur hreifing á í Evrópu; margir voru orðnir leiðir á lífínu og bölvuðu öld þeirri sem þeir lifðu á, því hún værí deyfðar öld og doða. Hwgmyndir eg stjórnmál Á 19. öldinni urðu til þær stjórnmálakenn- ingar sem ráðandi hafa verið fram á síðustu ár. Öldin var öld fijálsrar verslunar, óhefts kapítalisma, öfga og tilrauna. Misskipting auðsins fór vaxandi. Það var því eðlilegt að leitað væri leiða til úrbóta. Sósíalistar afneit- uðu hinni klassísku hagfræði kapítalismans og tóku að móta sína eigin draumaveröld sem byggði meir á löngun en kaldri greiningu vandamála. Á fyrri hluta aldarinnar skilgreindi Bretinn Jeremy Bentham markmið nútímaþjóð- félagsins þannig, að það væri að gera sem flesta hamingjusama. Bentham var einn hinna mörgu hugsuða 19. aldarinnar sem höfðu ofurtrú á skynsemi mannsins og töldu að almenningur gæti metið alla kosti af skynsemi og réttri dóm- greind. Trúin á mannlega skynsemi var grund- völlur fijálslyndisstefnu 19. aldarinnar. Því var trúað að hið góða mætti fínna með því að draga réttar ályktanir og að útbreiðsla þekkingar yrði til þess að allir veldu rétt. Eins og allir vita hefur raunveruleikinn verið allur annar. Þó kommúnistar ættu stóran þátt í að hleypa af stað atburðunum 1848, var fylgi við hug- myndir þeirra takmarkað. Fleiri aðhylltust varfærnari leiðir til að breyta heiminum. Svo var um stúdentana tvo í Kaupmannahöfn sem gáfu út blaðið Norðurfara í Kaupmannahöfn árin 1848-1849, þá Gísla Brynjúlfsson og Jón Thoroddsen. í áðurnefndri grein koma viðhorf þeirra glöggt fram: Síðan urðu þó óspektir í Parísarborg 16da Apríl út úr fátækum erfídismönnonum. Stjórn- in setti strax í upphafi niður nefnd til að sjá um hag þeirra, og er Lodvík Blanc forseti í henni, hann kvað ei vera fjarlægur skoðun þeirra manna er kallaðir eru sameignarmenn (Communistes), en það er mesti háski, því sameignarmenn vilja kollvarpa öllu mannlegu fjelagi sem nú er. Þeir vilja að allir menn skuli eiga það sem þeir þurfi á að halda í samein- ingu, og njóta þess svo í bróðerni, en heldur ekki meira, og því vilja þeir ei að neinir sjeu peningar til gjaldgengir o.s.frv. Þessi aðferð mundi drepa öll andleg framför og steypa mannkyninu aptur í villu og vanþekkingu, en tilgangurinn er þó í fyrstu góður -. En auk þeirra eru líka aðrir sem skemmra fara, og þó þeir vilji breyta miklu, samt sem áður eru svo skinsamir að þeir vilja ganga út frá því, sem er, og að eins endurbæta það og full- komna. Þessir menn hafa verið kallaðir Social- istes vegna þess að þeir æ eru að tala um að endurbæta mannfjelagið og vilja gera það með því að láta menn taka sig saman og vinna í sameiningu í stærri og smærri fjelögum, en þó undir vernd þeirra laga sem n ú eru; vjer viljum kalla þá samlagsmenn eins og vjer köll- um hina sameignarmenn. Á sama tíma voru að mótast hugmyndir sem gengu þvert á þá alþjóðahyggju sem var hom- steinn sósíalismans. Heimspekikenningar Heg- els, sem náðu útbreiðslu á fyrri hluta 19. ald- ar, skilgreindu veruleikann sem stöðuga bar- áttu hugmynda. í kjölfarið fylgdi þróunarkenn- ig Darwins, sem útbreiddi hugmyndir um mis- munandi eiginleika kynþátta og ýtti þannig undir þjóðemisrembing. Þjóðemissinnar túlk- uðu kenningar Darwins þannig að ekki væri einungis munur á einstaklingum, heldur einnig þjóðum. Eignarhald á atvinnuvegum færðist á færri og færri hendur og stórir framleiðendur skákuðu þeim minni út af markaðnum, allt í samræmi við kenningar Darwins. Einstakling- ar voru ekki lengur jafningjar og meðal þeirra sem voru upptendraðir af hinni nýju þjóðemis- hyggjuhugsjón þótti sjálfsagt að hinir veikari yrðu undir í baráttunni. Smám saman skerpt- ust andstæðurnar eftir því sem sósíalisma og fijálslyndisstefnu óx fylgi. Þjóðríki eru afsprengi 19. aldarinnar, þó flest þeirra yrðu ekki til fyrr en á þeirri tuttugustu, þegar fyrri heimsstyijöldin leysti upp hið gamla skipulag í Evrópu. Þá var landamærum lokað í fyrsta sinn í sögunni með hörmulegum afleið- ingum fyrir milljónir manna af ýmsu þjóðerni sem mynduðu minnihlutahópa í hinum nýju ríkjum. Nú rann upp tími vegabréfa og skil- ríkja. Fijálst flæði vinnuafls sem tíðkast hafði innan Evrópu frá alda öðli var stöðvað. Flótta- menn komust hvergi. Gyðingar, sem notið höfðu nokkurs skjóls þjóðemislegs umburðar- lyndis fjölþjóðaríkjanna, lokuðust inni sem litl- ir minnihlutahópar í hinum nýju stoltu þjóðríkj- um og máttu þola ofsóknir sem aldrei fyrr. Þegar kom fram á 20. öldina höfðu sósíalist- ar styrkt mjög stöðu sína og náð undirtökum í stjórnkerfum margra rikja Evrópu. Þeir beittu ríkisvaldinu markvisst til þess að stjóma og skipuleggja líf einstaklingsins frá vöggu til grafar. Seilst var inn á svið mannlífsins sem einvaldskonungar fyrri alda hefðu aldrei látið sig dreyma um að koma nálægt. Valdsvið stjómmálamanna færðist út og löggjöf var sett um flesta þætti daglegs lífs, atvinnulíf, verslun, skólamál, félagsmál og heilbrigðis- mál. Fyrri heimsstyijöldin olli straumhvörfum í þessum efnum því í því skyni að hámarka hergagnaframleiðslu tók ríkisvaldið sér nær ótakmarkaðar heimildir til þess að skipuleggja atvinnulífíð. Höft og reglugerðir urðu hluti hins daglega lífs. Verslunarhöft vora innleidd. Stóriðnaður í stað smáiðnaðar og herskylda í stað atvinnuheija urðu til þess að treysta tök ríkisvaldsins á þegnunum. Þessum ofurtökum sem ríkisvaldið hafði náð á efnahagslífí og daglegu lífí fólks var ekki aflétt nema að litlu leyti að styijöldinni lokinni. Almenn skóla- skylda og aukin áhrif fjölmiðla til áróðurs gerðu eftirleikinn auðveldari. Aðgangur að slíku valdi varð draumur öfgamanna og Evr- ópa varð tilraunasvæði fasisma og kommún- isma með ófyrirsjánlegum afleiðingum. Spódómar og óskhyggja Þátttakendur hins dramatíska hugmynda- uppgjörs síðustu 200 ára sáu ekki nema að takmörkuðu leyti fyrir afleiðingamar af því að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Oftast var það hinn mannlegi þáttur sem var óþekkta stærðin í þeirri jöfnu sem lagt var upp með. Enginn sá fyrir þær hörmungar sem hinn upplýsti maður átti eftir að færa yfír heiminn á 20. öldinni m.a. með tveimur heims- styijöldum. Stórir atburðir verða oftast án fyrirvara og öllum á óvart. Franska byltingin 1789, byltingin í París 1848, tilurð jámtjalds- ins eftir seinni heimsstyijöldina og fall þess árið 1989 era allt dæmi um stórviðburði sem urðu andstætt væntingum. Kommúnistar tengdust atburðunum 1848 og 1989 með ólík- um hætti. Þeim fyrri sem þjóðfélagsafl í mót- un, þeim seinni sem fómarlamb. Þar með lauk hringferð þeirra hugmynda. Og hringferð fleiri hugmynda virðist vera að ljúka. Hugmynda- kerfí sósíalismans virðist í andarslitranum. Velferðarkerfi Vesturlanda stendur höllum fæti. Launamismunur fer vaxandi. Of mikill fólksfjöldi og of mikil velferð er nú stærsta vandamál sem ríkisstjórnir á Vesturlöndum standa andspænis. Markaðskerfið hagræðir fólki út af vinnumarkaðnum með sívaxandi hraða. Aukin misskipting í þjóðfélaginu gengur þvert á viðteknar hugmyndir síðustu tveggja alda um félagslegt réttlæti. Það er kaldhæðnis- legt að af hinum fjölmörgu heimspekingum þessa umbrotatímabils skuli Nietzsche einn höfða til samtímans. Að hans mati höfðu gildi hinna veiku náð yfírhöndinni vegna þess að þeir sterku tóku þau upp og nýttu sem tæki til þess að styrkja yfírráð sín. Sjálfstraust hinna sterku styrkist stöðugt og æ færri sjá sér hag í því að gerast málsvarar þeirra sem minna mega sín. Nietzsche taldi ríkið hannað handa þeim óþörfu. Vandamál nútímaríkisins er sívax- andi fjöldi óþarfra þegna. Hinir sterku telja sig ekki lengur þurfa á þeim að halda. Hugtökin gott og illt era óðum að öðlast þá merkingu, sem Nietzsche taldi þau hafa haft, áður en hin kristna siðfræði breytti merkingu þeirra, þ.e. hinn sterki er góður en hinn veiki vondur. Nú er í alvöra talað um að forgangsraða sjúkum og fötluðum líkt og Hitlef hafí eftir allt saman verið á undan sinni samtíð. Þegnamir era þjóð- félaginu mismunandi mikils virði. Nýjum hug- myndum er beitt fyrir valdatækin og stjómmála- menn leggja gjaldþrota stefnumál til hliðar og boða nýjan átrúnað þar sem jafnrétti er ekki lengur jafn sjálfsagt og áður. Leikreglur og réttlæti era steinar í götu hinna sterku. Því er spáð að upplýsingabyltingin breyii heiminum. Hinir nýju upplýsingamenn keppast við að skilgreina heimsmynd þar sem heim- svæðing markaðárins muni leysa öll vanda- mál. Ofurflæði upplýsinga muni breyta mann- legri hegðun. Hér er sama bamslega bjartsýn- in á ferðinni og á öldinni sem leið þegar menn töldu að þekkingin ein dygði til að beina mann- inum á réttar brautir. Það er þó engum betur ljóst en þeim sem fást við að skoða frumheim- ildir fyrri alda hversu mannleg hugsun hefur lítið breyst þó umhverfinu hafí verið umturn- að. Rómveijinn Sallust skrifaði eftirfarandi hugleiðingu um 40 árum fyrir Krists burð: Það virðist náttúrulögmál að í öllum ríkjum öfunda hinir auralausu þá auðugu, lofsyngja þá óánægðu, hata gamla kerfíð og þrá breyt- ingar. Vegna fyrirlitningar á eigin örlögum eru þeir tilbúnir að umbylta öllu. Ahyggjulaus- ir nærast þeir á uppreisnum og uppþotum, því fátæktin er eign sem enginn þarf að hafa áhyggjur af að tapa. Heimurinn virðist standa á hugmyndafræði- legum tímamótum. Maðurinn mun enn á ný bregðast við breyttum aðstæðum og lífsskilyrð- um á sinn óútreiknanlega hátt. Nýir ismar og áráttur munu líta dagsins ljós og gera vart við sig þegar síst varir. Ef til vill tekur eldfjall- ið að gjósa á ný og jörðin að skjálfa. Ekki einu sinni heimskingi getur spáð fyrir um það. Höfundur er sagnfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.